Samfélagsmiðlar

„Leggja mætti meiri metnað í framleiðslu minjagripa“

Það eru ekki aðeins fagurfræði og verðlag sem ráða vinsældum varnings í lundabúðum heldur líka praktísk atriði eins og stærð gripa. En það mætti að ósekju leggja meiri metnað í minjagripina. Túristi leitar viðbragða tveggja listamanna við umfjöllun um minjagripi og lundabúðir.

Minjagripir

„Íslenskir" kappar

„Minjagripagerð er svo sannarlega veigamikill þáttur í íslenskum ferðaiðnaði og sem betur fer er þar ekki allt ódýr fjöldaframleiðsla frá Kína, heldur hefur íslenskt handverk eflst og dafnað á síðustu árum, m.a. vegna aukins fjölda ferðamanna. Þátttaka í árvissum handverkssýningum er mikil og handverkssmarkaðir hafa sprottið upp um allt land,” segir Harpa Björnsdóttir, myndlistarmaður, sem meðfram listsköpun sinnir leiðsögn ferðafólks um Ísland og er ritari félags leiðsögumanna, Leiðsagnar. 

Harpa Björnsdóttir (lengst til vinstri) með ferðahópi á siglingu

Harpa var beðin að bregðast við umfjöllun Túrista um minjagripi og lundabúðir, sem eru mjög áberandi í miðborg Reykjavíkur. Þá er minjagripi að finna í öðrum verslunum, m.a. á bensínstöðvum við þjóðveginn. Eins og fram kom í Túrista var erlend kortavelta í gjafa- og minjagripaverslunum á síðasta ári 5,4 milljarðar króna. Þetta gefur vísbendingar um mikilvægi minjagripa sem söluvarnings á Íslandi.

En hvers vegna dafna lundabúðirnar svona vel?

Fley og fagrar árar – MYND: ÓJ

„Örugglega vegur þungt að þetta eru oft ódýrir minjagripir og ef fólk er að spara við sig þá kaupir það frekar einn lummó lunda en útskorinn fugl eftir flínkt handverksfólk. Stærð minjagripa skiptir líka máli, lítill lundi tekur ekki mikið pláss í ferðatöskunni. Það eru ekki bara fagurfræði og verðlag sem hefur áhrif á gengi markaðsvörunnar heldur líka einföld praktísk atriði,” segir Harpa Björnsdóttir.

Fornaldarkappar – MYND: ÓJ

Það blasir við öllum sem skoða úrvalið í lundabúðunum að stór hluti varningsins er framleiddur í öðrum löndum – er frekar vitnisburður um verkmenningu í Kína en á Íslandi. Auðvitað eiga ferðamenn líka kost á að eignast listmuni eða haganlega gerði gripi sem unnir eru á Íslandi eða steyptir eftir íslenskri hönnun. Mjög oft er hinsvegar um að ræða dót sem á engar rætur í íslenskum menningarheimi en virðist samt duga mörgum ferðamanninum til minningar um Íslandsferð.

Rósa Sigrún Jónsdóttir, listakona og leiðsögumaður, brást líka við grein Túrista:  

„Ég tek heilshugar undir þá skoðun að leggja mætti meiri metnað í framleiðslu minjagripa. Einkum finnst mér að huga þurfi vel að því hvað er til sölu á opinberum stöðum eins og þjóðgörðum. Leiðsögumenn ættu að ræða þessi mál við þátttakendur í ferðum á grundvelli ábyrgrar neysluhegðunar á tímum ofgnóttar og sóunar.”

Rósa Sigrún og Páll Ásgeir
Rósa Sigrún á fjöllum með manni sínum Páli Ásgeiri

Túristi hefur fengið töluverð viðbrögð við greininni um minjagripaverslunina, sem veltir háum fjárhæðum árlega. Meiri umfjöllun kemur vonandi síðar. En ætli erlendir ferðamenn velti því mikið fyrir sér hvaða minjagripi eigi að kaupa á Íslandi – og leita þeir ráða?

„Já, margir gera það, og spyrja um bækur og myndlistarsýningar. Ég hef reynt að vísa á íslenska hönnun, sem finna má innan um og saman við lundabúðirnar, sem betur fer. Ég held að það sé hægt að koma þessu inn hjá fólki í gegnum samræður,” segir Rósa Sigrún.

Sauðfé í túristahaga – MYND: ÓJ

Þegar fjallað er um minjagripi í tenglum við sjálfbærni er mælt með því að ferðamaðurinn kanni fyrirfram hvað einkenni staðinn sem hann ætlar að heimsækja. Fólk eigi að taka sér tíma í að velja minjagripi, hugsa um það fyrirfram hvað vert sé að kaupa. Auðga kaupin eigið líf og styðja við menningu í landinu sem heimsótt er? 

Nýtt efni

Samkeppnisstofnun Evrópusambandsins hefur sektað bandaríska sælgætisrisann Mondelez um 337,5 milljónir evra eða 47 milljarða íslenskra króna fyrir óeðlilega viðskiptahætti. Er Mondelez fellt fyrir að hafa skipt evrópska markaðnum upp og takmarkað flutning á vörum sínum milli landa á árunum 2015 til 2019. Tilgangurinn var að halda vöruverði uppi að því segir í tilkynningu frá Framkvæmdastjórn …

Spænska lágfargjaldaflugfélagið Vueling heldur áfram að fækka ferðum til Íslands en þotur þess flugu hingað þrisvar í viku frá Barcelona síðastliðið sumar og svo eina til tvær ferðir í viku yfir nýliðinn vetur. Sumaráætlun Vueling í ár gerir aðeins ráð fyrir brottförum frá Keflavíkurflugvelli á sunnudagskvöldum frá 23. júní til 8. september. Eftir þann tíma …

Rauðu og hvítu sporvagnarnir hafa verið meðal táknmynda Istanbúl, þjónað íbúum og ferðamönnum í meira en öld. Nú líður að því að þeim verði skipt út fyrir vagna sem búnir verða rafhlöðum. Vagnarnir hafa gengið eftir spori á Istiklal-breiðgötunni Evrópumegin í Istanbúl. Þeir voru fyrst teknir í notkun árið 1914, á dögum Ottómanveldisins. Ýmsar lagfæringar …

Skattaívilnanir til kaupa á nýjum rafbílum féllu niður um áramótin en frádrátturinn gat numið allt að 1,3 milljónum króna. Nú fæst 900 þúsund króna styrkur frá Orkusjóði í staðinn en sala á rafbílum hefur þó dregist umtalsvert saman það sem af er ári. Á þessum tíma í fyrra höfðu 3.211 nýir rafbílar verið skráðir nýir …

Seljendur hlutabréfa í almennu hlutafjárútboði Íslandshótela, stærsta hótelfyrirtæki landsins, hafa ákveðið að falla frá útboði og þar með skráningu félagsins á Aðalmarkað Nasdaq Iceland. Almennu hlutafjárútboði Íslandshótela lauk seinnipartinn í gær en í ljósi þessarar ákvörðunar munu allar áskriftir falla sjálfkrafa niður. Þetta kemur fram í tilkynningu. Vel á þriðja þúsund aðilar tóku þátt í …

MYND: ÓJ

Nýbirt Þróunarvísitala ferðageirans (Travel & Tourism Development Index) fyrir árið 2024, sem Alþjóðaefnahagsráðið ( World Economic Forum) tekur saman annað hvert ár, sýnir að Ísland fellur niður listann um 10 sæti frá 2019 - í 32. sæti, Danmörk, Finnland og Svíþjóð eru töluvert ofar en Noregur er hins vegar ekki meðal þeirra 119 landa sem …

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar áformaði að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustu úr 11 prósentum í 24 prósent um mitt árið 2018. Stjórnin sprakk hins vegar áður en málið fór í gegnum Alþingi. Samtök ferðaþjónustunnar börðust gegn þessari hækkun á sínum tíma og í morgun efndu samtökin til fundar í ljósi þess að „undanfarin misseri …

Ferðafólk fylgist með hval dregnum á land í Hvalfirði

Samkvæmt könnun sem Maskína gerði fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands dagana 30. apríl til 7. maí 2024 eru 49 prósent aðspurðra því andvíg að leyfi Hvals hf. til veiða á langreyðum verði endurnýjað. Hins vegar eru 35 prósent aðspurðra því hlynnt. Beðið er ákvörðunar nýs matvælaráðherra. Meginniðurstöður könnunar Maskínu fyrir Náttútuverndarsamtök Íslands - MYND: Maskína Niðurstöður Matvælastofnunar í …