Samfélagsmiðlar

Hótel birti raunverð gistingar

Texasríki og hótelkeðjan Marriot International hafa náð samkomulagi að birt verði með skýrum hætti öll álögð hótelgjöld og um að auka gagnsæi í auglýsingum og í bókunarferli. Mál hefur verið höfðað gegn Hyatt-keðjunni vegna brota á neytendalögum.

Herbergi á Grand Hyatt-hótelinu í Berlín

Dómsmálaráðherra Texasríkis, Ken Paxton, sakar hótelrekendur um sviksemi og starfshætti sem vinna gegn frjálsri samkeppni. Markmið þeirra sé að villa um fyrir neytendum í auglýsingum og koma þannig í veg fyrir eðlilegan samanburð áður en gengið er frá kaupum. Innheimt séu milljóna dollara dulin gjöld af hótelgestum.

Í yfirlýsingu sem Ken Paxton birti í fréttatilkynningu um samkomulag við Marriot-keðjuna segir: „Ferðamenn hafa á síðustu árum þurft að greiða mun hærra verð fyrir hótelherbergi heldur en þeir töldu sig hafa samþykkt við bókun.”

MYND: Af heimasíðu dómsmálaráðherra Texasríkis

Með samkomulaginu sem Marriot-hótelkeðjan hefur gengist undir er ekki viðurkennt að villt hafi verið um fyrir neytendum í auglýsingum um verð á gistingu en þó fallist á að birta framvegis heildarverð með öllum aukagjöldum. Þessu fagnar Paxton en segir um leið að sótt verði fast að öðrum keðjum sem ástundi vafasama viðskiptahætti með því að leyna neytendur upplýsingum um fullt verð á gistingu.

Til marks um alvöruna í málflutningi dómsmálaráðherrans í Texas þá var tilkynnt um leið og gengið var frá samkomulaginu við Marriot að mál hefði verið höfðað gegn Hyatt-hótelkeðjunni fyrir að brjóta gegn lögum um neytendavernd í Texas með villandi upplýsingum í auglýsingum og innheimtu duldra gjalda. Paxton segir að Hyatt-keðjan, sem er með höfuðstöðvar í Bandaríkjunum, léti ekki fylgja upplýsingar um öll tilskilin gjöld í auglýsingum um gistiverð. Það kæmi í veg fyrir upplýst val neytenda. 

London Marriot Regents Park – MYND: Booking.com

Eftir á að koma í ljós hvaða áhrif þessi málarekstur í Texas á eftir að hafa í hótelheiminum og hvort fólk geti í framtíðinni treyst því betur en nú að öll gjöld séu ævinlega innifalin í því verði sem hótel auglýsa á greiða þurfi fyrir næturgistingu. 

Ken Paxton, dómsmálaráðherra Texas – MYND: Kosningasíða KP

Ken Paxton hefur verið dómsmálaráðherra Texas frá janúar 2015. Hann er gallharður íhaldsmaður og studdi á sínum tíma viðleitni Trump til að hnekkja úrslitum síðustu forsetakosninga. Paxton hefur verið sakaður um mútuþægni og misnotkun á valdi og hefur rannsókn á meintum brotum hans staðið yfir síðustu ár. 

Nýtt efni

Stærsti bílaframleiðandi heims lætur ekki haggast þó hann hafi mætt nokkru andstreymi að undanförnu. Hluthafafundur Toyota endurnýjaði traust sitt á 10 manna stjórn fyrirtækisins í dag, þar á meðal á formanninum, Akio Toyoda, sem verið hefur í forystusveit fjölskyldufyrirtækisins frá aldamótum. Hann vék úr starfi forstjóra fyrir rúmu ári og varð stjórnarformaður. Nú hefur þessi …

Hér á landi hefur fjöldi erlendra vegabréfa við vopnaleitina á Keflavíkurflugvelli verið helsti mælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustunni. Á hinum Norðurlöndunum er ekki hægt að stunda svona talningu á flugvöllum enda margir sem koma landleiðina. Gistinætur útlendinga eru því aðalmælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustunni hjá frændum okkar og samtals voru þær 15,3 milljónir …

Búist er við að 38 prósenta hækkun tolla á innflutta rafbíla frá Kína hægi á sókn framleiðenda þar inn á Evrópumarkað. Hins vegar verður það aðeins tímabundið. Kínverskir framleiðendur hafa þegar náð sterkri stöðu í tæknimálum og getu til að framleiða á hagkvæman hátt - þeir ráða yfir allri aðfangakeðju framleiðslu sinnar. Að auki munu …

Fyrstu helgina í júní stefndi í verkfall flugmanna Norwegian í Noregi en samningar tókust á elleftu stundu. Flugfélagið hafði áður samið við danska og spænska flugmenn en þeir norsku kröfðust hlutfallslega meiri hækkunar og vísuðu til þess að laun þeirra stæðust ekki samanburð við starfsbræður sína í Evrópu vegna þess hve veik norska krónan er. …

„Það umfangsmikið verkefni að opna nýja álmu við flugstöð. Byggingin þarf að uppfylla fjölmargar kröfur yfirvalda , m.a. um innréttingar, eldvarnir, umhverfiskröfur og vinnuaðstæður. Það þarf líka að setja upp flókinn tækjabúnað, sem þarnast sérhæfðrar þekkingar og margra stunda þjálfun ef hann á að skila sínu hlutverki. Það gildir um nýjan öryggisbúnað flugvallarins," segir í …

Suður-kóreski bílaframleiðandinn Hyundai veðjar á fjórða stærsta bílamarkað heims, Indland. Stærstu markaðirnir eru Kína, Bandaríkin og Japan - en Indlandsmarkaður vex hratt og mikil sala er í litlum og sparneytnum gerðum bíla. Á síðasta ári keypti dótturfélag Hyundai á Indlandi verksmiðjur General Motors í Maharashtra í vestanverðu landinu með það fyrir augum að auka framleiðslu …

Icelandair sagði 82 starfsmönnum upp fyrir síðustu mánaðamót en þær uppsagnir náðu ekki til áhafna flugfélagsins. Nú er hins vegar komið að þeim hópi því fyrir helgi fengu 57 flugmenn uppsagnarbréf og eins voru 26 flugstjórar færðir í stöðu flugmanna. Við þá breytingu lækka laun viðkomandi um fimmtung samkvæmt því sem FF7 kemst næst.  Flugmönnum …