Samfélagsmiðlar

Erlendu flugfélögin standa í stað á Keflavíkurflugvelli en þau íslensku setja allt á fullt

Útgerðir skemmtiferðaskipa virðast sjá meiri tækifæri í íslenskri ferðaþjónustu en stjórnendur erlendra flugfélaga. Án mikils framboðs á heimagistingu gætu Icelandair og Play ekki sótt eins stíft á þau mið sem gefa þeim mest. Ekkert heyrist af vinnu stjórnarráðsins við mótun íslenskrar ferðaþjónustu.

Ferðamenn við Reykjavíkurhöfn

Á sama tíma og það stefnir í metfjölda skemmtiferðaskipa þá hefur framboð ferða hingað á vegum erlendra flugfélaga staðið í stað. Icelandair og Play eru því með bróðurpart markaðarins.

Forsvarsfólk Icelandair og Play bendir reglulega á þá staðreynd að hingað til lands fljúgi um 20 erlend flugfélög og vilja þá meina að samkeppnin á íslenska markaðnum sé mikil. Íslensku félögin eiga þó fyrst og fremst í innbyrðis samkeppni sem er harðari en á þeim tíma sem Wow Air var jafnstórt og Play er í dag.

Leiðakerfi félaganna líkjast hvoru öðru æ meira með degi hverjum.

Play eltir Icelandair til Washington, Glasgow, Stokkhólms og fleiri borga á meðan Icelandair fer á eftir sínum helsta keppinaut til Prag og Barcelona.

Á sama tíma hefur lítil sem engin breyting orðið á heildarumsvifum erlendra flugfélaga hér á landi. Áætlanir flestra eru í föstum skorðum en í brottförum talið þá dragast umsvif þeirra saman um tíund í sumar frá því sem var árið 2018 þegar umferðin um Keflavíkurflugvöll var mest.

Yfir sumarmánuðina þrjá í ár verða því 77 af hverjum 100 áætlunarferðum frá Keflavíkurflugvelli á vegum Icelandair og Play samkvæmt talningum Túrista. Hlutfallið síðastliðið sumar var 74 prósent þannig að íslensku félögin hafa náð stærri hluta af markaðnum til sín.

Allir vilja ferðamennina

Þegar Play gerði upp síðustu sumarvertíð þá var tapið meira en lagt var upp með og skellti forstjóri félagsins þá skuldinni á skort á bílaleigubílum og hótelum hér á landi. Félagið hafi þurft að færa fókusinn yfir á tengifarþega en Play hefur minni tekjur af þeim en ferðamönnunum samkvæmt skýringum forstjórans.

Reikna má með að fjöldi ferðamanna muni keyra um landið með rúmið í skottinu. Mynd: ÓJ

Vegna þessa hafa stjórnendur Play lagt áherslu á að ná túristum á leið til Íslands frá Icelandair en þar á bæ hefur hlutfall tengifarþega engu að síður verið óvenju lágt. Icelandair flytur hlutfallslega fleiri ferðamenn til landsins en áður einnig hefur áherslan á sólarlandaflug Íslendinga aukist hjá félaginu eins og mjög tíðar ferðir til Tenerife eru skýrt dæmi um.

Erlendu flugfélögin sem hingað fljúga horfa eingöngu til sinna heimamarkaða og auglýsa nær aldrei þjónustu sína í íslenskum fjölmiðlum. Áherslan er á fólk sem ætlar að ferðast til Íslands en ekki Íslendinga á leið út í heim.

Heimagistingin þarf að taka við

Þessi áhersla á erlendu ferðamennina hjá flugfélögunum, bæði þeim íslensku og erlendu, setur pressu á afköstin í ferðaþjónustunni. Framboð á hótelherbergjum hefur lítið aukist frá því fyrir heimsfaraldur ef höfuðborgin er tekin út fyrir sviga. Ófáir stórir ferðaskipuleggjendur hér á landi eru því fyrir þó nokkru síðan farnir að beina viðskiptavinum sínum inn á sumarið 2024 vegna skorts á gistingu við hringveginn.

Heimagistingin þarf því að taka við álíka mörgum og metsumarið 2018 þegar hingað komu 800 þúsund ferðamenn. Spá Isavia fyrir komandi sumar gerir ráð fyrir litlu færri ferðamönnun en þá og Ferðamálastofa reiknar með metsumri. Bókunarstaðan hjá Airbnb virðist líka góð fyrir sumarið.

Ferðamenn á leið í heimagistingu í Reykjavík – MYND: ÓJ

Skemmtiferðaskipin setja stefnuna hingað

Þó stjórnendur erlendra flugfélaga sjái ekki hag í því að fjölga ferðunum til Íslands þá horfir málið öðruvísi við þeim sem skipuleggja ferðir skemmtiferðaskipa. Það stefnir nefnilega í metár í skipakomum. Búist er við 269 skipum til Reykjavíkur í sumar með 280 þúsund farþega og suma daga verða þrjú skip í einu í Sundahöfn og tvö í gömlu höfninni. Þar er undirbúningur á fullu við að bæta aðstöðuna enda vantaði þar töluvert upp á í fyrra líkt og Túristi hefur fjallað um. Á Akureyri og Ísafirði er líka búist við stríðum straumi skipa og hafnarstjórnir víðar um land horfa til aukinnar umferðar á næstu árum.

Nýjar merkingar á Skarfabakka eiga að bæta flutning á farþegum sem koma með skemmtiferðaskipum. Mynd: ÓJ

Á sama tíma og fyrirtækin sem flytja fólk til landsins eru á fullum afköstum þá heyrist lítið af vinnu stjórnvalda við að móta stefnu íslenskrar ferðaþjónustu til framtíðar. Nú í byrjun mánaðar stóð til að kynna mannaskipan í stýrihópum sem binda eiga lokahnútinn á þá vinnu en ráðuneyti ferðamála svarar ekki fyrirspurnum Túrista um gang mála. Í ráðuneytinu hefur sérfræðingum í málefnum ferðaþjónustu líka fækkað töluvert frá því sem áður var.

Þessi grein byggir á gögnum sem Túristi hefur safnað um flugumferð síðastliðinn áratug. Ekki eru ekki til nein opinber gögn um flugumferð hér á landi.

Nýtt efni
Arnar Guðmundsson, Íslandsstofu

Íslandsstofa vinnur að því að markaðssetja Ísland sem ferðamannaland, kemur íslenskum fyrirtækjum á framfæri á erlendri grundu og liðkar til eftir bestu getu fyrir erlendri fjárfestingu á fimm sviðum atvinnulífs: orku og grænum lausnum, sjávarútvegi og matvælaframleiðslu, hugviti og tækni, listum og skapandi greinum - og loks ferðaþjónustu. Allt byggist þetta á útflutningsstefnu landsins, sem …

Það voru 27.293 starfandi í einkennandi greinum ferðaþjónustu hér á landi í mars 2024 sem er aukning um 2 prósent frá sama tíma í fyrra en 2 prósent færri í samanburði við mars 2018. Það ár voru ferðamenn hér flestir en gert er ráð fyrir álíka ferðamannastraumi í ár. Vægi starfsfólks með íslenskan bakgrunn er …

Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen hefur slitið viðræðum við franska Renault um að þróa og smíða saman nýja gerð af rafknúnum smábíl á viðráðanlegu verði, sem keppt gæti við ódýrustu kínversku bílana. Hugmyndin var sú að bíllinn yrðu byggður á grunni Twingo-smábílsins frá Renault. Renault hyggst nú upp á eigin spýtur þróa Twingo áfram sem rafbíl og …

„Pittsburgh flugið fer vel af stað og er ánægjulegt að sjá að farþegar frá 25 Evrópulöndum hafa bókað flug með okkur til Pittsburgh um Ísland og þaðan hafa farþegar bókað flug til 30 áfangastaða Evrópumegin," sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í tilefni af fyrstu áætlunarferð flugfélagsins til bandarísku borgarinnar á fimmtudaginn. Forstjórinn lagði um …

Undirbúningur er á lokastigi um að koma á fót ævintýramiðstöð á Suðurlandi, þar sem gistiaðstaða og þjónusta verður tengd þjónustu, gönguferðum og útivist ævintýragjarnra ferðamanna. Ferðafólk, statt við Skógafoss, í ævintýraleit á Suðurlandi - MYND: ÓJ „Það koma stundum mjög athyglisverð verkefni, eins og þegar reynslumikill aðili úr ævintýraferðaþjónustu, sem hefur verið í slíkum rekstri …

Það er auðvitað eðlilegt að Barselóna, höfuðborg Katalóníu, dragi til sín mikinn fjölda ferðafólks. Borgin er fögur, sögurík og spennandi - en líka dálítið þreytt orðin á öllum þessum vinsældum, hömlulausum gestaganginum. Á síðasta ári gistu yfir 12 milljónir manna borginni, um sjö prósentum færri en 2019. Við bætast síðan allir þeir sem koma í …

Argentíski víniðnaðurinn hefur átt erfitt uppdráttar síðustu ár vegna óðaverðbólgu, óstöðugs gengis og minnkandi útflutnings. Það virðist þó heldur vera að lyftast brúnin á vínframleiðendum og virðast þeir helst þakka það harkalegri aðhaldsstefnu öfgakennda frjálshyggjumannsins Javier Milei, sem tók við forsetaembættinu í Argentínu í desember. Það tók strax að hægja á verðbólgu á fyrstu mánuðum …

Árið 2023 var 4.240 bókum bætt á lista yfir bannaðar bækur í Bandaríkjunum. Aldrei fyrr hafa jafn margar bækur verið bannaðar á einu ári. En á síðustu árum hefur þeim bókum sem settar eru á þennan bannlista fjölgað ár frá ári. Afleiðingin er sú að aðgengi að bókunum er takmarkað og þær eru fjarlægðar af …