Samfélagsmiðlar

Verkföll hafin á ný og SA boðar verkbann

Verkfallsverðir Eflingar við eitt af hótelum Iceland Berjaya.

Viðræðum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins lauk í gær og verkfall félagsfólks Eflingar á Íslandshótelum, Iceland Berjaya hótelkeðjunni og Edition hótelinu við Hörpu hófst á ný á miðnætti. Stjórnendur Íslandshótela höfðu gefið út að þremur af sjö hótelum fyrirtækisins í Reykjavík yrði lokað ef ekki næðust samningar og tveimur hótelum til viðbótar yrði lokað að hluta. Um 2000 gestir eiga bókað á þessum hótelum fram á föstudag.

Til viðbótar við yfirstandandi verkföll á hótelum þá mæta vörubílstjórar hjá Olíudreifingu, Samskipum og Skeljungi ekki heldur til vinnu í dag.

Verkföll hafa líka verið boðuð hjá Keahótelunum og Centerhótelunum þann 28. febrúar en atkvæðagreiðslu um þær aðgerðir lýkur í kvöld. Verði verkfall samþykkt þá nær vinnustöðvunin til 15 hótela á höfuðborgarsvæðinu um mánaðamótin.

Samtök atvinnulífsins hafa aftur á móti boðað verkbann á allt félagsfólk Eflingar í lok mánaðar. Aðildarfyrirtæki SA mun greiða atkvæði um þá aðgerð í dag og morgun en verði verkbannið samþykkt geta atvinnurekendur meinað öllu félagsfólki Eflingar að mæta til vinnu og fær það þá ekki greidd laun.

Verkbannið myndi hafa víðtækari áhrif því eins og segir í frétt RÚV þá eru um 20 þúsund félagar í Eflingu og sinna þeir ófaglærðum störfum á fjölmörgum sviðum samfélagsins, allt frá byggingarvinnu, þrifum og öryggisgæslu til starfa í mötuneytum, heimaþjónustu, vinnslu sjávarafurða og vörudreifingar.

Nýtt efni

Samkvæmt nýútkominni ársskýrslu Ferðamálaráðs Grænlands - Visit Greenland fjölgaði flugfarþegum sem komu til Grænlands um 9 prósent á síðasta ári. Met fyrra árs var þar með slegið. Alls voru 64.910 taldir við brottför frá landinu, tæplega 40 þúsund Grænlendingar og nærri 37 þúsund Danir. Af einstökum öðrum þjóðahópum voru Þjóðverjar fjölmennastir, nærri 3.600, Bandaríkjamenn rúmlega …

Ef ekki nást samningar milli Norwegian og norska flugmanna félagsins fyrir lok vinnuvikunnar þá munu 17 flugmenn félagsins leggja niður störf strax um helgina. Alf Hansen, formaður félags flugmanna hjá Norwegian, segir að krafa sé gerð um bæði hærri laun og betri vinnutíma. „Við vinnum sex af hverjum níu helgum. Til viðbótar er vinnuálagið mest …

Þetta eru góðar fréttir fyrir starfsmenn Mirafiori-verksmiðja Fiat í Tórínó, eins anga Stellantis-samsteypunnar, en bakslag í augum þeirra sem vilja ekkert hik í orkuskiptum í samgöngum. Eitt sinn var Mirafiori stærsta verksmiðjuhverfi Ítalíu og þar starfar enn elsta bílaverksmiðja Evrópu. En í bílaiðnaði nútímans lifir enginn á fornri frægð. Verði blendingsútgáfa af litla 500e smíðuð …

Evrópuþingið hefur samþykkt tilskipun Framkvæmdastjórnar ESB um kolefnishlutlausan iðnað, Net Zero Industry Act, eða NZIA, sem ætlað er að efla vistvænan iðnað í Evrópu og auka framleiðsluafköst í hreinorkutækni. Samræmdar reglur og fyrirsjáanleiki í viðskiptaumhverfi græns iðnaðar eiga að skila sér í meiri samkeppnishæfni og styrk iðnaðar í álfunni og fjölgun sérhæfðra starfa. Vonast er …

Komið hefur í ljós að gjaldtaka af ferðamönnum sem koma til Feneyja hefur ekki náð þeim tilgangi sínum að hemja troðningstúrisma í borginni fögru við Adríahaf. Dagpassarnir svonefndu hafa þvert á móti valdið ólgu meðal íbúa og ruglað ferðamenn í ríminu. Útgáfa passanna hófst 25. apríl og verður ekki sagt að á þeim mánuði sem …

Bílaframleiðendur í Brasilíu hafa fulla trú á því að auk þess sem notaðir verði málmar á borð við litíum, nikkel og kóbalt til að búa til bílarafhlöður verði líka þörf á gamla, góða sykrinum til að gera samgöngur vistvænni í framtíðinni. Flestir bílar sem framleiddir eru fyrir Brasilíumarkað ganga fyrir blöndu af bensíni og etanóli, …

Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP29) fer fram í Bakú í Aserbaísjan dagana 11. – 22. nóvember og nú á föstudaginn rennur úr frestur til að skila inn umsóknum um þátttöku í viðskiptasendinefnd Íslands. Að hámarki 50 manns fá þar sæti en gert er ráð fyrir að hvert fyrirtæki sendi að hámarki tvo fulltrúa. Í sendinefndinni sem …

Hann er önnum kafinn við að búa til smjördeig fyrir bökurnar þegar símaviðtalið hefst en er með hendurnar frjálsar og spjallar á meðan. Smjördeigið á leið yfir botninn með fyllingunni - MYND: © Arctic Pies „Við vorum þrír Ástralir sem stofnuðum þetta fyrirtæki saman og tengdum í gegnum þessa sömu matarupplifun. Það er pínu flókið …