Samfélagsmiðlar

Suðurskautslandið dregur til sín stöðugt fleiri ferðamenn með tilheyrandi umhverfisáhrifum

Sumarsólin er enn hátt á lofti á Suðurskautslandinu og dregur til sín vísindafólk, ævintýragjarna ferðalanga og ríkt fólk á skemmtiferðaskipum, sem skoðað hefur allt annað. Ferðatímabilið er frá nóvember til mars. Vaxandi ferðamannafjöldi á þessum viðkvæma stað veldur áhyggjum.

Suðurskautslandið

Lífríki og skipakomur á Suðurskautslandinu

Fyrir nokkrum áratugum var Suðurskautslandið leyndardómsfull og lítt könnuð veröld. Nú er ekkert fastaland á jörðinni eins vel kortlagt. Hundruð þúsunda gervihnattamynda voru teknar af Suðurskautslandinu á árunum 2009 til 2017 og unnið úr þeim kort með hárri upplausn og miklum myndgæðum. Nú er hægt að fylgjast nákvæmlega með breytingum á snjóbreiðunni og öllum hreyfingum á hafísnum – sjá hvernig hlýnun jarðar leikur þetta dulmagnaða land í suðri. 

Það eru ekki aðeins vísindamenn sem hafa augun á Suðurskautslandinu. Ferðaskipuleggjendur sjá þar tækifæri til að uppfylla óskir nútímannsins um stöðugt nýja upplifun og fleiri ævintýri. Ferðamönnum sem heimsækja Suðurskautslandið fjölgar stöðugt þó tölurnar séu ekki háar miðað við þær sem við þekkjum frá rótgrónum áfangastöðum. 

Suðurskautslandið
Siglt um Lemaire-sund – MYND: Unsplash

Búist er við að farþegar sem koma til Suðurskautslandsins á þessu sumri verði yfir 100 þúsund, um 40 prósentum fleiri en á kórónaveirusumrinu 2020-21 (október-mars). Aldrei hafa fleiri farið á Suðurskautslandið á einu sumri. Fólkið kemur með á sjötta tug skemmtiferðaskipa sem fara um Drakesundið háskalega, milli Hornhöfða og Suðurskautslandsins, og auðvitað skilja skipin eftir sig svört vistspor með útblæstri sínum. Þá hafa þessar heimsóknir hugsanlega líka óskýrð áhrif á viðkvæmt lífríki svæðisins. 

Suðurskautslandið
Siglt milli ísjaka – MYND: Unsplash/Dylan Shaw

Ýmsir vara við því að síðustu „óspilltu” heimsálfunni verði spillt af mikilli umferð og átroðningi. Á móti er bent á að ferðaþjónustan á Suðurskautslandinu sé mjög vel skipulögð, ferðamennirnir verji skömmum tíma á fastalandinu eða á eyjum fyrir utan en séu aðallega á siglingu í Zodiak-bátum eða í kajakferðum innan um hafísinn. Þá sé vafalaust að allir sem komi til Suðurskautslandsins fari þaðan meðvitaðri um gildi náttúrunnar og öðlist meiri skilning og virðingu fyrir því sem óspillt er. 

Það verður samt ekki horft framhjá því að svartur útblásturinn frá skemmtiferðaskipunum spillir umhverfinu og vinnur gegn markmiðum um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ferðamenn bera auk þess með sér örverur og fræ á skóm og öðrum klæðnaði, sem spillt geta umhverfinu æ meira eftir því sem ísinn hopar ofan af berum jarðveginum.

Ferðamenn á Suðurskautslandinu – MYND: Unsplash / Henrique Setim

Þó hingað til hafi flestir skoðað þetta undraland aðallega úr fjarlægð, róið á kajak eða siglt á gúmmíbát milli isjakanna, þá er líka vaxandi framboð á fjallgöngum, þyrluskíðun, kafbátaferðum og köfun í tærum sjónum. Allt þetta hefur áhrif á umhverfið og bætist við álagið sem fylgir loftslagsbreytingum. Hlutfallslegt vægi kolefnisfótspors af hverjum og einum ferðamanni á hinu afskekkta Suðurskautslandi er miklu hærra en á slóðum sem margir sækja. 

Ekki er líklegt að samstaða náist um að loka Suðurskautslandinu. Það eru í gildi sáttmálar og reglur um umgengni. Nú þurfa þau sem ferðast um svæðið að skrá alla brennslu jarðefnaeldsneytis. Hybrid-skipum, sem geta gengið fyrir rafmóturum á siglingu í einhvern tiltekinn tíma, fer fjölgandi. Hvatt er til aðgætni, að fólk sótthreinsi skó sína og ryksugi upp úr vösum áður en það stígur út á ísinn. Allt dregur þetta úr umhverfisáhrifum. Og vonandi er það rétt sem haldið er fram í því skyni að réttlæta heimsókn á Suðurskautslandið að ferðin þangað geri hvern mann að meðvitaðri um áhrif loftslagsbreytinganna í heiminum. 

Nýtt efni

Aspasinn fyrirfinnst í þremur litbrigðum – hvítur, grænn og fjólublár. Hér er í raun um að ræða sömu plöntuna en afbrigðin hafa ólíka eiginleika og ræðst liturinn af því ásamt hlutfalli sólarljóss við ræktunina. Þetta næringarríka grænmeti er ein þeirra matjurta sem maðurinn hóf fyrst að rækta en elstu heimildir um aspasræktun eru um 2.000 …

Það voru vísbendingar um offramboð á flugi héðan til London og Frankfurt síðastliðinn vetur að mati stjórnenda Icelandair. Nú er hins vegar útlit fyrir nokkru færri brottfarir til beggja þessara borga á komandi vetri. Þannig hefur Wizz Air ekki lengur á boðstólum flug til Íslands frá London og þar með dregst framboð á flugi hingað …

Ferðaskrifstofur sem selja Íslandsferðir horfa nú í auknum mæli á eftir viðskipavinunum til Noregs þar sem verðlagið er skárra. Norskir ferðafrömuðir eru líka brattir í viðtölum þessa dagana og almennt sammála um að nýliðinn vetur hafi gengið vel og sumarið verði „dúndurgott" eins og það síðasta. Og opinberar tölur sýna að veturinn gekk vel í …

Þrotabú Wow Air hefur höfðað 11 riftunarmál vegna greiðslna til kröfuhafa flugfélagsins fyrir gjaldþrot þess í mars 2019. Fyrrum forstjóra flugfélagsins og eigenda, Skúla Mogensen, er stefnt til greiðslu skaðabóta í öllum þessum málum. Auk þess er farið fram á skaðabætur frá fyrrum stjórn fyrirtækisins í níu málum. Í stjórninni sátu Liv Bergþórsdóttir, sem var …

Þingmennirnir Jóhann Páll Jóhannsson (S) og Óli Björn Kárason (D) eru ekki bjartsýnir á að Alþingi nái að afgreiða þingsályktuntillögu Lilju Alfreðsdóttur (B), ráðherra ferðamála, um nýja ferðamálastefnu til ársins 2030. Þetta kom fram í máli þingmannanna í pallborðsumræðum á fundi Samtaka ferðaþjónustunnar í fyrradag. Ráðherrann tók líka þátt í pallborðinu og átti þar lokaorðin. …

Verðlag í evrópskum matvöruverslunum var almennt hærra í nýliðnum apríl en það var á sama tíma í fyrra. Íbúar í Tékklandi, Litháen, Ungverjalandi, Slóveníu og Finnlandi borga þó minna í dag fyrir mat og drykk en þeir gerðu á fyrra samkvæmt nýrri verðmælingu á vegum Hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat. Í Tyrklandi hækkar verðlag hratt og fór …

Samkeppnisstofnun Evrópusambandsins hefur sektað bandaríska sælgætisrisann Mondelez um 337,5 milljónir evra eða 47 milljarða íslenskra króna fyrir óeðlilega viðskiptahætti. Er Mondelez fellt fyrir að hafa skipt evrópska markaðnum upp og takmarkað flutning á vörum sínum milli landa á árunum 2015 til 2019. Tilgangurinn var að halda vöruverði uppi að því segir í tilkynningu frá Framkvæmdastjórn …

Spænska lágfargjaldaflugfélagið Vueling heldur áfram að fækka ferðum til Íslands en þotur þess flugu hingað þrisvar í viku frá Barcelona síðastliðið sumar og svo eina til tvær ferðir í viku yfir nýliðinn vetur. Sumaráætlun Vueling í ár gerir aðeins ráð fyrir brottförum frá Keflavíkurflugvelli á sunnudagskvöldum frá 23. júní til 8. september. Eftir þann tíma …