Samfélagsmiðlar

Draga mun úr eftirspurn vegna vaxandi kostnaðar við að minnka mengun frá flugi

Bresk flugfélög gera ráð fyrir að það hægi á spurn eftir flugmiðum á næstu áratugum vegna hækkandi verðs sem fylgir innleiðingu nýrrar og kostnaðarsamrar tækni til að draga úr mengandi útblæstri.

Vél British Airways á Heathrow-flugvelli

Flugiðnaðurinn í Bretlandi setur sér það markmið, eins og keppinautarnir, að ná kolefnishlutleysi árið 2050 en hefur til þessa staðhæft að á sama tíma geti flugferðum haldið áfram að fjölga. Stefnt er að því að draga úr kolefnislosun um sem nemur nærri 70 milljónum tonna á ári. Í síðustu viku birtu mörg stærstu fyrirtækin í greininni skýrslu þar sem viðurkennt var að hægja myndi á frekari vexti vegna þess kostnaðar sem fylgdi því að taka í notkun nýja og vistvænni tækni, þar á meðal að notast við dýrara og hreinna flugvélaeldsneyti, en líka vegna kaupa á losunarhemildum. 

The Financial Times hefur eftir hópnum sem kallar sig Sjálfbært flug (Sustainable Aviation) að „aukinn kostnaður við að ná kolefnishlutleysi í flugi muni óhjákvæmilega draga úr eftirspurn.” Sagt er að forystumenn í flugheiminum áætli að verð á flugmiðum þurfi að hækka um 10 til 20 prósent til að flugfélögin verði ekki ekki lengur háð mjög mengandi brennslu á jarðefnaeldsneyti. Fólk vilji engu að síður ferðast áfram þó verð á farmiðum hækki og ætla megi að flugferðir verði 250 milljónum fleiri en nú árið 2050.

Hækkandi kostnaður lendir á þeim sem fljúga – MYND: Aleksei Zaitcev / Unsplash

Formaður Sjálfbærs flugs, Matt Gordon, sem er háttsettur stjórnandi á Heathrow-flugvelli, segir að grænskattur (Green Premium) verði settur á flugmiða í framtíðinni – aukagjald fyrir að velja hreina og dýrari orku í stað ódýrari og meira mengandi. „Flugiðnaðurinn hefur alltaf stutt hugmyndina um að sá sem mengi borgi – og þar með að flugiðnaðurinn og þá á endanum farþeginn sjálfur borgi losunarkostnaðinn sem fylgi fluginu,” segir Gordon við The Financial Times. 

Breska ríkisstjórin er sögð styðja stefnu flugiðnaðarins í átt að kolefnishlutleysi og lofar að halda áfram að niðurgreiða að hluta færsluna yfir í nýtingu sjálfbærs eldsneytis. Kolefnslosun frá því er um 70 prósentum minni en því hefðbundna og hefur um leið góð áhrif á flugrekstur vegna meiri vélaafkasta og færri bilana. Auk meiri nýtingar á sjálfbæru eldsneyti í hefðbundnu flugi verður haldið áfram þróun flugvéla sem ganga fyrir rafmagni og vetni – og unnið að leiðum til að binda kolefni í andrúmsloftinu. Breski flugiðnaðurinn telur brýnt að stjórnvöld styðji betur við þessa þróun með niðurgreiðslum og skattaívilnunum. 

Nýtt efni

Um síðustu mánaðamót var greint frá því á borgarvef Amsterdam að innan marka hennar væri að finna 10 snjalldælur sem ökumenn gætu nýtt sér án endurgjalds. Það sem greinir snjalldælu frá þessum hefðbundnu, sem ökumenn geta nálgast víða til að dæla lofti í bíldekkin, er að þær tryggja að þrýstingur sé réttur. Margir ökumenn hafa …

Eins og raunin var í gær, þá fá ferðamenn ekki að fara upp á Akrópólishæðina í Aþenu um miðjan daginn vegna óvenjulega mikils hita miðað við árstíma. Engum verður hleypt upp á hæðina frá hádegi til klukkan fimm síðdegis. Sama gildir um aðra fornleifastaði í landinu, sem ferðamenn sækjast eftir að skoða. Allir sem hafa …

Í byrjun síðasta vetrar hóf Easyjet að fljúga tvisvar í viku milli London og Akureyrar. Aldrei áður höfðu áætlunarferðir verið í boði á þessari flugleið og íbúar á Norðurlandi tóku þessari nýjung fagnandi og voru í meirhluta sætanna í þotum breska flugfélagsins. Þetta mátti sjá á tölum norðlenska gististaða því breskum gestum fjölgaði ekki ýkja …

Ákvörðun Evrópusambandsins um að leggja allt að 38,1 prósents viðbótartoll á kínverska rafbíla vekur áhyggjur margra í alþjóðlega viðskiptaheiminum. Verndartollum er ætlað að hemja samkeppni að utan, reisa varnir á heimavelli, en leiða auðvitað gjarnan til þess að mótaðilinn svarar fyrir sig. Það óttast einmitt evrópskir framleiðendur, sem háðir eru viðskiptum við Kína, að gerist …

Vorið 2021, stuttu áður en Play fór í loftið í fyrsta sinn, efndi félagið til hlutafjárútboðs þar sem söfnuðust 10 milljarðar króna. Í kjölfarið voru bréfin skráð á First North Growth í Kauphöllinni en um þann markað gilda ekki eins strangar reglur og Aðalmarkað Nasdaq. Í tengslum síðustu hlutafjáraukningu, sem lauk í apríl síðastliðnum, var …

Viðskiptastríð vesturveldanna og Kína heldur áfram að þyngjast því fyrr í dag gaf Evrópusambandið út að 38,1 prósent innflutningstollar yrðu lagðir á kínverska rafbíla frá og með næsta mánuði. Sú hækkun bætist við þann 10 prósent toll sem í dag ríkir á innflutning rafbíla frá Kína til aðildarríkja ESB. Þessi viðbótartollur hefur verið yfirvofandi síðustu …

Það var í júní 2014 sem breska lággjaldaflugfélagið Flybe, sem nú er gjaldþrota, hóf áætlunarflug til Íslands frá Birmingham. Flugleiðin stóð ekki undir væntingum stjórnenda Flyby og var lögð niður eftir níu mánuði. Þá tók Icelandair við keflinu og hélt úti tíðum ferðum milli Íslands og þessarar næstfjölmennustu borgar Bretlands fram í ársbyrjun 2018. Síðan …

Í Bandaríkjunum eru lestarsamgöngur ekki eins góðar og í Evrópu og þurfa þeir sem ætla að sækja komandi landsfundi Demókrata og Repúblikana annað hvort að keyra eða fljúga á fundarstað. Af þeim sökum hefur bandaríska flugfélagið United Airlines bætt við 118 flugferðum til og frá Chicago í ágúst í tilefni af landsfundi Demókrata. Repúblikanar hittast …