Samfélagsmiðlar

Reglur hertar í Rauða hverfinu

Um miðjan maí er búist við að strangari reglur um afgreiðslutíma, áfengisneyslu og kannbisreykingar taki gildi í Rauða hverfinu í Amsterdam. Borgaryfirvöld vilja bregðast við gríðarlegri óánægju íbúa vegna ónæðis af ferðamönnum.

Rauða hverfið

De Wallen að nóttu

Amsterdam er meðal vinsælustu ferðamannaborga Evrópu. Það hlutskipti er ekki auðvelt. Íbúar stynja þungan vegna troðningsins sem fylgir ferðamönnunum alla daga og fram á nætur – ekki síst í Rauða hverfinu svokallaða, eða De Wallen, sem þekkt er vegna kynlífsþjónustu og fjörugs næturlífs. Langflestir ferðamanna láta duga að ganga þarna um, stara í gluggana, flissa, og taka myndir þrátt fyrir góðfúslegar beiðnir um að því sé sleppt. En troðningurinn eyðileggur líf fólksins sem enn býr á þessum slóðum.

Íbúar gamla bæjarins eru orðnir langþreyttir og þjakaðir af troðningstúrima og meðfylgjandi áfengis- og eitulyfjaneyslu á götum úti. Ferðamennirnir draga að sér eiturbraskara og götusölunum fylgja glæpir og átök sem ógna öryggi borgaranna. Fíklar hanga á vissum stöðum nótt sem nýtan dag og valda miklu ónæði. Íbúum verður ekki svefnsamt.

Borgaryfirvöld í Amsterdam vilja breyta þessu. Þau vonast til að De Wallen verði í framtíðinni þekktara fyrir menningararf og arkitektúr en sem einhvers konar lastabæli. Nú hafa verið samþykktar tillögur sem ætlað er að bæta ímynd De Wallen og borgarinnar, stemma stigu við ólátum og uppivöðslu gesta, gera borgina að betri og öruggari stað fyrir íbúana. Tillögurnar hafa verið samþykktar og kynntar i samráðsgátt en geta tekið breytingum ef hlustað verður á einhver andmæli rekstraraðila veitinga- og vændishúsa.

Ferðamenn á gangi í De Wallen í Amsterdam – MYND: Unsplash / Gio

Þarna er í raun um að ræða viðleitni til að hamla gegn enn meiri fjölgun ferðafólks – vinna gegn troðningstúrisma.

Borgaryfirvöld segjast þegar hafa gripið til aðgerða gegn þeim selja eiturlyf á götum úti og hafa jafnvel til skoðunar að banna kannabisreykingar utanhúss í tilteknum hverfum borgarinnar. Þau sem leggja leið sína til Amsterdam kannast við þefinn sem liggur gjarnan í loftinu. Hert hefur verið á banni við áfengisdrykkju á götum úti. Borgin áskilur sér rétt til að setja upp umferðartakmarkanir í Rauða hverfinu og loka því fyrir umferð ef ástæða þykir til.

Meðal aðgerðanna sem þegar hafa verið kynntar eru takmarkanir á afgreiðslutíma veitingahúsa og vændisþjónustu í Rauða hverfinu. Nú verður veitingastöðum lokað klukkan tvö að nóttu á föstudögum og laugardögum en ekki klukkan þrjú og fjögur eins og tíðkast hefur. Vændisþjónusta verður að hætta klukkan þrjú á nóttunni en má ekki standa til klukkan sex að morgni eins og verið hefur. Engum nýjum gestum verður hleypt inn í Rauða hverfið eftir klukkan eitt að nóttu. Vonast er til að með því móti dreifist mannskapurinn meira um borgina.

Margir hafa misnotað frjálslynd viðhorf í Amsterdam og leyft sér að kynna borgina sem stað þar sem allt sé leyfilegt. Borgaryfirvöld vilja vinna gegn þessu með strangari umgengnisreglum og vonast þannig til að breyta ímynd þessarar stórmerku menningarborgar – og bæta líf íbúanna.

Ferðaþjónusta er gríðarlega mikilvæg atvinnugrein í Amsterdam. Búist er við að á þessu ári gisti um 18 milljónir gesta í borginni. Ef ekkert sérstakt gerist sem breytir þróun mála þá er vænst að um 23 milljóna manns nátti í borginni árið 2025 og til viðbótar komi 24 milljónir í dagsferðum. Þessi mikli fjöldi hefur valdið borgaryfirvöldum áhyggjum á síðustu árum og eru aðgerðirnar sem miðast að Rauða hverfinu aðeins liður í því að minnka fargið af ferðamönnunum.

Kyrrlátt kvöld í De Wallen – MYND: Unsplash / Jean Carlo Emer
Nýtt efni

Aspasinn fyrirfinnst í þremur litbrigðum – hvítur, grænn og fjólublár. Hér er í raun um að ræða sömu plöntuna en afbrigðin hafa ólíka eiginleika og ræðst liturinn af því ásamt hlutfalli sólarljóss við ræktunina. Þetta næringarríka grænmeti er ein þeirra matjurta sem maðurinn hóf fyrst að rækta en elstu heimildir um aspasræktun eru um 2.000 …

Það voru vísbendingar um offramboð á flugi héðan til London og Frankfurt síðastliðinn vetur að mati stjórnenda Icelandair. Nú er hins vegar útlit fyrir nokkru færri brottfarir til beggja þessara borga á komandi vetri. Þannig hefur Wizz Air ekki lengur á boðstólum flug til Íslands frá London og þar með dregst framboð á flugi hingað …

Ferðaskrifstofur sem selja Íslandsferðir horfa nú í auknum mæli á eftir viðskipavinunum til Noregs þar sem verðlagið er skárra. Norskir ferðafrömuðir eru líka brattir í viðtölum þessa dagana og almennt sammála um að nýliðinn vetur hafi gengið vel og sumarið verði „dúndurgott" eins og það síðasta. Og opinberar tölur sýna að veturinn gekk vel í …

Þrotabú Wow Air hefur höfðað 11 riftunarmál vegna greiðslna til kröfuhafa flugfélagsins fyrir gjaldþrot þess í mars 2019. Fyrrum forstjóra flugfélagsins og eigenda, Skúla Mogensen, er stefnt til greiðslu skaðabóta í öllum þessum málum. Auk þess er farið fram á skaðabætur frá fyrrum stjórn fyrirtækisins í níu málum. Í stjórninni sátu Liv Bergþórsdóttir, sem var …

Þingmennirnir Jóhann Páll Jóhannsson (S) og Óli Björn Kárason (D) eru ekki bjartsýnir á að Alþingi nái að afgreiða þingsályktuntillögu Lilju Alfreðsdóttur (B), ráðherra ferðamála, um nýja ferðamálastefnu til ársins 2030. Þetta kom fram í máli þingmannanna í pallborðsumræðum á fundi Samtaka ferðaþjónustunnar í fyrradag. Ráðherrann tók líka þátt í pallborðinu og átti þar lokaorðin. …

Verðlag í evrópskum matvöruverslunum var almennt hærra í nýliðnum apríl en það var á sama tíma í fyrra. Íbúar í Tékklandi, Litháen, Ungverjalandi, Slóveníu og Finnlandi borga þó minna í dag fyrir mat og drykk en þeir gerðu á fyrra samkvæmt nýrri verðmælingu á vegum Hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat. Í Tyrklandi hækkar verðlag hratt og fór …

Samkeppnisstofnun Evrópusambandsins hefur sektað bandaríska sælgætisrisann Mondelez um 337,5 milljónir evra eða 47 milljarða íslenskra króna fyrir óeðlilega viðskiptahætti. Er Mondelez fellt fyrir að hafa skipt evrópska markaðnum upp og takmarkað flutning á vörum sínum milli landa á árunum 2015 til 2019. Tilgangurinn var að halda vöruverði uppi að því segir í tilkynningu frá Framkvæmdastjórn …

Spænska lágfargjaldaflugfélagið Vueling heldur áfram að fækka ferðum til Íslands en þotur þess flugu hingað þrisvar í viku frá Barcelona síðastliðið sumar og svo eina til tvær ferðir í viku yfir nýliðinn vetur. Sumaráætlun Vueling í ár gerir aðeins ráð fyrir brottförum frá Keflavíkurflugvelli á sunnudagskvöldum frá 23. júní til 8. september. Eftir þann tíma …