Samfélagsmiðlar

Flugrekstur undir þrýstingi

„Það sem flugfélögin óttast mest er að ríkisstjórnir freistist til að draga með ýmsum ráðum úr flugumferð í leit sinni að skjótri lausn við loftslagsvandanum,” segir í fréttaskýringu í Financial Times. Rekja má um tvö og hálft prósent allrar kolefnislosunar tll flugumferðar. Franska ríkisstjórnin boðar auknar álögur á einkaþotur.

Styttur á Kastrup

Frá Kaupmannahafnar-flugvelli á Kastrup

Það fer ekki framhjá neinum sem fylgist með alþjóðafréttum að vaxandi þrýstingur er á ríkisstjórnir landa heims að grípa til einbeittari og harðari aðgerða til að hægja á kolefnislosun. Í síðasta mánuði sagði António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, að þörf væri á risaskrefi í aðgerðum til að minnka losun ef ætti að vera mögulegt að takmarka hlýnun við eina og hálfa gráðu.

Hollenska ríkisstjórnin brást m.a. við með því að takmarka fjölda flugtaka og lendinga á Schiphol-flugvelli til að draga úr hávaða og loftmengun. Þeirri var ákvörðun var hinsvegar hnekkt tímabundið fyrir dómi vegna tæknilegra ágalla en ríkisstjórnin er staðráðin að halda til streitu áformum um að minnka flugvöllinn stóra við Amsterdam. Til að sýna þann vilja í verki, tilkynntu stjórnvöld um bann við næturflugi og takmörkun á ferðum einkaþota og annarra háværra loftfara, eins og Túristi hefur greint frá. 

Flugvél Emirates á Malpensa-flugvelli í Mílanó – MYND: ÓJ

Financial Times bendir á að margir í fluggeiranum óttist að ráðstafanir eins og þær sem eigendur Schiphol hafa gripið til og boðað dugi skammt. Blaðið hefur eftir ónefndum reynslubolta að erfitt verði að komast hjá því að stýra eftirspurn með beinni og meira afgerandi hætti. Lausnir fluggeirans miðist við að skila árangri á löngum tíma en hraði loftslagsbreytinganna krefjist þess að grípa verði til mun harðari aðgerða til að minnka losun en hingað til hafi verið stefnt að. Þau sem gagnrýnt hafa aðgerðirnar á Schiphol hafi sagt að þær skili engu. Flugumferðin færist einfaldlega annað. En þá horfi gagnrýnendur framhjá því að þessar aðgerðir eru einmitt vísbending um það sem koma skal. Fleiri muni fylgja fordæmi Schiphol. Það taki hinsvegar fluggeirann langan tíma að þróa og innleiða notkun á sjálfbæru eldsneyti og taka í notkun vistvænar farþegaflugvélar. Það verði því torsótt að óbreyttu að ná markmiðinu um kolefnishlutleysi árið 2050 – aðallega vegna þess hversu skammur tími sé til stefnu en vandinn ógnvænlegur. Þörf sé á tafarlausri minnkun losunar. 

Á Schiphol-flugvelli – MYND: ÓJ

Harðnandi kröfur um tafarlausar aðgerðir til að minnka losun frá flugi koma fram á sama tíma og flugumferðin vex hratt eftir doðann á árum heimsfaraldursins. Þessi hraða endurkoma er áberandi og gerir flugiðnaðinn viðkvæman fyrir gagnrýni og því er freistandi fyrir stjórnmálamennina að líta til hans þegar grípa þarf til skjótra lausna. Financial Times bendir á að þetta sé þegar að gerast. Franski samgönguráðherrann hafi í síðustu viku lagt til að skattur á eldsneyti einkaþota verði hækkaður um 70 prósent. Þá hafi hann hvatt til harðra aðgerða innan Evrópusambandsins til að takmarka flug einkaþota, sem eru ekki ábyrgar fyrir stórum hluta heildarmengunar af flugi en hlutfall kolefnislosunar á hvern farþega einkaþotanna er auðvitað mjög hátt. Búast má við að vaxandi þrýstingur verði á að hinir ríku sem ferðast einir um háloftin verði látnir borga umtalsvert meira fyrir þann stórmengandi lúxus. 

Einkaþotur
Einkaþotur á Reykjavíkurflugvelli – MYND: ÓJ

Stefna Evrópusambandsins um meiri gjöld á losun frá farþegaflugi er auðvitað hluti af þessu viðbragði við loftslagsvandanum. Og á eftir að koma í ljós hversu skilningsríkir ráðamenn í Brussel verða gagnvart óskum íslenskra stjórnvalda um undanþágur. En gefum Peggy Hollinger á Financial Times lokaorðin:

„Fluggeirinn getur horft framhjá eða barist af hörku gegn ógninni af stýringu eftirspurnar. En það væru mistök. Farsælla er fyrir fluggeirann, farþega og loftslagið að taka þátt í uppbyggilegu samtali um það hvernig vöxtur í greininni getur samrýmst óskum um flugferðir án mengunar.”

Farið yfir málin úti á flugvelli – MYND: ÓJ
Nýtt efni

Fyrstu fimm mánuði ársins hefur verð á flugmiðum frá Íslandi til útlanda verið ódýrara en á sama tímabili í fyrra. Í maí lækkaði verðið um 5,7 prósent samkvæmt nýjum mælingum Hagstofunnar en til samanburðar hækkaði verðlag almennt um 6,2 prósent á milli ára. Verðmælingar Hagstofunnar ná til fleiri flugfélaga en þeirra íslensku en þau standa …

Þess hefur verið beðið að Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tilkynnti um refsitolla á innflutning kínverskra rafbíla. Kínversk stjórnvöld hafa verið sökuð um óeðlilega mikinn ríkisstuðning við innlenda framleiðendur og var þetta meðal umræðuefna í Evrópuferð forseta Kína nýverið. Ný tollheimta myndi þýða milljarða evra aukalegar álögur á kínverska rafbílaframleiðendur.  Xi-Jingping, forseti Kína - MYND: Britta Pedersen/dpa-Zentralbild/dpa/Alamy Nú …

Það er stundum margt um ferðamanninn á Skólavörðustíg og á Laugavegi. Einhverjir tuða vegna þessa, segjast vilja endurheimta miðborgina, en fleiri gera sér grein fyrir því að ferðamenn hafa glætt miðborgina nýju lífi. Það er svo annað mál að ferðamannafjöldi leiðir gjarnan til einhæfni í þjónustu: Ferðamannamenn í miðborginni - MYND: ÓJ Minjagripaverslunum fjölgar óhæfilega, …

Kynnisferðir hf. hagnaðist um rúmlega 1,3 milljarða króna á síðasta ári og tvöfaldaðist hann á milli ára. Tekjur félagsins námu 14,5 milljörðum króna og jukust um 30 prósent frá í fyrra. „Við erum afar stolt af þeim árangri sem náðist í rekstri félagsins á síðasta ári þrátt fyrir hátt vaxtastig og aðrar krefjandi ytri aðstæður. …

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, og ríkisstjórn hans með Janet Yellen, fjármálaráðherra, fremsta í flokki, hafa nú kynnt fyrstu opinberu leiðbeiningarnar fyrir markað með kolefniseiningar þar í landi. Leiðbeininginum er ætlað auka líkurnar á því að kolefniseiningar sem ganga kaupum og sölum séu af nægilegum gæðum og að verkefnin sem liggi þeim til grundvallar skili raunverulegum árangri, …

„Fyrir þessa aðgerð voru rúmlega 800 manns í störfum sem ekki eru flugtengd og uppsagnirnar náðu eingöngu til þeirra," segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, en fyrirtækið samdi í dag um starfslok 82 starfsmanna. Uppsagnirnar náðu ekki til áhafna líkt og FF7 hafði áður greint frá. „Eins og við höfum sagt þá var árið …

Ráðuneyti viðskipta og sjávarútvegsmála í Noregi kynnti fyrir tveimur árum drög að frumvarpi um að þarlendir kjarasamningar og reglur um aðbúnað næðu líka til áhafna erlendra skipa sem færu um norska lögsögu. Litið yrði svo á að um leið og erlent skip færi inn fyrir norska lögsögu giltu um það sömu reglur og alla innlenda …

Fjárfestar lögðu Play til 4,6 milljarða króna í hlutafjárútboði félagsins sem lauk þann 11. apríl síðastliðinn. Í kjölfarið urðu töluverðar breytingar á hópi stærstu hluthafa félagsins. Nú er lífeyrissjóðurinn Birta stærsti einstaki hluthafinn en samanlagt fara sjóðir á vegum Íslandssjóða fyrir enn stærri hlut. Meðal nýrra stórra hluthafa er félag í eigu Einars Sveinssonar og …