Samfélagsmiðlar

Metnaðarfull áform Volkswagen

Undirritaðir hafa verið samningar milli Volkswagen og ríkisstjórnar Kanada um byggingu risastórrar verksmiðju sem á að geta framleitt rafhlöður í milljón bíla á ári. Samningurinn styrkir verulega stöðu Kanadamanna í bílaiðnaði og verður stærsta rafhlöðuverksmiðja Volkswagen, sem á dögunum kynnti nýjan langdrægan rafbíl: ID.7.

VW ID.7

VW ID.7

Stjórnendur þýska bílaframleiðandans Volkswagen eru stoltir af nýjasta afkvæmi rafbílavæðingarinnar ID.7 og vonast til að þessi bíll sem fer í sölu síðar á árinu veiti Tesla, BMW, Mercedes og Polestar samkeppni um hylli kröfuharðra kaupenda. Bíllinn er kynntur til sögunnar á sama tíma og samkeppnin hefur harðnað verulega og fólk almennt er gætið í bílakaupum. 

VW ID.7 að innan – MYND: Volkswagen

Þegar ID.7 var frumsýndur í nokkrum borgum nýverið kom skýrt fram að þessi nýi rafbíll yrði fánaberi Volkswagen og kæmi á göturnar í Evrópu og Kína í haust en í Bandaríkjunum á næsta ári. Þjóðverjarnir eru stoltir af þessum nýja bíl.

Um væri að ræða glæsibíl með mikla drægni og vandaða innréttingu. Hann er að grunni til svipaður forverum sínum ID.3 og ID.4 en er með nýjan 210kW rafmótor og afkastamikið framhjóladrif. Volkswagen segir að ID.7 eigi að geta komist um 700 km á fullri hleðslu en þar ræður veður og aksturslag auðvitað miklu. 

ID.7 kynntur til sögunnar – MYND: Volkswagen

Volkswagen stefnir ótrautt að því marki að framleiða eingöngu rafbíla. Fyrirtækið seldi 600 þúsund rafbíla á síðasta ári en þessi stærsti bílaframleiðandi Evrópu er þó enn aðeins hálfdrættingur á við Tesla í sölu rafbíla. Hjá Volkswagen ríkir bjartsýni og ætlar fyrirtækið sér ná 80 prósentum af evrópska rafbílamarkðanum árið 2030. Aðeins þremur árum síðar, 2033, mun Volkswagen einungis framleiða rafbíla. Á næstu þremur árum er fyrirhugað að framleiða 10 nýjar tegundir rafbíla. 

Justin Trudeau, forsætisráðherra, ásamt fulltrúum Ontario og PowerCo SE við undirritun á föstudag – MYND: Volkswagen

Ef einhver efaðist um metnaðarfullar áætlanir Volkswagen um að verða meðal þeirra sem leiða rafbílavæðingu heimsins hefur sá hinn sami kannski sannfærst þegar tilkynnt var í gær um samning þýska bílaframleiðandans við alríkisstjórn Kanada um að reisa risastóra verksmiðju PowerCo SE, rafhlöðuframleiðanda VW, í bænum St. Thomas í Ontario-fylki sem framleiða á rafhlöður. Heildarfjárfestingin nemur um 20 milljörðum Kanadadollara og leggur Volkswagen til um 7 milljarða til uppbyggingarinnar. Þetta verður stærsta rafhlöðuverksmiðja þýska bílaframleiðandans. 

Justin Trudeau, forsætisráðherra, segir að með þessu sé verið að treysta til muna framleiðslukeðjuna í landinu tengda rafbílum. Væntanleg verksmiðja í Ontario eigi eftir að framleiða milljónir rafhlaðna sem nýtist í bílaframleiðslu Kanadamanna og fjárfesting ríkisins muni á aðeins fimm árum skila sér í auknum efnahagsumsvifum.

Fyrirhuguð rafhlöðuverksmiðja PowerCo SE í St.Thomas í Ontario – MYND: Volkswagen

Ontario er fjölmennasta fylki Kanada og þar eru mestu efnahagslegu umsvifin. Stærstu borgirnar eru Toronto og Ottawa. Í St.Thomas búa hinsvegar aðeins rúmlega 40 þúsund manns. Bæjarstjórinn þar segir að framtíðin sé tryggð með komu fyrirhugaðrar rafhlöðuverksmiðju Volkswagen en hún á eftir að veita um 3.000 ný störf. Verksmiðjan verður í aðeins um 200 km fjarlægð frá bílaborginni Detroit, handan landamæranna, og verður sú stærsta í Kanada þegar hún verður komin í fullan gang. Verksmiðjan á að geta framleitt rafhlöður í allt að milljón rafbíla á ári og mun njóta bandarískra framleiðslustyrkja til vistvænnar framleiðslu, samkvæmd lögum sem Biden-stjórnin fékk samþykkt sem ráðstöfun gegn verðbólgu í landinu. 

Nýtt efni

Vorið 2021, stuttu áður en Play fór í loftið í fyrsta sinn, efndi félagið til hlutafjárútboðs þar sem söfnuðust 10 milljarðar króna. Í kjölfarið voru bréfin skráð á First North Growth í Kauphöllinni en um þann markað gilda ekki eins strangar reglur og Aðalmarkað Nasdaq. Í tengslum síðustu hlutafjáraukningu, sem lauk í apríl síðastliðnum, var …

Viðkiptastríð vesturveldanna og Kína heldur áfram að þyngjast því fyrr í dag gaf Evrópusambandið út að 38,1 prósent innflutningstollar yrðu lagðir á kínverska rafbíla frá og með næsta mánuði. Sú hækkun bætist við þann 10 prósent toll sem í dag ríkir á innflutning rafbíla frá Kína til aðildarríkja ESB. Þessi viðbótartollur hefur verið yfirvofandi síðustu …

Það var í júní 2014 sem breska lággjaldaflugfélagið Flybe, sem nú er gjaldþrota, hóf áætlunarflug til Íslands frá Birmingham. Flugleiðin stóð ekki undir væntingum stjórnenda Flyby og var lögð niður eftir níu mánuði. Þá tók Icelandair við keflinu og hélt úti tíðum ferðum milli Íslands og þessarar næstfjölmennustu borgar Bretlands fram í ársbyrjun 2018. Síðan …

Í Bandaríkjunum eru lestarsamgöngur ekki eins góðar og í Evrópu og þurfa þeir sem ætla að sækja komandi landsfundi Demókrata og Repúblikana annað hvort að keyra eða fljúga á fundarstað. Af þeim sökum hefur bandaríska flugfélagið United Airlines bætt við 118 flugferðum til og frá Chicago í ágúst í tilefni af landsfundi Demókrata. Repúblikanar hittast …

Gistináttagjald upp á 400 krónur (2,7 evrur) verður lagt á í Færeyjum frá og með október á næsta ári. Um leið verða allir þeir sem koma til eyjanna með skemmtiferðaskipum að greiða 1.300 króna gjald (9 evrur). Allar tekjur af þessari nýju gjaldtöku renna í sérstakan náttúruverndarsjóð að því segir í tilkynningu. Sá sjóður verður …

Talning á brottfararfarþegum á Keflavíkurflugvelli gefur vísbendingu um að erlendum ferðamönnum hér á landi hafi fækkað um tvö prósent í nýliðnum maí í samanburði við sama tíma í fyrra. Þróunin var hins vegar mjög ólík á milli þjóðerna. Þannig jókst straumurinn hingað frá Kanada umtalsvert á milli ára á meðan ferðamönnum frá Ísrael og Rússlandi …

Það seldust 1.259 nýir Tesla bílar á Íslandi árið 2022 og í fyrra voru þeir nærri þrefalt fleiri eða 3.471. Veltan jókst ekki í takt við söluna því tekjur bandaríska rafbílaframleiðands af hverjum nýjum bíl hér á landi drógust saman um 17 prósent samkvæmt útrekningum FF7 sem byggja á ársreikningi Tesla Motors Iceland ehf. Þetta …

Það voru 155 þúsund útlendingar sem innrituðu sig í flug frá Keflavíkurflugvelli í maí en þessi talning er notuð til að meta ferðamannastrauminn hingað til lands. Í maí í fyrra voru erlendu brottfararfarþegarnir 158 þúsund og 165 þúsund í maí 2018 þegar þeir voru flestir. Það vantaði því sex prósent fleiri farþega til að jafna …