Samfélagsmiðlar

Gefið eftir í grænu byltingunni

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur neyðst til að gefa eftir í metnaðarfullri áætlun um lagasetningu til að bregðast við loftslagsvánni. Íhaldsmenn á Evrópuþinginu hafa mótmælt hraðri meðferð mála vegna pólitískrar ókyrrðar víða í aðildarríkjum rúmu ári fyrir næstu Evrópuþingskosningar.

Ursula von der Leyen á ráðstefnunni Beyond Growth í Evrópuþinghúsinu í Brussel

Ein helsta frétt gærdagsins á Íslandi var að Evrópusambandið hefði fallist á að auðvelda íslenskum flugfélögum aðlögunina að breyttu viðskiptakerfi um losunarheimildir. Þau fá auknar heimildir til losunar árin 2025 og 2026 en eftir er að útfæra þetta nánar. Fríar losunarheimildir heyra sögunni til 2027 og þá þurfa öll flugfélög sem fljúga um evrópska lofthelgi að standa skil á sinni losun, nema um annað verði samið fyrir þann tíma. Ekki er hægt að segja til um það á þessari stundu hvort Íslendingar fái einhverja frekari sérmeðferð.

Atkvæðagreiðsla á Evrópuþinginu – MYND: Evrópuþingið

Afslátturinn frá fyrri stefnu sem Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, kynnti fjölmiðlafólki í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í gær var í rauninni eins og hluti af afsláttarpakkanum sem verið er að ganga frá í Brussel í aðdraganda Evrópuþingskosninganna að ári. Það hefur slegið í bakseglin hjá Framkvæmdastjórninni. Aðildarríkin treysta sér ekki pólitískt til að keyra í gegn metnaðarfull áformin í loftslagsmálum. Ursula von der Leyen hefur orðið að viðurkenna að aðildarríki sambandsins þurfi aðeins meira svigrúm til að setja í lög öll þau fjölmörgu lagaákvæði sem í farvatninu eru í grænu byltingu Evrópusambandsins.

Evrópusambandið hafði engu að síður náð gríðarlegum árangri í að treysta græna löggjöf sína á öllum sviðum efnahagslífsins til að markmiðinu um kolefnishlutleysi árið 2050 verði náð. Financial Times bendir á að í byrjun júní 2024 fari fram Evrópuþingskosningar. Við þingmönnum blasi vaxandi pólitískir erfiðleikar heima fyrir um leið og þeir eru undir miklum þrýstingi um að samþykkja aðgerðir til að bregðast við loftslagsvandanum og verja evrópska náttúru og umhverfi til framtíðar.  

Evrópusambandsfánanum veifað á opnum degi á þinginu – MYND: Evrópuþingið

Íhaldsmenn í Lýðflokknum, stærsta flokki Evrópuþingsins og Ráðherraráðsins, hafa látið undan megnri óánægju bænda og staðið gegn tillögum á þinginu um að endurheimta villta náttúru á afræktuðu, uppblásnu eða spilltu landi og á sjávarbotni – og draga úr notkun skordýraeyðis. Ursula von der Leyen tilheyrir flokki íhaldsmanna í Evrópusamstarfinu en bæverskur félagi hennar, Manfred Weber, formaður Lýðflokksins á Evrópuþinginu, fagnaði einmitt undanlátssemi Framkvæmdastjórnarinnar, sem fæli í sér að fara ætti betur yfir málin: „Ef loftslagið vinnur en samfélagið tapar næst ekkert kolefnishlutleysi,” er haft eftir Weber í Financial Times.  

Manfred Weber, leiðtogi íhaldsmanna á Evrópuþinginu – MYND: Twitter

Fjöldi tillagna um loftslagsaðgerðir Evrópusambandsins bíða afgreiðslu, bæði um losun gróðurhúsalofttegunda, meðferð umbúða, aðgerðir gegn örplasti í umhverfi og hvernig endurheimta megi jarðvegsgæði. Þá eru enn miklar umræður um hvernig standa eigi að banni við sprengihreyflum í bíla. Þar eru bæði Þjóðverjar og Ítalir tregir í taumi, vilja verja rétt sinn til að framleiða kraftmikla bíla. Þá eru öflugir þrýstihópar bænda og iðnaðarins í Evrópu andsnúnir mörgu því sem lagt er til í grænni byltingu Evrópusambandsins vegna samkeppnisstöðu þeirra á alþjóðlegum mörkuðum. Boðaðar umhverfisreglur þrengi svigrúm og dragi úr afkastagetu. 

Á sama tíma og öll togstreita fer fram á vettvangi Evrópusamvinnunnar er haldin ráðstefna á vegum Evrópuþingsins í samvinnu við fjölmörg samtök og hagaðila í atvinnulífinu um sjálfbærnimál og hvað taka eigi við að loknu vaxtarskeiðinu sem valdið hefur umverfistjóninu sem stjórnmálamenn og almenningur þurfa nú að kljást við. Ráðstefnan heitir Beyond Growth 2023 og er haldin í húsi Evrópuþingsins í Brussel.

Ursula von der Leyen setti ráðstefnuna en flaug svo til Íslands til fundar við evrópska leiðtoga.

Ursula von der Leyen flytur ávarp við upphaf ráðstefnunnar Beyond Growth – MYND: Evrópuþingið
Nýtt efni

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …

Útgerðir skemmtiferðaskipa virðast bjartsýnar um að fólk sæki mjög í siglingar á árinu. Ferðaþorstanum eftir innilokun Covid 19-áranna hafi ekki enn verið svalað. Þá kjósi margir, sem á annað borð hafa efni á því, verja fleiri ferðadögum á friðsælu floti um heimsins höf fremur en að olnboga sig í gegnum manngrúa borga og vinsælla ferðamannastaða. …

Það voru keyptar 390 þúsund gistinætur á íslenskum gististöðum í janúar eða 13 prósentum færri en í janúar í fyrra. Næturnar núna voru álíka margar og í janúar 2019 en það var í mars það ár sem rekstur Wow Air stöðvaðist. Gisitnóttum útlendinga á skráðum gististöðum, stór hluti heimagistingarinnar fellur þar ekki undir, fækkaði um …

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Vinna við aðgerðaáætlun í tengslum við ferðamálastefnu Íslands til ársins 2030 er langt komin. Birt hafa verið í Samráðsgátt drög að tillögu til þingsályktunar og óskað umsagna. Það kemur síðan í hlut Alþingis að vinna úr tillögum sem orðið hafa til í víðtæku samráði hagaðila í ferðaþjónustu - og ákveða síðan hvert skal stefna. Þær …

Þjóðarflugfélög Frakka og Hollendinga mynda samsteypuna Air France-KLM Group og hagnaðist fyrirtækið um 934 milljónir evra á nýliðnu ári. Sú upphæð jafngildir 140 milljörðum króna. Aldrei áður hefur þessi fransk-hollenska samsteypa skilað svona miklum hagnaði að því fram kemur í tilkynningu nú í morgun í tilefni af birtingu uppgjörsins. Þar kemur fram að stríðið á …

Karólínska háskólasjúkrahúsið í Stokkhólmi er það sjöunda besta í heimi samkvæmt árlegum lista bandaríska tímaritsins Newsweek. Þetta er fimmta árið í röð sem Karólínska er á lista yfir þau 10 bestu en Björn Zoëga hefur verið forstjóri sjúkrahússins öll þau ár. Björn sagði stöðunni upp nú í ársbyrjun og lætur af störfum í næstu viku. …

Þetta eru ískyggilegar fréttir fyrir Íslendinga og aðrar þjóðir landanna sem liggja að Norður-Atlantshafi. Það er hluti af kjarngóðu og upplýstu uppeldi allra landsmanna að heyra um mikilvægi Golfstraumsins - helst snemma í frumbernsku, og landsmenn eru minntir á mikilvægi hans reglulega út æviskeiðið. Golfstraumurinn liggur frá Karíbahafinu og hingað norður eftir og gerir það …

Lestarferð á fjölförnustu viðskiptaferðaleiðum Bretlands losar innan við helming af því CO2 sem jafn löng ferð með rafbíl gerir, samkvæmt útreikningum sem The Rail Delivery Group, hagsmunasamtök lestarfélaga þar í landi, hafa reiknað út og sagt er frá í The Guardian. Þar sem um er að ræða vistvænstu lestirnar, sem einungis ganga fyrir rafmagni, þá …