Samfélagsmiðlar

„Ferðaþjónustan hefur verið ofmetin“

Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins, segir ferðaþjónustuna í landinu ekki eins mikilvæga fyrir verðmætasköpun eins og greinendur hafa haldið fram. Ferðaþjónustufólk er ósátt, bendir á ásókn stóriðjunnar á náttúruna og vanmetnar tekjur af virðisaukaskatti í ferðatengdum greinum.

Túristar í Reykjavík

Ferðamenn í Reykjavík

Segja má að Sigríður Mogensen, hagfræðingur, sem er sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins, hafi verið kölluð til viðtals í framhaldi af skrifum Gylfa Zoëga, prófessors, í Vísbendingu, þar sem hann segir að ferðaþjónusta sé láglaunagrein í hálaunalandi. Sigríður var viðmælandi Þórhildar Ólafsdóttur í Samfélaginu á Rás 1 og skilaboð hennar voru alveg skýr:

Það er um of einblínt á ferðaþjónustuna þegar horft er til verðmætasköpunar á Íslandi.

MYND: Skjáskot af síðu RÚV

Sigríður Mogensen segir að ferðaþjónustan hafi verið mjög mikilvæg eftir efnahagshrunið en í kórónaveirufaraldrinum hafi hún hrunið. Þá hafi styrkur iðnaðar og sjávarútvegs komið í ljós. Hún segir of mikið horft til veltunnar þegar áhrif ferðaþjónustunnar eru metin.

„Eitt er umfang og velta. Annað er verðmætasköpun. Hversu mikið situr eftir í hagkerfinu.“

Sigríður bendir á að þó að ferðaþjónustan skili miklum þjónustu- og útflutningstekjum þá komi á móti mikill vöruinnflutningur í flugvélum, bílum og eldsneyti, og vörum til að þjónusta ferðafólkið. Nettóáhrifin af verðmætasköpuninni séu ekki eins mikil og ætla mætti af umræðunni. „Ferðaþjónustan hefur verið ofmetin,“ sagði Sigríður og vísaði til umfjöllunar skólasystkina sinna í hagfræðideildinni sem nú vinna í greiningardeildum bankanna.

„Ef þú tekur iðnaðinn í heild sinni þá er hann að skapa um 43 prósent af útflutningstekjum okkar í dag. Hann er stærri en ferðaþjónustan á alla mælikvarða, sérstaklega út frá verðmætasköpuninni – um 22 prósent af landsframleiðslunni á móti 8 til 9 prósentum ferðaþjónustunnar.“

Ferðamenn í Reykjavík – MYND: ÓJ

Sigríður Mogensen vill að Íslendingar hlúi betur að þeim atvinnugreinum sem staðið geta undir lífsgæðum á Íslandi til framtíðar. „Ég held að svarið sé ekki að fá stöðugt fleiri ferðamenn til landsins.“ Sigríður segir of mikið einblínt á störfin. Það verði að hugsa meira um framleiðni og framlegð. „Því miður er framleiðni ekki mikil í ferðaþjónustu.“ Það verði að búa til meira af vörum og þjónustu á Íslandi til að selja úr landi, lífskjörin ráðist af því hversu mikið við getum flutt út í skiptum fyrir gjaldeyri. Ekki dugi að horfa einungis til veltunnar, eins og margir geri þegar rætt er um ferðaþjónustuna. Sigríður viðurkennir hinsvegar mikilvægi ferðaþjónustunnar sem atvinnugreinar, ekki síst á landsbyggðinni.

Eflingar-fólk gengur inn á hótel í Reykjavík – MYND: ÓJ

Þetta viðtal við sviðsstjóra hjá Samtökum iðnaðarins fer augljóslega ekki vel í marga sem starfa í ferðaþjónustunni – ekki frekar en orð Gylfa Zoëga um láglaunagreinina. Þetta birtist á sama tíma og þjarmað er að ferðaþjónustu vegna verkfalla. Hótelin í Reykjavík eru að lokast og brátt stöðvast fólksflutningar líka, ef ekki næst lausn í vinnudeilu atvinnurekenda og Eflingar.

MYND: Skjáskot af Facebook-síðu Baklands ferðaþjónustunnar.

Pétur Óskarsson hjá Katla Travel hefur umræðu á Baklandi ferðaþjónustunnar og segir orðræðuna hluta af baráttunni um Ísland: Ferðaþjónustan standi vörð um náttúruna en orkuiðnaðurinn og stórnotendur eins og álverin eigi mikið undir því að dregið verði úr áhrifum ferðaþjónustunnar.

Meðal þeirra sem leggja orð í belg á spjallþræði er Þórir Harðarsson, stjórnarformaður Allrahanda, sem segir að Samtök ferðaþjónustunnar mættu alveg standa sig betur í að fjalla um hversu miklar tekjur ríkissjóður fái af erlendum ferðamönnum, sérstaklega af virðisaukaskatti. „Velta af kaupum og neyslu erlendra ferðamanna skilar langt yfir hundrað milljörðum í ríkissjóð í gegnum innheimtuferla sem ná út fyrir einkennandi greinar ferðaþjónustunnar“ segir Þórir og bætir við:

„Aðferðafræðin ríkisisstarfsmanna að mæla virðisaukaskattstekjur ríkissjóðs út frá því hvaða atvinnugrein skilar þeim í ríkissjóð gefur ekki rétta mynd af uppruna teknanna. Virðisaukaskattur er neytendaskattur, fjölgun erlendra ferðamanna og kraftmikil eyðsla þeirra auka virðisaukaskatttekjur ríkissjóðs verulega.“

Nýtt efni

Aspasinn fyrirfinnst í þremur litbrigðum – hvítur, grænn og fjólublár. Hér er í raun um að ræða sömu plöntuna en afbrigðin hafa ólíka eiginleika og ræðst liturinn af því ásamt hlutfalli sólarljóss við ræktunina. Þetta næringarríka grænmeti er ein þeirra matjurta sem maðurinn hóf fyrst að rækta en elstu heimildir um aspasræktun eru um 2.000 …

Það voru vísbendingar um offramboð á flugi héðan til London og Frankfurt síðastliðinn vetur að mati stjórnenda Icelandair. Nú er hins vegar útlit fyrir nokkru færri brottfarir til beggja þessara borga á komandi vetri. Þannig hefur Wizz Air ekki lengur á boðstólum flug til Íslands frá London og þar með dregst framboð á flugi hingað …

Ferðaskrifstofur sem selja Íslandsferðir horfa nú í auknum mæli á eftir viðskipavinunum til Noregs þar sem verðlagið er skárra. Norskir ferðafrömuðir eru líka brattir í viðtölum þessa dagana og almennt sammála um að nýliðinn vetur hafi gengið vel og sumarið verði „dúndurgott" eins og það síðasta. Og opinberar tölur sýna að veturinn gekk vel í …

Þrotabú Wow Air hefur höfðað 11 riftunarmál vegna greiðslna til kröfuhafa flugfélagsins fyrir gjaldþrot þess í mars 2019. Fyrrum forstjóra flugfélagsins og eigenda, Skúla Mogensen, er stefnt til greiðslu skaðabóta í öllum þessum málum. Auk þess er farið fram á skaðabætur frá fyrrum stjórn fyrirtækisins í níu málum. Í stjórninni sátu Liv Bergþórsdóttir, sem var …

Þingmennirnir Jóhann Páll Jóhannsson (S) og Óli Björn Kárason (D) eru ekki bjartsýnir á að Alþingi nái að afgreiða þingsályktuntillögu Lilju Alfreðsdóttur (B), ráðherra ferðamála, um nýja ferðamálastefnu til ársins 2030. Þetta kom fram í máli þingmannanna í pallborðsumræðum á fundi Samtaka ferðaþjónustunnar í fyrradag. Ráðherrann tók líka þátt í pallborðinu og átti þar lokaorðin. …

Verðlag í evrópskum matvöruverslunum var almennt hærra í nýliðnum apríl en það var á sama tíma í fyrra. Íbúar í Tékklandi, Litháen, Ungverjalandi, Slóveníu og Finnlandi borga þó minna í dag fyrir mat og drykk en þeir gerðu á fyrra samkvæmt nýrri verðmælingu á vegum Hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat. Í Tyrklandi hækkar verðlag hratt og fór …

Samkeppnisstofnun Evrópusambandsins hefur sektað bandaríska sælgætisrisann Mondelez um 337,5 milljónir evra eða 47 milljarða íslenskra króna fyrir óeðlilega viðskiptahætti. Er Mondelez fellt fyrir að hafa skipt evrópska markaðnum upp og takmarkað flutning á vörum sínum milli landa á árunum 2015 til 2019. Tilgangurinn var að halda vöruverði uppi að því segir í tilkynningu frá Framkvæmdastjórn …

Spænska lágfargjaldaflugfélagið Vueling heldur áfram að fækka ferðum til Íslands en þotur þess flugu hingað þrisvar í viku frá Barcelona síðastliðið sumar og svo eina til tvær ferðir í viku yfir nýliðinn vetur. Sumaráætlun Vueling í ár gerir aðeins ráð fyrir brottförum frá Keflavíkurflugvelli á sunnudagskvöldum frá 23. júní til 8. september. Eftir þann tíma …