Samfélagsmiðlar

Hreinna þotuflug framtíðarinnar

Vaxandi þrýstingur er á að aukna notkun sjálfbærs þotueldsneytis til að minnka kolefnisspor farþegaflugs í heiminum sem margfaldast hefur á síðustu áratugum. Stöðugt er unnið að nýjum tæknilausnum til að gera nýtingu lífefnaeldsneytis hagkvæmari. Nýr þotuhreyfill knúinn vetni er líka við sjóndeildarhringinn.

Þotuhreyfill

Undir lok nóvember á nýliðnu ári var gerð tilraun sem boðar mikilvæga breytingu í farþegaflugi í heiminum. Rolls-Royce-þotuhreyfill knúinn hreinu vetni var ræstur í fyrsta skipti. Þessi tækni á enn langt í land, hún er á þróunarstigi og ótal prófanir á eftir að gera áður en kemur að framleiðslustigi og við förum að sjá farþegaþotur knúnar orkugjöfum sem menga ekki andrúmsloftið í áætlunarflugi á lengri leiðum. Rætt er um að slíkar farþegaþotur sjái fyrst dagsins ljós um miðjan næsta áratug. Þangað til eru vonir bundnar við meiri útbreiðslu og notkun sjálfbærs flugvélaeldsneytis, SAF (Sustainable Aviation Fuel). 

Airbus A380-vél Emirates – MYND: Unsplash/Kevin Hackert

Það er til mikils að vinna í baráttunni gegn loftslagsbreytingum að farþegaflugið verði vistvænna, skili eftir sig minna kolefnisspor. Nú skrifast um 2,4 prósent þeirrar losunar, sem rakin er til brennslu jarðefnaeldsneytis, á flugið í heiminum. Við bætast svo umhverfisáhrifin af menguðum brennslureyk þotanna. Samanlögð loftslagsáhrif af heimsflugi síðustu áratugina eru umtalsverð, hafa vaxið hratt og halda áfram nema að ný tækni komi til og verði útbreidd.

Árlegur fjöldi flugfarþega hefur farið úr um 100 milljónum árið 1960 í yfir fjóra milljarða árið 2019. IATA spáir því að á næsta ári verði árlegur heildarfjöldi farþega kominn fram úr því sem hann var fyrir heimsfaraldur. Ef spár ganga eftir um að flugferðum fjölgi áfram og verði orðnar um 10 milljarðar árið 2050 er eins gott að árangur hafi náðst í að stöðva mengandi losun frá flugvélunum.

Því hefur flugheimurinn raunar lofað. 

Haustið 2021 steig flugheimurinn á stokk og hét því að ná markmiðinu um kolefnishlutleysi árið 2050. Undir forystu Alþjóða flugmálastofnunarinnar, ICAO, skrifuðu fulltrúar 184 ríkja undir samkomulag sama efnis. Þá hafði stefnan verið ákveðin og henni sett tímamörk en eftir var að gera áætlun um vegferðina. 

Eins og áður sagði, þá eru vetnisknúnir þotuhreyflar enn á tilraunastigi og verður því í mörg ár enn að styðjast við eldsneyti sem framleitt er með sjálfbærum hætti og minnka þannig umtalsvert kolefnissporið. Þá er um að ræða SAF, lífrænt eldsneyti búið til úr jurtaolíu eða etanóli unnið úr sykri eða korni. 

Airbus A380 – MYND: Unsplash/G-R Mottez

SAF-eldsneytið hefur þann meginkost að ekki þarf að gera stórfelldar breytingar á þotuhreyflum eða innviðum flugvalla vegna geymslu og áfyllingar – en núgildandi reglur takmarka notkun þess við helming á mótu hefðbundnu þotueldneyti unnið úr steinolíu. Airbus gerði hinsvegar á síðasta ári árangursríka tilraun við að knýja hreyfla A380, stærstu farþegavélar heims, einungis á SAF og skömmu síðar var farið tilraunaflug innanlands í Svíþjóð á vél með báða hreyfla knúna SAF. Enn er SAF þó aðeins örlítið brot af heildarmagni eldsneytis sem flugvélar heimsins ganga fyrir. Þessi litlu skref eru þó byrjunin á langri vegferð og nú hafa Airbus og fleiri fyrirtæki sett sér markmið um að 10 prósent af því eldsneyti sem flugvélar nota árið 2030 verði SAF. 

Margar hindranir eru sannarlega á þessar leið framundan. SAF er of dýrt og ekki fyrirséð hvernig takast á að afla þess í nægilega mikilum mæli til að lækka verðið. Huga verður líka að umhverfisáhrifum af framleiðslu SAF, landnotkun og áhrifum á fæðuframleiðslu. Augljóst er að þróa verður áfram þessa nýju möguleika með hvötum og stuðningi ríkja heimsins. Þá hljóta að verða skoðaðir möguleikar á niðurgreiðslum og verðjöfnun, gjald verði lagt á jarðefnaeldsneytið og stuðlað að því að SAF verði valið frekar. 

Flugvél á áramótum – MYND: Unsplash/Abhishek Singh
Nýtt efni

Í byrjun apríl tók Einar Örn Ólafsson við sem forstjóri Play eftir að hafa verið stjórnarformaður þess allt frá því að félagið hóf áætlunarflug fyrir bráðum þremur árum síðan. Stuttu eftir að Einar Örn settist á forstjórastólinn réði hann Sigurð Örn Ágústsson, fyrrum forstjóra Bláfugls, sem framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar og gerði Arnar Má Magnússon að aðstoðarforstjóra. …

Samkvæmt nýútkominni ársskýrslu Ferðamálaráðs Grænlands - Visit Greenland fjölgaði flugfarþegum sem komu til Grænlands um 9 prósent á síðasta ári. Met fyrra árs var þar með slegið. Alls voru 64.910 taldir við brottför frá landinu, tæplega 40 þúsund Grænlendingar og nærri 37 þúsund Danir. Af einstökum öðrum þjóðahópum voru Þjóðverjar fjölmennastir, nærri 3.600, Bandaríkjamenn rúmlega …

Ef ekki nást samningar milli Norwegian og norska flugmanna félagsins fyrir lok vinnuvikunnar þá munu 17 flugmenn félagsins leggja niður störf strax um helgina. Alf Hansen, formaður félags flugmanna hjá Norwegian, segir að krafa sé gerð um bæði hærri laun og betri vinnutíma. „Við vinnum sex af hverjum níu helgum. Til viðbótar er vinnuálagið mest …

Þetta eru góðar fréttir fyrir starfsmenn Mirafiori-verksmiðja Fiat í Tórínó, eins anga Stellantis-samsteypunnar, en bakslag í augum þeirra sem vilja ekkert hik í orkuskiptum í samgöngum. Eitt sinn var Mirafiori stærsta verksmiðjuhverfi Ítalíu og þar starfar enn elsta bílaverksmiðja Evrópu. En í bílaiðnaði nútímans lifir enginn á fornri frægð. Verði blendingsútgáfa af litla 500e smíðuð …

Evrópuþingið hefur samþykkt tilskipun Framkvæmdastjórnar ESB um kolefnishlutlausan iðnað, Net Zero Industry Act, eða NZIA, sem ætlað er að efla vistvænan iðnað í Evrópu og auka framleiðsluafköst í hreinorkutækni. Samræmdar reglur og fyrirsjáanleiki í viðskiptaumhverfi græns iðnaðar eiga að skila sér í meiri samkeppnishæfni og styrk iðnaðar í álfunni og fjölgun sérhæfðra starfa. Vonast er …

Komið hefur í ljós að gjaldtaka af ferðamönnum sem koma til Feneyja hefur ekki náð þeim tilgangi sínum að hemja troðningstúrisma í borginni fögru við Adríahaf. Dagpassarnir svonefndu hafa þvert á móti valdið ólgu meðal íbúa og ruglað ferðamenn í ríminu. Útgáfa passanna hófst 25. apríl og verður ekki sagt að á þeim mánuði sem …

Bílaframleiðendur í Brasilíu hafa fulla trú á því að auk þess sem notaðir verði málmar á borð við litíum, nikkel og kóbalt til að búa til bílarafhlöður verði líka þörf á gamla, góða sykrinum til að gera samgöngur vistvænni í framtíðinni. Flestir bílar sem framleiddir eru fyrir Brasilíumarkað ganga fyrir blöndu af bensíni og etanóli, …

Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP29) fer fram í Bakú í Aserbaísjan dagana 11. – 22. nóvember og nú á föstudaginn rennur úr frestur til að skila inn umsóknum um þátttöku í viðskiptasendinefnd Íslands. Að hámarki 50 manns fá þar sæti en gert er ráð fyrir að hvert fyrirtæki sendi að hámarki tvo fulltrúa. Í sendinefndinni sem …