Samfélagsmiðlar

Úrelt tækni veldur stórfelldum vandræðum í flugi

Bandarísku ferðaþjónustusamtökin (U.S. Travel Association) segja mjög brýnt að endurskipuleggja og færa til nútímans alla innviði flugsins til að þeir standist kröfur um öryggi og afköst. Sérfræðingar segja bandaríska flugstjórnarkerfið styðjast við gamla og úrelta tækni.

Flugvél lendir í Portland

Flugvél lendir í Portland í Oregon

Úrelt tækni er sögð oftar skýringin á því að röskun verður á áætlunarflugi heldur en fólk gerir sér almennt grein fyrir – eða er upplýst um.

Hrakfarir Southwest-flugfélagsins um hátíðar og bilun í viðvörunarkerfi í gær ættu að vekja flugiðnaðinn til umhugsunar, segir bandarískur ferðablaðamaður sem skrifar um tæknimál.

Bandarísku ferðaþjónustusamtökin (U.S.Travel Association) brugðust strax hart við ástandinu sem skapaðist í gær þegar tafir urðu á 3.000 flugferðum og yfir 400 var frestað. Geoff Freeman, forseti samtakanna, sendi frá sér yfirlýsingu:

„Stórvægilegt kerfishrun í flugumferðarstjórninni er skýrt dæmi um hversu brýnt er að gera umtalsverðar úrbætur á bandaríska samgöngukerfinu. Bandaríkjamenn eiga skilið að njóta öruggra og hnökralausra ferðalaga staða á milli. Þjóðarhagur okkar byggist á því að notaður sé fyrsta flokks tæknibúnaður í fluginu. Við hvetjum stjórnvöld í landinu til að endurskipuleggja og færa til nútímans alla innviði flugsins til að tryggja að öll kerfi standist kröfur um öryggi og afköst.”

Vefsíða U.S.Travel

Þetta eru þung orð frá forseta áhrifamikilla samtaka sem hafa innan sinna vébanda fulltrúa allra sviða ferðaþjónustunnar í Bandaríkjunum. 

Bandaríkjamenn og fólk víðar um heim gapti af undrun þegar fréttir voru sagðar af ógöngum Southwest-flugfélagsins um hátíðarnar. Óveður skall á og allt fór á hliðina. Vandræðin voru miklu meiri en svo að hægt væri eingöngu að kenna veðrinu um. Bandarísk samgönguyfirvöld og þingið ætla að fara í saumana á málinu sem gæti orðið dýrt fyrir Southwest. 

Think (NBC)
Af vef NBC-Think

Túristi vitnaði í flugmálablaðamanninn William J McGee, sem sagði að þjónustuhrunið hjá Southwest hefði verið fyrirsjáanlegt, flugfélögum væri ofar í huga að sjá til þess að hluthafar fengju greiddan arð af bréfum sínum og stjórnendur hærri laun, en að kosta nauðsynlega endurnýjun á úreltum tæknibúnaði og vaktakerfum starfsfólks. Flugfélögin vestra stæðu frammi fyrir því að geta ekki mætt álagi vegna skorts á starfsfólki, flutningsgetu og nýjustu tækni. McGee segir að flugið hafi dregist aftur úr öðrum geirum atvinnulífsins í tæknimálum. 

Fréttasíða WSJ
Af vef The Wall Street Journal

Justin Dawes er blaðamaður á ferðavefnum Skift og sérhæfir sig í tæknimálum. Hann segir að stór hluti skýringannar á því að flug falli niður megi rekja til gamallar eða úreltrar tækni. Það eigi við um uppákomuna í gær þegar þúsundir flugferða töfðust eða var frestað vegna tölvubilunar í flugstjórnarkerfi bandarísku flugmálastjórnarinnar. Það sama megi segja um ástandið sem skapaðist um hátíðarnar hjá Southwest, sem aflýsti um 16 þúsund flugferðum. En Justin Dawes bendir á að vandræði að sama toga hafi oft skapast áður og nefnir nokkur dæmi um það frá síðustu árum þegar tæknibilanir og skortur á starfsfólki mögnuðu vandræði sem sköpuðust í óveðrum. Stundum sé reyndar erfitt að greina upptökin. 

Ljóst er að flugfélög, hagsmunasamtök í ferðaþjónustu, framkvæmdavaldið í flugmálum og löggjafinn í Bandaríkjunum hafa margt að skoða á næstunni til að bæta öryggi, velferð og upplifun farþega vestanhafs.

Nýtt efni

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …

Í marsmánuði fór fjöldi erlendra ferðamanna í Japan í fyrsta skipti yfir 3 milljónir, samkvæmt tölum sem birtar voru í síðustu viku. Um 2,7 milljónir komu í febrúar. Auðvitað nýtur japönsk ferðaþjónusta nú uppsafnaðrar löngunar erlendra ferðamanna á að heimsækja loks Japan eftir langvarandi lokun og ferðahindranir í tengslum við Covid-19 en það er ekki …

Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands var heiðraður á ársfundi Meet in Reykjavik í gær. Hann leiddi til sigurs umsókn Íslands um að fá ráðstefnuna „International Geoscience and Remote Sensing Symposium (IGARSS)“ til Reykjavíkur í júlí 2027. Gert er ráð fyrir að 2.500 erlendir vísindamenn og fagfólk á sviði fjarkönnunar frá öllum heimshornum sæki ráðstefnuna …

United Airlines tilkynntu í gær um betri afkomu en vænst var á öðrum ársfjórðungi. Þetta kemur í framhaldi af því að tapið á fyrsta fjórðungi var minna en óttast hafði verið. Megin ástæða þess að vel gengur er einfaldlega mikill áhugi á ferðalögum. Hlutabréf í United hækkuðu strax í fyrstu viðskiptum eftir að tilkynnt var …

Japanskir bílaframleiðandur hafa dregist aftur úr nýrri fyrirtækjum á borð við bandaríska Tesla og kínverska BYD í þróun rafbílasmíði. En menn velta því fyrir sér hvort japanskir framleiðendur á borð við Toyota og Nissan verði ekki fljótir að vinna upp það forskot - og jafnvel ná forystu - með þróun nýrrar gerðar rafhlaðna, sem vonir …

„Viltu nýjan bíl? Ef svarið er já, þá þurfum við að finna pening til að kaupa bílinn. Við getum aflað hans með sjávarútvegi en sú grein er takmörkuð og margir vilja setja skorður á fiskeldi. Til að auka framleiðslu á málmum þarf meiri raforku. Þá er það ferðaþjónustan sem er eftir og því þarf að …

Yfir veturinn eru Bretar fjölmennastir í hópi ferðamanna hér á landi en fyrstu þrjá mánuði þessa árs innrituðu 109 þúsund breskir farþegar sig í flug frá Keflavíkurflugvelli. Fjöldinn stóð í stað frá sama tíma í fyrra en hins vegar fjölgaði brottförum útlendinga um tíund þessa þrjá mánuði. Efnahagsástandið í Bretlandi kann að skýra að það …

Því var fagnað í gær að undirrituð hefði verið viljayfirlýsingu um að Íslandshótel og fjárfestar tengdir Skógarböðunum ætluðu að byggja og reka fjögurra stjörnu hótel við Skógarböðin í Eyjafirði gegnt Akureyri. Á væntanlegu baðhóteli verða 120 herbergi. Sjallinn - MYND: Facebook-síða Sjallans Íslandshótel hafa líka haft áform um að reisa hótel í miðbæ Akureyrar, þar …