Samfélagsmiðlar

„Leggja mætti meiri metnað í framleiðslu minjagripa“

Það eru ekki aðeins fagurfræði og verðlag sem ráða vinsældum varnings í lundabúðum heldur líka praktísk atriði eins og stærð gripa. En það mætti að ósekju leggja meiri metnað í minjagripina. Túristi leitar viðbragða tveggja listamanna við umfjöllun um minjagripi og lundabúðir.

Minjagripir

„Íslenskir" kappar

„Minjagripagerð er svo sannarlega veigamikill þáttur í íslenskum ferðaiðnaði og sem betur fer er þar ekki allt ódýr fjöldaframleiðsla frá Kína, heldur hefur íslenskt handverk eflst og dafnað á síðustu árum, m.a. vegna aukins fjölda ferðamanna. Þátttaka í árvissum handverkssýningum er mikil og handverkssmarkaðir hafa sprottið upp um allt land,” segir Harpa Björnsdóttir, myndlistarmaður, sem meðfram listsköpun sinnir leiðsögn ferðafólks um Ísland og er ritari félags leiðsögumanna, Leiðsagnar. 

Harpa Björnsdóttir (lengst til vinstri) með ferðahópi á siglingu

Harpa var beðin að bregðast við umfjöllun Túrista um minjagripi og lundabúðir, sem eru mjög áberandi í miðborg Reykjavíkur. Þá er minjagripi að finna í öðrum verslunum, m.a. á bensínstöðvum við þjóðveginn. Eins og fram kom í Túrista var erlend kortavelta í gjafa- og minjagripaverslunum á síðasta ári 5,4 milljarðar króna. Þetta gefur vísbendingar um mikilvægi minjagripa sem söluvarnings á Íslandi.

En hvers vegna dafna lundabúðirnar svona vel?

Fley og fagrar árar – MYND: ÓJ

„Örugglega vegur þungt að þetta eru oft ódýrir minjagripir og ef fólk er að spara við sig þá kaupir það frekar einn lummó lunda en útskorinn fugl eftir flínkt handverksfólk. Stærð minjagripa skiptir líka máli, lítill lundi tekur ekki mikið pláss í ferðatöskunni. Það eru ekki bara fagurfræði og verðlag sem hefur áhrif á gengi markaðsvörunnar heldur líka einföld praktísk atriði,” segir Harpa Björnsdóttir.

Fornaldarkappar – MYND: ÓJ

Það blasir við öllum sem skoða úrvalið í lundabúðunum að stór hluti varningsins er framleiddur í öðrum löndum – er frekar vitnisburður um verkmenningu í Kína en á Íslandi. Auðvitað eiga ferðamenn líka kost á að eignast listmuni eða haganlega gerði gripi sem unnir eru á Íslandi eða steyptir eftir íslenskri hönnun. Mjög oft er hinsvegar um að ræða dót sem á engar rætur í íslenskum menningarheimi en virðist samt duga mörgum ferðamanninum til minningar um Íslandsferð.

Rósa Sigrún Jónsdóttir, listakona og leiðsögumaður, brást líka við grein Túrista:  

„Ég tek heilshugar undir þá skoðun að leggja mætti meiri metnað í framleiðslu minjagripa. Einkum finnst mér að huga þurfi vel að því hvað er til sölu á opinberum stöðum eins og þjóðgörðum. Leiðsögumenn ættu að ræða þessi mál við þátttakendur í ferðum á grundvelli ábyrgrar neysluhegðunar á tímum ofgnóttar og sóunar.”

Rósa Sigrún og Páll Ásgeir
Rósa Sigrún á fjöllum með manni sínum Páli Ásgeiri

Túristi hefur fengið töluverð viðbrögð við greininni um minjagripaverslunina, sem veltir háum fjárhæðum árlega. Meiri umfjöllun kemur vonandi síðar. En ætli erlendir ferðamenn velti því mikið fyrir sér hvaða minjagripi eigi að kaupa á Íslandi – og leita þeir ráða?

„Já, margir gera það, og spyrja um bækur og myndlistarsýningar. Ég hef reynt að vísa á íslenska hönnun, sem finna má innan um og saman við lundabúðirnar, sem betur fer. Ég held að það sé hægt að koma þessu inn hjá fólki í gegnum samræður,” segir Rósa Sigrún.

Sauðfé í túristahaga – MYND: ÓJ

Þegar fjallað er um minjagripi í tenglum við sjálfbærni er mælt með því að ferðamaðurinn kanni fyrirfram hvað einkenni staðinn sem hann ætlar að heimsækja. Fólk eigi að taka sér tíma í að velja minjagripi, hugsa um það fyrirfram hvað vert sé að kaupa. Auðga kaupin eigið líf og styðja við menningu í landinu sem heimsótt er? 

Nýtt efni

Útgerðir skemmtiferðaskipa virðast bjartsýnar um að fólk sæki mjög í siglingar á árinu. Ferðaþorstanum eftir innilokun Covid 19-áranna hafi ekki enn verið svalað. Þá kjósi margir, sem á annað borð hafa efni á því, verja fleiri ferðadögum á friðsælu floti um heimsins höf fremur en að olnboga sig í gegnum manngrúa borga og vinsælla ferðamannastaða. …

Það voru keyptar 390 þúsund gistinætur á íslenskum gististöðum í janúar eða 13 prósentum færri en í janúar í fyrra. Næturnar núna voru álíka margar og í janúar 2019 en það var í mars það ár sem rekstur Wow Air stöðvaðist. Gisitnóttum útlendinga á skráðum gististöðum, stór hluti heimagistingarinnar fellur þar ekki undir, fækkaði um …

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Vinna við aðgerðaáætlun í tengslum við ferðamálastefnu Íslands til ársins 2030 er langt komin. Birt hafa verið í Samráðsgátt drög að tillögu til þingsályktunar og óskað umsagna. Það kemur síðan í hlut Alþingis að vinna úr tillögum sem orðið hafa til í víðtæku samráði hagaðila í ferðaþjónustu - og ákveða síðan hvert skal stefna. Þær …

Þjóðarflugfélög Frakka og Hollendinga mynda samsteypuna Air France-KLM Group og hagnaðist fyrirtækið um 934 milljónir evra á nýliðnu ári. Sú upphæð jafngildir 140 milljörðum króna. Aldrei áður hefur þessi fransk-hollenska samsteypa skilað svona miklum hagnaði að því fram kemur í tilkynningu nú í morgun í tilefni af birtingu uppgjörsins. Þar kemur fram að stríðið á …

Karólínska háskólasjúkrahúsið í Stokkhólmi er það sjöunda besta í heimi samkvæmt árlegum lista bandaríska tímaritsins Newsweek. Þetta er fimmta árið í röð sem Karólínska er á lista yfir þau 10 bestu en Björn Zoëga hefur verið forstjóri sjúkrahússins öll þau ár. Björn sagði stöðunni upp nú í ársbyrjun og lætur af störfum í næstu viku. …

Þetta eru ískyggilegar fréttir fyrir Íslendinga og aðrar þjóðir landanna sem liggja að Norður-Atlantshafi. Það er hluti af kjarngóðu og upplýstu uppeldi allra landsmanna að heyra um mikilvægi Golfstraumsins - helst snemma í frumbernsku, og landsmenn eru minntir á mikilvægi hans reglulega út æviskeiðið. Golfstraumurinn liggur frá Karíbahafinu og hingað norður eftir og gerir það …

Lestarferð á fjölförnustu viðskiptaferðaleiðum Bretlands losar innan við helming af því CO2 sem jafn löng ferð með rafbíl gerir, samkvæmt útreikningum sem The Rail Delivery Group, hagsmunasamtök lestarfélaga þar í landi, hafa reiknað út og sagt er frá í The Guardian. Þar sem um er að ræða vistvænstu lestirnar, sem einungis ganga fyrir rafmagni, þá …

Toyota í Japan tilkynnti í morgun að framleiðsla fyrirtækisins hefði aukist um sjö prósent í janúar og að þetta væri þrettándi mánuðurinn í röð sem fleiri bílar væru framleiddir en í sama mánuði árið á undan. Meginskýringin er sögð mikil eftirspurn í Bandaríkjunum. Í janúar runnu rúmlega 740 þúsund fleiri Toyotur af færiböndum verksmiðjanna en …