Samfélagsmiðlar

Alþjóðlegt samstarf um að hótel fylgi viðurkenndum reglum um sjálfbærni

Tvenn alþóðasamtök á sviði sjálfbærnimála í ferðaþjónustu hafa tekið saman höndum um að vinna markvissar að innleiðingu reglna og viðmiða varðandi sjálfbærni í hótelrekstri.

urvalutsyn atlantis palm dubai hotel resort

Bygging Atlantis The Palm, glæsihótelsins í Dúbæ, hafði mikil umhverfisáhrif og óvíst er hvort ströngustu reglum um sjálfbærni sé fylgt

Tvenn alþjóðleg samtök sem vinna að sjálfbærni innan ferðaþjónustunnar hafa tilkynnt um nánara samstarf á því sviði. Þetta eru Samband fyrirtækja í sjálfbærri gistiþjónustu (The Sustainable Hospitality Alliance) og Alþjóðaráð um sjálfbæra ferðaþjónustu (Global Sustainable Tourism Council).

Með samstarfinu ætti að nást til fleiri innan greinarinnar og nýta betur sérþekkingu á því hvernig komið er á viðmiðum og reglum um sjálfbæran rekstur. Tilgangurinn er að auka skilning í hótelrekstri og innan ferðaþjónustunnar á því hvað felst í sjálfbærni og afla haldbærra gagna um stöðuna í sjálfbærnimálum. 

Á síðustu árum hefur grænþvottur færst í aukanna á heimsvísu og innan allra atvinnugreina. Fyrirtæki hafa í markaðssetningu sinni gefið til kynna að starfsemi þeirra og þjónusta lúti kröfum um sjálfbæra þróun án þess að innistæða hafi verið fyrir því. Með þessu er verið að veita neytendum rangar eða villandi upplýsingar sem grafa undan tiltrú á því sem raunverulega er verið að gera í þessum málum. Grænþvottur er svik við neytendur, samfélög – og jörðina sjálfa.

Innan alþjóðlega hótelgeirans er margskonar fyrirkomulag í gildi um það hvernig fyrirtæki veita upplýsingar um umhverfismál, samfélagsþætti og stjórnarhætti (ESG-Environmental, Social and Goverance) til hluthafa og fjárfesta – og yfirvalda í hverju landi. Þetta er ómarkvisst og veldur erfiðleikum við að mæla hvort fyrirtæki fylgi reglum og hindrar þar með innleiðingu góðra starfshátta. Nú er ætlunin að öll hótel og gistihús hafi réttu verkfærin og leiðbeiningar til að ná mælanlegum árangri í sjálfbærnimálum.

Þetta samkomulag er mikilvægur áfangi á þeirri leið að ferðaþjónustan fylgi kröfum um sjálfbæran rekstur. Innan Sambands fyrirtækja í sjálfbærri gistiþjónustu (The Sustainable Hospitality Alliance) eru um 40 prósenta hótela í heiminum með sjö milljónir herbergja. Á meðal hótelhringja sem aðild eiga að sambandinu eru Marriott International, Hilton Hotels & Resorts, IHG Hotels & Resorts, Hyatt Hotels Corporation, BWH Hotel Group og Radisson Hotel Group. Að auki starfar innan sambandsins mikill fjöldi sjálfstæðra hótela.

Starfsemin sem fram fer á hóteli hefur mikil áhrif á umhverfi, efnahag og samfélag þess. Áætlað er að eitt prósent af losun CO2 í heiminum komi frá hótelum. Þau þurfa ógrynni af vatni og rafmagni, skilja eftir sig mikið af sorpi og úrgangi. Hótelin veita líka mörgum atvinnu og eru mikilvægir kaupendur á vöru og þjónustu.

Ferðaþjónusta þrífst ekki án hótela. Hótelin þrífast ekki til lengdar nema að þau starfi í sátt við samfélag og umhverfi.

hotelrum nik lanus
Mynd: Nik Ianus
Nýtt efni

Aspasinn fyrirfinnst í þremur litbrigðum – hvítur, grænn og fjólublár. Hér er í raun um að ræða sömu plöntuna en afbrigðin hafa ólíka eiginleika og ræðst liturinn af því ásamt hlutfalli sólarljóss við ræktunina. Þetta næringarríka grænmeti er ein þeirra matjurta sem maðurinn hóf fyrst að rækta en elstu heimildir um aspasræktun eru um 2.000 …

Það voru vísbendingar um offramboð á flugi héðan til London og Frankfurt síðastliðinn vetur að mati stjórnenda Icelandair. Nú er hins vegar útlit fyrir nokkru færri brottfarir til beggja þessara borga á komandi vetri. Þannig hefur Wizz Air ekki lengur á boðstólum flug til Íslands frá London og þar með dregst framboð á flugi hingað …

Ferðaskrifstofur sem selja Íslandsferðir horfa nú í auknum mæli á eftir viðskipavinunum til Noregs þar sem verðlagið er skárra. Norskir ferðafrömuðir eru líka brattir í viðtölum þessa dagana og almennt sammála um að nýliðinn vetur hafi gengið vel og sumarið verði „dúndurgott" eins og það síðasta. Og opinberar tölur sýna að veturinn gekk vel í …

Þrotabú Wow Air hefur höfðað 11 riftunarmál vegna greiðslna til kröfuhafa flugfélagsins fyrir gjaldþrot þess í mars 2019. Fyrrum forstjóra flugfélagsins og eigenda, Skúla Mogensen, er stefnt til greiðslu skaðabóta í öllum þessum málum. Auk þess er farið fram á skaðabætur frá fyrrum stjórn fyrirtækisins í níu málum. Í stjórninni sátu Liv Bergþórsdóttir, sem var …

Þingmennirnir Jóhann Páll Jóhannsson (S) og Óli Björn Kárason (D) eru ekki bjartsýnir á að Alþingi nái að afgreiða þingsályktuntillögu Lilju Alfreðsdóttur (B), ráðherra ferðamála, um nýja ferðamálastefnu til ársins 2030. Þetta kom fram í máli þingmannanna í pallborðsumræðum á fundi Samtaka ferðaþjónustunnar í fyrradag. Ráðherrann tók líka þátt í pallborðinu og átti þar lokaorðin. …

Verðlag í evrópskum matvöruverslunum var almennt hærra í nýliðnum apríl en það var á sama tíma í fyrra. Íbúar í Tékklandi, Litháen, Ungverjalandi, Slóveníu og Finnlandi borga þó minna í dag fyrir mat og drykk en þeir gerðu á fyrra samkvæmt nýrri verðmælingu á vegum Hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat. Í Tyrklandi hækkar verðlag hratt og fór …

Samkeppnisstofnun Evrópusambandsins hefur sektað bandaríska sælgætisrisann Mondelez um 337,5 milljónir evra eða 47 milljarða íslenskra króna fyrir óeðlilega viðskiptahætti. Er Mondelez fellt fyrir að hafa skipt evrópska markaðnum upp og takmarkað flutning á vörum sínum milli landa á árunum 2015 til 2019. Tilgangurinn var að halda vöruverði uppi að því segir í tilkynningu frá Framkvæmdastjórn …

Spænska lágfargjaldaflugfélagið Vueling heldur áfram að fækka ferðum til Íslands en þotur þess flugu hingað þrisvar í viku frá Barcelona síðastliðið sumar og svo eina til tvær ferðir í viku yfir nýliðinn vetur. Sumaráætlun Vueling í ár gerir aðeins ráð fyrir brottförum frá Keflavíkurflugvelli á sunnudagskvöldum frá 23. júní til 8. september. Eftir þann tíma …