Samfélagsmiðlar

Ný ríkisstjórn hægrimanna í Ísrael vill efla ferðaþjónustu á Vesturbakkanum

Ísrael og mörg Arabaríki í Miðausturlöndum eiga það sameiginlegt að vilja mun stærri skerf af ferðaþjónustu heimsins og styrkja þannig efnahag sinn. Ný hótel hafa risið við Persaflóa, arabísku flugfélögin fjölga flugleiðum og ný hægristjórn í Ísrael vill sjá fleira ferðafólk á herteknu svæðunum á Vesturbakkanum.

Úr The Jewish Star

Mynd af vefsíðu The Jewish Star. Umfjöllun um vínbúskap á Vesturbakkanum.

Ferðamálaráðherrann í nýrri ríkisstjórn Ísraels, Haim Katz, segir fyrirhugað að auka fjárfestingar í innviðum á Vesturbakkanum. Hann líkir herteknu svæðunum þar við Toskana á Ítalíu. Markmiðið er að efla ferðaþjónustu á þessu landi sem Ísraelar hernámu í 6 daga stríðinu 1967 og halda enn.

Katz hélt ræðu á sunnudag og sagði: „Við munum fjárfesta á svæðum sem ekki hafa notið nægilegrar athygli, eins og í okkar eigin Toskana í Júdeu og Samaríu.” Ferðavefurinn Skift vekur athygli á að nýi ráðherrann notaði biblíuheitin á þessum svæðum sem teygja sig yfir allan Vesturbakkann að frátaldri Austur-Jerúsalem. Ráðherrann lagði í ávarpi sínu áherslu á mikilvægi ferðaþjónustunnar við að bæta efnahag landsins og kynna Ísrael sem áfangastað ferðamanna. Í þessu sambandi má rifja upp að Icelandair hefur tilkynnt að félagið hefji flug til Tel Aviv í Ísrael 10. maí. Í boði verða þrjár brottfarir í viku til loka október. Áður hafði Wow haldið uppi átlunarflugi til Tel Aviv 2017-18.

Horfum til Arabalandanna. Stjórnvöld í Dúbæ hafa tilkynnt að felldur verði niður 30 prósenta samfélagskattur á áfengi til næstu áramóta í tilraunaskyni. Þá þurfa ferðamenn og útlendingar ekki að greiða fyrir sérstakt leyfi til áfengiskaupa, eins og gilt hefur. Þetta á að gera til að örva áhuga þyrstra vestrænna ferðamanna á arabískri orlofsdvöl.

Frá Dúbæ

Þá ætlar Etihad-flugfélagið að styrkja tengslin við Kína á árinu. Byrjað verður á því að bæta við vikulegu flugi milli Abu Dhabi og Sjanghæ í febrúar. Þar með verður flogið tvisvar í viku á þessari flugleið á Boeing 787 og 777, auk flugs til Beijing einu sinni í viku og tvisvar til Guangzhou. Samtals fimm flug í viku milli Abu Dhabi og Kína. Þetta endurspeglar hversu mikils stjórnvöld í Abu Dhabi meta efnahagsleg- og pólitísk tengsl við Kína.  

Fleira mætti nefna sem dæmi um vaxandi áhuga á því að efla ferðaþjónustuna í Miðausturlöndum. Stjórnvöld í Katar binda auðvitað vonir við að HM í fótbolta karla leiði til meiri áhuga á landinu, stór glæsihótel hafa verið reist víða í löndunum við Persaflóa, t.d. verður nýtt NH Collection-hótel með 533 herbergjum og íbúðum opnað í Dúbæ í næsta mánuði. 

Með á spýtunni hangir auðvitað að flugfélög og ferðaskrifstofur í Miðausturlöndum vilja greiða ferðafólki í sínum heimalöndum ný tækifæri til ferðalaga um heiminn og efla tengiflug sitt. Emirates, ríkisflugfélag Dúbæ, hefur sem dæmi gert samkomulag við Bahamaeyjar um að efla eyjarnar sem áfangastað. Öflugt tenginet Emirates um allan heim á þannig að gagnast Bahamaeyingum í Karíbahafi.  

Nýtt efni

Aspasinn fyrirfinnst í þremur litbrigðum – hvítur, grænn og fjólublár. Hér er í raun um að ræða sömu plöntuna en afbrigðin hafa ólíka eiginleika og ræðst liturinn af því ásamt hlutfalli sólarljóss við ræktunina. Þetta næringarríka grænmeti er ein þeirra matjurta sem maðurinn hóf fyrst að rækta en elstu heimildir um aspasræktun eru um 2.000 …

Það voru vísbendingar um offramboð á flugi héðan til London og Frankfurt síðastliðinn vetur að mati stjórnenda Icelandair. Nú er hins vegar útlit fyrir nokkru færri brottfarir til beggja þessara borga á komandi vetri. Þannig hefur Wizz Air ekki lengur á boðstólum flug til Íslands frá London og þar með dregst framboð á flugi hingað …

Ferðaskrifstofur sem selja Íslandsferðir horfa nú í auknum mæli á eftir viðskipavinunum til Noregs þar sem verðlagið er skárra. Norskir ferðafrömuðir eru líka brattir í viðtölum þessa dagana og almennt sammála um að nýliðinn vetur hafi gengið vel og sumarið verði „dúndurgott" eins og það síðasta. Og opinberar tölur sýna að veturinn gekk vel í …

Þrotabú Wow Air hefur höfðað 11 riftunarmál vegna greiðslna til kröfuhafa flugfélagsins fyrir gjaldþrot þess í mars 2019. Fyrrum forstjóra flugfélagsins og eigenda, Skúla Mogensen, er stefnt til greiðslu skaðabóta í öllum þessum málum. Auk þess er farið fram á skaðabætur frá fyrrum stjórn fyrirtækisins í níu málum. Í stjórninni sátu Liv Bergþórsdóttir, sem var …

Þingmennirnir Jóhann Páll Jóhannsson (S) og Óli Björn Kárason (D) eru ekki bjartsýnir á að Alþingi nái að afgreiða þingsályktuntillögu Lilju Alfreðsdóttur (B), ráðherra ferðamála, um nýja ferðamálastefnu til ársins 2030. Þetta kom fram í máli þingmannanna í pallborðsumræðum á fundi Samtaka ferðaþjónustunnar í fyrradag. Ráðherrann tók líka þátt í pallborðinu og átti þar lokaorðin. …

Verðlag í evrópskum matvöruverslunum var almennt hærra í nýliðnum apríl en það var á sama tíma í fyrra. Íbúar í Tékklandi, Litháen, Ungverjalandi, Slóveníu og Finnlandi borga þó minna í dag fyrir mat og drykk en þeir gerðu á fyrra samkvæmt nýrri verðmælingu á vegum Hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat. Í Tyrklandi hækkar verðlag hratt og fór …

Samkeppnisstofnun Evrópusambandsins hefur sektað bandaríska sælgætisrisann Mondelez um 337,5 milljónir evra eða 47 milljarða íslenskra króna fyrir óeðlilega viðskiptahætti. Er Mondelez fellt fyrir að hafa skipt evrópska markaðnum upp og takmarkað flutning á vörum sínum milli landa á árunum 2015 til 2019. Tilgangurinn var að halda vöruverði uppi að því segir í tilkynningu frá Framkvæmdastjórn …

Spænska lágfargjaldaflugfélagið Vueling heldur áfram að fækka ferðum til Íslands en þotur þess flugu hingað þrisvar í viku frá Barcelona síðastliðið sumar og svo eina til tvær ferðir í viku yfir nýliðinn vetur. Sumaráætlun Vueling í ár gerir aðeins ráð fyrir brottförum frá Keflavíkurflugvelli á sunnudagskvöldum frá 23. júní til 8. september. Eftir þann tíma …