Samfélagsmiðlar

Vísbendingar um að sumarvertíðin verði góð hjá Airbnb

Útleiga á íbúðahúsnæði til ferðamanna er áfram stór hluti af umsvifum ferðaþjónustunnar. Útlit er fyrir að bókunarstaðan sé nú þegar mjög góð fyrir sumarið hjá þeim sem leigja út hús og íbúðir í gegnum Airbnb.

Ferðamenn hér á landi í sumar verða líklega álíka margir og fyrir heimsfaraldur.

Gríðarleg umsvif Airbnb hér á landi voru ósjaldan til umræðu fyrir heimsfaraldur. Hækkun fasteignaverðs og skortur á íbúðum í langtímaleigu var rakinn til bandarísku gistimiðlunarinnar og víða kvörtuðu íbúar undan nýjum nágrönnum sem stundum komu og fóru á ókristilegum tímum.

Nú stefnir í að fjöldi ferðamanna hér á landi í sumar verði álíka og þegar mest var á árunum 2017 til 2019. Framboð á hótelgistingu hefur þó ekki aukist mikið nema þá helst á Suðurnesjum. Á Austurlandi voru hótelherbergin sl. sumar álíka mörg og yfir sumarmánuðina 2018 og 2019 eins og sjá má hér fyrir neðan.

Það má því gera ráð fyrir að fjöldi ferðamanna muni í sumar leita í heimagistingu líkt og gerðist á árum áður. Samkvæmt Mælaborði ferðaþjónustunnar var framboðið hjá Airbnb í febrúar sl. álíka og á sama tíma fyrir fjórum og fimm árum síðan eða á bilinu 3.700 til 3.900 íbúðir eða hús. Til viðbótar bætast herbergi sem fólk leigir út.

Framboðið er því í takt við það sem var þegar ferðamannastraumurinn var hvað mestur. Og það er ekki annað að sjá en eftirspurn eftir Airbnb gistingu sé mikil. Þannig getur ferðamaður á leið til Íslands eftir fjórar vikur valið úr rúmlega 700 íbúðum eða húsum í Reykjavík, hátt 200 eignum á Akureyri og nágrenni og framboðið á Suðurlandi er álíka mikið. Sá sem leitar að gistingu um miðjan júlí hefur úr mun minna að moða. Þá er úrvalið um 25 til 40 prósentum minna í Reykjavík og Akureyri en á Suðurlandi er framboðið rétt um fjórðungar af því sem nú er.

Gera má ráð fyrir að skýringin á þessu liggi í fyrst og fremst í fjölda þeirra bókana sem nú þegar hafa verið gerðar. Ekki skal þó útiloka að fasteignaeigendur ætli að nota húsin sín sjálfir í sumar eða hafi fullnýtt þá daga sem þeir hafa til að leigja út til ferðamanna.

Svörin við þessu er ekki hægt að fá frá Airbnb því upplýsingagjöf fyrirtækisins hefur ávallt verið takmörkuð. Þannig byggja fyrrnefndar upplýsingar Ferðamálastofu um umsvif Airbnb ekki á gögnum frá fyrirtækinu sjálfu heldur greiningafyrirtækinu Airdna. Hagstofa Íslands gerir svo sitt eigið mat til að reyna að finna út úr umsvifum Airbnb.

Það liggur því ekki fyrir nákvæmlega hversu stór markaðurinn er fyrir heimagistingu hér á landi en Airbnb upplýsti eitt sinn að tekjur íslenskra leigusala væru miklu hærri en annars staðar tíðkaðist líkt og Túristi fór yfir á sínum tíma.

Nýtt efni

Árið 2023 varð metár í komum ferðamanna til hinnar fornu, fögru og söguríku Aþenu. Um sjö milljónir erlendra ferðamanna lentu á Aþenu-flugvelli sem kenndur er við Eleftherios Venizelos, 600 þúsundum fleiri en 2019. Bandaríkjamenn voru stærsti hópurinn, ein milljón, en næst á eftir komu 687 þúsund Bretar, 478 þúsund Þjóðverjar, 462 þúsund Frakkar og 410 …

Áætlun Ryanair á komandi sumarvertíð byggir á því að félagið fái að lágmarki 50 nýjar Boeing Max þotur en forstjóri flugfélagsins, Michael O'Leary, er svartsýnn á að það gangi eftir. Nýju þoturnar verði í besta falli fjörutíu en upphaflega hafði Boeing lofað 57 nýjum Max-þotum samkvæmt frétt Bloomberg. „Það hamlar vexti okkar að vita ekki …

Stellantis er einn stærsti bílaframleiðandi heims. Í viðtali við þýska blaðið Welt am Sonntag ítrekar Carlos Tavares, forstjóri Stellantis, stuðning samsteypunnar við banni við sölu á bílum knúnum bensíni og dísil árið 2035. Ummælin falla í tilefni af því að margir spá íhaldssveiflu í Evrópuþingskosningum í júní og að í framhaldi af því verði áformum …

Það vakti athygli að fáum dögum eftir lát eins af þekktari ritstjórum The New York Times, Joseph Lelyveld, streymdu inn á Amazon-netverslunina fjölmargar nýjar ævisögur ritstjórans. Lelyveld lést í janúar í ár og þegar bróðir hans Michael fór inn á netið fáum dögum eftir útför Josephs til að sjá hvernig samferðarmenn minntust bróðurins tók hann eftir …

Skotar hafa löngum verið hrifnir af hafragraut. Fornleifarannsókn á Suðureyjum á vegum Bristolháskóla árið 2022 leiddi í ljós að hafragrautur hefur verið hluti af mataræði þeirra árþúsundum saman. Á miðöldum einkenndist veðurfar í Skotlandi af miklum raka og skornum skammti af sólarljósi. Þar af leiðandi náðu aðeins harðgerðustu korntegundir að vaxa og upp frá því …

Árið 1952 kom út bók á Ítalíu sem bar þann fallega titil Allir okkar liðnu dagar. Í rauninni heitir bókin á ítalska frummálinu Tutti i nostri ieri, sem í beinni þýðingu væri: Allir okkar gærdagar. Bókin sem var skrifuð af ítalska rithöfundinum Natalia Ginzburg var meira eða minna gleymd af heiminum. Árið 2023 gekk bókin skyndilega og …

Amalfiströndin eða Costiera Amalfitana í Campania-héraði er talin meðal mest heillandi ferðamannaslóða Ítalíu. Ströndin snýr að Salernoflóa og Tyrrenahafi, litríkir bæirnir kúra undir bröttum hlíðum Sorrentine-skaga og hafa laðað til sín gesti víða að frá 18. öld, fyrst fína fólkið en síðan fjölbreyttari mannflóru. Yfirvöld vilja fá enn fleiri gesti og unnið er að því …

„Lítil umferð kemur sér vel. En ef bílum fjölgar mikið þá verður þetta verra því vegirnir eru ekki hannaðir fyrir bæði bíla og hjól,“ segir Tyler Wacker hjá fyrirtækinu „Cycling Westfjords“ á Ísafirði, sem bæði býður upp á þjónustu fyrir hjólreiðafólk og heldur úti „Arna Westfjords Way Challenge“, 960 kílómetra hjólreiðakeppni eftir Vestfjarðaleiðinni svokallaðri. „En …