Samfélagsmiðlar

Delta býst við góðri afkomu vegna mikillar eftirspurnar

Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines kynnti í vikunni bjartar horfur varðandi ferðasumarið 2023. Vel gangi að bóka og það skili betri afkomu í öðrum ársfjórðungi en búist hafði verið við vegna vaxandi ótta við efnahagssamdrátt.

Delta

Flugvél Delta á lofti

Hækkandi vextir, mikil verðbólga, uppsagnir í tæknigeiranum og ólga í bankakerfinu í kjölfar gjaldþrots bankanna Silvergate, Silicon Valley, og Signature gáfu ýmsum ástæður til að efast um kaupgetu og eyðsluvilja bandarískra neytenda á næstunni. Flugfélög vestra hafa mætt vaxandi launakostnaði og eldsneytisreikningum með því að hækka farmiðaverð og ekki dró úr áhyggjum manna þegar American Airlines greindi frá því síðastliðinn miðvikudag að afkoman á fyrsta ársfjórðungi væri verri en vonast hafði verið eftir. Bréfin í American Airlines lækkuðu í kjölfar þessara frétta um rúm níu prósent.

Það segir sína sögu um efnahagslega ókyrrð að fólk kaupir almennt flugfarmiða með meiri fyrirvara en áður. Það dregur úr sölu á miðum með skömmum fyrirvara, sem flugfélögin geta selt á hærra verði. Með þessu reynir fólk að komast hjá hugsanlegum verðhækkunum flugfélaganna vegna ytri aðstæðna. Þetta á sérstaklega við um innanlandsflugið í Bandaríkjunum. Nýtt mynstur í farmiðakaupum gæti verið komið til að vera.

Reuters-fréttastofan hefur eftir Ed Bastian, forstjóra Delta, að fólk sé mjög áhugasamt um að ferðast og spurn eftir utanlandsferðum í sumar sé mikil. Bókunarhorfur næstu mánaða drógu að einhverju leyti úr áhyggjum markaðarins en bréfin í Delta lækkuðu þó örlítið síðdegis á fimmtudag, eða um 0,5 prósent – miklu minna en í American Airlines daginn áður.

Flugmaður Delta í stjórnklefa – MYND: Delta Air Lines

Meðal þess sem ýtir undir áhuga Bandaríkjamanna á að ferðast til útlanda í sumar er sterkur dollar og meiri sveigjanleiki sem margir búa nú við á vinnumarkaði eftir Covid-19. Helsta skýringin á meiri ferðavilja er þó auðvitað að það er einmitt búið að aflétta takmörkunum vegna faraldursins. Fólk þyrstir í ferðalög og ævintýri.

Delta segir að um 75 prósent af farmiðum til útlanda á öðrum ársfjórðungi, frá aprílbyrjun til júníloka, séu þegar bókaðir. Dýrari sætin, sem skila betri tekjum en almenn sæti, eru mjög eftirsótt á lengri flugleiðum og hefur félagið brugðist við með því að fjölga þeim. Vonast er til að tekjur á þessu þriggja mánaða skeiði í vor og snemmsumars aukist um 15-17 prósent. Sætaframboð verður aukið um 17 prósent og búist er við að það haldi áfram að vaxa – og tekjustreymi minnki ekki. Meðal þess sem Delta heldur í og farþegar njóta er full þjónusta um borð. Farþegar þurfa ekki að kaupa veitingar sérstaklega eða nota til þess áunna punkta.

Jan Feenstra
Jan Feenstra, svæðisstjóri Delta í Norður-Evrópu

Delta hóf flug til Íslands fyrr á þessu ári en síðustu sumur. Fyrsta ferðin var farin í lok mars, eins og Túristi greindi frá í viðtali við Jan Feenstra, svæðisstjóra Delta í Norður-Evrópu. Hann sagði það til merkis um þá trú sem Delta hefði á Íslandi sem áfangastað að flugið hæfist nú í lok marsmánaðar í stað maí eins og síðustu árin. Delta hóf flug til Íslands frá New York sumarið 2011, síðar bættist við flug frá Minneapolis og nú í sumar verður einnig flogið hingað frá Detroit.

Nýtt efni

Vorið 2021, stuttu áður en Play fór í loftið í fyrsta sinn, efndi félagið til hlutafjárútboðs þar sem söfnuðust 10 milljarðar króna. Í kjölfarið voru bréfin skráð á First North Growth í Kauphöllinni en um þann markað gilda ekki eins strangar reglur og Aðalmarkað Nasdaq. Í tengslum síðustu hlutafjáraukningu, sem lauk í apríl síðastliðnum, var …

Viðkiptastríð vesturveldanna og Kína heldur áfram að þyngjast því fyrr í dag gaf Evrópusambandið út að 38,1 prósent innflutningstollar yrðu lagðir á kínverska rafbíla frá og með næsta mánuði. Sú hækkun bætist við þann 10 prósent toll sem í dag ríkir á innflutning rafbíla frá Kína til aðildarríkja ESB. Þessi viðbótartollur hefur verið yfirvofandi síðustu …

Það var í júní 2014 sem breska lággjaldaflugfélagið Flybe, sem nú er gjaldþrota, hóf áætlunarflug til Íslands frá Birmingham. Flugleiðin stóð ekki undir væntingum stjórnenda Flyby og var lögð niður eftir níu mánuði. Þá tók Icelandair við keflinu og hélt úti tíðum ferðum milli Íslands og þessarar næstfjölmennustu borgar Bretlands fram í ársbyrjun 2018. Síðan …

Í Bandaríkjunum eru lestarsamgöngur ekki eins góðar og í Evrópu og þurfa þeir sem ætla að sækja komandi landsfundi Demókrata og Repúblikana annað hvort að keyra eða fljúga á fundarstað. Af þeim sökum hefur bandaríska flugfélagið United Airlines bætt við 118 flugferðum til og frá Chicago í ágúst í tilefni af landsfundi Demókrata. Repúblikanar hittast …

Gistináttagjald upp á 400 krónur (2,7 evrur) verður lagt á í Færeyjum frá og með október á næsta ári. Um leið verða allir þeir sem koma til eyjanna með skemmtiferðaskipum að greiða 1.300 króna gjald (9 evrur). Allar tekjur af þessari nýju gjaldtöku renna í sérstakan náttúruverndarsjóð að því segir í tilkynningu. Sá sjóður verður …

Talning á brottfararfarþegum á Keflavíkurflugvelli gefur vísbendingu um að erlendum ferðamönnum hér á landi hafi fækkað um tvö prósent í nýliðnum maí í samanburði við sama tíma í fyrra. Þróunin var hins vegar mjög ólík á milli þjóðerna. Þannig jókst straumurinn hingað frá Kanada umtalsvert á milli ára á meðan ferðamönnum frá Ísrael og Rússlandi …

Það seldust 1.259 nýir Tesla bílar á Íslandi árið 2022 og í fyrra voru þeir nærri þrefalt fleiri eða 3.471. Veltan jókst ekki í takt við söluna því tekjur bandaríska rafbílaframleiðands af hverjum nýjum bíl hér á landi drógust saman um 17 prósent samkvæmt útrekningum FF7 sem byggja á ársreikningi Tesla Motors Iceland ehf. Þetta …

Það voru 155 þúsund útlendingar sem innrituðu sig í flug frá Keflavíkurflugvelli í maí en þessi talning er notuð til að meta ferðamannastrauminn hingað til lands. Í maí í fyrra voru erlendu brottfararfarþegarnir 158 þúsund og 165 þúsund í maí 2018 þegar þeir voru flestir. Það vantaði því sex prósent fleiri farþega til að jafna …