Samfélagsmiðlar

Hvetja íslensk stjórnvöld áfram í viðræðum við ESB

Keflavíkurflugvöllur

Þotur Icelandair og Play á Keflavíkurflugvelli.

„Flugsamgöngur eru ein mikilvægasta grunnstoð byggðar á Íslandi auk þess sem efnahagslegur og samfélagslegur ávinningur af flugstarfsemi fyrir Ísland er ótvíræður. Mikið er í húfi við að vinna að sjálfbærri framtíð flugs um og á Íslandi og hafa flugfélög sett sér metnaðarfull markmið á sviði umhverfismála m.a. með því að taka þátt í verkefnum sem snúa að innleiðingu sjálfbærs eldsneytis og þróun á vetnis- og rafmagnsknúnum flugvélum,“ segir í ályktun sem aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar samþykkti í dag.

Þar segir jafnframt að fyrirhuguð löggjöf Evrópusambandsins hafi það að markmiði að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda en aukinn kostnaður vegna kolefnislosunar muni leggjast þungt á flugfélög með tengimiðstöð á Íslandi, einungis vegna landfræðilegrar legu.

„Að óbreyttu mun þetta leiða til þess að samkeppnisstaða íslensku flugfélaganna veikist gríðarlega með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á ferðaþjónustu, flutninga, annað íslenskt atvinnulíf og samfélag í heild sinni. Boðuð löggjöf mun jafnframt ekki draga úr kolefnislosun, heldur þvert á móti stuðla að kolefnisleka, enda er í dag almennt umhverfisvænna að fljúga á minni flugvélum yfir Atlantshafið, líkt og þeim sem íslensku flugfélögin nota í sínum rekstri, með viðkomu á Íslandi frekar en að fljúga beint yfir Atlantshafið á breiðþotu. 

Það er mikilvægt að stjórnvöld verji hagsmuni Íslands þegar löggjöfin verður innleidd á Íslandi til þess að tryggja sjálfbæra framtíð og verja  mikilvægan ávinning af flugi hérlendis. Samtök ferðaþjónustunnar styðja því heils hugar þá vegferð stjórnvalda að semja um að löggjöfin taki tillit til landfræðilegrar legu Íslands þannig að samkeppnishæfni íslenskra flugfélaga, Keflavíkurflugvallar sem tengimiðstöðvar og áfangastaðarins Íslands verði tryggð,“ segir að lokum í ályktun SAF.

Túristi ræddi í gær við Lilju Dögg Alfreðsdóttur, ráðherra ferðamála, um stöðu viðræðna íslenskra stjórnvalda og ESB í gær. Þar sagði ráðherrann meðal annars að málið væri eitt það mikilvægasta sem Ísland standi frammi fyrir.

Nýtt efni

Með hjálp málgreiningarforrits og athugun á orðanotkun hefur Lapo Lappin komist að því að tvær af vinsælustu bókum Camillu geta varla verið skrifaðar af höfundinum sjálfum og bendir Lappin á að textinn líkist mjög textum eftir annan rithöfund, Pascal Engman. Sjálf neitar Camilla (og það gerir Pascal einnig) öllum ásökunum og telur þær vera ávöxt öfundar …

Stundum fer rás atburða í hring. Flugvélasmiðja Spirit í Wichita var sett á stofn af Stearman Aircraft árið 1927 en tveimur árum síðar eignaðist United Aircraft and Transport Corporation fyrirtækið og rak til ársins 1934. Þá tók Boeing við rekstrinum og í heimsstyrjöldinni síðari, árið 1941, varð Spirit deild innan Boeing. Þannig hélst fyrirkomulagið til …

„Ég er búinn að vera í björgunarsveit í að verða 15 ár og í öllum útköllum tók ég Beef Jerky, þurrkað nautakjöt frá Bandaríkjunum, með mér sem nesti í neyð. Ég gekk til dæmis einu sinni þvert yfir landið, frá Reykjanestá yfir á Langanes og fyrir þá ferð gerði ég mikla leit að góðu, íslensku …

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …

Gistinætur Breta á norðlenskum hótelum í janúar voru 422 talsins sem er rétt um tíund af því sem var í janúar árin 2018 og 2019 þegar breska ferðaskrifstofan Super Break bauð upp á pakkaferðir til Akureyrar frá nokkrum breskum flugvöllum. Tilkoma áætlunarflugs Easyjet frá London til Akureyrar hefur því ennþá miklu minni áhrif á gistigeirann …

Stærstu hluthafar Play skuldbindu sig til að leggja flugfélaginu til 2,6 milljarða króna í nýtt hlutafé í byrjun síðustu viku en með þeim skilyrðum að hlutafjárútboðið myndi nema samtals fjórum milljörðum króna. Nú hefur félagið tryggt sér þá 1,4 milljarða sem upp á vantaði. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að þessi hlutafjáraukning sé …

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …

Útgerðir skemmtiferðaskipa virðast bjartsýnar um að fólk sæki mjög í siglingar á árinu. Ferðaþorstanum eftir innilokun Covid 19-áranna hafi ekki enn verið svalað. Þá kjósi margir, sem á annað borð hafa efni á því, verja fleiri ferðadögum á friðsælu floti um heimsins höf fremur en að olnboga sig í gegnum manngrúa borga og vinsælla ferðamannastaða. …