Samfélagsmiðlar

Suðurskautslandið dregur til sín stöðugt fleiri ferðamenn með tilheyrandi umhverfisáhrifum

Sumarsólin er enn hátt á lofti á Suðurskautslandinu og dregur til sín vísindafólk, ævintýragjarna ferðalanga og ríkt fólk á skemmtiferðaskipum, sem skoðað hefur allt annað. Ferðatímabilið er frá nóvember til mars. Vaxandi ferðamannafjöldi á þessum viðkvæma stað veldur áhyggjum.

Suðurskautslandið

Lífríki og skipakomur á Suðurskautslandinu

Fyrir nokkrum áratugum var Suðurskautslandið leyndardómsfull og lítt könnuð veröld. Nú er ekkert fastaland á jörðinni eins vel kortlagt. Hundruð þúsunda gervihnattamynda voru teknar af Suðurskautslandinu á árunum 2009 til 2017 og unnið úr þeim kort með hárri upplausn og miklum myndgæðum. Nú er hægt að fylgjast nákvæmlega með breytingum á snjóbreiðunni og öllum hreyfingum á hafísnum – sjá hvernig hlýnun jarðar leikur þetta dulmagnaða land í suðri. 

Það eru ekki aðeins vísindamenn sem hafa augun á Suðurskautslandinu. Ferðaskipuleggjendur sjá þar tækifæri til að uppfylla óskir nútímannsins um stöðugt nýja upplifun og fleiri ævintýri. Ferðamönnum sem heimsækja Suðurskautslandið fjölgar stöðugt þó tölurnar séu ekki háar miðað við þær sem við þekkjum frá rótgrónum áfangastöðum. 

Suðurskautslandið
Siglt um Lemaire-sund – MYND: Unsplash

Búist er við að farþegar sem koma til Suðurskautslandsins á þessu sumri verði yfir 100 þúsund, um 40 prósentum fleiri en á kórónaveirusumrinu 2020-21 (október-mars). Aldrei hafa fleiri farið á Suðurskautslandið á einu sumri. Fólkið kemur með á sjötta tug skemmtiferðaskipa sem fara um Drakesundið háskalega, milli Hornhöfða og Suðurskautslandsins, og auðvitað skilja skipin eftir sig svört vistspor með útblæstri sínum. Þá hafa þessar heimsóknir hugsanlega líka óskýrð áhrif á viðkvæmt lífríki svæðisins. 

Suðurskautslandið
Siglt milli ísjaka – MYND: Unsplash/Dylan Shaw

Ýmsir vara við því að síðustu „óspilltu” heimsálfunni verði spillt af mikilli umferð og átroðningi. Á móti er bent á að ferðaþjónustan á Suðurskautslandinu sé mjög vel skipulögð, ferðamennirnir verji skömmum tíma á fastalandinu eða á eyjum fyrir utan en séu aðallega á siglingu í Zodiak-bátum eða í kajakferðum innan um hafísinn. Þá sé vafalaust að allir sem komi til Suðurskautslandsins fari þaðan meðvitaðri um gildi náttúrunnar og öðlist meiri skilning og virðingu fyrir því sem óspillt er. 

Það verður samt ekki horft framhjá því að svartur útblásturinn frá skemmtiferðaskipunum spillir umhverfinu og vinnur gegn markmiðum um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ferðamenn bera auk þess með sér örverur og fræ á skóm og öðrum klæðnaði, sem spillt geta umhverfinu æ meira eftir því sem ísinn hopar ofan af berum jarðveginum.

Ferðamenn á Suðurskautslandinu – MYND: Unsplash / Henrique Setim

Þó hingað til hafi flestir skoðað þetta undraland aðallega úr fjarlægð, róið á kajak eða siglt á gúmmíbát milli isjakanna, þá er líka vaxandi framboð á fjallgöngum, þyrluskíðun, kafbátaferðum og köfun í tærum sjónum. Allt þetta hefur áhrif á umhverfið og bætist við álagið sem fylgir loftslagsbreytingum. Hlutfallslegt vægi kolefnisfótspors af hverjum og einum ferðamanni á hinu afskekkta Suðurskautslandi er miklu hærra en á slóðum sem margir sækja. 

Ekki er líklegt að samstaða náist um að loka Suðurskautslandinu. Það eru í gildi sáttmálar og reglur um umgengni. Nú þurfa þau sem ferðast um svæðið að skrá alla brennslu jarðefnaeldsneytis. Hybrid-skipum, sem geta gengið fyrir rafmóturum á siglingu í einhvern tiltekinn tíma, fer fjölgandi. Hvatt er til aðgætni, að fólk sótthreinsi skó sína og ryksugi upp úr vösum áður en það stígur út á ísinn. Allt dregur þetta úr umhverfisáhrifum. Og vonandi er það rétt sem haldið er fram í því skyni að réttlæta heimsókn á Suðurskautslandið að ferðin þangað geri hvern mann að meðvitaðri um áhrif loftslagsbreytinganna í heiminum. 

Nýtt efni

„Aðkoma mín að ferðaþjónustunni hefur verið á ýmsum sviðum og ég hef fengið að starfa í greininni í meira en þrjá áratugi, þar af meira en aldarfjórðung í eigin rekstri. Á þessum árum hefur greinin okkar vaxið úr því að vera næstum því tómstundagaman fyrir áhugasama í það að vera stærsta útflutningsgrein þjóðarinnar með öllum …

Veitingahúsarekstur á Íslandi getur verið töluverður barningur: Vaktafyrirkomulag er kostnaðarsamt og launin vega mjög þungt í rekstri, verð á hráefni er hátt og opinber gjöld ekki síður, einkum á áfengi. Veitingamenn bíða eins og aðrir að gengið verði frá kjarasamningum og það verði hægt að gera einhverjar áætlanir fram í tímann.  Þegar launin sem greiða …

Kauphöllin

Hlutabréfavísatalan Stoxx Europe 600 náði sína hæsta gilda á föstudaginn og hefur þá hækkað um nærri 70 prósent frá því mars 2020 þegar vísitala fór lægst í upphafi heimsfaraldursins. Vísitala Bloomberg sem fylgist með gengi evrópskra flugfélaga hefur á sama tíma hækkað um 23 prósent. Af stóru evrópsku flugfélögunum er Ryanair það eina þar sem …

Tónlistarmaðurinn hefur á þessum árum lagt inn 689 lög í eigin nafni. En þrátt fyrir afar litlar vinsældir hefur maðurinn fengið útborgaðar um það bil sem svarar 90 milljónum íslenskra króna frá streymisveitunum vegna þess hve oft lögin hafa verið spiluð. Til að fá útborgað um eitt hundrað krónur frá tónlistarstreymisveitu þarf lag að vera …

Árið 2023 varð metár í komum ferðamanna til hinnar fornu, fögru og söguríku Aþenu. Um sjö milljónir erlendra ferðamanna lentu á Aþenu-flugvelli sem kenndur er við Eleftherios Venizelos, 600 þúsundum fleiri en 2019. Bandaríkjamenn voru stærsti hópurinn, ein milljón, en næst á eftir komu 687 þúsund Bretar, 478 þúsund Þjóðverjar, 462 þúsund Frakkar og 410 …

Áætlun Ryanair á komandi sumarvertíð byggir á því að félagið fái að lágmarki 50 nýjar Boeing Max þotur en forstjóri flugfélagsins, Michael O'Leary, er svartsýnn á að það gangi eftir. Nýju þoturnar verði í besta falli fjörutíu en upphaflega hafði Boeing lofað 57 nýjum Max-þotum samkvæmt frétt Bloomberg. „Það hamlar vexti okkar að vita ekki …

Stellantis er einn stærsti bílaframleiðandi heims. Í viðtali við þýska blaðið Welt am Sonntag ítrekar Carlos Tavares, forstjóri Stellantis, stuðning samsteypunnar við banni við sölu á bílum knúnum bensíni og dísil árið 2035. Ummælin falla í tilefni af því að margir spá íhaldssveiflu í Evrópuþingskosningum í júní og að í framhaldi af því verði áformum …

Það vakti athygli að fáum dögum eftir lát eins af þekktari ritstjórum The New York Times, Joseph Lelyveld, streymdu inn á Amazon-netverslunina fjölmargar nýjar ævisögur ritstjórans. Lelyveld lést í janúar í ár og þegar bróðir hans Michael fór inn á netið fáum dögum eftir útför Josephs til að sjá hvernig samferðarmenn minntust bróðurins tók hann eftir …