Samfélagsmiðlar

Úrelt tækni veldur stórfelldum vandræðum í flugi

Bandarísku ferðaþjónustusamtökin (U.S. Travel Association) segja mjög brýnt að endurskipuleggja og færa til nútímans alla innviði flugsins til að þeir standist kröfur um öryggi og afköst. Sérfræðingar segja bandaríska flugstjórnarkerfið styðjast við gamla og úrelta tækni.

Flugvél lendir í Portland

Flugvél lendir í Portland í Oregon

Úrelt tækni er sögð oftar skýringin á því að röskun verður á áætlunarflugi heldur en fólk gerir sér almennt grein fyrir – eða er upplýst um.

Hrakfarir Southwest-flugfélagsins um hátíðar og bilun í viðvörunarkerfi í gær ættu að vekja flugiðnaðinn til umhugsunar, segir bandarískur ferðablaðamaður sem skrifar um tæknimál.

Bandarísku ferðaþjónustusamtökin (U.S.Travel Association) brugðust strax hart við ástandinu sem skapaðist í gær þegar tafir urðu á 3.000 flugferðum og yfir 400 var frestað. Geoff Freeman, forseti samtakanna, sendi frá sér yfirlýsingu:

„Stórvægilegt kerfishrun í flugumferðarstjórninni er skýrt dæmi um hversu brýnt er að gera umtalsverðar úrbætur á bandaríska samgöngukerfinu. Bandaríkjamenn eiga skilið að njóta öruggra og hnökralausra ferðalaga staða á milli. Þjóðarhagur okkar byggist á því að notaður sé fyrsta flokks tæknibúnaður í fluginu. Við hvetjum stjórnvöld í landinu til að endurskipuleggja og færa til nútímans alla innviði flugsins til að tryggja að öll kerfi standist kröfur um öryggi og afköst.”

Vefsíða U.S.Travel

Þetta eru þung orð frá forseta áhrifamikilla samtaka sem hafa innan sinna vébanda fulltrúa allra sviða ferðaþjónustunnar í Bandaríkjunum. 

Bandaríkjamenn og fólk víðar um heim gapti af undrun þegar fréttir voru sagðar af ógöngum Southwest-flugfélagsins um hátíðarnar. Óveður skall á og allt fór á hliðina. Vandræðin voru miklu meiri en svo að hægt væri eingöngu að kenna veðrinu um. Bandarísk samgönguyfirvöld og þingið ætla að fara í saumana á málinu sem gæti orðið dýrt fyrir Southwest. 

Think (NBC)
Af vef NBC-Think

Túristi vitnaði í flugmálablaðamanninn William J McGee, sem sagði að þjónustuhrunið hjá Southwest hefði verið fyrirsjáanlegt, flugfélögum væri ofar í huga að sjá til þess að hluthafar fengju greiddan arð af bréfum sínum og stjórnendur hærri laun, en að kosta nauðsynlega endurnýjun á úreltum tæknibúnaði og vaktakerfum starfsfólks. Flugfélögin vestra stæðu frammi fyrir því að geta ekki mætt álagi vegna skorts á starfsfólki, flutningsgetu og nýjustu tækni. McGee segir að flugið hafi dregist aftur úr öðrum geirum atvinnulífsins í tæknimálum. 

Fréttasíða WSJ
Af vef The Wall Street Journal

Justin Dawes er blaðamaður á ferðavefnum Skift og sérhæfir sig í tæknimálum. Hann segir að stór hluti skýringannar á því að flug falli niður megi rekja til gamallar eða úreltrar tækni. Það eigi við um uppákomuna í gær þegar þúsundir flugferða töfðust eða var frestað vegna tölvubilunar í flugstjórnarkerfi bandarísku flugmálastjórnarinnar. Það sama megi segja um ástandið sem skapaðist um hátíðarnar hjá Southwest, sem aflýsti um 16 þúsund flugferðum. En Justin Dawes bendir á að vandræði að sama toga hafi oft skapast áður og nefnir nokkur dæmi um það frá síðustu árum þegar tæknibilanir og skortur á starfsfólki mögnuðu vandræði sem sköpuðust í óveðrum. Stundum sé reyndar erfitt að greina upptökin. 

Ljóst er að flugfélög, hagsmunasamtök í ferðaþjónustu, framkvæmdavaldið í flugmálum og löggjafinn í Bandaríkjunum hafa margt að skoða á næstunni til að bæta öryggi, velferð og upplifun farþega vestanhafs.

Nýtt efni

Samkvæmt nýútkominni ársskýrslu Ferðamálaráðs Grænlands - Visit Greenland fjölgaði flugfarþegum sem komu til Grænlands um 9 prósent á síðasta ári. Met fyrra árs var þar með slegið. Alls voru 64.910 taldir við brottför frá landinu, tæplega 40 þúsund Grænlendingar og nærri 37 þúsund Danir. Af einstökum öðrum þjóðahópum voru Þjóðverjar fjölmennastir, nærri 3.600, Bandaríkjamenn rúmlega …

Ef ekki nást samningar milli Norwegian og norska flugmanna félagsins fyrir lok vinnuvikunnar þá munu 17 flugmenn félagsins leggja niður störf strax um helgina. Alf Hansen, formaður félags flugmanna hjá Norwegian, segir að krafa sé gerð um bæði hærri laun og betri vinnutíma. „Við vinnum sex af hverjum níu helgum. Til viðbótar er vinnuálagið mest …

Þetta eru góðar fréttir fyrir starfsmenn Mirafiori-verksmiðja Fiat í Tórínó, eins anga Stellantis-samsteypunnar, en bakslag í augum þeirra sem vilja ekkert hik í orkuskiptum í samgöngum. Eitt sinn var Mirafiori stærsta verksmiðjuhverfi Ítalíu og þar starfar enn elsta bílaverksmiðja Evrópu. En í bílaiðnaði nútímans lifir enginn á fornri frægð. Verði blendingsútgáfa af litla 500e smíðuð …

Evrópuþingið hefur samþykkt tilskipun Framkvæmdastjórnar ESB um kolefnishlutlausan iðnað, Net Zero Industry Act, eða NZIA, sem ætlað er að efla vistvænan iðnað í Evrópu og auka framleiðsluafköst í hreinorkutækni. Samræmdar reglur og fyrirsjáanleiki í viðskiptaumhverfi græns iðnaðar eiga að skila sér í meiri samkeppnishæfni og styrk iðnaðar í álfunni og fjölgun sérhæfðra starfa. Vonast er …

Komið hefur í ljós að gjaldtaka af ferðamönnum sem koma til Feneyja hefur ekki náð þeim tilgangi sínum að hemja troðningstúrisma í borginni fögru við Adríahaf. Dagpassarnir svonefndu hafa þvert á móti valdið ólgu meðal íbúa og ruglað ferðamenn í ríminu. Útgáfa passanna hófst 25. apríl og verður ekki sagt að á þeim mánuði sem …

Bílaframleiðendur í Brasilíu hafa fulla trú á því að auk þess sem notaðir verði málmar á borð við litíum, nikkel og kóbalt til að búa til bílarafhlöður verði líka þörf á gamla, góða sykrinum til að gera samgöngur vistvænni í framtíðinni. Flestir bílar sem framleiddir eru fyrir Brasilíumarkað ganga fyrir blöndu af bensíni og etanóli, …

Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP29) fer fram í Bakú í Aserbaísjan dagana 11. – 22. nóvember og nú á föstudaginn rennur úr frestur til að skila inn umsóknum um þátttöku í viðskiptasendinefnd Íslands. Að hámarki 50 manns fá þar sæti en gert er ráð fyrir að hvert fyrirtæki sendi að hámarki tvo fulltrúa. Í sendinefndinni sem …

Hann er önnum kafinn við að búa til smjördeig fyrir bökurnar þegar símaviðtalið hefst en er með hendurnar frjálsar og spjallar á meðan. Smjördeigið á leið yfir botninn með fyllingunni - MYND: © Arctic Pies „Við vorum þrír Ástralir sem stofnuðum þetta fyrirtæki saman og tengdum í gegnum þessa sömu matarupplifun. Það er pínu flókið …