Samfélagsmiðlar

Kröftugur vöxtur í kjölfar bata í ferðaþjónustu

Batinn í ferðageiranum hefur sem fyrr mikil áhrif á hagkerfið. Spá sérfræðinga Seðlabankans um fjölda ferðamanna á næsta ári er í takt við þann vöxt sem forstjóri Icelandair reiknar með.

Ferðafólk á leið í skoðunarferð um Jökulsárlón

Útflutningur vöru og þjónustu reyndist meiri á fyrri helmingi ársins en Seðlabankinn hafði gert var ráð fyrir í spá sinni í lok sumars. Þessi aukning skrifast helst á þá staðreynd að útflutningur á þjónustu jókst meira en búist var við eða um liðlega 73 prósent. Þar spilar ferðaþjónustan stóra rullu eins og útskýrt er í nýrri útgáfu Peningamála sem Seðlabankinn gaf út í morgun.

„Þessi kröftugi vöxtur þjónustuútflutnings endurspeglar áframhaldandi bata í ferðaþjónustu sem tók hratt við sér á öðrum ársfjórðungi með auknu flugframboði á sama tíma og COVID-tilfellum tók að fækka á ný,“ segir í Peningamálum.

Þar er jafnframt bent á að tekjur innlendra flugfélaga af farþegaflutningum jukust töluvert á öðrum fjórðungi ársins og að heildartekjur af ferðaþjónustu námu um 94 prósentum af tekjum sama tímabils á árinu 2019 á föstu gengi. Ferðamenn voru þó færri núna en meðalútgjöld á hvern þeirra hins vegar töluvert meiri en fyrirfaraldur og dvalartíminn lengri.

Það eru þó ekki víst að þessi þróun sé ekki komin til að vera því í Peningamálum er bent á að vísbendingar séu um að útgjöld ferðamanna á þriðja ársfjórðungi hafi lækkað lítillega og færst nær því sem var áður en faraldurinn hófst.

Stjórnendur í ferðaþjónustu brattir varðandi fjárfestingar

Í september kannaði Seðlabankinn áform fyrirtækja um fjárfestingar og niðurstöðurnar sýna töluvert meiri aukning útgjalda til fjárfestinga en kom fram í samsvarandi könnun í febrúar og mars sl. Og þetta á sérstaklega við um stjórnendur í ferðaþjónustu og flutningastarfsemi.

„Könnunin bendir jafnframt til þess að stjórnendur í samgöngum, flutningum og ferðaþjónustu séu bjartsýnastir á fjárfestingaráform í ár,“ segir í Peningamálum.

Gera áfram ráð fyrir 1,9 milljón ferðamanna

Árið 2018 var metár í íslenskri ferðaþjóustu þegar horft er til fjölda ferðamanna. Þá voru þeir rúmlega 2,3 milljónir en það met fellur á næsta ári ef spá greiningafyrirtækisins Intellecon gengur eftir.

Spá Seðlabankans fyrir næsta ár er hófstilltari því þar er gert ráð fyrir 1,9 milljón ferðamanna eða um 200 þúsund fleiri en reiknað er með í ár. Segja má að sérfræðingar Seðlabankans séu á sömu síðu og Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, varðandi fyrrnefnda spá um nýtt metár í fjölda ferðamanna á því næsta.

„Mér finnst þetta ekki raunhæf spá. Við verðum að horfa til þess að nú í sumar og haust var mikil uppsöfnuð eftirspurn að koma fram. Margir sem höfðu ekki ferðast í 2 ár og voru að nýta uppsafnaðan sjóð til ferðalaga. Sá sjóður verður ekki til staðar næsta sumar og á sama tíma eru hagkerfi víða um heim í verri stöðu en áður,“ útskýrði Bogi Nils í viðtali við Túrista nýverið.

Nýtt efni

Kínverjar eru leiðandi í smíði rafbíla, sem taldir eru mikilvægir vegna nauðsynlegra orkuskipta í samgöngum. Hinsvegar er Kína enn mjög háð brennslu kola, nærri 60% rafmagns í landinu er framleitt með kolum og það er enn verið að auka kolanám í landinu. Auk þess sem flutt er inn mikið af olíu og gasi. Jafnhliða er …

Það vour 1.299 bílar skráðir nýir á götuna hér á landi fyrstu þrjár vikurnar í júní og þar af 986 á vegum bílaleiga. Það jafngildir því að 24 prósent nýrra ökutækja fór til einstaklinga en á sama tíma í fyrra var hlutfallið 38 prósent samkvæmt tölum Bílgreinasambandsins sem ná til 23. júní. Þessar fyrstu þrjár …

Það voru þrjú norræn alþjóðaflugfélög sem hófu flugrekstur í Covid-faraldrinum. Hér á landi var það Play en Flyr og Norse í Noregi. Öll þrjú leigðu árið 2021 þotur á lægra verði en áður hafði þekkst og efndu til hlutafjárútboða meðal fagfjárfesta og almennings. Í byrjun síðasta árs varð Flyr gjaldþrota en rekstur þess byggði á …

Ein árangursríkasta loftslagsaðgerð síðari ára á Íslandi er líklega sú að banna urðun lífræns úrgangs. Þetta bann tók gildi í upphafi árs 2023 og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Smám saman hafa jákvæðar tölur verið að berast, sem gefa tilefni til bjartsýni. Það er semsagt hægt að ná árangri í loftslagsmálum, þótt margir …

Barselóna er ein vinsælasta ferðamannaborg Evrópu en óþol íbúa vegna ágangsins hefur farið vaxandi á síðustu árum - ekki síst vegna húsnæðisvanda ungs fólks sem ekki getur keppt við ferðaþjónustuna í leiguverði. Fyrri borgaryfirvöld hættu útgáfu nýrra leyfa til útleigu og lokað mörgum ferðamannaíbúðum en nú eru í farvatninu enn meiri breytingar. Airbnb og öðrum …

Í Svíþjóð kalla sumarsólstöður, eða Midsommar, á mikil hátíðarhöld þar sem síld og snaps hafa lengstum verið í aðalhlutverki. Sölutölur sænskra kaupmanna sýna þó að vinsældir síldarinnar dala ár frá ári og nú er svo komið að salan hefur helmingast frá árinu 2008. Frá þessu greinir Sænska ríkisútvarpið. Skýringin á þessari þróun liggur í bragðlaukum …

Ferðahópur á Þingvöllum

Alþingi hefur samþykkt tillögu til þingsályktunar, sem ferðamálaráðherra lagði fram í apríl, um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til 2030. Öðlast þingsályktunin þegar gildi en mótun stefnunar var sett á ís þegar Covid-faraldurinn hófst en þráðurinn var tekinn upp að nýju í fyrra. Þá skipaði ráðherra ferðamála, Lilja Alfreðsdóttir, sjö starfshópa til að fara í verkið og komu meira …

Ásgeir Baldurs, framkvæmdastjóri Arctic Adventures

Arctic Adventures er eitt stærsta fyrirtæki landsins í ferðaþjónustu og hefur verið að stækka starfssvið sitt, síðast með kaupum á Special Tours, sem sinnir skoðunarferðum á slóðum hvala og lunda, auk þess að reka Hvalasafnið (Whales of Iceland) í Reykjavík.  Ásgeir Baldurs tók við starfi forstjóra Arctic Adventures fyrir rúmu ári, þegar margir bundu vonir við …