Samfélagsmiðlar

Hafa ennþá ekki tilkynnt um söluna til Icelandair

Fyrstu tvö eintökin af hinni langdrægu A321XLR standa hér við verksmiðjur Airbus í Toulouse í Frakklandi. Icelandair fær sínar fyrstu þotur af þessari gerð árið 2029.

Nú er þrjár vikur liðnar frá því að Icelandair sendi frá sér tilkynningu þar sem sagt var frá undirritun viljayfirlýsingar um kaup á 13 farþegaþotum frá Airbus og kauprétt að 12 til viðbótar.

Evrópski flugvélaframleiðandinn hefur hins vegar ekki greint frá þessum viðskiptum opinberlega á sínum vegum.

Ástæðan er sú að ennþá er eingöngu um viljayfirlýsingu að ræða segir upplýsingafulltrúi Airbus í svari við fyrirspurn Túrista. „Við munum tilkynna og fagna þegar samningur hefur verið undirritaður,“ bætir hann við.

Spurður um stöðu samningsgerðarinnar þá segir Guðni Sigurðsson, talsmaður Icelandair, að ekki sé komin föst dagsetning á undirskrift en undirbúningur taki nokkrar vikur.

Í þessu samhengi má rifja upp að Fjármálaeftirlitið sektaði Icelandair um 10 milljónir króna þegar félagið gerði samning um kaup á Boeing þotum árið 2012. Þá taldi Fjármálaeftirlitið að Icelandair hefði átt að tilkynna um samninginn þremur dögum fyrr en gert var.

Því höfnuðu stjórnendur flugfélagsins og sögðu að tilkynning hafi verið birt í Kauphöllinni nokkrum mínútum eftir að stjórnarfundi lauk þar sem tekin var ákvörðun um að ganga til samninga við Boeing.

Nýtt efni

Með hjálp málgreiningarforrits og athugun á orðanotkun hefur Lapo Lappin komist að því að tvær af vinsælustu bókum Camillu geta varla verið skrifaðar af höfundinum sjálfum og bendir Lappin á að textinn líkist mjög textum eftir annan rithöfund, Pascal Engman. Sjálf neitar Camilla (og það gerir Pascal einnig) öllum ásökunum og telur þær vera ávöxt öfundar …

Stundum fer rás atburða í hring. Flugvélasmiðja Spirit í Wichita var sett á stofn af Stearman Aircraft árið 1927 en tveimur árum síðar eignaðist United Aircraft and Transport Corporation fyrirtækið og rak til ársins 1934. Þá tók Boeing við rekstrinum og í heimsstyrjöldinni síðari, árið 1941, varð Spirit deild innan Boeing. Þannig hélst fyrirkomulagið til …

„Ég er búinn að vera í björgunarsveit í að verða 15 ár og í öllum útköllum tók ég Beef Jerky, þurrkað nautakjöt frá Bandaríkjunum, með mér sem nesti í neyð. Ég gekk til dæmis einu sinni þvert yfir landið, frá Reykjanestá yfir á Langanes og fyrir þá ferð gerði ég mikla leit að góðu, íslensku …

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …

Gistinætur Breta á norðlenskum hótelum í janúar voru 422 talsins sem er rétt um tíund af því sem var í janúar árin 2018 og 2019 þegar breska ferðaskrifstofan Super Break bauð upp á pakkaferðir til Akureyrar frá nokkrum breskum flugvöllum. Tilkoma áætlunarflugs Easyjet frá London til Akureyrar hefur því ennþá miklu minni áhrif á gistigeirann …

Stærstu hluthafar Play skuldbindu sig til að leggja flugfélaginu til 2,6 milljarða króna í nýtt hlutafé í byrjun síðustu viku en með þeim skilyrðum að hlutafjárútboðið myndi nema samtals fjórum milljörðum króna. Nú hefur félagið tryggt sér þá 1,4 milljarða sem upp á vantaði. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að þessi hlutafjáraukning sé …

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …

Útgerðir skemmtiferðaskipa virðast bjartsýnar um að fólk sæki mjög í siglingar á árinu. Ferðaþorstanum eftir innilokun Covid 19-áranna hafi ekki enn verið svalað. Þá kjósi margir, sem á annað borð hafa efni á því, verja fleiri ferðadögum á friðsælu floti um heimsins höf fremur en að olnboga sig í gegnum manngrúa borga og vinsælla ferðamannastaða. …