Samfélagsmiðlar

Skúli: Kemur á óvart að Icelandair hafi ekki gert upp hug sinn fyrr

Það hefur enginn Íslendingur keypt fleiri þotur af Airbus en Skúli Mogensen, stofnandi Wow Air. Hann telur víst að Boeing hafi ekki gefið upp alla von um að halda í Icelandair.

Fyrstu tvær þoturnar af gerðinni Airbus A321XLR við verksmiðjur evrópska flugvélaframleiðandans í Toulouse í Frakklandi.

Icelandair hefur skrifað undir viljayfirlýsingu um bæði kaup og leigu á Airbus þotum og verða fyrstu flugvélarnar afhentar eftir tvö ár. Félagið verður þó að bíða fram til ársins 2029 eftir hinum óvenju langdrægu A321 XLR. Því á meðan stjórnendur Icelandair hafa velt kostunum fyrir sér hafa önnur flugfélög pantað hátt í 600 eintök af þessum tímamóta vélum.

Skúli Mogensen, stofnandi Wow Air, keypti á sínum tíma fjölda þota frá evrópska flugvélaframleiðandanum og sagði í viðtali við Túrista árið 2016 að hann botnaði ekkert í flotastefnu keppinautarins. Vísaði Skúli þá til þess að Icelandair var þá ennþá að kaupa tuttugu ára gamlar vélar og hafði jafnframt pantað Boeing Max þotur sem geta ekki flogið með jafn marga farþega.

Túrista lék forvitni á því að heyra hvað Skúla þykir um nýjustu tíðindin af flugvélakaupum Icelandair.

„Ég bjóst ekki við þessu úr því að þeir völdu Maxinn á sínum tíma og hafa fjárfest mjög mikið í þeirri vegferð. A321 XLR er hinsvegar frábær vél sem hentar fullkomlega inn í hub and spoke módel Icelandair og mun opna á nýja áhugaverða áfangastaði bæði í austri og vestri svo sem Los Angeles, Dubaí og jafnvel Mumbaí. Hún er jafnframt mjög hagkvæm í alla staði þannig að valið sem slíkt kemur ekki á óvart heldur að það hafi ekki verið gert fyrr,“ svarar Skúli.

Fabrice Bregier, þáverandi forstjóri Airbus, og Skúli Mogensen við undirritun samnings Wow Air um kaup á fjórum A321 þotum árið 2016.

Hann segist þó efast um að bandaríski flugvélaframleiðandinn hafi sagt sitt síðasta í þessu ferli.

„Þó að Icelandair sé lítið flugfélag á heimsvísu þá yrði þetta álitshnekkir fyrir Boeing en að sama skapi mikill sigur fyrir Airbus. Ég trúi því ekki öðru en að þau hjá Boeing séu enn að gera allt sem er mögulegt til að koma í veg fyrir þessi skipti enda eru þetta ekki fullkláraðir samningar ef ég skil tilkynningu Icelandair rétt.“

Ef af verður þá reiknar Icelandair með fyrstu Airbus þotunum eftir tvö ár en það er svo ekki fyrr en í lok þess áratugar sem hinar óvenju langdrægu Airbus A321 XLR verða málaðar í litum Icelandair.

Er Icelandair nógu stórt til að vera með blandaðan flota og er hægt að vinna með báðum flugvélaframleiðendunum með góðum hætti?

„Svona skipti taka tíma þannig að óhjákvæmilega verður Icelandair með bæði Boeing og Airbus í rekstri, jafnvel næstu 10 ár. Ég hefði haldið og vona að þau sjái tækifæri í að einfalda flotann verulega og taka skrefið til fulls með Airbus. Það yrði gríðarleg hagræðing fyrir félagið að gera það sem fyrst úr því sem komið er enda verulegur kostnaður fólgin í því fyrir lítið félag að ætla að vera með margar ólíkar Boeing týpur og svo Airbus og reyndar líka DHC-8 vélar í innanlandsfluginu.

Sjóböðin í Hvammsík

Þó stofnandi Wow Air sé ekki lengur í flugrekstri þá hefur hann ekki sagt skilið við ferðaþjónustuna því í Hvammsvík býður hann ásamt fjölskyldu sinni upp á sjóböð, gistingu og ýmis konar afþreyingu. Og Skúli er bjartsýnn á horfurnar í atvinnugreininni.

„Mér sýnist stefna í frábært sumar fyrir ferðaþjónustuna og virkilega gaman að sjá hversu hratt og vel hefur ræst úr henni á ný eftir COVID. Það sama gildir um bæði Play og Icelandair. Ég vona innilega að þeim vegni sem allra best og að þau nái að nýta sér þann meðbyr sem nú er enda gríðarlegir hagsmunir í húfi fyrir land og þjóð að hér séu áfram öflugar flugsamgöngur öllum til hagsbóta,“ segir Skúli að lokum.

Nýtt efni

Árið 1952 kom út bók á Ítalíu sem bar þann fallega titil Allir okkar liðnu dagar. Í rauninni heitir bókin á ítalska frummálinu Tutti i nostri ieri, sem í beinni þýðingu væri: Allir okkar gærdagar. Bókin sem var skrifuð af ítalska rithöfundinum Natalia Ginzburg var meira eða minna gleymd af heiminum. Árið 2023 gekk bókin skyndilega og …

Amalfiströndin eða Costiera Amalfitana í Campania-héraði er talin meðal mest heillandi ferðamannaslóða Ítalíu. Ströndin snýr að Salernoflóa og Tyrrenahafi, litríkir bæirnir kúra undir bröttum hlíðum Sorrentine-skaga og hafa laðað til sín gesti víða að frá 18. öld, fyrst fína fólkið en síðan fjölbreyttari mannflóru. Yfirvöld vilja fá enn fleiri gesti og unnið er að því …

„Lítil umferð kemur sér vel. En ef bílum fjölgar mikið þá verður þetta verra því vegirnir eru ekki hannaðir fyrir bæði bíla og hjól,“ segir Tyler Wacker hjá fyrirtækinu „Cycling Westfjords“ á Ísafirði, sem bæði býður upp á þjónustu fyrir hjólreiðafólk og heldur úti „Arna Westfjords Way Challenge“, 960 kílómetra hjólreiðakeppni eftir Vestfjarðaleiðinni svokallaðri. „En …

Ítalía var mesta vínframleiðsluland heims 2023 en þurfti að sætta sig við að sala dróst saman. Það var reyndar staðan hjá flestum vínframleiðsluþjóðunum. Nú liggja fyrir tölur frá helstu markaðslöndum ítalskra vínframleiðenda: Bandaríkjunum, Þýskalandi, Bretlandi, Kanada og Japan, en samanlagður útflutningur til þessara landa nemur 56 prósentum af heildinni. Til samanburðar vega þessi markaðslönd 50 prósent …

Hann var nýorðinn 14 ára gamall þegar eitt af stóru félögunum í Belgíu, Genk, hafði samband við hann og bauð honum pláss í fótboltaakademíunni sem hafði þá mjög góðan orðstír. Það tók Kevin de Bruyne nokkurn tíma að sannfæra foreldra sína um að það væri góð hugmynd fyrir hann að flytja frá Drongen til að …

Play leitar nú fjárfesta sem vilja leggja félaginu til 1,4 milljarða króna í það minnsta. Stærstu hluthafarnir hafa gefið vilyrði sitt fyrir innspýtingu upp á 2,6 milljarða kr. en sú viðbót er háð því skilyrði að það safnist alla vega 4 milljarðar í nýtt hlutafé. Áður höfðu stjórnendur Play gefið út að þeir þyrftu þrjá …

Mikil umferð farþega var um evrópska flugvelli í janúar, víða fór farþegafjöldinn fram úr því sem var í sama mánuði 2019. Um 46 flugvöllum á Spáni, sem AENA starfrækir, var farþegafjöldinn 18,6 milljónir, sem er 10 prósentum fleiri en í janúar í fyrra. Flestir fóru um flugvöllinn í Madríd nú í janúar síðastliðnum, nærri 4,8 …

Það sem af er ári hefur hægt á eftirspurn á rafbílamarkaði heimsins og framleiðendur bregðast við með því að segja upp starfsfólki, minnka framleiðslukostnað og breyta áætlunum sínum. Þetta bakslag gæti seinkað orkuskiptum í vegasamgöngum.  Þýski gæðabílaframleiðandinn Mercedes-Benz tilkynnti í gær að markmiðum um rafbílavæðingu yrði frestað um fimm ár og sjá til þess að …