Samfélagsmiðlar

Hreinna þotuflug framtíðarinnar

Vaxandi þrýstingur er á að aukna notkun sjálfbærs þotueldsneytis til að minnka kolefnisspor farþegaflugs í heiminum sem margfaldast hefur á síðustu áratugum. Stöðugt er unnið að nýjum tæknilausnum til að gera nýtingu lífefnaeldsneytis hagkvæmari. Nýr þotuhreyfill knúinn vetni er líka við sjóndeildarhringinn.

Þotuhreyfill

Undir lok nóvember á nýliðnu ári var gerð tilraun sem boðar mikilvæga breytingu í farþegaflugi í heiminum. Rolls-Royce-þotuhreyfill knúinn hreinu vetni var ræstur í fyrsta skipti. Þessi tækni á enn langt í land, hún er á þróunarstigi og ótal prófanir á eftir að gera áður en kemur að framleiðslustigi og við förum að sjá farþegaþotur knúnar orkugjöfum sem menga ekki andrúmsloftið í áætlunarflugi á lengri leiðum. Rætt er um að slíkar farþegaþotur sjái fyrst dagsins ljós um miðjan næsta áratug. Þangað til eru vonir bundnar við meiri útbreiðslu og notkun sjálfbærs flugvélaeldsneytis, SAF (Sustainable Aviation Fuel). 

Airbus A380-vél Emirates – MYND: Unsplash/Kevin Hackert

Það er til mikils að vinna í baráttunni gegn loftslagsbreytingum að farþegaflugið verði vistvænna, skili eftir sig minna kolefnisspor. Nú skrifast um 2,4 prósent þeirrar losunar, sem rakin er til brennslu jarðefnaeldsneytis, á flugið í heiminum. Við bætast svo umhverfisáhrifin af menguðum brennslureyk þotanna. Samanlögð loftslagsáhrif af heimsflugi síðustu áratugina eru umtalsverð, hafa vaxið hratt og halda áfram nema að ný tækni komi til og verði útbreidd.

Árlegur fjöldi flugfarþega hefur farið úr um 100 milljónum árið 1960 í yfir fjóra milljarða árið 2019. IATA spáir því að á næsta ári verði árlegur heildarfjöldi farþega kominn fram úr því sem hann var fyrir heimsfaraldur. Ef spár ganga eftir um að flugferðum fjölgi áfram og verði orðnar um 10 milljarðar árið 2050 er eins gott að árangur hafi náðst í að stöðva mengandi losun frá flugvélunum.

Því hefur flugheimurinn raunar lofað. 

Haustið 2021 steig flugheimurinn á stokk og hét því að ná markmiðinu um kolefnishlutleysi árið 2050. Undir forystu Alþjóða flugmálastofnunarinnar, ICAO, skrifuðu fulltrúar 184 ríkja undir samkomulag sama efnis. Þá hafði stefnan verið ákveðin og henni sett tímamörk en eftir var að gera áætlun um vegferðina. 

Eins og áður sagði, þá eru vetnisknúnir þotuhreyflar enn á tilraunastigi og verður því í mörg ár enn að styðjast við eldsneyti sem framleitt er með sjálfbærum hætti og minnka þannig umtalsvert kolefnissporið. Þá er um að ræða SAF, lífrænt eldsneyti búið til úr jurtaolíu eða etanóli unnið úr sykri eða korni. 

Airbus A380 – MYND: Unsplash/G-R Mottez

SAF-eldsneytið hefur þann meginkost að ekki þarf að gera stórfelldar breytingar á þotuhreyflum eða innviðum flugvalla vegna geymslu og áfyllingar – en núgildandi reglur takmarka notkun þess við helming á mótu hefðbundnu þotueldneyti unnið úr steinolíu. Airbus gerði hinsvegar á síðasta ári árangursríka tilraun við að knýja hreyfla A380, stærstu farþegavélar heims, einungis á SAF og skömmu síðar var farið tilraunaflug innanlands í Svíþjóð á vél með báða hreyfla knúna SAF. Enn er SAF þó aðeins örlítið brot af heildarmagni eldsneytis sem flugvélar heimsins ganga fyrir. Þessi litlu skref eru þó byrjunin á langri vegferð og nú hafa Airbus og fleiri fyrirtæki sett sér markmið um að 10 prósent af því eldsneyti sem flugvélar nota árið 2030 verði SAF. 

Margar hindranir eru sannarlega á þessar leið framundan. SAF er of dýrt og ekki fyrirséð hvernig takast á að afla þess í nægilega mikilum mæli til að lækka verðið. Huga verður líka að umhverfisáhrifum af framleiðslu SAF, landnotkun og áhrifum á fæðuframleiðslu. Augljóst er að þróa verður áfram þessa nýju möguleika með hvötum og stuðningi ríkja heimsins. Þá hljóta að verða skoðaðir möguleikar á niðurgreiðslum og verðjöfnun, gjald verði lagt á jarðefnaeldsneytið og stuðlað að því að SAF verði valið frekar. 

Flugvél á áramótum – MYND: Unsplash/Abhishek Singh
Nýtt efni

Aspasinn fyrirfinnst í þremur litbrigðum – hvítur, grænn og fjólublár. Hér er í raun um að ræða sömu plöntuna en afbrigðin hafa ólíka eiginleika og ræðst liturinn af því ásamt hlutfalli sólarljóss við ræktunina. Þetta næringarríka grænmeti er ein þeirra matjurta sem maðurinn hóf fyrst að rækta en elstu heimildir um aspasræktun eru um 2.000 …

Það voru vísbendingar um offramboð á flugi héðan til London og Frankfurt síðastliðinn vetur að mati stjórnenda Icelandair. Nú er hins vegar útlit fyrir nokkru færri brottfarir til beggja þessara borga á komandi vetri. Þannig hefur Wizz Air ekki lengur á boðstólum flug til Íslands frá London og þar með dregst framboð á flugi hingað …

Ferðaskrifstofur sem selja Íslandsferðir horfa nú í auknum mæli á eftir viðskipavinunum til Noregs þar sem verðlagið er skárra. Norskir ferðafrömuðir eru líka brattir í viðtölum þessa dagana og almennt sammála um að nýliðinn vetur hafi gengið vel og sumarið verði „dúndurgott" eins og það síðasta. Og opinberar tölur sýna að veturinn gekk vel í …

Þrotabú Wow Air hefur höfðað 11 riftunarmál vegna greiðslna til kröfuhafa flugfélagsins fyrir gjaldþrot þess í mars 2019. Fyrrum forstjóra flugfélagsins og eigenda, Skúla Mogensen, er stefnt til greiðslu skaðabóta í öllum þessum málum. Auk þess er farið fram á skaðabætur frá fyrrum stjórn fyrirtækisins í níu málum. Í stjórninni sátu Liv Bergþórsdóttir, sem var …

Þingmennirnir Jóhann Páll Jóhannsson (S) og Óli Björn Kárason (D) eru ekki bjartsýnir á að Alþingi nái að afgreiða þingsályktuntillögu Lilju Alfreðsdóttur (B), ráðherra ferðamála, um nýja ferðamálastefnu til ársins 2030. Þetta kom fram í máli þingmannanna í pallborðsumræðum á fundi Samtaka ferðaþjónustunnar í fyrradag. Ráðherrann tók líka þátt í pallborðinu og átti þar lokaorðin. …

Verðlag í evrópskum matvöruverslunum var almennt hærra í nýliðnum apríl en það var á sama tíma í fyrra. Íbúar í Tékklandi, Litháen, Ungverjalandi, Slóveníu og Finnlandi borga þó minna í dag fyrir mat og drykk en þeir gerðu á fyrra samkvæmt nýrri verðmælingu á vegum Hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat. Í Tyrklandi hækkar verðlag hratt og fór …

Samkeppnisstofnun Evrópusambandsins hefur sektað bandaríska sælgætisrisann Mondelez um 337,5 milljónir evra eða 47 milljarða íslenskra króna fyrir óeðlilega viðskiptahætti. Er Mondelez fellt fyrir að hafa skipt evrópska markaðnum upp og takmarkað flutning á vörum sínum milli landa á árunum 2015 til 2019. Tilgangurinn var að halda vöruverði uppi að því segir í tilkynningu frá Framkvæmdastjórn …

Spænska lágfargjaldaflugfélagið Vueling heldur áfram að fækka ferðum til Íslands en þotur þess flugu hingað þrisvar í viku frá Barcelona síðastliðið sumar og svo eina til tvær ferðir í viku yfir nýliðinn vetur. Sumaráætlun Vueling í ár gerir aðeins ráð fyrir brottförum frá Keflavíkurflugvelli á sunnudagskvöldum frá 23. júní til 8. september. Eftir þann tíma …