Samfélagsmiðlar

Segir aukið hlutafé skýr skilaboð til neytenda og keppinauta

Flugfélagið Play fær 2,3 milljarða króna innspýtingu frá stærstu hluthöfunum. Forstjóri félagsins segir þetta bæta fyrir þann skaða sem tvöföldun olíuverðs hefur valdið.

„Icelandair er mjög flott fyrirtæki sem er með sitt sölukerfi sem búið er að byggja upp í 85 ár. Það væri algjör hroki að segjast ætla að ná sama árangri á okkar fyrsta heila sumarfjórðungi," segir Birgir Jónsson, forstjóri Play.

„Fólk er að spyrja eðlilega, hvað ætliði að gera við peninginn? Við segjum bara, nákvæmlega ekki neitt. Hann fer inn í banka þannig að við getum sýnt að það hafi vantað 20 milljónir dollara í reksturinn vegna hækkunar olíunnar innan ársins. Núna erum við búin að bæta það upp. Það er hin stutta skýring.

Ég stend alveg við það að við þurfum ekki þessa peninga til að borga neitt eða uppfylla einhver skilyrði í samningum. En að vera komin með lausafjárstöðuna á sama stað og í viðskiptaáætluninni, sem við kynntum í hlutafjárútboðinu í fyrra, þar sem búið er að þurrka út þessi áhrifin af hækkun olíunnar, þýðir að félagið er að fara að klára þetta vaxtarverkefni.

Fjárfestar væru ekki að setja meiri pening í félagið ef þeir teldu eitthvað að í rekstrinum. Ég veit ekki hvaða fyrirtæki myndi ráða við að helsti kostnaðarliðurinn tvöfaldaðist á stuttum tíma eins og gerðist í okkar tilviki. Að sjálfsögðu skiptir þetta máli, það væri rugl að halda öðru fram,“ svarar Birgir Jónsson, forstjóri Play, spurður út í hlutafjáraukningu upp á 2,3 milljarða króna (nærri 16 milljónir dollara) sem framundan er.

Sú upphæð bætist við þá rúmlega 10 milljarða sem fengust í tveimur útboðum í apríl og júní í fyrra. Þá kynntu forsvarsmenn Play fjárfestum sviðsmynd sem gerði ráð fyrir að félagið yrði rekið með hagnaði í ár.

Það er löngu ljóst að það gengur ekki eftir en það var fyrst á fimmtudaginn í síðustu viku sem áætlun um rekstrarhagnað á seinni hluta ársins var tekin aftur, meðal annars vegna lægri tekna.

„Ef allt væri í takt við þessi áætlun, nema farþegatekjurnar lægri og olíuverðið það sama og fyrir stríðið í Úkraínu, þá værum við hlæjandi,“ segir Birgir þegar hann er spurður úti í frávikin frá útboðsgögnunum í fyrra.

Samkeppnin nær ekki að snúa Play niður

Sem fyrr segir þá reyndust tekjur Play á þriðja ársfjórðungi lægri en gert var ráð fyrir en á sama tímabili hafa farþegatekjur Icelandair aldrei verið hærri. Birgir vill þó meina að samanburðinn við Icelandair sé ekki sanngjarn að öllu leyti.

„Icelandair er mjög flott fyrirtæki sem er með sitt sölukerfi sem búið er að byggja upp í 85 ár. Það væri algjör hroki að segjast ætla að ná sama árangri á okkar fyrsta heila sumarfjórðungi þar sem við erum að staulast í gang með sex flugvélar og tengiflug.“

Ertu ekkert hræddur við að þau hjá Icelandair fái blóðbragð í munninn og verði mun harðari í samkeppninni, til dæmis með lægra verði en fargjöldin þar hafa verið mjög há að undanförnu.

„Þetta er nákvæmlega það sem okkar hluthafar eru að segja. Þeir segja, við trúum á þetta og láta því inn aukið fjármagn svo fólk fari ekki að verða hrætt við að kaupa miða eða samkeppnin reyni að snúa okkur niður á stuttum tíma eins og þú ert að lýsa. Það er verið að senda skilaboðin um að við erum komin til að vera og höfum styrkin til að klára þetta,“ segir Birgir að lokum.

Líkt og Túristi greindi frá í gær þá ætlar lífeyrissjóðurinn Birta að leggja Play til 300 milljónir af þeim 2,3 milljörðum króna sem félagið fær inn sem nýtt hlutafé. Sjóðir á vegum Íslandssjóða leggja einnig sitt að mörkum.

Tengdar greinar: Ólík upplifun Boga og Birgis á stöðunni í sumarlok

Nýtt efni

Vaxandi óánægju gætir meðal leigusala og húsnæðismiðlara í Bandaríkjunum með það ægivald sem Airbnb hefur á skammtímaleigumarkaðnum. Margir eru sagðir leita leiða til að afla leigutekna utan eða meðfram kerfi bandaríska risans, sem gerir stöðugt meiri kröfur til þeirra sem leigja út vegna þrýstings frá samfélögum sem stynja undan umfangi og markaðsáhrifum skammtímaleigu til ferðafólks.  …

Flugsamstæðan Air France KLM hefur greint frá því að rekstrarhagnaður á síðasta ársfjórðungi hafi minnkað um 30% og er það verri afkoma en flugmálasérfræðingar bjuggust við. Helstu skýringar eru sagðar aukinn starfskostnaður og hærra olíuverð en búist var við. Þetta er veruleiki sem önnur flugfélög hafa almennt verið að kljást við. Á öðrum ársfjórðungi nam …

Þegar stjórnendur Play kynntu í apríl sl. uppgjör fyrirtækisins fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins þá brugðu þeir út af vananum og birtu engan árshlutareikning. Þar með fengu fjárfestar og greinendur ekki aðgang að uppfærðum efnahagsreikningi fyrir flugfélagið þar sem meðal annars eigna- og skuldastaða kemur fram. Um leið fengust ekki upplýsingar um hvert eiginfjárhlutfall félagsins …

Suður-kóreski rafhlöðuframleiðandinn LG Energy Solution (LGES) á í viðræðum við þrjá ónefnda kínverska birgja um að framleiða ódýrar bílarafhlöður fyrir Evrópumarkað og bregðast þannig við hærri verndartollum Evrópusambandsins á rafbíla frá Kína.  Þetta hefur Reuters-fréttastofan eftir háttsettum heimildarmanni innan LGES, sem er í hópi stærstu rafhlöðuframleiðenda heims ásamt CATL í Kína, Panasonic í Japan og …

Þó margir njóti guðaveiga í sumarfríinu þá er hásumarið rólegur tími í heimi vínviðskipta. Það er löngu búið að ganga frá sölu á framleiðslu liðins árs en beðið tíðinda af næstu vínuppskeru. Þegar horft er á heildina þá hefur dregið úr vínsölu vegna efnahagsþrenginga og breyttra neysluhátta. En loftslagsbreytingar valda vínbændum víða erfiðleikum og hafa …

Það kemur skýrt fram í afkomutölum rafbílaframleiðandans Tesla að hægt hefur á orkuskiptum í bílasamgöngum. Á fyrri helmingi ársins hefur Tesla selt um 831 þúsund rafbíla en Elon Musk hafði spáð því að á árinu öllu myndu seljast um 1,8 milljónir bíla. Það vantar því enn mikið upp á að sú spá rætist. Sala Tesla …

Áður en Play fór í loftið sumarið 2021 var efnt til hlutafjárútboðs þar sem söfnuðust 10 milljarðar króna. Umsjón með útboðinu höfðu Arctica Finance og Arion banki en þessi tvö fjármálafyrirtæki komu einnig að fjármögnun Wow Air á sínum tíma. Í útboði meðal almennings reyndist umframeftirspurnin áttföld. Í kynningarefni sem fylgdi hlutafjárútboðinu var aðeins ein …

„Okkur er ánægja að tilkynna um fjölgun A350-900-véla í utanlandsflugi og A321neo í innanlandsflugi,“ segir Yukio Nakagawa, innkaupastjóri Japan Airlines, í tilkynningu félagsins um samninga við Airbus um kaup á nýjum þotum. „Með því að flýta því að taka í notkun nýjustu og sparneytnustu flugvélarnar viljum við veita viðskiptavinum okkar besta hugsanlegu þjónustu um leið …