Samfélagsmiðlar

Ferðaþjónusta í kuldanum

Snjókoma og skafrenningur hindraði ferðamenn ekki í að skoða sig um í Reykjavík í dag. Febrúar er orðinn vinsæll ferðamánuður á Íslandi, þó flestir ferðamenn haldi sig nærri höfuðborginni.

Myndað við Hallgrímskirkju

Myndað í skafrenningi á Skólavörðuholti í dag

Túristi hefur reiknað út að um 150 þúsund erlendir ferðamenn eigi bókaða hótelgistingu í Reykjavík í febrúar en eftir er að sjá hversu mikil áhrif verkföll starfsfólks á hótelum hafa. Þegar hafa um 300 hótelþernur og aðrir félagar Eflingar á hótelum Íslandshótela lagt niður vinnu og í næstu viku bætast við um 400 starfsfélagar þeirra á Berjaya-hótelunum og Edition-hótelinu. Verkföll á svo mörgum hótelum setja strik í reikning ferðaþjónustunnar í borginni þó áhrifin komi ekki í ljós strax.

Á Skólavörðustíg – MYND: ÓJ

Í febrúar eru til sölu hátt í 1.400 flugferðir til landsins og stærstu ferðamannahóparnir koma sem fyrr frá Bandaríkjunum og Bretlandi. Í desember töldust breskir ferðamenn hér fleiri en bandarískir, eða rúm 27 þúsund á móti tæplega 22 þúsundum, samkvæmt upplýsingum frá Ferðamálastofu.

Eins og fram kom í nýlegu viðtali Túrista við Ásbjörn Björgvinsson, talsmann bresku ferðaskrifstofunnar Discover the World, er mikil spurn í Bretlandi eftir Íslandsferðum þrátt fyrir efnahagsástandið þar í landi:

Ásbjörn Björgvinsson
Ásbjörn Björgvinsson á Mannamótum – MYND: ÓJ

„Þrátt fyrir að talað sé um efnahagskreppu í Bretlandi þá er það svo takmarkaður hluti þessarar 70 milljóna þjóðar sem lendir illa í þrengingunum. Stór hluti fólks er tilbúinn að borga vel fyrir þá upplifun sem lofað er. Oftast koma þessir viðskiptavinir til baka yfir sig hrifnir af Íslandi. Það spyrst auðvitað út og veltir upp á sig. Nú fer þetta að vaxa mjög hratt. Við þurfum virkilega að spýta í lófana og fjölga gistimöguleikum.”

Fimmtudaginn 9. febrúar er búist við 53 flugvélum á Keflavíkurflugvelli. Þar af koma 18 frá Bretlandi, flestar á vegum EasyJet, átta talsins, en fimm á vegum Icelandair, þrjár frá JET2.com, ein frá Play og ein vél British Airways. Flogið er til Íslands frá  átta flugvöllum á Bretlandi: Luton, Gatwick, Heathrow, Manchester, Birmingham, Bristol, Edinborg og Glasgow.

Hímt undir kirkjuvegg – MYND: ÓJ

Fróðlegt verður að fylgjast með því hvort versnandi efnahagsástand í Bretlandi verði til þess að fækka komum ferðamanna þaðan – og hvort verkföll á hótelum í Reykjavík valdi þeim vandræðum í gistingum að fólk hætti við Íslandsferð. 

Ferðamenn og rafskútur – MYND: ÓJ
Nýtt efni

Aspasinn fyrirfinnst í þremur litbrigðum – hvítur, grænn og fjólublár. Hér er í raun um að ræða sömu plöntuna en afbrigðin hafa ólíka eiginleika og ræðst liturinn af því ásamt hlutfalli sólarljóss við ræktunina. Þetta næringarríka grænmeti er ein þeirra matjurta sem maðurinn hóf fyrst að rækta en elstu heimildir um aspasræktun eru um 2.000 …

Það voru vísbendingar um offramboð á flugi héðan til London og Frankfurt síðastliðinn vetur að mati stjórnenda Icelandair. Nú er hins vegar útlit fyrir nokkru færri brottfarir til beggja þessara borga á komandi vetri. Þannig hefur Wizz Air ekki lengur á boðstólum flug til Íslands frá London og þar með dregst framboð á flugi hingað …

Ferðaskrifstofur sem selja Íslandsferðir horfa nú í auknum mæli á eftir viðskipavinunum til Noregs þar sem verðlagið er skárra. Norskir ferðafrömuðir eru líka brattir í viðtölum þessa dagana og almennt sammála um að nýliðinn vetur hafi gengið vel og sumarið verði „dúndurgott" eins og það síðasta. Og opinberar tölur sýna að veturinn gekk vel í …

Þrotabú Wow Air hefur höfðað 11 riftunarmál vegna greiðslna til kröfuhafa flugfélagsins fyrir gjaldþrot þess í mars 2019. Fyrrum forstjóra flugfélagsins og eigenda, Skúla Mogensen, er stefnt til greiðslu skaðabóta í öllum þessum málum. Auk þess er farið fram á skaðabætur frá fyrrum stjórn fyrirtækisins í níu málum. Í stjórninni sátu Liv Bergþórsdóttir, sem var …

Þingmennirnir Jóhann Páll Jóhannsson (S) og Óli Björn Kárason (D) eru ekki bjartsýnir á að Alþingi nái að afgreiða þingsályktuntillögu Lilju Alfreðsdóttur (B), ráðherra ferðamála, um nýja ferðamálastefnu til ársins 2030. Þetta kom fram í máli þingmannanna í pallborðsumræðum á fundi Samtaka ferðaþjónustunnar í fyrradag. Ráðherrann tók líka þátt í pallborðinu og átti þar lokaorðin. …

Verðlag í evrópskum matvöruverslunum var almennt hærra í nýliðnum apríl en það var á sama tíma í fyrra. Íbúar í Tékklandi, Litháen, Ungverjalandi, Slóveníu og Finnlandi borga þó minna í dag fyrir mat og drykk en þeir gerðu á fyrra samkvæmt nýrri verðmælingu á vegum Hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat. Í Tyrklandi hækkar verðlag hratt og fór …

Samkeppnisstofnun Evrópusambandsins hefur sektað bandaríska sælgætisrisann Mondelez um 337,5 milljónir evra eða 47 milljarða íslenskra króna fyrir óeðlilega viðskiptahætti. Er Mondelez fellt fyrir að hafa skipt evrópska markaðnum upp og takmarkað flutning á vörum sínum milli landa á árunum 2015 til 2019. Tilgangurinn var að halda vöruverði uppi að því segir í tilkynningu frá Framkvæmdastjórn …

Spænska lágfargjaldaflugfélagið Vueling heldur áfram að fækka ferðum til Íslands en þotur þess flugu hingað þrisvar í viku frá Barcelona síðastliðið sumar og svo eina til tvær ferðir í viku yfir nýliðinn vetur. Sumaráætlun Vueling í ár gerir aðeins ráð fyrir brottförum frá Keflavíkurflugvelli á sunnudagskvöldum frá 23. júní til 8. september. Eftir þann tíma …