Samfélagsmiðlar

Hótel birti raunverð gistingar

Texasríki og hótelkeðjan Marriot International hafa náð samkomulagi að birt verði með skýrum hætti öll álögð hótelgjöld og um að auka gagnsæi í auglýsingum og í bókunarferli. Mál hefur verið höfðað gegn Hyatt-keðjunni vegna brota á neytendalögum.

Herbergi á Grand Hyatt-hótelinu í Berlín

Dómsmálaráðherra Texasríkis, Ken Paxton, sakar hótelrekendur um sviksemi og starfshætti sem vinna gegn frjálsri samkeppni. Markmið þeirra sé að villa um fyrir neytendum í auglýsingum og koma þannig í veg fyrir eðlilegan samanburð áður en gengið er frá kaupum. Innheimt séu milljóna dollara dulin gjöld af hótelgestum.

Í yfirlýsingu sem Ken Paxton birti í fréttatilkynningu um samkomulag við Marriot-keðjuna segir: „Ferðamenn hafa á síðustu árum þurft að greiða mun hærra verð fyrir hótelherbergi heldur en þeir töldu sig hafa samþykkt við bókun.”

MYND: Af heimasíðu dómsmálaráðherra Texasríkis

Með samkomulaginu sem Marriot-hótelkeðjan hefur gengist undir er ekki viðurkennt að villt hafi verið um fyrir neytendum í auglýsingum um verð á gistingu en þó fallist á að birta framvegis heildarverð með öllum aukagjöldum. Þessu fagnar Paxton en segir um leið að sótt verði fast að öðrum keðjum sem ástundi vafasama viðskiptahætti með því að leyna neytendur upplýsingum um fullt verð á gistingu.

Til marks um alvöruna í málflutningi dómsmálaráðherrans í Texas þá var tilkynnt um leið og gengið var frá samkomulaginu við Marriot að mál hefði verið höfðað gegn Hyatt-hótelkeðjunni fyrir að brjóta gegn lögum um neytendavernd í Texas með villandi upplýsingum í auglýsingum og innheimtu duldra gjalda. Paxton segir að Hyatt-keðjan, sem er með höfuðstöðvar í Bandaríkjunum, léti ekki fylgja upplýsingar um öll tilskilin gjöld í auglýsingum um gistiverð. Það kæmi í veg fyrir upplýst val neytenda. 

London Marriot Regents Park – MYND: Booking.com

Eftir á að koma í ljós hvaða áhrif þessi málarekstur í Texas á eftir að hafa í hótelheiminum og hvort fólk geti í framtíðinni treyst því betur en nú að öll gjöld séu ævinlega innifalin í því verði sem hótel auglýsa á greiða þurfi fyrir næturgistingu. 

Ken Paxton, dómsmálaráðherra Texas – MYND: Kosningasíða KP

Ken Paxton hefur verið dómsmálaráðherra Texas frá janúar 2015. Hann er gallharður íhaldsmaður og studdi á sínum tíma viðleitni Trump til að hnekkja úrslitum síðustu forsetakosninga. Paxton hefur verið sakaður um mútuþægni og misnotkun á valdi og hefur rannsókn á meintum brotum hans staðið yfir síðustu ár. 

Nýtt efni

Það er bannað að auglýsa vín á Íslandi - nema auðvitað í amerískum samfélagsmiðlum og þeim erlendu vefsíðum sem íslenskir lesendur heimsækja. Áfengisauglýsingar eru hinsvegar mikilvæg tekjulind fjölmiðla í löndum allt í kringum okkur enda býr áfengisiðnaðurinn yfir miklu fjármagni og vill viðhalda áhuga neytenda á öllum aldri á þessum viðurkennda en varasama vímugjafa. FF7 …

Með hjálp málgreiningarforrits og athugun á orðanotkun hefur Lapo Lappin komist að því að tvær af vinsælustu bókum Camillu geta varla verið skrifaðar af höfundinum sjálfum og bendir Lappin á að textinn líkist mjög textum eftir annan rithöfund, Pascal Engman. Sjálf neitar Camilla (og það gerir Pascal einnig) öllum ásökunum og telur þær vera ávöxt öfundar …

Stundum fer rás atburða í hring. Flugvélasmiðja Spirit í Wichita var sett á stofn af Stearman Aircraft árið 1927 en tveimur árum síðar eignaðist United Aircraft and Transport Corporation fyrirtækið og rak til ársins 1934. Þá tók Boeing við rekstrinum og í heimsstyrjöldinni síðari, árið 1941, varð Spirit deild innan Boeing. Þannig hélst fyrirkomulagið til …

„Ég er búinn að vera í björgunarsveit í að verða 15 ár og í öllum útköllum tók ég Beef Jerky, þurrkað nautakjöt frá Bandaríkjunum, með mér sem nesti í neyð. Ég gekk til dæmis einu sinni þvert yfir landið, frá Reykjanestá yfir á Langanes og fyrir þá ferð gerði ég mikla leit að góðu, íslensku …

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …

Gistinætur Breta á norðlenskum hótelum í janúar voru 422 talsins sem er rétt um tíund af því sem var í janúar árin 2018 og 2019 þegar breska ferðaskrifstofan Super Break bauð upp á pakkaferðir til Akureyrar frá nokkrum breskum flugvöllum. Tilkoma áætlunarflugs Easyjet frá London til Akureyrar hefur því ennþá miklu minni áhrif á gistigeirann …

Stærstu hluthafar Play skuldbindu sig til að leggja flugfélaginu til 2,6 milljarða króna í nýtt hlutafé í byrjun síðustu viku en með þeim skilyrðum að hlutafjárútboðið myndi nema samtals fjórum milljörðum króna. Nú hefur félagið tryggt sér þá 1,4 milljarða sem upp á vantaði. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að þessi hlutafjáraukning sé …

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …