Samfélagsmiðlar

Leggja til 300 milljónir króna í hlutafjáraukningunni

Sumarvertíðin gekk ekki sem skildi hjá Play og félagið gerir ekki lengur ráð fyrir rekstrarhagnaði á seinni helmingi ársins. Stærstu hluthafar Play hafa skrifað undir bindandi loforð um að auka hlutafé í félaginu um 2,3 milljarða króna. Viðbótin þarf ekki að vera í takt við núverandi eignarhlut hvers og eins.

Play fékk rúmlega 10 milljarða króna í tveimur hlutafjárútboðum í fyrra. Nú ætla stærstu hluthafarnir að setja 2,3 milljarða kr. til viðbótar í félagið.

Lífeyrissjóðurinn Birta keypti hlutafé í Play fyrir nærri einn milljarð króna í lokuðu hlutafjárútboði í apríl í fyrra en þar söfnuðust sex milljarðar króna í hlutafé. Tveimur mánuðum síðar, stuttu fyrir jómfrúarferðina í lok júní í fyrra, var haldið annað útboð og þá gátu allir tekið þátt. Þar fékk Play rúma fjóra milljarða til viðbótar en fjárfestar sóttust eftir átta sinnum fleiri hlutabréfum en voru til sölu.

Það söfnuðust því rúmlega 10 milljarðar króna í útboðunum tveimur í fyrra og síðan þá hefur lífeyrissjóðurinn Birta verið næststærsti hluthafinn með 8,52 prósenta hlut. Sá stærsti er eignarhaldsfélagið Fiskisund sem er m.a. í eigu stjórnarformanns Play, Einars Arnar Ólafssona sem átti um síðust mánaðamót 8,6 prósent í Play.

Vægi Birtu í hluthafahópnum mun þó hækka þegar boðuð 2,3 milljarða króna hlutafjáraukning hefur farið fram. Þar mun Birta nefnilega leggja Play til 300 milljónir samkvæmt upplýsingum frá sjóðnum. Sú upphæð jafngildir 13 prósentum af hlutafjáraukningunni en ef Birta hefði aðeins tekið þátt í miðað við núverandi eignarhlut þá hefði það kallað á fjárfestingu upp um 195 milljónir króna.

Frammistaðan komið þægilega á óvart

Spurður hvort verri afkoma Play á síðasta fjórðungi hafi komið á óvart, í ljósi þess sem áður hafði komið frá forsvarsfólki félagsins, þá segir Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Birtu, að hann geti ekki sagt að það komi mikið á óvart á þessum furðulegu tímum.

„Til að mynda er erfitt að sjá nákvæmlega fyrir hvernig olíuverð þróast svo dæmi sé tekið. Það hefur komið okkur þægilega á óvart hversu hratt stjórnendum hefur tekist að skipuleggja félagið og byggja það upp.“

Horfa í gegnum sveiflur einstakra fjórðunga

Soffía Gunnarsdóttir, forstöðumaður eignastýringarsviðs Birtu, tekur undir með Ólafi og segir í Play hafa staðið sig mjög vel í þeim uppbyggingarfasa sem var boðaður af stjórnendum þess snemma sumars 2021.

Hún segist þó vissulega hafa vonað það besta í ljósi ummæla stjórnenda flugfélagsins þegar uppgjör fyrir annan ársfjórðung var birt. En þar var ítrekuð spá um að félagið myndi skila rekstrarhagnaði á seinni hluta ársins.

„Það má ekki gleymast að félagið hefur verið í rekstri í rúmlega eitt ár og þurft að standa af sér ýmsar áskoranir á þeim tíma sem erfitt var að sjá fyrir. Að auki náði félagið ekki tilætlaðri stærðarhagkvæmni fyrr en fyrir 3 mánuðum síðan. Sem fjárfestir reynir Birta að horfa í gegnum sveiflur einstakra ársfjórðunga hjá þeim félögum sem sjóðurinn er hluthafi í. Ef einstaka árshlutauppgjör gefa það áfram til kynna, þrátt fyrir að vera undir væntingum, að viðskiptamódel viðkomandi félags sé að virka að þá hefur Birta enn trú á fjárfestingunni til lengri tíma litið,“ útskýrir Soffía.

Hún segir að þetta eigi ekki bara við Play heldur allar þær fjárfestingar sem Birta taki þátt í. 

„Með þátttöku í nýafstaðinni hlutafjáraukningu Play staðfestir sjóðurinn að hann hefur ennþá trú á þeirri hugmyndafræði sem félagið stendur fyrir. Allar opinberar tölur undanfarið gefa til kynna að Ísland er afar vinsæll áfangastaður og það er ekki annað hægt fyrir Birtu lífeyrissjóð en að horfa jákvætt á framtíðina og vera stoltur af því að eiga hlutdeild í mörgum þeirra félaga sem eiga þátt í því að koma Íslandi á kortið sem eftirsóttu að sækja heim,“ segir Soffía.

Þess má geta að Birta tók ekki þátt í hlutafjárútboði Icelandair haustið 2020 en er engu að síður 0,95 prósent hlut í því flugfélagi og er markaðsvirði hlutarins 700 milljónir króna í dag. Eignarhlutinn í Play, fyrir boðaða hlutafjáraukningu, er 845 milljón króna virði í dag.

Íslandssjóðir keyptu í samræmi við hlutdeild

Í tilkynningu frá Play á fimmtudagskvöld kom fram að það væru 20 stærstu hluthafarnir sem ætluðu að taka þátt í hlutafjárútboðinu. Þrír sjóðir hjá Íslandssjóðum eru á þeim lista og í svari við fyrirspurn Túrista staðfestir Kjartan Smári Höskuldsson, framkvæmdastjóri Íslandssjóða, að þátttaka sjóðanna í hlutafjáraukningunni sé miðuð við eignarhlut hvers sjóðs.

Það má því gera ráð fyrir að framlag Íslandssjóða til hlutafjáraukningarinnar nemi að minnsta kosti 166 milljónum króna. Er þá horft til eignarhlutar þeirra þriggja sjóða sem eru á listanum yfir 20 stærstu hluthafa Play um síðustu mánaðamót.

TENGT EFNI: Ólík upplifun Boga og Birgis á stöðunni í sumarlok

Nýtt efni

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …

Í marsmánuði fór fjöldi erlendra ferðamanna í Japan í fyrsta skipti yfir 3 milljónir, samkvæmt tölum sem birtar voru í síðustu viku. Um 2,7 milljónir komu í febrúar. Auðvitað nýtur japönsk ferðaþjónusta nú uppsafnaðrar löngunar erlendra ferðamanna á að heimsækja loks Japan eftir langvarandi lokun og ferðahindranir í tengslum við Covid-19 en það er ekki …

Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands var heiðraður á ársfundi Meet in Reykjavik í gær. Hann leiddi til sigurs umsókn Íslands um að fá ráðstefnuna „International Geoscience and Remote Sensing Symposium (IGARSS)“ til Reykjavíkur í júlí 2027. Gert er ráð fyrir að 2.500 erlendir vísindamenn og fagfólk á sviði fjarkönnunar frá öllum heimshornum sæki ráðstefnuna …

United Airlines tilkynntu í gær um betri afkomu en vænst var á öðrum ársfjórðungi. Þetta kemur í framhaldi af því að tapið á fyrsta fjórðungi var minna en óttast hafði verið. Megin ástæða þess að vel gengur er einfaldlega mikill áhugi á ferðalögum. Hlutabréf í United hækkuðu strax í fyrstu viðskiptum eftir að tilkynnt var …

Japanskir bílaframleiðandur hafa dregist aftur úr nýrri fyrirtækjum á borð við bandaríska Tesla og kínverska BYD í þróun rafbílasmíði. En menn velta því fyrir sér hvort japanskir framleiðendur á borð við Toyota og Nissan verði ekki fljótir að vinna upp það forskot - og jafnvel ná forystu - með þróun nýrrar gerðar rafhlaðna, sem vonir …

„Viltu nýjan bíl? Ef svarið er já, þá þurfum við að finna pening til að kaupa bílinn. Við getum aflað hans með sjávarútvegi en sú grein er takmörkuð og margir vilja setja skorður á fiskeldi. Til að auka framleiðslu á málmum þarf meiri raforku. Þá er það ferðaþjónustan sem er eftir og því þarf að …

Yfir veturinn eru Bretar fjölmennastir í hópi ferðamanna hér á landi en fyrstu þrjá mánuði þessa árs innrituðu 109 þúsund breskir farþegar sig í flug frá Keflavíkurflugvelli. Fjöldinn stóð í stað frá sama tíma í fyrra en hins vegar fjölgaði brottförum útlendinga um tíund þessa þrjá mánuði. Efnahagsástandið í Bretlandi kann að skýra að það …

Því var fagnað í gær að undirrituð hefði verið viljayfirlýsingu um að Íslandshótel og fjárfestar tengdir Skógarböðunum ætluðu að byggja og reka fjögurra stjörnu hótel við Skógarböðin í Eyjafirði gegnt Akureyri. Á væntanlegu baðhóteli verða 120 herbergi. Sjallinn - MYND: Facebook-síða Sjallans Íslandshótel hafa líka haft áform um að reisa hótel í miðbæ Akureyrar, þar …