Samfélagsmiðlar

Flugrekstur undir þrýstingi

„Það sem flugfélögin óttast mest er að ríkisstjórnir freistist til að draga með ýmsum ráðum úr flugumferð í leit sinni að skjótri lausn við loftslagsvandanum,” segir í fréttaskýringu í Financial Times. Rekja má um tvö og hálft prósent allrar kolefnislosunar tll flugumferðar. Franska ríkisstjórnin boðar auknar álögur á einkaþotur.

Styttur á Kastrup

Frá Kaupmannahafnar-flugvelli á Kastrup

Það fer ekki framhjá neinum sem fylgist með alþjóðafréttum að vaxandi þrýstingur er á ríkisstjórnir landa heims að grípa til einbeittari og harðari aðgerða til að hægja á kolefnislosun. Í síðasta mánuði sagði António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, að þörf væri á risaskrefi í aðgerðum til að minnka losun ef ætti að vera mögulegt að takmarka hlýnun við eina og hálfa gráðu.

Hollenska ríkisstjórnin brást m.a. við með því að takmarka fjölda flugtaka og lendinga á Schiphol-flugvelli til að draga úr hávaða og loftmengun. Þeirri var ákvörðun var hinsvegar hnekkt tímabundið fyrir dómi vegna tæknilegra ágalla en ríkisstjórnin er staðráðin að halda til streitu áformum um að minnka flugvöllinn stóra við Amsterdam. Til að sýna þann vilja í verki, tilkynntu stjórnvöld um bann við næturflugi og takmörkun á ferðum einkaþota og annarra háværra loftfara, eins og Túristi hefur greint frá. 

Flugvél Emirates á Malpensa-flugvelli í Mílanó – MYND: ÓJ

Financial Times bendir á að margir í fluggeiranum óttist að ráðstafanir eins og þær sem eigendur Schiphol hafa gripið til og boðað dugi skammt. Blaðið hefur eftir ónefndum reynslubolta að erfitt verði að komast hjá því að stýra eftirspurn með beinni og meira afgerandi hætti. Lausnir fluggeirans miðist við að skila árangri á löngum tíma en hraði loftslagsbreytinganna krefjist þess að grípa verði til mun harðari aðgerða til að minnka losun en hingað til hafi verið stefnt að. Þau sem gagnrýnt hafa aðgerðirnar á Schiphol hafi sagt að þær skili engu. Flugumferðin færist einfaldlega annað. En þá horfi gagnrýnendur framhjá því að þessar aðgerðir eru einmitt vísbending um það sem koma skal. Fleiri muni fylgja fordæmi Schiphol. Það taki hinsvegar fluggeirann langan tíma að þróa og innleiða notkun á sjálfbæru eldsneyti og taka í notkun vistvænar farþegaflugvélar. Það verði því torsótt að óbreyttu að ná markmiðinu um kolefnishlutleysi árið 2050 – aðallega vegna þess hversu skammur tími sé til stefnu en vandinn ógnvænlegur. Þörf sé á tafarlausri minnkun losunar. 

Á Schiphol-flugvelli – MYND: ÓJ

Harðnandi kröfur um tafarlausar aðgerðir til að minnka losun frá flugi koma fram á sama tíma og flugumferðin vex hratt eftir doðann á árum heimsfaraldursins. Þessi hraða endurkoma er áberandi og gerir flugiðnaðinn viðkvæman fyrir gagnrýni og því er freistandi fyrir stjórnmálamennina að líta til hans þegar grípa þarf til skjótra lausna. Financial Times bendir á að þetta sé þegar að gerast. Franski samgönguráðherrann hafi í síðustu viku lagt til að skattur á eldsneyti einkaþota verði hækkaður um 70 prósent. Þá hafi hann hvatt til harðra aðgerða innan Evrópusambandsins til að takmarka flug einkaþota, sem eru ekki ábyrgar fyrir stórum hluta heildarmengunar af flugi en hlutfall kolefnislosunar á hvern farþega einkaþotanna er auðvitað mjög hátt. Búast má við að vaxandi þrýstingur verði á að hinir ríku sem ferðast einir um háloftin verði látnir borga umtalsvert meira fyrir þann stórmengandi lúxus. 

Einkaþotur
Einkaþotur á Reykjavíkurflugvelli – MYND: ÓJ

Stefna Evrópusambandsins um meiri gjöld á losun frá farþegaflugi er auðvitað hluti af þessu viðbragði við loftslagsvandanum. Og á eftir að koma í ljós hversu skilningsríkir ráðamenn í Brussel verða gagnvart óskum íslenskra stjórnvalda um undanþágur. En gefum Peggy Hollinger á Financial Times lokaorðin:

„Fluggeirinn getur horft framhjá eða barist af hörku gegn ógninni af stýringu eftirspurnar. En það væru mistök. Farsælla er fyrir fluggeirann, farþega og loftslagið að taka þátt í uppbyggilegu samtali um það hvernig vöxtur í greininni getur samrýmst óskum um flugferðir án mengunar.”

Farið yfir málin úti á flugvelli – MYND: ÓJ
Nýtt efni

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …

Útgerðir skemmtiferðaskipa virðast bjartsýnar um að fólk sæki mjög í siglingar á árinu. Ferðaþorstanum eftir innilokun Covid 19-áranna hafi ekki enn verið svalað. Þá kjósi margir, sem á annað borð hafa efni á því, verja fleiri ferðadögum á friðsælu floti um heimsins höf fremur en að olnboga sig í gegnum manngrúa borga og vinsælla ferðamannastaða. …

Það voru keyptar 390 þúsund gistinætur á íslenskum gististöðum í janúar eða 13 prósentum færri en í janúar í fyrra. Næturnar núna voru álíka margar og í janúar 2019 en það var í mars það ár sem rekstur Wow Air stöðvaðist. Gisitnóttum útlendinga á skráðum gististöðum, stór hluti heimagistingarinnar fellur þar ekki undir, fækkaði um …

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Vinna við aðgerðaáætlun í tengslum við ferðamálastefnu Íslands til ársins 2030 er langt komin. Birt hafa verið í Samráðsgátt drög að tillögu til þingsályktunar og óskað umsagna. Það kemur síðan í hlut Alþingis að vinna úr tillögum sem orðið hafa til í víðtæku samráði hagaðila í ferðaþjónustu - og ákveða síðan hvert skal stefna. Þær …

Þjóðarflugfélög Frakka og Hollendinga mynda samsteypuna Air France-KLM Group og hagnaðist fyrirtækið um 934 milljónir evra á nýliðnu ári. Sú upphæð jafngildir 140 milljörðum króna. Aldrei áður hefur þessi fransk-hollenska samsteypa skilað svona miklum hagnaði að því fram kemur í tilkynningu nú í morgun í tilefni af birtingu uppgjörsins. Þar kemur fram að stríðið á …

Karólínska háskólasjúkrahúsið í Stokkhólmi er það sjöunda besta í heimi samkvæmt árlegum lista bandaríska tímaritsins Newsweek. Þetta er fimmta árið í röð sem Karólínska er á lista yfir þau 10 bestu en Björn Zoëga hefur verið forstjóri sjúkrahússins öll þau ár. Björn sagði stöðunni upp nú í ársbyrjun og lætur af störfum í næstu viku. …

Þetta eru ískyggilegar fréttir fyrir Íslendinga og aðrar þjóðir landanna sem liggja að Norður-Atlantshafi. Það er hluti af kjarngóðu og upplýstu uppeldi allra landsmanna að heyra um mikilvægi Golfstraumsins - helst snemma í frumbernsku, og landsmenn eru minntir á mikilvægi hans reglulega út æviskeiðið. Golfstraumurinn liggur frá Karíbahafinu og hingað norður eftir og gerir það …

Lestarferð á fjölförnustu viðskiptaferðaleiðum Bretlands losar innan við helming af því CO2 sem jafn löng ferð með rafbíl gerir, samkvæmt útreikningum sem The Rail Delivery Group, hagsmunasamtök lestarfélaga þar í landi, hafa reiknað út og sagt er frá í The Guardian. Þar sem um er að ræða vistvænstu lestirnar, sem einungis ganga fyrir rafmagni, þá …