Samfélagsmiðlar

Skúli: Kemur á óvart að Icelandair hafi ekki gert upp hug sinn fyrr

Það hefur enginn Íslendingur keypt fleiri þotur af Airbus en Skúli Mogensen, stofnandi Wow Air. Hann telur víst að Boeing hafi ekki gefið upp alla von um að halda í Icelandair.

Fyrstu tvær þoturnar af gerðinni Airbus A321XLR við verksmiðjur evrópska flugvélaframleiðandans í Toulouse í Frakklandi.

Icelandair hefur skrifað undir viljayfirlýsingu um bæði kaup og leigu á Airbus þotum og verða fyrstu flugvélarnar afhentar eftir tvö ár. Félagið verður þó að bíða fram til ársins 2029 eftir hinum óvenju langdrægu A321 XLR. Því á meðan stjórnendur Icelandair hafa velt kostunum fyrir sér hafa önnur flugfélög pantað hátt í 600 eintök af þessum tímamóta vélum.

Skúli Mogensen, stofnandi Wow Air, keypti á sínum tíma fjölda þota frá evrópska flugvélaframleiðandanum og sagði í viðtali við Túrista árið 2016 að hann botnaði ekkert í flotastefnu keppinautarins. Vísaði Skúli þá til þess að Icelandair var þá ennþá að kaupa tuttugu ára gamlar vélar og hafði jafnframt pantað Boeing Max þotur sem geta ekki flogið með jafn marga farþega.

Túrista lék forvitni á því að heyra hvað Skúla þykir um nýjustu tíðindin af flugvélakaupum Icelandair.

„Ég bjóst ekki við þessu úr því að þeir völdu Maxinn á sínum tíma og hafa fjárfest mjög mikið í þeirri vegferð. A321 XLR er hinsvegar frábær vél sem hentar fullkomlega inn í hub and spoke módel Icelandair og mun opna á nýja áhugaverða áfangastaði bæði í austri og vestri svo sem Los Angeles, Dubaí og jafnvel Mumbaí. Hún er jafnframt mjög hagkvæm í alla staði þannig að valið sem slíkt kemur ekki á óvart heldur að það hafi ekki verið gert fyrr,“ svarar Skúli.

Fabrice Bregier, þáverandi forstjóri Airbus, og Skúli Mogensen við undirritun samnings Wow Air um kaup á fjórum A321 þotum árið 2016.

Hann segist þó efast um að bandaríski flugvélaframleiðandinn hafi sagt sitt síðasta í þessu ferli.

„Þó að Icelandair sé lítið flugfélag á heimsvísu þá yrði þetta álitshnekkir fyrir Boeing en að sama skapi mikill sigur fyrir Airbus. Ég trúi því ekki öðru en að þau hjá Boeing séu enn að gera allt sem er mögulegt til að koma í veg fyrir þessi skipti enda eru þetta ekki fullkláraðir samningar ef ég skil tilkynningu Icelandair rétt.“

Ef af verður þá reiknar Icelandair með fyrstu Airbus þotunum eftir tvö ár en það er svo ekki fyrr en í lok þess áratugar sem hinar óvenju langdrægu Airbus A321 XLR verða málaðar í litum Icelandair.

Er Icelandair nógu stórt til að vera með blandaðan flota og er hægt að vinna með báðum flugvélaframleiðendunum með góðum hætti?

„Svona skipti taka tíma þannig að óhjákvæmilega verður Icelandair með bæði Boeing og Airbus í rekstri, jafnvel næstu 10 ár. Ég hefði haldið og vona að þau sjái tækifæri í að einfalda flotann verulega og taka skrefið til fulls með Airbus. Það yrði gríðarleg hagræðing fyrir félagið að gera það sem fyrst úr því sem komið er enda verulegur kostnaður fólgin í því fyrir lítið félag að ætla að vera með margar ólíkar Boeing týpur og svo Airbus og reyndar líka DHC-8 vélar í innanlandsfluginu.

Sjóböðin í Hvammsík

Þó stofnandi Wow Air sé ekki lengur í flugrekstri þá hefur hann ekki sagt skilið við ferðaþjónustuna því í Hvammsvík býður hann ásamt fjölskyldu sinni upp á sjóböð, gistingu og ýmis konar afþreyingu. Og Skúli er bjartsýnn á horfurnar í atvinnugreininni.

„Mér sýnist stefna í frábært sumar fyrir ferðaþjónustuna og virkilega gaman að sjá hversu hratt og vel hefur ræst úr henni á ný eftir COVID. Það sama gildir um bæði Play og Icelandair. Ég vona innilega að þeim vegni sem allra best og að þau nái að nýta sér þann meðbyr sem nú er enda gríðarlegir hagsmunir í húfi fyrir land og þjóð að hér séu áfram öflugar flugsamgöngur öllum til hagsbóta,“ segir Skúli að lokum.

Nýtt efni

Undirbúningur er á lokastigi um að koma á fót ævintýramiðstöð á Suðurlandi, þar sem gistiaðstaða og þjónusta verður tengd þjónustu, gönguferðum og útivist ævintýragjarnra ferðamanna. Ferðafólk, statt við Skógafoss, í ævintýraleit á Suðurlandi - MYND: ÓJ „Það koma stundum mjög athyglisverð verkefni, eins og þegar reynslumikill aðili úr ævintýraferðaþjónustu, sem hefur verið í slíkum rekstri …

Það er auðvitað eðlilegt að Barselóna, höfuðborg Katalóníu, dragi til sín mikinn fjölda ferðafólks. Borgin er fögur, sögurík og spennandi - en líka dálítið þreytt orðin á öllum þessum vinsældum, hömlulausum gestaganginum. Á síðasta ári gistu yfir 12 milljónir manna borginni, um sjö prósentum færri en 2019. Við bætast síðan allir þeir sem koma í …

Argentíski víniðnaðurinn hefur átt erfitt uppdráttar síðustu ár vegna óðaverðbólgu, óstöðugs gengis og minnkandi útflutnings. Það virðist þó heldur vera að lyftast brúnin á vínframleiðendum og virðast þeir helst þakka það harkalegri aðhaldsstefnu öfgakennda frjálshyggjumannsins Javier Milei, sem tók við forsetaembættinu í Argentínu í desember. Það tók strax að hægja á verðbólgu á fyrstu mánuðum …

Árið 2023 var 4.240 bókum bætt á lista yfir bannaðar bækur í Bandaríkjunum. Aldrei fyrr hafa jafn margar bækur verið bannaðar á einu ári. En á síðustu árum hefur þeim bókum sem settar eru á þennan bannlista fjölgað ár frá ári. Afleiðingin er sú að aðgengi að bókunum er takmarkað og þær eru fjarlægðar af …

Clive Stacey hefur skipulagt ferðir fyrir Breta til Íslands í áratugi en ferðaskrifstofa hans, Discover the World, hefur fleiri áfangastaði á boðstólum. Og kannski sem betur fer, því nú hefur eftirspurn eftir Íslandsreisum dregist saman. „Í fyrsta sinn í 40 ára sögu fyrirtækisins höfum við selt fleiri ferðir til Noregs en til Íslands. Fyrirspurnum um …

Útibú Arion banka á Keflavíkurflugvelli lokaði í janúar og við fjármálaþjónustu í flugstöðinni tók Change Group sem hátti hagkvæmasta tilboðið í þennan rekstur í útboði sem Isavia efndi til í fyrra. Við þessa breytingu lagðist tímabundið niður sala á gjaldeyri á Keflavíkurflugvelli þar sem Change Group hafði ekki fengið tilskilin leyfi til að sinna gjaldeyrisviðskiptum hér …

„Við erum hörkuánægð með þessa leið," segir Tómas Ingason, framkvæmdastjóri tekju-, þjónustu- og markaðssviðs Icelandair, aðspurður áhugaverðar farþegatölur frá í Raleigh-Durham í Norður-Karólínu. Þær sýna að 5.443 farþegar nýttu sér ferðir Icelandair til og frá flugvellinum í mars sl. sem þýðir þoturnar hafi verið þéttsetnar í nánast hverri ferð enda var sætanýtingin 94 prósent að …

Árið 1990 voru 60 prósent allra viðskipta í smásöluverslunum í Danmörku lokið með greiðslu peningaseðla. Búðirnar tóku á þessum árum fúslega við krumpuðum peningaseðlum og gáfu til baka annað hvort með öðrum jafn sjúskuðum peningaseðlum eða nýstraujuðum seðlum beint úr hirslum Seðlabankans.  Í dag, rúmum þrjátíu árum síðar, enda einungis 9 prósent innkaupa með greiðslu peningaseðla. …