Samfélagsmiðlar

Miklu færri ferðamenn frá Kanada en útlit fyrir uppsveiflu

Ferðamannastraumurinn hingað frá Bandaríkjunum er litlu minni en fyrir heimsfaraldur. Allt aðra sögu er að segja af nágrönnum þeirra í Kanada. Stjórnendur tveggja af stærstu ferðaþjónustufyrirtækjum landsins segja útlitið gott á kanadíska markaðnum fyrir árið.

Kanadabúar hafa verið furðu fámennir í hópi ferðamanna á landinu síðustu misseri.

Það sem af er ári hafa aðeins fimm þúsund Kanadamenn farið í gegnum í vopnaleitina í Leifsstöð en talningin þar er notuð til að leggja mat á fjölda ferðamanna hér á landi. Fyrstu þrjá mánuðina árið 2019 voru kanadísku ferðamennirnir hins vegar nærri 14 þúsund.

Samdrátturinn í ár nemur því 60 af hundraði en aftur á móti hefur túristum frá Bandaríkjunum aðeins fækkað um 14 prósent.

Bandaríski markaðurinn hefur því tekið miklu betur við sér en sá kanadíski eftir heimsfaraldur. Áður voru Kanadamenn vanalega meðal fjölmennustu þjóða í hópi ferðamanna á Íslandi en það sem af er ári komast þeir hins vegar ekki á topp 10 listann.

Skýringin á þessari þróun liggur að hluta til í ströngum sóttvarnaraðgerðum í Kanada vegna Covid-19. Það var til að mynda ekki fyrr en síðastliðið haust sem kanadísk stjórnvöld felldu úr gildi kröfuna um grímur í flugi.

Framboð á flugi milli Íslands og Kanada hefur líka verið mun takmarkaðra en áður var. Þegar mest lét hélt Icelandair til að mynda úti flugi til fimm kanadískra borga en sumaráætlun félagsins í ár gerir aðeins ráð fyrir ferðum til Toronto og Vancouver.

Play ætlar reyndar að stíga sín fyrstu skref í Kanada með ferðum til fyrrnefndu borgarinnar og svo mun Air Canada taka upp þráðinn í sumarflugi sínu hingað frá bæði Montreal og Toronto.

Gréta María hjá Arctic Adventures – Mynd: ÓJ

Og það eru merki um að Kanadamenn ætli sér að fjölmenna til Íslands á ný samkvæmt upplýsingum frá tveimur af stærstu ferðaþjónustufyrirtækjum landsins. Gréta María Grétarsdóttir, forstjóri Arctic Adventures, segir að bókunarstaðan frá kanadískum ferðamönnum sé sambærileg við 2019 og jafnvel ívið betri.

Það ár komu hingað 70 þúsund kanadískir ferðamenn en þeir voru 103 þúsund árið 2017 þegar Wow Air bauð upp á daglegar ferðir hingað frá Montreal og Toronto allt árið um kring og Icelandair hélt úti flugi til fimm kanadískra borga. Við fall Wow Air í mars 2019 fækkaði ferðafólki frá Kanada verulega og niðursveiflan hefur svo haldið áfram núna eftir heimsfaraldur.

Fyrrnefndur samdráttur í ferðum Kanadamanna til Íslands að undanförnu hefur ekki farið fram hjá Ásberg Jónssyni, forstjóra Travel Connect, en hann segir að nú sé þróunin að snúast við því nú séu komnar tvöfalt fleiri bókanir frá Kanada fyrir komandi ár í samanburði við sama tíma árið 2019. 

Ásberg Jónsson hjá Travel Connect.

Það er því útlit fyrir að Kanadamenn verði á ný fjölmennir á landinu en sem fyrr segir eru flugsamgöngurnar milli Íslands og Kanada að eflast.

Það má þó rifja upp að þegar flugið héðan til Kanada var hvað mest þá voru vísbendingar um að fjöldi kanadískra ferðamanna væri ofmetinn. Um væri að ræða tengifarþega sem ferðuðust yfir Norður-Atlantshafið með tveimur flugfélögum og þurftu því að fara í gegnum vopnaleitina í Leifsstöð við millilendingu. Þar með var fólkið talið sem ferðamenn þó það hafi í raun aldrei farið út úr flugstöðinni.

Gera má ráð fyrir að þessi skekkja fari að aukast á ný núna þegar Kanadamenn fara á ferðina og Evrópubúar gera sér ferð til þessa næststærsta lands í heimi.

Nýtt efni

Árið 1952 kom út bók á Ítalíu sem bar þann fallega titil Allir okkar liðnu dagar. Í rauninni heitir bókin á ítalska frummálinu Tutti i nostri ieri, sem í beinni þýðingu væri: Allir okkar gærdagar. Bókin sem var skrifuð af ítalska rithöfundinum Natalia Ginzburg var meira eða minna gleymd af heiminum. Árið 2023 gekk bókin skyndilega og …

Amalfiströndin eða Costiera Amalfitana í Campania-héraði er talin meðal mest heillandi ferðamannaslóða Ítalíu. Ströndin snýr að Salernoflóa og Tyrrenahafi, litríkir bæirnir kúra undir bröttum hlíðum Sorrentine-skaga og hafa laðað til sín gesti víða að frá 18. öld, fyrst fína fólkið en síðan fjölbreyttari mannflóru. Yfirvöld vilja fá enn fleiri gesti og unnið er að því …

„Lítil umferð kemur sér vel. En ef bílum fjölgar mikið þá verður þetta verra því vegirnir eru ekki hannaðir fyrir bæði bíla og hjól,“ segir Tyler Wacker hjá fyrirtækinu „Cycling Westfjords“ á Ísafirði, sem bæði býður upp á þjónustu fyrir hjólreiðafólk og heldur úti „Arna Westfjords Way Challenge“, 960 kílómetra hjólreiðakeppni eftir Vestfjarðaleiðinni svokallaðri. „En …

Ítalía var mesta vínframleiðsluland heims 2023 en þurfti að sætta sig við að sala dróst saman. Það var reyndar staðan hjá flestum vínframleiðsluþjóðunum. Nú liggja fyrir tölur frá helstu markaðslöndum ítalskra vínframleiðenda: Bandaríkjunum, Þýskalandi, Bretlandi, Kanada og Japan, en samanlagður útflutningur til þessara landa nemur 56 prósentum af heildinni. Til samanburðar vega þessi markaðslönd 50 prósent …

Hann var nýorðinn 14 ára gamall þegar eitt af stóru félögunum í Belgíu, Genk, hafði samband við hann og bauð honum pláss í fótboltaakademíunni sem hafði þá mjög góðan orðstír. Það tók Kevin de Bruyne nokkurn tíma að sannfæra foreldra sína um að það væri góð hugmynd fyrir hann að flytja frá Drongen til að …

Play leitar nú fjárfesta sem vilja leggja félaginu til 1,4 milljarða króna í það minnsta. Stærstu hluthafarnir hafa gefið vilyrði sitt fyrir innspýtingu upp á 2,6 milljarða kr. en sú viðbót er háð því skilyrði að það safnist alla vega 4 milljarðar í nýtt hlutafé. Áður höfðu stjórnendur Play gefið út að þeir þyrftu þrjá …

Mikil umferð farþega var um evrópska flugvelli í janúar, víða fór farþegafjöldinn fram úr því sem var í sama mánuði 2019. Um 46 flugvöllum á Spáni, sem AENA starfrækir, var farþegafjöldinn 18,6 milljónir, sem er 10 prósentum fleiri en í janúar í fyrra. Flestir fóru um flugvöllinn í Madríd nú í janúar síðastliðnum, nærri 4,8 …

Það sem af er ári hefur hægt á eftirspurn á rafbílamarkaði heimsins og framleiðendur bregðast við með því að segja upp starfsfólki, minnka framleiðslukostnað og breyta áætlunum sínum. Þetta bakslag gæti seinkað orkuskiptum í vegasamgöngum.  Þýski gæðabílaframleiðandinn Mercedes-Benz tilkynnti í gær að markmiðum um rafbílavæðingu yrði frestað um fimm ár og sjá til þess að …