Samfélagsmiðlar

Hlutfall tengifarþega hefur dregist verulega saman hjá Icelandair

Á sama tíma og íslenskir ráðamenn reyna að efla skilning Evrópusambandsins á mikilvægi tengiflugs um Ísland þá hefur vægi tengifarþega lækkað verulega hjá Icelandair. Það á líka við Keflavíkurflugvöll almennt.

Íslenskir farþegar sitja nú í fleiri sætum en áður var í þotum Icelandair.

Það var við fall Wow Air sem stjórnendur Icelandair fóru að upplýsa mánaðarlega hvernig farþegahópurinn skiptist eftir því hvort um er að ræða fólk búsett á Íslandi, ferðamenn á leið til Íslands eða farþega sem aðeins millilenda á Keflavíkurflugvelli, svokallaðir tengifarþegar. Áður voru þessar upplýsingar aðeins birtar í ársfjórðungslegum uppgjörum.

Fyrstu flutningatölurnar eftir gjaldþrot helsta keppinautarins, fyrir mars 2019, innihéldu þessa þrískiptingu en vegna heimsfaraldursins var lítið gagn í upplýsingunum fyrir fyrsta ársfjórðung árin 2020 til 2022.

Núna er ástandið hins vegar orðið eðlilegt á ný og út frá flutningatölum fyrsta ársfjórðungs má sjá að samtals nýttu 602 þúsund farþegar sér millilandaflug Icelandair. Af þeim voru tengifarþegarnir 176 þúsund eða rétt um 29 prósent af heildinni.

Þetta er mun lægra hlutfall en áður. Á árunum 2015 til 2017, þegar rekstur Icelandair gekk best, þá var hlutfallið 34 til 42 prósent eins og hér má sjá.

Mikil eftirspurn vestanhafs

Aðspurður um þessar breytingar segir Guðni Sigurðsson, talsmaður Icelandair, að þær skrifist helst á mikla eftirspurn eftir Íslandsferðum í Norður-Ameríku.

„Styrkur Icelandair liggur helst í því að leiðakerfið og uppsetning sölunnar gerir okkur kleift að aðlaga okkur að eftirspurn hverju sinni. Nú er til dæmis sterk eftirspurn eftir flugi til Íslands frá Norður-Ameríku, sem skýrist meðal annars af sterku gengi Bandaríkjadals. Þetta er helsta ástæðan fyrir því að tengifarþegar eru færri en á því tímabili sem þú vísar til en salan til Íslands meiri,“ segir Guðni.

Miklu fleiri Íslendingar

Til viðbótar við ofannefndan meðbyr á bandaríska markaðnum þá er óhætt að fullyrða að Icelandair leggi í dag miklu meiri áherslu á að fljúga Íslendingum út í heim en gert var áður. Tíðar ferðir til Tenerife og Alicante eru dæmi um slíkt en á fyrsta fjórðungi þessa árs var vægi farþega, sem búsettir eru á Íslandi, 23 prósent. Svo hátt þetta hlutfall aldrei á síðasta áratug, það var til að mynda aðeins 12 prósent á fyrsta ársfjórðung árið 2017 en þá skilaði Icelandair síðast hagnaði.

Ráðherrar í tímapressu vegna tengiflugs

Á sama tíma og þessar breytingar hafa orðið þá vinna íslenskir ráðamenn að því að sannfæra Evrópusambandið um að Ísland verði að fá undanþágur frá nýjum og hertari reglum um losunarheimildir. Ef reglurnar verða teknar óbreyttar upp á EES-svæðinu þá er það mat stjórnenda Icelandair og Play að millilending á Íslandi verði of dýr kostur þegar ferðast er milli Evrópu og Norður-Ameríku. Og án tengifarþega geta félögin ekki boðið Íslendingum og erlendum ferðamönnum upp á eins tíðar ferðir til og frá Keflavíkurflugvelli.

Líka fækkun í Leifsstöð

Wow Air gerði líka út á þessa tengifarþega á sínum tíma en þar sem flugfélag Skúla Mogensen var ekki skráð á hlutabréfamarkað þá þurfti það ekki að upplýsa um gang mála með sama hætti og Play gerir.

Það getur verið þröngt á þingi í Leifsstöð á háannatíma. – Mynd: ÓJ

Það sést þó á farþegatölum Isavia að vægi tengifarþega í Leifsstöð er mun lægra í dag en það var á árum áður.

Tökum sem dæmi fyrsta ársfjórðung árið 2016 en þá var Wow Air álíka stórt og Play er í dag. Þá var hlutfall tengifarþega 21 prósent fyrstu þrjá mánuðina en núna er hlutfallið aðeins 17 prósent. Ef við horfum til metársins 2018 þá voru tengifarþegarnir 28 prósent af heildinni á fyrsta ársfjórðungi.

Hvort Icelandair og Play ætli að sækja meira inn á tengiflugsmarkaðinn í vor og sumar á eftir að koma í ljós en takmörkuð afkastagesta íslenskrar ferðaþjónustu neyðir í raun félögin til að breyta áherslunni. Forstjóri Play gaf það reyndar út eftir síðustu sumarvertíð að hlutfall tengifarþega yrði að fara niður á við. Það hafi verið of hátt sl. sumar og því hafi tekjuáætlun félagsins ekki staðist.

Nýtt efni

Stærsti bílaframleiðandi heims lætur ekki haggast þó hann hafi mætt nokkru andstreymi að undanförnu. Hluthafafundur Toyota endurnýjaði traust sitt á 10 manna stjórn fyrirtækisins í dag, þar á meðal á formanninum, Akio Toyoda, sem verið hefur í forystusveit fjölskyldufyrirtækisins frá aldamótum. Hann vék úr starfi forstjóra fyrir rúmu ári og varð stjórnarformaður. Nú hefur þessi …

Hér á landi hefur fjöldi erlendra vegabréfa við vopnaleitina á Keflavíkurflugvelli verið helsti mælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustunni. Á hinum Norðurlöndunum er ekki hægt að stunda svona talningu á flugvöllum enda margir sem koma landleiðina. Gistinætur útlendinga eru því aðalmælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustunni hjá frændum okkar og samtals voru þær 15,3 milljónir …

Búist er við að 38 prósenta hækkun tolla á innflutta rafbíla frá Kína hægi á sókn framleiðenda þar inn á Evrópumarkað. Hins vegar verður það aðeins tímabundið. Kínverskir framleiðendur hafa þegar náð sterkri stöðu í tæknimálum og getu til að framleiða á hagkvæman hátt - þeir ráða yfir allri aðfangakeðju framleiðslu sinnar. Að auki munu …

Fyrstu helgina í júní stefndi í verkfall flugmanna Norwegian í Noregi en samningar tókust á elleftu stundu. Flugfélagið hafði áður samið við danska og spænska flugmenn en þeir norsku kröfðust hlutfallslega meiri hækkunar og vísuðu til þess að laun þeirra stæðust ekki samanburð við starfsbræður sína í Evrópu vegna þess hve veik norska krónan er. …

„Það umfangsmikið verkefni að opna nýja álmu við flugstöð. Byggingin þarf að uppfylla fjölmargar kröfur yfirvalda , m.a. um innréttingar, eldvarnir, umhverfiskröfur og vinnuaðstæður. Það þarf líka að setja upp flókinn tækjabúnað, sem þarnast sérhæfðrar þekkingar og margra stunda þjálfun ef hann á að skila sínu hlutverki. Það gildir um nýjan öryggisbúnað flugvallarins," segir í …

Suður-kóreski bílaframleiðandinn Hyundai veðjar á fjórða stærsta bílamarkað heims, Indland. Stærstu markaðirnir eru Kína, Bandaríkin og Japan - en Indlandsmarkaður vex hratt og mikil sala er í litlum og sparneytnum gerðum bíla. Á síðasta ári keypti dótturfélag Hyundai á Indlandi verksmiðjur General Motors í Maharashtra í vestanverðu landinu með það fyrir augum að auka framleiðslu …

Icelandair sagði 82 starfsmönnum upp fyrir síðustu mánaðamót en þær uppsagnir náðu ekki til áhafna flugfélagsins. Nú er hins vegar komið að þeim hópi því fyrir helgi fengu 57 flugmenn uppsagnarbréf og eins voru 26 flugstjórar færðir í stöðu flugmanna. Við þá breytingu lækka laun viðkomandi um fimmtung samkvæmt því sem FF7 kemst næst.  Flugmönnum …