Samfélagsmiðlar

Ferðaþjónustan þarf að laga sig að miklum breytingum í veðri og náttúrufari

Loftslagsbreytingar hafa mikil áhrif á ferðaþjónustuna, ekki síst ævintýraferðamennsku. Þetta kom fram í máli allra þeirra sem töluðu á morgunverðarfundi Loftslagsleiðtogans, sem haldinn var í samvinnu við Stofnun Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun við Háskóla Íslands, í Veröld í gær.

Vilborg Arna Gissurardóttir, ráðgjafi og ævintýrakona

Meginstefið á fundinum var hversu víðtæk áhrif loftslagsbreytingar hafa þegar haft á náttúru og þar með vettvang ævintýraferðamennsku um allan heim. Gömul þekking dygði ekki til. Hraðar breytingar kölluðu á stöðuga endurnýjun þekkingar. En í þessum nýju og breytilegu aðstæðum felast líka fjölmörg tækifæri. 

Frummælendur, fundarstjórnendur og þátttakendur í pallborði – MYND: KRISTINN INGVARSSON

Jöklar eru að bráðna, jarðvegur skríður fram, landslag breytist, sjávarmál hækkar, eða lækkar sumstaðar, úrkoma eykst, öfgar í veðri aukast. Elín Björg Jónasdóttir, veðurfræðingur, fór yfir þetta í sínu erindi. Nú í haust hefðu þegar komið tvær veðurviðvaranir. Óvenjulegt veður miðað við árstíma brast á: Mikil úrkoma og slydda á norðanverðu landinu.

„Þegar við fáum vond veður þá eru þau meira afgerandi og óvenjulegri en við höfum vanist á síðustu áratugum. Þetta gerist svo hratt. Ég er ekki viss um að við náum að safna reynslu áður en hlutirnir breytast aftur.”

Elín Björg ræddi mikilvægi þess fyrir ferðaþjónustuna að byggt væri á reynslu, ekki síst uppi á jöklum sem breytast sífellt.

„Öfgafullt veðurfar getur breytt náttúrufari og ferðaþjónustan þarf að huga því og gera viðbragðsáætlanir. Jöklar bráðna og skilja eftir sig nýtt landslag.”

Þetta nýja landslag hefur áhrif á nærveðurlag – í hlíðum og dölum. Nýjar aðstæður skapast sem við höfum ekki þekkingu á. Reynsla sem fjallaleiðsögumenn hafa aflað á löngum tíma verður ekki eins mikils virði og hún er nú.

„Við verðum að gera kröfur um örari endurmenntun til að byggja upp nýja reynslu,” sagði Elín Björg.

„Aðlögunin sem ferðaþjónustan þarf að fara í núna felur í sér að finna út úr því hvernig bregðast eigi við þegar reynsluna vantar.”

MYND: KRISTINN INGVARSSON

„Auka verður öryggi og fagmennsku,” sagði Helga María Heiðarsdóttir, formaður Félags fjallaleiðsögumanna á Íslandi, sem lýsti þeim miklu breytingum sem hefðu orðið á jöklum landsins og starfi leiðsögumanna. Erlendir ferðamenn kæmu hingað til að njóta náttúrunnar og vaxandi straumur þeirra fæli í sér hættu á að fleiri slösuðust. Stundum myndaðist súrrelísk stemmning uppi á jökli. Fólksfjöldinn væri eins og á Laugaveginum en samt væru allir að reyna að upplifa náttúruna. Þetta væri ekki sama söluvara og áður þegar dugði að biðja fólk um að þegja og hlusta á jökulinn. Nú væri það ekki alltaf hægt vegna mannfjöldans.

Helga María sagði starf fjallaleiðsögumanna mjög mikilvægt á þessum breytingatímum. Þeir byggju yfir reynslu og gætu miðlað upplýsingum til margra í ferðum sínum.

„Náttúran er síbreytileg og það er starf okkar líka.”

Ferð á jökul undirbúin – MYND: ÓJ

Samkvæmt viðmiðum Adventure Travel Trade Association er talað um ævintýraferðamennsku ef um er að ræða tvennt af eftirfarandi: Náttúruupplifun – Líkamleg áreynsla – Menning.

Einar Torfi Finnsson, leiðsögumaður, sagði að út frá þessu þá væri rjóminn af íslenskri ferðaþjónustu ævintýraferðamennska. Hann sagði að hugtakið væri stundum skilgreint of þröngt. Ævintýraferðamennska væri ekki einhver sérviskuleg ferðaþjónusta heldur næði hún til tuga þúsunda ferðamanna hér á ári hverju.

„Það eru miklar áskoranir sem felast í loftslagsbreytingum og ævintýraferðaþjónusta verður að aðlaga sig eins og önnur ferðaþjónusta. Við þurfum líka að taka þátt í því að sporna við breytingunum. Í því felast fjölmörg tækifæri til þróunar í greininni, tækifæri fyrir nýja rekstraraðila. Það er mikilvægt að nálgast þetta af mikilli ábyrgð og auðmýkt.”

MYND: KRISTINN INGVARSSON

En hvernig ferðaþjónustu eigum við að standa fyrir í heimi mikilla loftslagsbreytinga? Einar Torfi nefndi kolefnishlutleysi í rekstri, að flutningar yrðu sem minnstir. Hann talaði um hægan ferðamáta, göngu- og hjólaferðir – og að sökkva sér ofan í menningu og aðstæður, hugleiða eða prjóna í viku á einum og sama staðnum. Þetta kæmi fyrst í huga hans. Margt fleira kæmi auðvitað til greina.

„Það eru fjölmörg tækifæri til að breyta ferðaþjónustunni. Við þurfum raunverulega að horfa á það núna að neysla okkar í ferðaþjónustu minnki og að hún sé ábyrgari. Við þurfum að horfa á aðföng og byggingarnar, einbeita okkur að því sem er rólegt, ekki stressað. Fyrirgefið mér:

Sex daga hringferð um Ísland er eitthvað sem á endanum þarf að heyra sögunni til.“

Ferðamenn á jökulsporði – MYND: ÓJ

Í pallborðsumræðum sem fylgdu erindum lagði Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, áherslu á mikilvægi samvinnu allra til að við næðum markmiðum okkar í loftlagsmálum.

„Eitt af því sem maður hefur komist að eftir að hafa unnið innan stjórnkerfisins og utan þess er hversu góðir Íslendingar eru í því að sjá fyrir sér hvert þeir vilji fara en ótrúlega lélegir í að setja sér aðgerðaáætlun um það hvernig við ætlum að komast þangað. Þetta á eiginlega við um alla opinbera stefnumörkun.”

Alltof oft væri hver að huga að sínu en minna væri gert af því að samræma áætlanir, sagði Jóhannes Þór.

„Stjórnmálamenn á Íslandi eru hreinlega ekki búnir að viðurkenna gagnvart sjálfum sér að þetta verkefni mun kosta miklu meiri peninga heldur en fólk sér fyrir núna. Hér þarf að hugsa stórt, fara í stórar aðgerðir í mikilli samvinnu.” 

Bráðnandi skriðjökull – MYND:ÓJ
Nýtt efni

„Aðkoma mín að ferðaþjónustunni hefur verið á ýmsum sviðum og ég hef fengið að starfa í greininni í meira en þrjá áratugi, þar af meira en aldarfjórðung í eigin rekstri. Á þessum árum hefur greinin okkar vaxið úr því að vera næstum því tómstundagaman fyrir áhugasama í það að vera stærsta útflutningsgrein þjóðarinnar með öllum …

Veitingahúsarekstur á Íslandi getur verið töluverður barningur: Vaktafyrirkomulag er kostnaðarsamt og launin vega mjög þungt í rekstri, verð á hráefni er hátt og opinber gjöld ekki síður, einkum á áfengi. Veitingamenn bíða eins og aðrir að gengið verði frá kjarasamningum og það verði hægt að gera einhverjar áætlanir fram í tímann.  Þegar launin sem greiða …

Kauphöllin

Hlutabréfavísatalan Stoxx Europe 600 náði sína hæsta gilda á föstudaginn og hefur þá hækkað um nærri 70 prósent frá því mars 2020 þegar vísitala fór lægst í upphafi heimsfaraldursins. Vísitala Bloomberg sem fylgist með gengi evrópskra flugfélaga hefur á sama tíma hækkað um 23 prósent. Af stóru evrópsku flugfélögunum er Ryanair það eina þar sem …

Tónlistarmaðurinn hefur á þessum árum lagt inn 689 lög í eigin nafni. En þrátt fyrir afar litlar vinsældir hefur maðurinn fengið útborgaðar um það bil sem svarar 90 milljónum íslenskra króna frá streymisveitunum vegna þess hve oft lögin hafa verið spiluð. Til að fá útborgað um eitt hundrað krónur frá tónlistarstreymisveitu þarf lag að vera …

Árið 2023 varð metár í komum ferðamanna til hinnar fornu, fögru og söguríku Aþenu. Um sjö milljónir erlendra ferðamanna lentu á Aþenu-flugvelli sem kenndur er við Eleftherios Venizelos, 600 þúsundum fleiri en 2019. Bandaríkjamenn voru stærsti hópurinn, ein milljón, en næst á eftir komu 687 þúsund Bretar, 478 þúsund Þjóðverjar, 462 þúsund Frakkar og 410 …

Áætlun Ryanair á komandi sumarvertíð byggir á því að félagið fái að lágmarki 50 nýjar Boeing Max þotur en forstjóri flugfélagsins, Michael O'Leary, er svartsýnn á að það gangi eftir. Nýju þoturnar verði í besta falli fjörutíu en upphaflega hafði Boeing lofað 57 nýjum Max-þotum samkvæmt frétt Bloomberg. „Það hamlar vexti okkar að vita ekki …

Stellantis er einn stærsti bílaframleiðandi heims. Í viðtali við þýska blaðið Welt am Sonntag ítrekar Carlos Tavares, forstjóri Stellantis, stuðning samsteypunnar við banni við sölu á bílum knúnum bensíni og dísil árið 2035. Ummælin falla í tilefni af því að margir spá íhaldssveiflu í Evrópuþingskosningum í júní og að í framhaldi af því verði áformum …

Það vakti athygli að fáum dögum eftir lát eins af þekktari ritstjórum The New York Times, Joseph Lelyveld, streymdu inn á Amazon-netverslunina fjölmargar nýjar ævisögur ritstjórans. Lelyveld lést í janúar í ár og þegar bróðir hans Michael fór inn á netið fáum dögum eftir útför Josephs til að sjá hvernig samferðarmenn minntust bróðurins tók hann eftir …