Samfélagsmiðlar

Dauðvona dænerar í New York

Eitt þekktasta tákn amerísks hraða og neyslumenningar, sjálfur dænerinn, á í vök að verjast á tímum breyttra viðhorfa - ekki síst í New York þar sem þeir tína hratt tölunni.

Diner

Empire Diner í Chelsea-hverfinu á Manhattan

Þeim fækkar hratt gömlu dænerunum í New York-borg, þessum alþýðlegu, litlu matstofum, þar sem fólk gat sest inn, fengið sér snarlega eitthvað fitu- og kolefnisríkt á disk og sjóðheitt kaffi í fanti með – nú eða bara kókakóla. Já, látum okkur hafa það að sleppa því að íslenska heitið diner. Dænerinn á það skilið.

Staðarblaðið góða, The New York Times, greinir frá því að frá 2014 og fram yfir ársbyrjun 2019 hafi 15 dænerar verið seldir. Þá eru ótaldir þeir eigendur sem misstu veitingaleyfi sín á því tímabili. Svo hefur kórónafaraldurinn vafalaust líka þrengt að rekstrarmöguleikum þessara gömlu stofnana. Þessi þróun markar í huga margra endalok gömlu New York. Hversu margir treystu á gamla dænerinn þegar þurfti að koma sér í gang að morgni eða ylja sér á hrollblautum vetrarkvöldum?

Úthverfisdæner í New York – MYND: Unsplash/Stephen McFadden

En dænerar voru nú aldrei beinlínis musteri hollustu og heilbrigðis með sitt stökka beikon, franskar kartöflur, hveitibrauð, sósur og mæjones – að ógleymdu soðna kaffinu og gosdrykkjunum. Nú eru nýir tímar. Nýjar kynslóðir vilja fá eitthvað allt annað í svanginn en þetta sveitta og saltaða sem einkenndi gömlu dænerana, sem rekja má til síðasta fjórðungs 19. aldar. Fyrstu dænerarnir voru matarvagnar á hjólum, sem hestar voru látnir draga þangað sem von var á viðskiptum. Síðan færðist starfsemi þeirra í verksmiðjuframleidd, stöðluð smáhýsi, með föstum sætum við afgreiðsluborð. Afkastamesta dæner-verksmiðja Bandaríkjanna var í New Jersey, þar sem um 2.000 dænerar voru smíðaðir á gullaldarskeiðinu 1917 til 1952. Aðeins brot af þessum matstofum eru enn uppistandandi.

Dænerarnir tórðu kreppu og stríð en svo kom blómaskeið þeirra. Úthverfin breiddu úr sér og dænerinn varð stofnun í þessu nýja neysludrifna ameríska samfélag. Hin heilaga þrenning í huga eftirstríðsárakynslóðarinnar var glymskrattinn, bensíndrekinn og dænerinn. Margir fengu tækifæri til að koma undir sig fótunum með því að starfrækja dæner á þokkalega fjölförnum stað. Það er svo ekki fyrr en með verulegri útbreiðslu skyndibitakeðjanna upp úr 1970 að gömlu dænerarnir urðu dálítið hallærislegir. Þeir hurfu einn af öðrum en standa þó margir enn við þjóðvegi landsins. Í stórborginni New York hefur hinsvegar hallað verulega undan fæti.

Diner á Manhattan – MYND: Unsplash/Colin Avery

Í stað dæneranna spretta upp í New York matstofur og morgunverðarstaðir með fjölbreyttara og heilsusamlegra úrval af mat og drykk: veganrétti, salöt, kjúklingarétti, asískan mat, heilsudrykki, koffínlaust kaffi og te. Jú, líka pönnukökur með sýrópi – og kaffi fyrir þá sem það kjósa. The New York Times segir að þó gömlu dænerarnir hafi tínt tölunni þá sé hreyfing í gangi um að varðveita þá sem eftir eru –  viðhalda kolvetna- og fituríkri matarmenningu þeirra, stíl og yfirbragði.

Nostalgían er auðvitað alltaf eftirsótt af einhverjum hluta fólks. Meðal staða sem blaðið nefnir í þessu sambandi eru S&P Lunch í Flatiron-hverfinu og Three Decker Diner í Greenpoint, Brooklyn. Það er kannski ekki verri bissniss-hugmynd en hver önnur að skipuleggja kolvetna- og fituríka nostalgíuferð til Ameríku og heiðra gömlu dænerana. 

Nýtt efni

Samkeppnisstofnun Evrópusambandsins hefur sektað bandaríska sælgætisrisann Mondelez um 337,5 milljónir evra eða 47 milljarða íslenskra króna fyrir óeðlilega viðskiptahætti. Er Mondelez fellt fyrir að hafa skipt evrópska markaðnum upp og takmarkað flutning á vörum sínum milli landa á árunum 2015 til 2019. Tilgangurinn var að halda vöruverði uppi að því segir í tilkynningu frá Framkvæmdastjórn …

Spænska lágfargjaldaflugfélagið Vueling heldur áfram að fækka ferðum til Íslands en þotur þess flugu hingað þrisvar í viku frá Barcelona síðastliðið sumar og svo eina til tvær ferðir í viku yfir nýliðinn vetur. Sumaráætlun Vueling í ár gerir aðeins ráð fyrir brottförum frá Keflavíkurflugvelli á sunnudagskvöldum frá 23. júní til 8. september. Eftir þann tíma …

Rauðu og hvítu sporvagnarnir hafa verið meðal táknmynda Istanbúl, þjónað íbúum og ferðamönnum í meira en öld. Nú líður að því að þeim verði skipt út fyrir vagna sem búnir verða rafhlöðum. Vagnarnir hafa gengið eftir spori á Istiklal-breiðgötunni Evrópumegin í Istanbúl. Þeir voru fyrst teknir í notkun árið 1914, á dögum Ottómanveldisins. Ýmsar lagfæringar …

Skattaívilnanir til kaupa á nýjum rafbílum féllu niður um áramótin en frádrátturinn gat numið allt að 1,3 milljónum króna. Nú fæst 900 þúsund króna styrkur frá Orkusjóði í staðinn en sala á rafbílum hefur þó dregist umtalsvert saman það sem af er ári. Á þessum tíma í fyrra höfðu 3.211 nýir rafbílar verið skráðir nýir …

Seljendur hlutabréfa í almennu hlutafjárútboði Íslandshótela, stærsta hótelfyrirtæki landsins, hafa ákveðið að falla frá útboði og þar með skráningu félagsins á Aðalmarkað Nasdaq Iceland. Almennu hlutafjárútboði Íslandshótela lauk seinnipartinn í gær en í ljósi þessarar ákvörðunar munu allar áskriftir falla sjálfkrafa niður. Þetta kemur fram í tilkynningu. Vel á þriðja þúsund aðilar tóku þátt í …

MYND: ÓJ

Nýbirt Þróunarvísitala ferðageirans (Travel & Tourism Development Index) fyrir árið 2024, sem Alþjóðaefnahagsráðið ( World Economic Forum) tekur saman annað hvert ár, sýnir að Ísland fellur niður listann um 10 sæti frá 2019 - í 32. sæti, Danmörk, Finnland og Svíþjóð eru töluvert ofar en Noregur er hins vegar ekki meðal þeirra 119 landa sem …

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar áformaði að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustu úr 11 prósentum í 24 prósent um mitt árið 2018. Stjórnin sprakk hins vegar áður en málið fór í gegnum Alþingi. Samtök ferðaþjónustunnar börðust gegn þessari hækkun á sínum tíma og í morgun efndu samtökin til fundar í ljósi þess að „undanfarin misseri …

Ferðafólk fylgist með hval dregnum á land í Hvalfirði

Samkvæmt könnun sem Maskína gerði fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands dagana 30. apríl til 7. maí 2024 eru 49 prósent aðspurðra því andvíg að leyfi Hvals hf. til veiða á langreyðum verði endurnýjað. Hins vegar eru 35 prósent aðspurðra því hlynnt. Beðið er ákvörðunar nýs matvælaráðherra. Meginniðurstöður könnunar Maskínu fyrir Náttútuverndarsamtök Íslands - MYND: Maskína Niðurstöður Matvælastofnunar í …