Samfélagsmiðlar

Markaðsvirði Play aftur undir 10 milljarða

Verðmæti Play hækkaði umtalsvert í kjölfar hlutafjáraukningar undir lok síðasta árs. Sú hækkun er að mestu gengin til baka. Meðal fimm stærstu hluthafa eru tvö sjóðastýringafyrirtæki sem hafa aukið hlut sinn.

Frá jómfrúarferð Play til Amsterdam en félagið fékk aðeins lendingarleyfi þar í borg tímabundið.

Gengi hlutabréfa Play hélt áfram að lækka í gær og hefur það farið niður um 19 prósent frá því að uppgjör félagsins fyrir 2022 var kynnt fyrir viku síðan. Þar var niðurstaðan tap upp á 7,5 milljarða króna. Eftir lækkun gærdagsins kostar hver hlutur í Play 11,3 krónur og hefur gengið ekki verið þetta lágt frá því að hlutabréfin voru skráð á First North markaðinn í sumarbyrjun 2021.

Sú skráning kom í kjölfar útboðs þar hver hlutur var seldur á allt að 20 krónur en fjárfestar voru þá reiðubúnir til að kaupa áttfalt fleiri hluti en í boði voru. Í kjölfarið hækkuðu bréfin umtalsvert og fór gengið hæst upp í 28,3 í október 2021. Lækkunin frá þeim hápunkti til dagsins í dag nemur sextíu af hundraði.

Þrátt fyrir að hver hlutur í Play kosti minna í dag en áður þá hefur markaðsvirði flugfélagsins farið neðar. Í dag er virði félagsins 9,7 milljarðar króna en í nóvember sl. fór það niður í 9,1 milljarð kr. Skýringin á þessu er sú að í byrjun desember var hlutaféð aukið þegar 20 stærstu hluthafarnir lögðu 2,3 milljarða króna til rekstursins. Markaðsvirðið félagsins hækkaði því upp í rúmlega 11 milljarða þegar nýju bréfin voru skráð í Kauphöllina. Núna er sú hækkun á markaðsvirði gengin tilbaka að mestu.

Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar og Birgir Jónsson, forstjóri Play þann 9. júlí 2021 þegar flugfélagið var skráð á hlutabréfamarkað.

Keyptu umfram eignarhlut

Stærsti hluthafinn í Play er Leika fjárfestingar með 10,87 prósent hlut en fyrir þessu félagi fara þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir, Guðmundur Þórðarson og Einar Örn Ólafsson sem jafnframt er stjórnarformaður flugfélagsins.

Þar á eftir koma lífeyrissjóðurinn Birta og Íslandssjóðir með 9,43 prósent hvor um sig samkvæmt síðasta opinbera hluthafalista Play. Þátttaka beggja þessara sjóða í hlutafjáraukningunni í árslok í fyrra var meiri en sem nam þáverandi hlut en eign Íslandssjóða skiptist niður á fjóra ólíka sjóði.

„Fjárfesting okkar í Play er hugsuð til lengri tíma. Trú okkar á viðskiptalíkani félagsins hefur vaxið frekar en hitt og horfum við mjög björtum augum til framtíðar Play. Af þeim sökum tókum við þátt umfram okkar eignaraðild í nýlegu hlutafjárútboði félagsins,“ útskýrði Kjartan Smári Höskuldsson, framkvæmdastjóri Íslandssjóða, í ársbyrjun.

Birta keypti fyrir 300 milljónir

Af þeim 2,3 milljörðum sem Play fékk frá stærstu hluthöfunum í fyrra þá komu 300 milljónir frá lífeyrissjóðnum Birtu. Þá sagði Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Birtu, í svari til Túrista að það hefði komið þægilega á óvart hversu hratt stjórnendum hefur tekist að skipuleggja félagið og byggja það upp. Ólafur benti jafnframt á að þörfin fyrir aukið hlutafé skrifaðist helst á miklar hækkanir á olíuverði en til þess hefur Birgir Jónsson, forstjóri Play, einnig vísað til. Nú síðast í viðtali við Túrista í síðustu viku.

„Við höfum verið í rekstri í 1,5 ár og þegar við vorum að leggja í hann á sínum tíma þá erum við með sviðsmynd – en á þeim tíma reiknuðum við ekki með að það væri eitt ár eftir af Covid. Við gerðum ráð fyrir háu olíuverði, 660 dollurum á tonnið, sem var fáranlega há tala miðað við árin á undan. Svo enduðum við á að borga 1400 til 1500 dollara allt fyrsta árið. Af þessum ástæðum hefur þetta því verið miklu þyngra flugtak,“ sagði Birgir.

Stefnir með tvöfalt stærri hlut

Tveir sjóðir á vegum Stefnis eru á lista yfir 20 stærstu hluthafa Play og fara þeir samtals með 8,75 prósent hlut sem er um tvöfalt meiri eignarhlutur en sl. haust. Fimmti stærsti hluthafinn í Play er fjárfestingafélagið Stoðir með 6,27 prósent. Það félag byggir á grunni FL-Group sem var áður móðurfélag Icelandair og eignaðist jafnframt stóra hluti í flugfélögum eins Easyjet, American Airlines og Finnair. Forstjóri Stoða er Jón Sigurðsson en hann leiddi líka FL-Group á þeim árum sem fjárfest var í erlendum flugrekstri, fyrst sem aðstoðarforstjóri og síðar forstjóri.

Nýtt efni

Samkeppnisstofnun Evrópusambandsins hefur sektað bandaríska sælgætisrisann Mondelez um 337,5 milljónir evra eða 47 milljarða íslenskra króna fyrir óeðlilega viðskiptahætti. Er Mondelez fellt fyrir að hafa skipt evrópska markaðnum upp og takmarkað flutning á vörum sínum milli landa á árunum 2015 til 2019. Tilgangurinn var að halda vöruverði uppi að því segir í tilkynningu frá Framkvæmdastjórn …

Spænska lágfargjaldaflugfélagið Vueling heldur áfram að fækka ferðum til Íslands en þotur þess flugu hingað þrisvar í viku frá Barcelona síðastliðið sumar og svo eina til tvær ferðir í viku yfir nýliðinn vetur. Sumaráætlun Vueling í ár gerir aðeins ráð fyrir brottförum frá Keflavíkurflugvelli á sunnudagskvöldum frá 23. júní til 8. september. Eftir þann tíma …

Rauðu og hvítu sporvagnarnir hafa verið meðal táknmynda Istanbúl, þjónað íbúum og ferðamönnum í meira en öld. Nú líður að því að þeim verði skipt út fyrir vagna sem búnir verða rafhlöðum. Vagnarnir hafa gengið eftir spori á Istiklal-breiðgötunni Evrópumegin í Istanbúl. Þeir voru fyrst teknir í notkun árið 1914, á dögum Ottómanveldisins. Ýmsar lagfæringar …

Skattaívilnanir til kaupa á nýjum rafbílum féllu niður um áramótin en frádrátturinn gat numið allt að 1,3 milljónum króna. Nú fæst 900 þúsund króna styrkur frá Orkusjóði í staðinn en sala á rafbílum hefur þó dregist umtalsvert saman það sem af er ári. Á þessum tíma í fyrra höfðu 3.211 nýir rafbílar verið skráðir nýir …

Seljendur hlutabréfa í almennu hlutafjárútboði Íslandshótela, stærsta hótelfyrirtæki landsins, hafa ákveðið að falla frá útboði og þar með skráningu félagsins á Aðalmarkað Nasdaq Iceland. Almennu hlutafjárútboði Íslandshótela lauk seinnipartinn í gær en í ljósi þessarar ákvörðunar munu allar áskriftir falla sjálfkrafa niður. Þetta kemur fram í tilkynningu. Vel á þriðja þúsund aðilar tóku þátt í …

MYND: ÓJ

Nýbirt Þróunarvísitala ferðageirans (Travel & Tourism Development Index) fyrir árið 2024, sem Alþjóðaefnahagsráðið ( World Economic Forum) tekur saman annað hvert ár, sýnir að Ísland fellur niður listann um 10 sæti frá 2019 - í 32. sæti, Danmörk, Finnland og Svíþjóð eru töluvert ofar en Noregur er hins vegar ekki meðal þeirra 119 landa sem …

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar áformaði að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustu úr 11 prósentum í 24 prósent um mitt árið 2018. Stjórnin sprakk hins vegar áður en málið fór í gegnum Alþingi. Samtök ferðaþjónustunnar börðust gegn þessari hækkun á sínum tíma og í morgun efndu samtökin til fundar í ljósi þess að „undanfarin misseri …

Ferðafólk fylgist með hval dregnum á land í Hvalfirði

Samkvæmt könnun sem Maskína gerði fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands dagana 30. apríl til 7. maí 2024 eru 49 prósent aðspurðra því andvíg að leyfi Hvals hf. til veiða á langreyðum verði endurnýjað. Hins vegar eru 35 prósent aðspurðra því hlynnt. Beðið er ákvörðunar nýs matvælaráðherra. Meginniðurstöður könnunar Maskínu fyrir Náttútuverndarsamtök Íslands - MYND: Maskína Niðurstöður Matvælastofnunar í …