Samfélagsmiðlar

Umbreytingin yfir í hreina orku er hröð

Fatih Birol, forstjóri Alþjóða orkumálastofnunarinnar, IEA, varar fyrirtæki og þjóðríki við að ráðast í fjárfestingar og verkefni á komandi árum sem byggist á stórfelldri nýtingu jarðefnaeldsneytis. Þróunin yfir í nýtingu hreinna orkugjafa sé miklu hraðari en flestir geri sér grein fyrir. Þeir sem vilji sjá arð af fjárfestingum sínum taki mið af þessum umskiptum.

Rafstrætó í Róm

Breytingar á ytri aðstæðum verða oft þess valdandi að einstaklingar, fyrirtæki og samfélög þurfa að grípa til nýrra ráða til að tryggja tilveru sína og afkomu. Þannig hefur árásarstríð Pútíns í Úkraínu og viðleitni Rússa til að nýta sér efnahagslega og pólitísk stöðu sína sem framleiðanda jarðefnaeldsneytis orðið til að hraða umbótum í orkumálum á Vesturlöndum.

Unnið er hörðum höndum að því að þróa aðferðir til að spara orku og framleiða meira af hreinu eldsneyti. Fatih Birol, forstjóri Alþjóða orkumálastofnunarinnar – IEA, fjallar einmitt um þetta í aðsendri grein í Financial Times. Hann hefur í tíð sinni sem forstjóri IEA frá árinu 2015 aukið mjög samstarf vestrænna ríkja við Kína og Indland á sviði orkumála og leitt umbreytinguna yfir í sjálfbærari orkugjafa með kolefnishlutleysi að markmiði. Öll norrænu ríkin nema Ísland eiga aðild að IEA.

Fatih Birol, forstjóri IEA – MYND: IEA

Fatih Birol er tyrkneskur hagfræðingur og orkumálasérfræðingur og komst fyrir tveimur árum á lista tímaritsins Time yfir 100 áhrifamestu manneskjur heims. Menn sperra eyrun þegar Fatih Birol ræðir um stöðu og framtíð orkumála. 

Fyrir hálfu ári sýndi IEA fram á að stríðsrekstur Rússa í Úkraínu væri að umbreyta framtíð orkumála heimsins. Hámarki spurnar eftir jarðefnaeldsneyti yrði náð fyrr en búist hafði verið við – eða fyrir lok þessa áratugar. Umskiptin sem fælust í þessu væru söguleg. Um margra áratuga skeið hefði jarðefnaeldsneyti staðið undir um 80 prósentum af orkuþörf heimsins. Nú er það hreinorkuframleiðslan og beiting nýrrar tækni sem vex hröðum skrefum á móti samdrætti í nýtingu jarðefnaeldsneytis. Og nýjungarnar eru margar: sólarrafhlöður, vindmyllur, rafbílar, varmadælur. Pólitísk stefnumótun þjóðríkja og fjárfestingastefna stórfyrirtækja og banka hraða þróuninni.

Vindmyllur á fjalli – MYND: Jason Blackeye / Unsplash

„Það er öllum ljóst innan orkugeirans og meðal þeirra sem fjalla um loftslagsmál að þessi nýja tækniþróun er hröð en ég held að margt fólk átti sig ekki á hversu hröð hún er. Taka verður betur með í reikninginn hvað fylgir þessu, ekki síst í ljósi þess að orkukreppan hefur orðið til þess að mörg ríki og fyrirtæki þrýsta á um nýja fjárfestingu í stórfelldri jarðefnaeldsneytisöflun, sem þó gæti ekki hafist fyrr en undir lok áratugarins,” segir Fatih Birol, sem varar við því afturhvarfi:

„Stefna nokkurra ríkja og fyrirtækja um að ráðast í verkefni sem byggjast á stórfelldri nýtingu jarðefnaeldsneytis vinna ekki aðeins gegn markmiðum alls heimsins um kolefnishlutleysi heldur fela þau líka í sér mikla áhættu fyrir fjárfesta sem sækjast eftir sanngjörnum arði af þátttöku sinni.”

Sólarsellur – MYND: Zbynek Burival / Unsplash

Hann bendir á sem dæmi að vöxtur í notkun sólarrafhlaðna geti með fyrirsjáanlegum hætti tryggt að markmiðið um kolefnishlutleysi árið 2050 náist. Þá sé raforka frá kjarnorkuverum að leysa af mengandi orkuframleiðslu víða um heim. Hraður vöxtur sé í sölu á búnaði til varmaskipta sem tryggi sjálfbæra og örugga húsahitun í Evrópu og víðar. Kína sé stærsti markaðurinn fyrir varmadælur og í Bandaríkjunum séu þær að ryðja burt gaskútunum til húshitunar.

Rafbíll í hleðslu – MYND: Andrew Roberts / Unsplash

Þá nefnir Birol stórvaxandi sölu á rafbílum. Árið 2020 hafi hutur rafbíla verið aðeins um 5 prósent en hafi verið orðinn 15 prósent 2022. Niðurgreiðslur af hálfu stjórnvalda hafi reynst mjög mikilvægar til að greiða götu rafbílanna og til viðbótar hafi komið að daglegur rekstrarkostnaður þeirra er almennt mun minni en á hefðbundnum bílum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Ákvörðun olíuframleiðsluríkja um að draga úr framleiðslu á olíu til að halda uppi verðinu styrki enn frekar samkeppnisstöðu rafbílanna. Samkvæmt nýrri greiningu og spá IEA mun fyrirsjáanleg fjölgun rafbíla verða til þess að draga megi úr notkun á fimm milljónum tunna á olíu á dag árið 2030. Enn frekari hvatar af hálfu hins opinbera geti aukið þennan niðurskurð á olíunotkun. Nú gerir IEA ráð fyrir að hámarki nýtingar á jarðefnaeldsneyti í samgöngum nái hámarki árið 2025. 

Nýtt efni

Það er bannað að auglýsa vín á Íslandi - nema auðvitað í amerískum samfélagsmiðlum og þeim erlendu vefsíðum sem íslenskir lesendur heimsækja. Áfengisauglýsingar eru hinsvegar mikilvæg tekjulind fjölmiðla í löndum allt í kringum okkur enda býr áfengisiðnaðurinn yfir miklu fjármagni og vill viðhalda áhuga neytenda á öllum aldri á þessum viðurkennda en varasama vímugjafa. FF7 …

Með hjálp málgreiningarforrits og athugun á orðanotkun hefur Lapo Lappin komist að því að tvær af vinsælustu bókum Camillu geta varla verið skrifaðar af höfundinum sjálfum og bendir Lappin á að textinn líkist mjög textum eftir annan rithöfund, Pascal Engman. Sjálf neitar Camilla (og það gerir Pascal einnig) öllum ásökunum og telur þær vera ávöxt öfundar …

Stundum fer rás atburða í hring. Flugvélasmiðja Spirit í Wichita var sett á stofn af Stearman Aircraft árið 1927 en tveimur árum síðar eignaðist United Aircraft and Transport Corporation fyrirtækið og rak til ársins 1934. Þá tók Boeing við rekstrinum og í heimsstyrjöldinni síðari, árið 1941, varð Spirit deild innan Boeing. Þannig hélst fyrirkomulagið til …

„Ég er búinn að vera í björgunarsveit í að verða 15 ár og í öllum útköllum tók ég Beef Jerky, þurrkað nautakjöt frá Bandaríkjunum, með mér sem nesti í neyð. Ég gekk til dæmis einu sinni þvert yfir landið, frá Reykjanestá yfir á Langanes og fyrir þá ferð gerði ég mikla leit að góðu, íslensku …

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …

Gistinætur Breta á norðlenskum hótelum í janúar voru 422 talsins sem er rétt um tíund af því sem var í janúar árin 2018 og 2019 þegar breska ferðaskrifstofan Super Break bauð upp á pakkaferðir til Akureyrar frá nokkrum breskum flugvöllum. Tilkoma áætlunarflugs Easyjet frá London til Akureyrar hefur því ennþá miklu minni áhrif á gistigeirann …

Stærstu hluthafar Play skuldbindu sig til að leggja flugfélaginu til 2,6 milljarða króna í nýtt hlutafé í byrjun síðustu viku en með þeim skilyrðum að hlutafjárútboðið myndi nema samtals fjórum milljörðum króna. Nú hefur félagið tryggt sér þá 1,4 milljarða sem upp á vantaði. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að þessi hlutafjáraukning sé …

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …