Samfélagsmiðlar

„Það er galið að loka veginum að Dettifossi“

Nú er vetrarfærð á nokkrum vinsælum ferðamannaleiðum á Norðausturlandi og þar með eru skilyrði fyrir því að efla ferðaþjónustu utan háannatímans skert verulega. Ferðaþjónustan fyrir norðan hefur lengi barist fyrir aukinni þjónustu Vegagerðarinnar. Bent er á að ekki sé forsvaranlegt að Demantshringurinn lokist 1. nóvember.

Dettifossleið

Dettifossvegur ekinn á sérútbúnum jeppa

Það virðist vilji allra að dreifa ferðafólki meira um landið. En til að það megi verða er auðvitað frumskilyrði að vinsælar ferðamannaleiðir séu færar – ef veður á annað borð leyfir. Meðal þeirra sem voru óþreytandi að benda á að slök vetrarþjónusta á vegum fyrir norðan hamlaði vexti í ferðaþjónustu var Pétur Snæbjörnsson, fyrrverandi hótelstjóri í Reynihlíð.

Vegakortið á Norðausturlandi 1. nóvember 2022

Þetta á ekki síst við um Dettifossveg sem byggður hefur verið upp og er mikilvægur ferðaþjónustunni. Í dag, 1. nóvember, er Dettifossvegur lokaður venjulegum bílum. Fara verður á breyttum jeppum að fossinum mikilfenglega.

Málefni Dettifossvegar hafa verið tekin upp á þingi, m.a. í vor af Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur. Hún sagði að ekki gengi upp að hafa takmarkaða mokstursþjónustu á jafn mikilvægum vegi. Þingmaðurinn vísaði til svonefndrar G-reglu Vegagerðarinnar, sem gildir um veginn að Dettifossi frá þjóðvegi eitt. Vegurinn er ruddur tvisvar í viku bæði að vori og hausti ef snjólétt er, sem þýðir að hvergi má vera snjóþungt á leiðinni. Hausttímabilið er skilgreint til 1. nóvember og vortímabilið frá 20. mars. Heimildir eru fyrir meiri mokstri en þá með kostnaðarþátttöku sveitarfélaga til 5. janúar. Hingað til hefur það þýtt að vegurinn er í raun lokaður um háveturinn.

Dettifoss í vetrarham – Mynd: Markaðsstofa Norðurlands

Markaðsstofa Norðurlands hefur á síðustu árum ítrekað óskir um mokstur á Dettifossvegi, enda er hann hluti leiðar sem hefur verið markaðssett og kynnt sem eitt helsta aðdráttarafl Norðurlands – Demantshringurinn. Vegagerðin hefur lýst skilningi á þessum sjónarmiðum en bent á að svigrúmið sé lítið. Það gæti þurft að skerða þjónustu annars staðar á móti.

Núverandi framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, Arnheiður Jóhannsdóttir, talaði alveg skýrt á morgunfundi Íslandsbanka á Akureyri í síðustu viku þegar hún sagði: „Það er galið að loka veginum að Dettifossi.“

Í viðtali við Túrista eftir fundinn lagði Arnheiður áherslu á mikilvægi þess að ríki og sveitarfélög ynnu með ferðaþjónustunni við að efla ferðaþjónustuna út á landi – þar sem tækifærin væru: „Veginum er lokað þegar snjóa fer. Það er enginn fyrirsjáanleiki. Þetta er auðvitað galið út frá því að af þessum sökum er ekki hægt að markaðssetja Dettifoss og líka út frá öryggisástæðum. Ferðafólk keyrir að fossinum á litlum bílum og áttar sig ekki á hættunni. Við eigum mjög erfitt með að kynna erlendu ferðafólki núverandi stöðu á þessu svæði – í Demantshringnum.”

Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands – Mynd: ÓJ

Arnheiður bindur vonir við að viðræður við ráðherra samgöngu- og ferðamála skili árangri og að Dettifossvegi verði haldið opnum í vetur.

Túristi óskaði viðbragða frá Vegagerðinni vegna óska ferðaþjónustufólks fyrir norðan. Í svari frá G.Pétri Matthíassyni, upplýsingafulltrúa, segir að ekki séu önnur svör en þau að mikill halli sé á vetrarþjónustunni „og því trauðla forsvaranlegt að auka hana án þess að tekið sé á því á einhvern hátt.“ Þjónustan frá hringvegi að Dettifossi sé samkvæmt G-reglu en engin vetrarþjónusta sé frá Dettifossi og norður um á Norðausturveg. Upplýsingafulltrúinn lýsir því hvað felst í G-reglunni en lýkur svarinu með þessum orðum: „Það hafa komið fram tillögur um frekari þjónustu en þær markast af fjárveitingum.“

Við Dettifoss – Mynd: Markaðsstofa Norðurlands
Nýtt efni

Stjórnendur rafbílaframleiðandans Tesla leita nú leiða til að draga úr kostnaði og horfa þeir til þess að segja upp 14 þúsund starfsmönnum eða um 10 prósent af vinnuaflinu. Þetta kemur fram í tölvupósti sem forstjóri félagsins, Elon Musk, sendi til starfsfólks samkvæmt frétt sem fagritið Electrek birti í morgun. „Ég hata ekkert meira en þetta …

Stefnt er að því að á hótelinu verði veitingastaður, ráðstefnu- og veislusalur ásamt heilsulind. Síðan er ætlunin að stækka Skógarböðin og tengja þau hótelinu.  Samkvæmt fréttatilkynningu er um að ræða fimm milljarða króna fjárfestingu. Áætlað er að hótelið verði opnað eftir tvö ár, vorið 2026.  „Þetta er virkilega spennandi verkefni sem við hjá Íslandshótelum hlökkum …

Hver hlutur í Icelandair kostaði fyrir opnun Kauphallarinnar í morgun 1 krónu og fjóra aura. Verðið hefur ekki verið svona lágt síðan í nóvember árið 2020 en þá hafði félagið nýverið efnt til hlutafjárútboðs þar sem sölugengið var 1 króna á hlut. Í dag er markaðsvirði Icelandair 43 milljarðar króna og hefur það lækkað um …

Stafræna byltingin gerði fjarvinnu auðveldari og heimsfaraldurinn festi það vinnufyrirkomulag í sessi. Stór og vaxandi hópur fólks nýtir sér þá möguleika sem felast í þessu frelsi - að geta unnið verk sín eiginlega hvar sem er í heiminum, skila unnum verkum af sér án þess að mæta á tiltekinn stað á tilgreindum tíma. Áætlað er …

Sigurð Örn Ágústsson, fyrrum forstjóri Bláfugls, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Play. Um er að ræða nýtt svið innan flugfélagsins og verður Sigurður Örn hluti af framkvæmdastjórn flugfélagsins sem nú telur átta manns, einum fleiri en í yfirstjórn Icelandair. Í tilkynningu segir að Sigurður Örn muni hafa það hlutverk að leiða frekari þróun þvert …

Lufthansa-flugsamsteypan tilkynnti í dag að flugferðum til Amman í Jórdaníu, Erbil í Kúrdahéruðum Íraks og Tel Aviv í Ísrael yrði frestað til þriðjudags og ekki yrði flogið til Beirút í Líbanon og Teheran í Íran a.m.k. til fimmtudags vegna stríðsógnarinnar og hernaðaraðgerða í Mið-Austurlöndum. Á flugvellinum í Amman í Jórdaníu - MYND: Unsplash/Cila Photography Reuters-fréttastofan …

Hjá Könglum er rík áhersla lögð á að nýta afurðir úr nærumhverfinu, hvort sem það eru jurtir, afgangar eða aukaafurðir bruggunarferlisins. Sjálfbær hugsun og skynsöm nýting náttúrunnar er auk þess í farabroddi þar sem aldrei er tekið meira en náttúran hefur að gefa, svo hún geti tekið við sér aftur eftir uppskeruna. Heitið Könglar varð …

Árið 2001 starfaði Khaled Hosseini sem heimilislæknir en stundaði bókaskrif í frístundum sínum. Hann vaknaði á hverjum morgni klukkan 4:30 og sat við eldhúsborðið yfir bókaskrifum fyrstu þrjár morgunstundirnar. Síðan fór hann í sturtu, klæddi sig og keyrði á læknastofuna til að meðhöndla sjúklinga sína. En sjálfur segir höfundurinn að allan þann tíma sem hann …