Samfélagsmiðlar

Töpuðu 9.500 krónum á hvern farþega

Play tapaði 55,5 milljónum bandaríkjadollara í fyrra sem jafngildir 7,5 milljarði króna á meðalgengi dollara á síðasta ári. Þetta er tvöfalt meira tap en árið 2021 en Play hóf flugrekstur í lok júní það ár. Alls nýttu 789 þúsund farþegar sér ferðir Play í fyrra og tapið því 9.500 krónur á hvern þeirra.

Í ársreikningi Play, sem birtur var í dag, kemur fram að skattaleg inneign flugfélagsins nemi um 2,3 milljörðum króna vegna taprekstursins síðustu tvö ár.

Hlutafé Play var aukið um sömu upphæð í nóvember sl. og um áramótin nam handbært fé flugfélagsins 4,2 milljörðum króna eða um 30 milljónir dollara. Til samanburðar var tapið af rekstri Play á fyrri helmingi síðasta árs 32 milljónir dollara.

Það má því ljóst vera út frá sjóðsstöðunni að afkoman í ár verður að vera mun betri og í tilkynningu frá Play er haft eftir Birgi Jónssyni, forstjóra, að bókunarstaðan sé mjög sterk nú ársbyrjun, einingatekjur hafi hækkað og gert sé ráð fyrir rekstrarhagnaði í ár.

„Sú spá byggir á fjölþættum grunni; sífellt auknum straumi farþega og samhliða því betri sætanýtingu; sterkri bókunarstöðu fram undan; auknum hliðartekjum í hverjum mánuði; talsverðum vexti á sviði vöruflutninga og loks stöðugu olíuverði. Um leið er fyrirséð að Play muni hagnast sífellt á aukinni meðvitund um félagið og trausti í garð þess, nú þegar það hefur haslað sér völl í harðri samkeppni fluggeirans,“ segir í tilkynningu.

Play gerir ráð fyrir að flytja 1,5 til 1,7 milljónir farþega í ár.

Nýtt efni

Undirbúningur er á lokastigi um að koma á fót ævintýramiðstöð á Suðurlandi, þar sem gistiaðstaða og þjónusta verður tengd þjónustu, gönguferðum og útivist ævintýragjarnra ferðamanna. Ferðafólk, statt við Skógafoss, í ævintýraleit á Suðurlandi - MYND: ÓJ „Það koma stundum mjög athyglisverð verkefni, eins og þegar reynslumikill aðili úr ævintýraferðaþjónustu, sem hefur verið í slíkum rekstri …

Það er auðvitað eðlilegt að Barselóna, höfuðborg Katalóníu, dragi til sín mikinn fjölda ferðafólks. Borgin er fögur, sögurík og spennandi - en líka dálítið þreytt orðin á öllum þessum vinsældum, hömlulausum gestaganginum. Á síðasta ári gistu yfir 12 milljónir manna borginni, um sjö prósentum færri en 2019. Við bætast síðan allir þeir sem koma í …

Argentíski víniðnaðurinn hefur átt erfitt uppdráttar síðustu ár vegna óðaverðbólgu, óstöðugs gengis og minnkandi útflutnings. Það virðist þó heldur vera að lyftast brúnin á vínframleiðendum og virðast þeir helst þakka það harkalegri aðhaldsstefnu öfgakennda frjálshyggjumannsins Javier Milei, sem tók við forsetaembættinu í Argentínu í desember. Það tók strax að hægja á verðbólgu á fyrstu mánuðum …

Árið 2023 var 4.240 bókum bætt á lista yfir bannaðar bækur í Bandaríkjunum. Aldrei fyrr hafa jafn margar bækur verið bannaðar á einu ári. En á síðustu árum hefur þeim bókum sem settar eru á þennan bannlista fjölgað ár frá ári. Afleiðingin er sú að aðgengi að bókunum er takmarkað og þær eru fjarlægðar af …

Clive Stacey hefur skipulagt ferðir fyrir Breta til Íslands í áratugi en ferðaskrifstofa hans, Discover the World, hefur fleiri áfangastaði á boðstólum. Og kannski sem betur fer, því nú hefur eftirspurn eftir Íslandsreisum dregist saman. „Í fyrsta sinn í 40 ára sögu fyrirtækisins höfum við selt fleiri ferðir til Noregs en til Íslands. Fyrirspurnum um …

Útibú Arion banka á Keflavíkurflugvelli lokaði í janúar og við fjármálaþjónustu í flugstöðinni tók Change Group sem hátti hagkvæmasta tilboðið í þennan rekstur í útboði sem Isavia efndi til í fyrra. Við þessa breytingu lagðist tímabundið niður sala á gjaldeyri á Keflavíkurflugvelli þar sem Change Group hafði ekki fengið tilskilin leyfi til að sinna gjaldeyrisviðskiptum hér …

„Við erum hörkuánægð með þessa leið," segir Tómas Ingason, framkvæmdastjóri tekju-, þjónustu- og markaðssviðs Icelandair, aðspurður áhugaverðar farþegatölur frá í Raleigh-Durham í Norður-Karólínu. Þær sýna að 5.443 farþegar nýttu sér ferðir Icelandair til og frá flugvellinum í mars sl. sem þýðir þoturnar hafi verið þéttsetnar í nánast hverri ferð enda var sætanýtingin 94 prósent að …

Árið 1990 voru 60 prósent allra viðskipta í smásöluverslunum í Danmörku lokið með greiðslu peningaseðla. Búðirnar tóku á þessum árum fúslega við krumpuðum peningaseðlum og gáfu til baka annað hvort með öðrum jafn sjúskuðum peningaseðlum eða nýstraujuðum seðlum beint úr hirslum Seðlabankans.  Í dag, rúmum þrjátíu árum síðar, enda einungis 9 prósent innkaupa með greiðslu peningaseðla. …