Þegar ferðamaður gistir í eins manns herbergi á íslensku hóteli í sólarhring þá telst það vera ein gistinótt í tölum Hagstofunnar. Hjón sem deila herbergi í tvær nætur standa þá undir fjórum gistinóttum og fjögurra manna fjölskylda sem gistir í viku leggur til 28 gistinætur.
Í heildina voru gistinæturnar á íslenskum hótelum 367 þúsund talsins í apríl hafa þær aldrei verið fleiri á þessum tíma árs.
Af öllum þessum nóttum þá stóðu erlendir gestir undir 8 af hverjum 10 sem er lægra vægi en á árunum fyrir heimsfaraldur. Íslensku gestunum fjölgar nefnilega á hótelum landsins.
Fjölgun gistinátta útlendinga kom fram í öllum landshlutum eins og sjá má hér fyrir neðan. Hlutfallslega mest á Suðurlandi þar sem erlendu gistinæturnar voru næst flestar. Þrátt fyrir bætinguna þá er herbergjanýtingin á Norður-, Austur- og Vesturlandi innan við fjörutíu prósent. Hæst var hún í höfuðborginni en þó lægri en á sama tíma árið 2017. Þá var framboð á hótelherbergjum líka nokkru minna en núna.