Samfélagsmiðlar

Eru kaup á nýjum og sparneytnari farþegaþotum græn fjárfesting eða grænþvottur?

Flugvélaiðnaðurinn vill að Evrópusambandið telji fjárfestingar í nýjum farþegaþotum til grænna fjárfestinga vegna minni eldsneytisnotkunar þeirra. Umhverfisverndarsinnar segja að í því fælist grænþvottur.

Airbus-þota Air Malta

Rekja má 2-3 prósent af kolefnislosun í heiminum til farþegaflugs. Stór hluti flugvélaflotans eru gamlar þotur sem menga mun meira en þær sem nýjar eru. Eldsneytisnotkun á hvern floginn kílómetra hefur minnkað umtalsvert á síðustu árum en á móti kemur að umferð hefur aukist – ef frá eru taldir dagar heimsfaraldursins. Unnið er að því auka notkun sjálfsbærs eldsneytis en þar miðar fremur hægt. Enn er nokkuð langt í að flugvélar sem ekki menga andrúmsloftið verði teknar í notkun í almennu farþegaflugi.

Þetta mengandi orðspor flugiðnaðarins þvælist fyrir þegar kemur að fjármögnun og hefur áhrif á val fólks á samgöngumáta, t.d. á meginlandi Evrópu þar sem hægt er að taka lest eða aka rafbíl í stað þess að fljúga.

Airbus-þota Air Cairo – MYND: Unsplash/Tizian Kern

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undirbýr ráðstafanir til að gera umhverfisvænar fjárfestingar eftirsóknarverðari. Markmiðið er að beina einkafjármagni að sviðum þar sem sérstaklega er gætt að því að hafa kolefnisspor lítið eða ekkert, fjárfest sé í sjálfbærum atvinnutækifærum. Umhverfisverndarsamtök sem beina athygli sérstaklega að áhrifum samgangna gera athugasemdir við að samkvæmt fyrirliggjandi stefnudrögum ESB myndi nánast öll flugvélaframleiðsla Airbus, stærsta flugvélaframleiðanda heims, flokkast sem sjálfbær fjárfesting. Með því að flokka hefðbundnar farþegaþotur sem fjárfestingu til fyrirmyndar þrátt fyrir umtalsverða losun frá þeim væri verið að samþykkja stórfelldan grænþvott.

Flugiðnaðurinn telur hinsvegar rétt að telja kaup á nýjum farþegaþotum til sjálfbærra fjárfestinga þótt þær brenni olíu. Líta beri til þess að losunareiningar kolefnis á hvern farþega séu færri ef flogið er með nýrri vél fremur en gamalli. Það geti munað allt að 20 prósentum á eldsneytisnýtingu. Talsmenn umhverfisverndarsinna segja hinsvegar að þessi munur dugi ekki til að halda því fram að nýju vélarnar geti talist vistvænar. Flokkun fjárfestingarkosta eigi að miða að því að greiða fyrir raunverulega vistvænu farþegaflugi – með hreinum orkugjöfum, engum kolefnisfótsporum.

A320neo að innan – MYND: Unsplash/Praaven Thirimur

Þessi umræða er hluti af viðbrögðum Evrópusambandsins við efnahagsáætlun Bandaríkjastjórnar gegn verðbólgu, sem felur í sér hvata til að auka fjárfestingar í vistvænum tæknilausnum. Evrópski flugiðnaðurinn, með Airbus í farbroddi, segir þess vegna brýnt að flugvélaframleiðslan njóti stuðnings til að halda í við Bandaríkjamenn. Financial Times segir að Airbus sé með uppsafnaðar pantanir fyrir meira en sjöþúsund farþegaþotum og að um 80 prósent þeirra séu af gerðinni A320neo, sem eru með nýja hreyfla. Blaðið hefur eftir talsmanni Airbus að ef takast eigi að ná metnaðarfullum loftslagsmarkmiðum Evrópusambandsins og Parísarsáttmálans þurfi flugiðnaðurinn nauðsynlega að hafa aðgang að þessum umræddu fjármögnunarleiðum fyrir sjálfbæra atvinnukosti og framleiðslu.

Stjórnklefi A320neo í flugi yfir Atlantshafið – MYND: Unsplash/Andres Dallimonti

Um þetta takast hagsmunahópar flugiðnaðarins og þau sem telja að ekki megi þynna út loftslagsstefnuna með því að hliðra til fyrir framleiðslu mengandi flugvéla. Airbus segir á móti að vonast sé til að ný farþegaþota sem brenni ekki olíu fari í loftið 2035 og þrýst sé á að stjórnvöld og orkufyrirtæki auki framleiðslu á sjálfbæru eldsneyti (SAF) sem minnki kolefnislosun um allt að 80 prósent. Enn sé hinsvegar of lítið framleitt af því og verðið sé of hátt. Stuðningur skipti því sköpum núna.

Nýtt efni

Ítalía var mesta vínframleiðsluland heims 2023 en þurfti að sætta sig við að sala dróst saman. Það var reyndar staðan hjá flestum vínframleiðsluþjóðunum. Nú liggja fyrir tölur frá helstu markaðslöndum ítalskra vínframleiðenda: Bandaríkjunum, Þýskalandi, Bretlandi, Kanada og Japan, en samanlagður útflutningur til þessara landa nemur 56 prósentum af heildinni. Til samanburðar vega þessi markaðslönd 50 prósent …

Hann var nýorðinn 14 ára gamall þegar eitt af stóru félögunum í Belgíu, Genk, hafði samband við hann og bauð honum pláss í fótboltaakademíunni sem hafði þá mjög góðan orðstír. Það tók Kevin de Bruyne nokkurn tíma að sannfæra foreldra sína um að það væri góð hugmynd fyrir hann að flytja frá Drongen til að …

Play leitar nú fjárfesta sem vilja leggja félaginu til 1,4 milljarða króna í það minnsta. Stærstu hluthafarnir hafa gefið vilyrði sitt fyrir innspýtingu upp á 2,6 milljarða kr. en sú viðbót er háð því skilyrði að það safnist alla vega 4 milljarðar í nýtt hlutafé. Áður höfðu stjórnendur Play gefið út að þeir þyrftu þrjá …

Mikil umferð farþega var um evrópska flugvelli í janúar, víða fór farþegafjöldinn fram úr því sem var í sama mánuði 2019. Um 46 flugvöllum á Spáni, sem AENA starfrækir, var farþegafjöldinn 18,6 milljónir, sem er 10 prósentum fleiri en í janúar í fyrra. Flestir fóru um flugvöllinn í Madríd nú í janúar síðastliðnum, nærri 4,8 …

Það sem af er ári hefur hægt á eftirspurn á rafbílamarkaði heimsins og framleiðendur bregðast við með því að segja upp starfsfólki, minnka framleiðslukostnað og breyta áætlunum sínum. Þetta bakslag gæti seinkað orkuskiptum í vegasamgöngum.  Þýski gæðabílaframleiðandinn Mercedes-Benz tilkynnti í gær að markmiðum um rafbílavæðingu yrði frestað um fimm ár og sjá til þess að …

Stjórn Volvo Cars ætlar að láta af því verða að minnka hlutinn í sænska rafbílaframleiðandanum Polestar en áformin voru fyrst kynnt í byrjun þessa mánaðar. Fjárfestar tóku tíðindunum vel því hlutabréfin í Volvo hækkuðu í kjölfarið um fjórðung. Endurteknar hlutafjáraukningar Polestar hafa nefnilega haft neikvæð áhrif á gengi Volvo í kauphöllinni í Stokkhólmi samkvæmt frétt …

Notkun á sjálfbæru eldsneyti er besta leiðin til að draga hratt úr losun frá flugsamgöngum, segir Willie Walsh, framkvæmdastjóra Alþjóðasambands flugfélaga, IATA. Hann ræddi mikilvægi þess að minnka losun í ávarpi sínu á flugmálaráðstefnu Changi í Singapúr í vikunni.  Willie Walsh undirstrikaði í ávarpi sínu að flugheimurinn stefndi staðfastlega að kolefnishlutleysi árið 2050: „Við megum …

Vesturland er í útjaðri meginstraums erlendra ferðamanna sem koma til Íslands. Flestir eru þeir á Suðvesturlandi, fara Gullna hringinn og meðfram suðurströndinni - en auðvitað aka margir þeirra eftir Hringveginum í gegnum Borgarfjörð eða halda upp á Snæfellsnes - og áfram sem leið liggur til Vestfjarða með ýmsum útúrdúrum. Við ætlum sem sagt ekki að …