Samfélagsmiðlar

Óvissa um áhrif verkfalla

„Við erum nokkuð ánægð með stöðuna eins og hún er núna,” segir Hilmar Þór Harðarson, aðstoðar hótelstjóri á Stracta-hótelinu á Hellu. Hann veit hinsvegar ekki frekar en aðrir hvort eða hvenær verkfall eða vinnustöðvun fer að hafa áhrif á ferðaþjónustuna utan höfuðborgarinnar.

Stracta

Stracta-hótelið á Hellu

Þegar komið var austur yfir Þjórsá í morgun hafði létt til. Brátt færi sólin að skína. Margt ferðafólk var á ferli á hefðbundnum áningarstöðum við þjóðveginn. Sunnlenski segullinn virkar vel alla daga ársins. Í góubyrjun færist aukið líf í ferðaþjónustuna – hægt og bítandi.

Ferðamannalandið Suðurland í góubyrjun – MYND: ÓJ

Á Stracta-hótelinu á Hellu voru gestir að tékka sig út eða halda í skoðunarferðir. Aðstoðar hótelstjóri á Stracta er Hilmar Þór Harðarson, gamalreyndur veitingamaður, sem leggur mikið upp úr matargerð og veitingaþjónustu við gesti á hótelinu. Stracta er í eigu Hreiðars Hermannssonar, hótelstjóra, og fjölskyldu. Þau eru að opna nýtt hótel við Orustustaði austan Kirkjubæjarklausturs.

Á jarðhæð aðalbyggingar Stracta á Hellu er bistró en í sal á hæðinni fyrir ofan er salur þar sem slegið er upp hlaðborði þegar svo ber við. Þarna er aðstaða fyrir árshátíðir, fundi og ráðstefnur. Stracta er hótel við þjóðveginn, hvíldarstaður fyrir fólk á ferð um landið. Alls eru 163 herbergi, svítur og smáíbúðir, í aðalbyggingu, aðliggjandi álmum og sérhúsum. Um 50 manns starfa á hótelinu þegar taldir eru með þeir sem eru þar í aukavinnu. 

Hilmar Þór sækir kaffi – MYND: ÓJ

„Við erum nokkuð ánægð með stöðuna eins og hún er núna,” segir Hilmar Þór og við súpum á kaffinu. Hann segir mér að herbergjanýtingin sé um 55 prósent í febrúarmánuði öllum – sem hlýtur að teljast nokkuð gott á þetta stóru hóteli á landsbyggðinni.

„En gestum fjölgar stöðugt. Nú um helgina var nánast fullt. Það vantar hinsvegar enn Asíufólkið. Flestir gestanna eru Bandaríkjamenn. Áður fyrr komu flestir gestanna með rútum en nú er þetta miklu blandaðri hópur. Að stórum hluta koma gestir núna á bílaleigubílum, ferðast á eigin vegum og er ekkert endilega búið að plana alla ferðina.”

Rólegasti tíminn – MYND: ÓJ

Verkföll leika hótelrekstur í höfuðborginni illa og það stefnir í óefni. Finnið þið fyrir einhverjum áhrifum af verkföllunum?

„Nei, ekki ennþá. Maður áttar sig ekki á hvert stefnir. Hver áhrifin verða á flugið – og hvort það vanti gistingu.”

Jarðsaga Suðurlands uppi á vegg – MYND: ÓJ

Er ekki hugsanlegt að fólk sem er komið til landsins fari úr fyrir Reykjavík í leit að gistingu?

„Hugsanlega. Við finnum ekki enn fyrir því. Bókunarstaðan núna er mjög góð. Það munar tugum prósenta á bókunum núna og fyrir ári þegar heimsfaraldrinum var að ljúka. Horfurnar eru góðar í mars en síðan dettur traffíikin niður í april. Sumarið er svo uppselt.”

Já, Suðurland er uppselt í sumar – eða því sem næst. Það eru hinsvegar næstu vikur sem eru sveipaðar óvissu vegna vinnudeilna, verkfalla í Reykjavík og yfirvofandi verkbanns, sem áhrif geta haft á ferðavilja – og yfirleitt möguleikana á að ferðast. 

Nýtt efni

Samkvæmt nýútkominni ársskýrslu Ferðamálaráðs Grænlands - Visit Greenland fjölgaði flugfarþegum sem komu til Grænlands um 9 prósent á síðasta ári. Met fyrra árs var þar með slegið. Alls voru 64.910 taldir við brottför frá landinu, tæplega 40 þúsund Grænlendingar og nærri 37 þúsund Danir. Af einstökum öðrum þjóðahópum voru Þjóðverjar fjölmennastir, nærri 3.600, Bandaríkjamenn rúmlega …

Ef ekki nást samningar milli Norwegian og norska flugmanna félagsins fyrir lok vinnuvikunnar þá munu 17 flugmenn félagsins leggja niður störf strax um helgina. Alf Hansen, formaður félags flugmanna hjá Norwegian, segir að krafa sé gerð um bæði hærri laun og betri vinnutíma. „Við vinnum sex af hverjum níu helgum. Til viðbótar er vinnuálagið mest …

Þetta eru góðar fréttir fyrir starfsmenn Mirafiori-verksmiðja Fiat í Tórínó, eins anga Stellantis-samsteypunnar, en bakslag í augum þeirra sem vilja ekkert hik í orkuskiptum í samgöngum. Eitt sinn var Mirafiori stærsta verksmiðjuhverfi Ítalíu og þar starfar enn elsta bílaverksmiðja Evrópu. En í bílaiðnaði nútímans lifir enginn á fornri frægð. Verði blendingsútgáfa af litla 500e smíðuð …

Evrópuþingið hefur samþykkt tilskipun Framkvæmdastjórnar ESB um kolefnishlutlausan iðnað, Net Zero Industry Act, eða NZIA, sem ætlað er að efla vistvænan iðnað í Evrópu og auka framleiðsluafköst í hreinorkutækni. Samræmdar reglur og fyrirsjáanleiki í viðskiptaumhverfi græns iðnaðar eiga að skila sér í meiri samkeppnishæfni og styrk iðnaðar í álfunni og fjölgun sérhæfðra starfa. Vonast er …

Komið hefur í ljós að gjaldtaka af ferðamönnum sem koma til Feneyja hefur ekki náð þeim tilgangi sínum að hemja troðningstúrisma í borginni fögru við Adríahaf. Dagpassarnir svonefndu hafa þvert á móti valdið ólgu meðal íbúa og ruglað ferðamenn í ríminu. Útgáfa passanna hófst 25. apríl og verður ekki sagt að á þeim mánuði sem …

Bílaframleiðendur í Brasilíu hafa fulla trú á því að auk þess sem notaðir verði málmar á borð við litíum, nikkel og kóbalt til að búa til bílarafhlöður verði líka þörf á gamla, góða sykrinum til að gera samgöngur vistvænni í framtíðinni. Flestir bílar sem framleiddir eru fyrir Brasilíumarkað ganga fyrir blöndu af bensíni og etanóli, …

Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP29) fer fram í Bakú í Aserbaísjan dagana 11. – 22. nóvember og nú á föstudaginn rennur úr frestur til að skila inn umsóknum um þátttöku í viðskiptasendinefnd Íslands. Að hámarki 50 manns fá þar sæti en gert er ráð fyrir að hvert fyrirtæki sendi að hámarki tvo fulltrúa. Í sendinefndinni sem …

Hann er önnum kafinn við að búa til smjördeig fyrir bökurnar þegar símaviðtalið hefst en er með hendurnar frjálsar og spjallar á meðan. Smjördeigið á leið yfir botninn með fyllingunni - MYND: © Arctic Pies „Við vorum þrír Ástralir sem stofnuðum þetta fyrirtæki saman og tengdum í gegnum þessa sömu matarupplifun. Það er pínu flókið …