Samfélagsmiðlar

Frá fjórum þjóðum komu fleiri ferðamenn en metárið 2018

Ferðamenn kaupa sér hressingu í Stykkishólmi.

Af þeim farþegum sem fóru gegnum vopnaleitina í Leifsstöð á síðasta ári þá var 1,7 milljón með erlent vegabréf. Þessi talning hefur um langt árabil verið notuð til að segja til um fjölda ferðamanna hér á landi en hafa ber í huga að útlendingar, búsettir á Íslandi, eru hluti af ferðamannatölunni.

Pólverjar voru til að mynda fimmta fjölmennasta þjóðin í hópi þeirra sem innrita sig í flug hér á landi með erlent vegabréf í fyrr eins og sjá má hér fyrir neðan.

Á sama hátt eru allir Íslendingar, líka þeir brottfluttu, taldir sem heimamenn. Það er sem sagt vegabréfið sem ræður hvernig er talið í Leifsstöð en ekki hvar fólk býr. Það skýrir til að mynda 21 þúsund Kínverja hingað til lands í fyrra þrátt fyrir mjög strangar sóttvarnaraðgerðir á landamærum Kína allt síðasta ár. Kínversku ferðamennirnir hafa því líklega langflestir verið búsettir utan heimalandsins.

Tíðari flugferðir skýra stóran hluta

Frelsi fólks til að ferðast var orðið almennt í Evrópu og Norður-Ameríku í lok síðasta vetrar en þrátt fyrir það fækkaði ferðamönnum hér á landi um fjórðung frá metárinu 2018. Samdrátturinn kom fram í tölum allra þjóða nema fjögurra. Ítalir, Danir, Hollendingar og Ísraelar voru nefnilega fleiri en nokkurn tíma áður.

Skýringin á tíðari ferðum Ítala hingað til lands liggur væntanlega í miklu tíðari flugferðum milli Íslands og Ítalíu. Og fjölgun ferðamanna frá Ísraela skrifast sömuleiðis á betri samgöngur enda hafa tvö ísraelsk leiguflugfélög flogið hingað síðustu tvö sumur og í ár ætlar Icelandair að spreyta sig á flugi til Tel Aviv.

Ástæðurnar fyrir aukinni ásókn Dana og Hollendinga í Íslandsreisur eru þó sennilega aðrar og fjölbreyttari því ekki hefur flugferðunum frá þessum löndum til Keflavíkurflugvallar fjölgað.

Aldrei fleiri Þjóðverjar í desember

Þrjátíu og fjögurra prósenta samdráttur í komum Bandaríkjamanna ekki í veg fyrir að þeir voru langfjölmennastir í hópi ferðafólks í fyrra og stóðu þeir undir ríflega fjórðungi af heildarfjöldanum.

Þetta hlutfall gæti hækkað í ár enda stefnir í enn tíðari flugferðir milli Íslands og Bandaríkjanna. Þotur Icelandair og Play stefna þannig á fleiri áfangastaði vestanhafs en áður og einnig munar um auknar áherslu Delta flugfélagsins á Íslandsflug.

Bretar eru í öðru sæti en líkt og áður þá sækja þeir helst í Íslandsferðir utan háannatíma. Og ferðir Þjóðverja hingað eru nú fleiri á veturna en áður var og til marks um það flugu héðan 4900 þýskir farþegar í nýliðnum desember og hafa þeir aldrei áður verið svo margir þennan síðasta mánuð ársins.

Þess ber að geta að ferðamenn sem koma hingað sjóleiðina eða fljúga til Akureyrar, Egilsstaða eða Reykjavíkur eru ekki hluti af tölunum hér fyrir ofan.

Nýtt efni

Þegar heimsfaraldurinn hófst í febrúar árið 2020 lækkaði gengi hlutabréfa í ferðaþjónustufyrirtækjum hratt og hjá Icelandair fór það niður um þrjá fjórðu fyrstu mánuðina eftir að landamærum var lokað til að hefta útbreiðslu veirunnar. Gengið hélt svo áfram að lækka fram á haustið þegar efnt til hlutafjárútboðs þar sem hver hlutur var seldur á 1 …

Aðdáun Indverja á vískíi er ekki ný af nálinni. Þó var það ekki fyrr en í kringum árið 2010 að framleiðandinn Amrut, sem var stofnaður árið 1948, kynnti Indian Single Malt viskí sem átti sérstaklega góðu gengi að fagna í Skotlandi, af öllum stöðum, áður en það hélt áfram til Bandaríkjanna þar sem það mæltist …

Ein leiðin til að sjá eigin augum hversu umsvifamikil atvinnugrein ferðaþjónustan er í landinu er að fara í morgunferð austur á Þingvelli, njóta þess að vera þar nánast einn dálitla stund og hlusta á fuglana syngja, fylgjast síðan með bílaflóðinu inn á stæðin við gestastofuna á Hakinu þegar klukkan fer að ganga tíu. Þá sér …

Norska flugfélagið Norwegian gerði upp annan ársfjórðung í gær en hlutabréf í félaginu féllu um 16 prósent í síðustu viku þegar afkomuspá ársins var lækkuð. Fjárfestar tóku þó uppgjör gærdagsins vel því bréfin hækkuðu um fimm af hundraði. Niðurstaðan hljóðaði upp á 477 milljónir norskra króna í hagnað fyrir skatt eða 6,1 milljarð íslenskra kr. …

Play mun fækka flugferðunum sínum til Norður-Ameríku um fjórðung í vetur í samanburði við þann síðasta líkt og FF7 greindi frá. Til viðbótar hefur félagið gert breytingar á flugáætlun sinni til Evrópu. Í sumum tilfellum fjölgar ferðunum en þeim fækkar í öðrum. Þannig gerir áætlunin fyrir september ráð fyrir tíu prósent færri ferðum en í …

Play er með fjóra áfangastaði Bandaríkjunum og einn í Kanada og býður félagið nú upp á daglegar ferðir til þeirra allra nærri allt árið um kring. Yfir vetrarmánuðina hefur Play þó dregið úr framboði en næsta vetur verður niðurskurðurinn meiri en áður. Næstkomandi nóvember er aðeins reiknað með 99 brottförum frá Keflavíkurflugvelli til Bandaríkjanna og …

Nú í vikunni hafa mælingar í Noregi og Bandaríkjunum sýnt að verðlag í þessum tveimur löndum hjaðnar hraðar en greinendur höfðu reiknað með. Það sama er upp á teningnum í Svíþjóð en í morgun birti hagstofan þar í landi nýjar verðlagsmælingar sem sýna að verðbólga sl. 12 mánuði mælist nú 2,6 prósent. Ef vaxtakostnaður er …

Gengi hlutabréf í Icelandair hefur nú fallið um 61 prósent síðustu 12 mánuði og kostar hver hlutur í dag 86 aura. Í hlutafjárútboðinu sem efnt var til í september 2020, til að koma flugfélaginu í gegnum heimsfaraldurinn, var hluturinn seldur á 1 krónu. Stuttu eftir útboðið fór gengið eins langt niður og það er í …