Samfélagsmiðlar

Samkeppnin harðnar í flugi milli Íslands og Toronto

Það var síðastliðið vor sem Play fékk leyfi til að hefja áætlunarflug til Kanada en það var hins vegar fyrst í dag sem félagið tilkynnti hvaða kanadíska borg yrði fyrir valinu. Og niðurstaðan er Toronto, fjölmennasta borg landsins.

Þar með er ljóst að frá og með næsta sumri geta farþegar á leið frá Toronto til Íslands valið úr ferðum þriggja flugfélaga. Icelandair flýgur þessa leið daglega og Air Canada heldur úti ferðum hingað frá Toronto annan hvern dag yfir sumarmánuðina. Bæði félög notast við Pearson flugvöll sem er sá stærsti í Kanada.

Play ætlar aftur á móti að gera út frá Hamilton, litlum flugvelli í um klukkutíma akstursfjarlægð frá miðborg Toronto. Segja má að með þessu sé Play að fara álíka leið og í flugi sínu til New York því þar er gert út frá Stewart flugvelli norður af Manhattan. Ferðirnar þangað liggja reyndar niðri þessar vikurnar.

“Ég hef beðið spenntur eftir því að við hefjum miðasölu á flugi til Kanada enda mikilvægur markaður fyrir okkur. Miðað við hvað hefur gengið vel á mörkuðum okkar í Norður-Ameríku er ég fullur tilhlökkunar fyrir þessum nýja áfangastað. Við förum inn á þennan markað með því hugarfari að efla ferðalög á milli landanna. Það er frábært að geta boðið enn fleirum upp á þann valkost að fljúga ódýrt yfir hafið. Þessi viðbót stækkar markaðssvæði Play talsvert en á svæðinu búa hátt í átta milljónir manns sem geta nú valið ódýran og góðan kost fyrir ferðalagið til fjölda áfangastaða í Evrópu eða Íslands,” segir Birgir Jónsson, forstjóri Play, í tilkynningu.

Áfangastaðir flugfélagsins í fyrra voru 25 talsins en verða hátt í fjörtíu í ár og mun Play nýta 10 þotur í reksturinn og veita rúmlega 500 manns atvinnu á árinu.

Nýtt efni

Kynnisferðir, sem starfa undir vörumerkinu Icelandia, hafa gengið frá kaupum á öllu hlutafé í Dive.is. Fyrir áttu Kynnisferðir 51% hlut í félaginu á móti Tobias Klose. Dive.is sérhæfir sig í köfunar- og snorklferðum í Silfru auk þess að bjóða upp á námskeið í köfun. Félagið leggur mikið uppúr upplifun viðskiptavina enda er það í efsta …

„Ég myndi halda að við værum stærsta flugfélagið fyrir þá sem eru að fljúga frá Íslandi," sagði Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, á kynningarfundi hlutafjárútboðs félagsins, á þriðjudaginn. Máli sínu til stuðnings sýndi hinn nýi forstjóri og fyrrum stjórnarformaður flugfélagsins glæru þar sem sjá mátti hvernig hlutdeild Play á heimamarkaði hefur aukist og farið upp …

Árið 2018 kynnti netverslunin Amazon nýjung á bandarískum smásölumarkaði: Amazon Just Walk Out-Stores. Verslunin var kynnt sem mikil bylting og í rauninni væri lausn Amazon framtíðarlausn fyrir aðrar smásöluverslanir. Maður skannaði símann sinn þegar gengið var inn í Just Walk Out-verslun Amazon, valdi þær vörur sem maður girntist, setti þær í innkaupakörfu og síðan gat …

MYND: ÓJ

Fyrir heimsfaraldur voru flugsamgöngur milli Íslands og Ítalíu litlar, takmörkuðust lengst af við sumarferðir til Mílanó. Á þessu hefur orðið mikil breyting því nú er hægt að fljúga héðan allt árið til Rómar og Mílanó og á sumrin eykst úrvalið enn frekar.  Ítölsku ferðafólki hefur fjölgað verulega í takt við þessar auknu samgöngur og var …

Sala á hreinum rafbílum frá þýska bílaframleiðandanum BMW jókst um 41 prósent á fyrsta fjórðungi ársins. Með söluaukningunni er vægi rafbíla hjá BMW, sem einnig framleiðir Mini, komið upp í 20 prósent hjá þýska framleiðandnum en hlufallið var 15 prósent fyrir ári síðan samkvæmt frétt Bloomberg. Á sama tíma hefur orðið samdráttur í sölu á …

Kínverski bílaframleiðandinn Chery virðist vera að ná samningum um að eignast fyrstu verksmiðju sína í Evrópu, nánar tiltekið í katalónska höfuðstaðnum Barselóna á Spáni. Um er að ræða verksmiðju sem Nissan lokaði árið 2021 og er markmið yfirvalda á Spáni og héraðsstjórnarinnar í Katalóníu að endurheimta þau 1.600 störf sem þá glötuðust. Nú hefur katalónski …

Sjö af þeim níu þotum sem voru í flota Wow air undir það síðasta voru í eigu flugvélaleigunnar Air Lease Corporation (ALC). Ein þeirra var kyrrsett á Keflavíkurflugvelli í kjölfar gjaldþrots flugfélagsins þann 28. mars árið 2019 en í takt við samkomulag Wow Air og Isavia var ávallt ein þota félagsins eftir á Keflavíkurflugvelli sem …

Það styttist í að Strætó geti boðið farþegum upp á að greiða með bankakortum á snertilausan hátt í vögnum sínum. „Loksins!“ segja vafalaust margir óreglulegir notendur þjónustunnar, sem hafa pirrað sig á því hversu flókið og fráhrindandi greiðslukerfi Strætó er - að þurfa að hlaða niður Klapp-appinu (smáforriti), kaupa sérstaka passa með fyrirframgreiddum fargjöldum og …