Samfélagsmiðlar

Eru kaup á nýjum og sparneytnari farþegaþotum græn fjárfesting eða grænþvottur?

Flugvélaiðnaðurinn vill að Evrópusambandið telji fjárfestingar í nýjum farþegaþotum til grænna fjárfestinga vegna minni eldsneytisnotkunar þeirra. Umhverfisverndarsinnar segja að í því fælist grænþvottur.

Airbus-þota Air Malta

Rekja má 2-3 prósent af kolefnislosun í heiminum til farþegaflugs. Stór hluti flugvélaflotans eru gamlar þotur sem menga mun meira en þær sem nýjar eru. Eldsneytisnotkun á hvern floginn kílómetra hefur minnkað umtalsvert á síðustu árum en á móti kemur að umferð hefur aukist – ef frá eru taldir dagar heimsfaraldursins. Unnið er að því auka notkun sjálfsbærs eldsneytis en þar miðar fremur hægt. Enn er nokkuð langt í að flugvélar sem ekki menga andrúmsloftið verði teknar í notkun í almennu farþegaflugi.

Þetta mengandi orðspor flugiðnaðarins þvælist fyrir þegar kemur að fjármögnun og hefur áhrif á val fólks á samgöngumáta, t.d. á meginlandi Evrópu þar sem hægt er að taka lest eða aka rafbíl í stað þess að fljúga.

Airbus-þota Air Cairo – MYND: Unsplash/Tizian Kern

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undirbýr ráðstafanir til að gera umhverfisvænar fjárfestingar eftirsóknarverðari. Markmiðið er að beina einkafjármagni að sviðum þar sem sérstaklega er gætt að því að hafa kolefnisspor lítið eða ekkert, fjárfest sé í sjálfbærum atvinnutækifærum. Umhverfisverndarsamtök sem beina athygli sérstaklega að áhrifum samgangna gera athugasemdir við að samkvæmt fyrirliggjandi stefnudrögum ESB myndi nánast öll flugvélaframleiðsla Airbus, stærsta flugvélaframleiðanda heims, flokkast sem sjálfbær fjárfesting. Með því að flokka hefðbundnar farþegaþotur sem fjárfestingu til fyrirmyndar þrátt fyrir umtalsverða losun frá þeim væri verið að samþykkja stórfelldan grænþvott.

Flugiðnaðurinn telur hinsvegar rétt að telja kaup á nýjum farþegaþotum til sjálfbærra fjárfestinga þótt þær brenni olíu. Líta beri til þess að losunareiningar kolefnis á hvern farþega séu færri ef flogið er með nýrri vél fremur en gamalli. Það geti munað allt að 20 prósentum á eldsneytisnýtingu. Talsmenn umhverfisverndarsinna segja hinsvegar að þessi munur dugi ekki til að halda því fram að nýju vélarnar geti talist vistvænar. Flokkun fjárfestingarkosta eigi að miða að því að greiða fyrir raunverulega vistvænu farþegaflugi – með hreinum orkugjöfum, engum kolefnisfótsporum.

A320neo að innan – MYND: Unsplash/Praaven Thirimur

Þessi umræða er hluti af viðbrögðum Evrópusambandsins við efnahagsáætlun Bandaríkjastjórnar gegn verðbólgu, sem felur í sér hvata til að auka fjárfestingar í vistvænum tæknilausnum. Evrópski flugiðnaðurinn, með Airbus í farbroddi, segir þess vegna brýnt að flugvélaframleiðslan njóti stuðnings til að halda í við Bandaríkjamenn. Financial Times segir að Airbus sé með uppsafnaðar pantanir fyrir meira en sjöþúsund farþegaþotum og að um 80 prósent þeirra séu af gerðinni A320neo, sem eru með nýja hreyfla. Blaðið hefur eftir talsmanni Airbus að ef takast eigi að ná metnaðarfullum loftslagsmarkmiðum Evrópusambandsins og Parísarsáttmálans þurfi flugiðnaðurinn nauðsynlega að hafa aðgang að þessum umræddu fjármögnunarleiðum fyrir sjálfbæra atvinnukosti og framleiðslu.

Stjórnklefi A320neo í flugi yfir Atlantshafið – MYND: Unsplash/Andres Dallimonti

Um þetta takast hagsmunahópar flugiðnaðarins og þau sem telja að ekki megi þynna út loftslagsstefnuna með því að hliðra til fyrir framleiðslu mengandi flugvéla. Airbus segir á móti að vonast sé til að ný farþegaþota sem brenni ekki olíu fari í loftið 2035 og þrýst sé á að stjórnvöld og orkufyrirtæki auki framleiðslu á sjálfbæru eldsneyti (SAF) sem minnki kolefnislosun um allt að 80 prósent. Enn sé hinsvegar of lítið framleitt af því og verðið sé of hátt. Stuðningur skipti því sköpum núna.

Nýtt efni

Ef ekki nást samningar milli Norwegian og norska flugmanna félagsins fyrir lok vinnuvikunnar þá munu 17 flugmenn félagsins leggja niður störf strax um helgina. Alf Hansen, formaður félags flugmanna hjá Norwegian, segir að krafa sé gerð um bæði hærri laun og betri vinnutíma. „Við vinnum sex af hverjum níu helgum. Til viðbótar er vinnuálagið mest …

Þetta eru góðar fréttir fyrir starfsmenn Mirafiori-verksmiðja Fiat í Tórínó, eins anga Stellantis-samsteypunnar, en bakslag í augum þeirra sem vilja ekkert hik í orkuskiptum í samgöngum. Eitt sinn var Mirafiori stærsta verksmiðjuhverfi Ítalíu og þar starfar enn elsta bílaverksmiðja Evrópu. En í bílaiðnaði nútímans lifir enginn á fornri frægð. Verði blendingsútgáfa af litla 500e smíðuð …

Evrópuþingið hefur samþykkt tilskipun Framkvæmdastjórnar ESB um kolefnishlutlausan iðnað, Net Zero Industry Act, eða NZIA, sem ætlað er að efla vistvænan iðnað í Evrópu og auka framleiðsluafköst í hreinorkutækni. Samræmdar reglur og fyrirsjáanleiki í viðskiptaumhverfi græns iðnaðar eiga að skila sér í meiri samkeppnishæfni og styrk iðnaðar í álfunni og fjölgun sérhæfðra starfa. Vonast er …

Komið hefur í ljós að gjaldtaka af ferðamönnum sem koma til Feneyja hefur ekki náð þeim tilgangi sínum að hemja troðningstúrisma í borginni fögru við Adríahaf. Dagpassarnir svonefndu hafa þvert á móti valdið ólgu meðal íbúa og ruglað ferðamenn í ríminu. Útgáfa passanna hófst 25. apríl og verður ekki sagt að á þeim mánuði sem …

Bílaframleiðendur í Brasilíu hafa fulla trú á því að auk þess sem notaðir verði málmar á borð við litíum, nikkel og kóbalt til að búa til bílarafhlöður verði líka þörf á gamla, góða sykrinum til að gera samgöngur vistvænni í framtíðinni. Flestir bílar sem framleiddir eru fyrir Brasilíumarkað ganga fyrir blöndu af bensíni og etanóli, …

Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP29) fer fram í Bakú í Aserbaísjan dagana 11. – 22. nóvember og nú á föstudaginn rennur úr frestur til að skila inn umsóknum um þátttöku í viðskiptasendinefnd Íslands. Að hámarki 50 manns fá þar sæti en gert er ráð fyrir að hvert fyrirtæki sendi að hámarki tvo fulltrúa. Í sendinefndinni sem …

Hann er önnum kafinn við að búa til smjördeig fyrir bökurnar þegar símaviðtalið hefst en er með hendurnar frjálsar og spjallar á meðan. Smjördeigið á leið yfir botninn með fyllingunni - MYND: © Arctic Pies „Við vorum þrír Ástralir sem stofnuðum þetta fyrirtæki saman og tengdum í gegnum þessa sömu matarupplifun. Það er pínu flókið …

Á fimmta hundrað flugvallarstarfsmenn í Ósló og Bergen munu leggja niður störf á miðnætti ef ekki nást samningar um nýjan kjarasamning. Viðræðurnar stranda aðallega á kröfum um bætt lífeyrisréttindi og aukin veikindarétt að því segir í frétt Norska ríkisútvarpsins. Ef til verkfalls kemur er viðbúið að það hafi mikil áhrif á umferðina um flugvellina í …