Samfélagsmiðlar

Verkföll líkleg til að trufla ferðalög í Frakklandi

Búist er við miklum truflunum á samgöngum og öllu þjóðlífi í Frakklandi þriðjudaginn 7. mars vegna verkfalla. Fólk sem hyggur á Frakklandsferð um það leyti er hvatt til að afla sér upplýsinga um áhrif aðgerðanna sem beint er gegn áformum um að lengja vinnuævi Frakka.

Verkfallsaðgerðir flugvallarstarfsmanna á Charles de Gaulle-velli í júní í fyrra

Fyrirhugaðar breytingar sem ríkisstjórn Frakklands hefur boðað á eftirlaunakerfinu valda enn mikilli ólgu í landinu. Verkföll og mótmælaaðgerðir hafa litað þjóðlífið að undanförnu og ekkert lát er á. Síðasta hrina stórverkfalla stóð dagana 15.-17. febrúar og urðu miklar truflanir á lestarsamgöngum. Emmanuel Macron, forseti, virðist staðráðinn að framfylgja stefnunni – halda landsmönnum lengur í vinnu á sjötugsaldrinum, eða til 64 ára aldurs – og almennir borgarar eru heldur ekki á þeim buxunum að fallast á að framlengja ævistarfið.

Venjulegur dagur í miðborg Parísar – MYND: ÓJ

Átta stéttarfélög hafa tekið höndum saman og samræma aðgerðir gegn stjórnarstefnunni sem Macron og félagar kalla umbætur. Nú hafa aðgerðir verið boðaðar þriðjudaginn 7. mars og er búist við að þeim verði beint sérstaklega að lestarsamgöngukerfi landsins. Baráttuglaðir leiðtogar aðgerða hafa í frönskum fjölmiðlum talað um „svartan dag.“ Þennan umrædda þriðjudag á að stöðva gangverk Frakklands.

Miðbæjarlestir í Caen – MYND: ÓJ

Hugsanlegt er talið að verkföll hefjist þegar kvöldið á undan eða aðfararnótt „svarta“ þriðjudagsins. Þá er allt eins búist við staðbundnum skæruverkföllum verði beitt fyrir eða á eftir þessum umrædda stórverkfalladegi, 7. mars. Mikil óvissa er m.ö.o. um umfang og áhrif verkfallanna á næstu vikum.

Útlendingar sem ferðast til landsins við þessar aðstæður á vinnumarkaði geta auðvitað lent í vandræðum, setið fastir einhvers staðar, misst af ferðum með lestum eða flugi. Hafa verið gefnar út ráðleggingar til ferðafólks um að leita nýjustu upplýsinga hjá ferðaskipuleggjendum, upplýsingaveitum eða stjórnvöldum – og forðast mótmælaaðgerðir.

Ferðahópur fyrir framan eina af helstu brautarstöðvum Parísar, Saint Lazare – MYND: ÓJ
Nýtt efni

Undirbúningur er á lokastigi um að koma á fót ævintýramiðstöð á Suðurlandi, þar sem gistiaðstaða og þjónusta verður tengd þjónustu, gönguferðum og útivist ævintýragjarnra ferðamanna. Ferðafólk, statt við Skógafoss, í ævintýraleit á Suðurlandi - MYND: ÓJ „Það koma stundum mjög athyglisverð verkefni, eins og þegar reynslumikill aðili úr ævintýraferðaþjónustu, sem hefur verið í slíkum rekstri …

Það er auðvitað eðlilegt að Barselóna, höfuðborg Katalóníu, dragi til sín mikinn fjölda ferðafólks. Borgin er fögur, sögurík og spennandi - en líka dálítið þreytt orðin á öllum þessum vinsældum, hömlulausum gestaganginum. Á síðasta ári gistu yfir 12 milljónir manna borginni, um sjö prósentum færri en 2019. Við bætast síðan allir þeir sem koma í …

Argentíski víniðnaðurinn hefur átt erfitt uppdráttar síðustu ár vegna óðaverðbólgu, óstöðugs gengis og minnkandi útflutnings. Það virðist þó heldur vera að lyftast brúnin á vínframleiðendum og virðast þeir helst þakka það harkalegri aðhaldsstefnu öfgakennda frjálshyggjumannsins Javier Milei, sem tók við forsetaembættinu í Argentínu í desember. Það tók strax að hægja á verðbólgu á fyrstu mánuðum …

Árið 2023 var 4.240 bókum bætt á lista yfir bannaðar bækur í Bandaríkjunum. Aldrei fyrr hafa jafn margar bækur verið bannaðar á einu ári. En á síðustu árum hefur þeim bókum sem settar eru á þennan bannlista fjölgað ár frá ári. Afleiðingin er sú að aðgengi að bókunum er takmarkað og þær eru fjarlægðar af …

Clive Stacey hefur skipulagt ferðir fyrir Breta til Íslands í áratugi en ferðaskrifstofa hans, Discover the World, hefur fleiri áfangastaði á boðstólum. Og kannski sem betur fer, því nú hefur eftirspurn eftir Íslandsreisum dregist saman. „Í fyrsta sinn í 40 ára sögu fyrirtækisins höfum við selt fleiri ferðir til Noregs en til Íslands. Fyrirspurnum um …

Útibú Arion banka á Keflavíkurflugvelli lokaði í janúar og við fjármálaþjónustu í flugstöðinni tók Change Group sem hátti hagkvæmasta tilboðið í þennan rekstur í útboði sem Isavia efndi til í fyrra. Við þessa breytingu lagðist tímabundið niður sala á gjaldeyri á Keflavíkurflugvelli þar sem Change Group hafði ekki fengið tilskilin leyfi til að sinna gjaldeyrisviðskiptum hér …

„Við erum hörkuánægð með þessa leið," segir Tómas Ingason, framkvæmdastjóri tekju-, þjónustu- og markaðssviðs Icelandair, aðspurður áhugaverðar farþegatölur frá í Raleigh-Durham í Norður-Karólínu. Þær sýna að 5.443 farþegar nýttu sér ferðir Icelandair til og frá flugvellinum í mars sl. sem þýðir þoturnar hafi verið þéttsetnar í nánast hverri ferð enda var sætanýtingin 94 prósent að …

Árið 1990 voru 60 prósent allra viðskipta í smásöluverslunum í Danmörku lokið með greiðslu peningaseðla. Búðirnar tóku á þessum árum fúslega við krumpuðum peningaseðlum og gáfu til baka annað hvort með öðrum jafn sjúskuðum peningaseðlum eða nýstraujuðum seðlum beint úr hirslum Seðlabankans.  Í dag, rúmum þrjátíu árum síðar, enda einungis 9 prósent innkaupa með greiðslu peningaseðla. …