Samfélagsmiðlar

Þotueldsneyti álíka dýrt í dag og fyrir innrás Rússa

Icelandair og Play greiddu um 60 milljarða króna fyrir þotubensín í fyrra. Nú hefur verðið lækkað töluvert en félögin hafa þó skuldbundið sig til að kaupa eldsneyti á hærra verði næstu mánuði. Þessi kaupsamningar keppinautanna eru ólíkir.

Kaup á þotueldsneyti var stærsti kostnaðarliðurinn hjá flugfélögunum íslensku í fyrra.

Þegar Rússar réðust inn á Úkraínu rauk verð á olíu upp og eldsneytisreikningar íslensku flugfélaganna urðu mjög háir. Icelandair greiddi í fyrra samtals 51 milljarð króna fyrir eldsneyti á þoturnar sínar sem er 11 milljörðum meira en árið 2019. Það ár flaug félagið engu að síður meira en á síðasta ári og þurfti líka að nota eyðslufrekari flugvélar því nýju Boeing MAX þoturnar voru kyrrsettar.

Hjá Play hljóðaði eldsneytisreikningurinn í fyrra uppá 8,4 milljarða kr. sem er miklu meira en áætlanir félagsins gerðu ráð þegar félagið fór í loftið sumarið 2021.

„Við gerðum ráð fyrir háu olíuverði, 660 dollurum á tonnið, sem var fáranlega há tala miðað við árin á undan. Svo enduðum við á að borga 1400 til 1500 dollara allt fyrsta árið,“ sagði Birgir Jónsson, forstjóri Play, í viðtali við Túrista í síðustu viku en þar ræddi hann meðal annars ástæður þess að stærstu hluthafar Play lögðu aukalega 2,3 milljarða í reksturinn í nóvember sl.

Síðustu mánuði hefur verð á olíu lækkað og í dag kostar tonn af þotueldsneyti 850 bandaríkjadollara sem er sambærilegt við það sem var á boðstólum dagana fyrir innrás Rússa þann 24. febrúar í fyrra. Þetta er þó ekki fyrsta sinn sem verð á olíu er á þessum slóðum því í byrjun desember kostaði eldsneytið álíka mikið og í dag. Síðan hækkaði það aftur og því ekki á vísan að róa með framhaldið.

Að segja til um þróun á olíuverði með einhverri vissu er næstum eins marklaust og að spá fyrir um gengi krónunnar. En ljóst má vera að ef eldsneytisverðið hækkar ekki mikið á næstunni þá ætti það að endurspeglast í betri afkomu hjá Icelandair og Play.

Félögin njóta þó ekki verðlækkana til fulls því bæði hafa gert samninga um kaup á eldsneyti út september næstkomandi á fyrirfram ákveðnum kjörum sem eru verri en býðst á markaðnum í dag.

Þannig hefur Icelandair fest verðið á 37 prósent af eldsneytisnotkuninni á fyrsta ársfjórðungi við 1.026 dollara. Play borgar aftur á móti 980 dollara fyrir 44 prósent af sinni notkun á þessu tímabili. Samningar flugfélaganna fyrir annan og þriðja ársfjórðung gera ráð fyrir lækkun en samt ekki undir núverandi heimsmarkaðsverð eins og sjá má hér fyrir neðan.

Þar sést líka að Play hefur fest verðið á stærri hluta af sinni eldsneytisþörf eða nærri helming á fyrri hluta ársins.

Nýtt efni

Það er bannað að auglýsa vín á Íslandi - nema auðvitað í amerískum samfélagsmiðlum og þeim erlendu vefsíðum sem íslenskir lesendur heimsækja. Áfengisauglýsingar eru hinsvegar mikilvæg tekjulind fjölmiðla í löndum allt í kringum okkur enda býr áfengisiðnaðurinn yfir miklu fjármagni og vill viðhalda áhuga neytenda á öllum aldri á þessum viðurkennda en varasama vímugjafa. FF7 …

Með hjálp málgreiningarforrits og athugun á orðanotkun hefur Lapo Lappin komist að því að tvær af vinsælustu bókum Camillu geta varla verið skrifaðar af höfundinum sjálfum og bendir Lappin á að textinn líkist mjög textum eftir annan rithöfund, Pascal Engman. Sjálf neitar Camilla (og það gerir Pascal einnig) öllum ásökunum og telur þær vera ávöxt öfundar …

Stundum fer rás atburða í hring. Flugvélasmiðja Spirit í Wichita var sett á stofn af Stearman Aircraft árið 1927 en tveimur árum síðar eignaðist United Aircraft and Transport Corporation fyrirtækið og rak til ársins 1934. Þá tók Boeing við rekstrinum og í heimsstyrjöldinni síðari, árið 1941, varð Spirit deild innan Boeing. Þannig hélst fyrirkomulagið til …

„Ég er búinn að vera í björgunarsveit í að verða 15 ár og í öllum útköllum tók ég Beef Jerky, þurrkað nautakjöt frá Bandaríkjunum, með mér sem nesti í neyð. Ég gekk til dæmis einu sinni þvert yfir landið, frá Reykjanestá yfir á Langanes og fyrir þá ferð gerði ég mikla leit að góðu, íslensku …

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …

Gistinætur Breta á norðlenskum hótelum í janúar voru 422 talsins sem er rétt um tíund af því sem var í janúar árin 2018 og 2019 þegar breska ferðaskrifstofan Super Break bauð upp á pakkaferðir til Akureyrar frá nokkrum breskum flugvöllum. Tilkoma áætlunarflugs Easyjet frá London til Akureyrar hefur því ennþá miklu minni áhrif á gistigeirann …

Stærstu hluthafar Play skuldbindu sig til að leggja flugfélaginu til 2,6 milljarða króna í nýtt hlutafé í byrjun síðustu viku en með þeim skilyrðum að hlutafjárútboðið myndi nema samtals fjórum milljörðum króna. Nú hefur félagið tryggt sér þá 1,4 milljarða sem upp á vantaði. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að þessi hlutafjáraukning sé …

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …