Samfélagsmiðlar

Óvissa til sölu

„Er hægt að markaðssetja óvissuna sem vetrarmánuðurnir skapa? Er hægt að gera þessa óvissu aðlaðandi?” Þannig spurði Hildur Sveinbjörnsdóttir, fyrirtækjaráðgjafi hjá Arctica Finance, á málþingi um fjárfestingarmöguleika í ferðaþjónustu á Austurlandi. Mikil árstíðasveifla einkennir ferðaþjónustuna eystra. Tækifærin felast í því að laða fleiri að yfir vetrartímann.

Hildur Sveinbjörnsdóttir, fyrirtækjaráðgjafi hjá Arctica Finance

Arctica Finance hefur komið að ýmsum stórum fjármögnunarverkefnum í ferðaþjónustu á síðustu árum. Fyrirtækið veitti þremur lífeyrissjóðum ráðgjöf í hlutabréfaútboði Icelandair, vann með Travel Connect við kaup á Terra Nova og Iceland Travel, sá um hlutabréfaútboð Play og skráningu á First North, veitti Landhotel ráðgjöf við fjárhagslega endurskipulagningu og aðstoðaði við samruna Kynnisferða og Eldeyjar í Icelandia og við kaupin á Actice. 

Nú er spurningin hvort einhver stórverkefni birtist fyrir austan.

Við Gufufoss í Seyðisfirði – MYND: ÓJ

Hildur Sveinbjörnsdóttir, fyrirtækjaráðgjafi hjá Arctica Finance, ræddi á málþingi á Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum í vikunni möguleikana í fjárfestingum í ferðaþjónustu á Austurlandi. Hún byrjaði á hinum árþúsunda gömlu vangaveltum um það hvort komi á undan hænan eða eggið í því skyni að meta hvort fyrst ætti að sækja fjármagn og byggja upp innviði ferðaþjónustu á Austurlandi – og laða síðan að ferðamenn, eða hvort ætti sækjast eftir því að fá sem flesta ferðamenn til að fjárfestar sjái og sannfærist um að fjárfesting þeirra geti verið arðbær. 

Gömul hús á Fáskrúðsfirði – MYND: ÓJ

Hvort kemur á undan – hænan eða eggið? Á Djúpavogi – MYND: ÓJ

Suðurland dregur til sín flesta ferðamenn. Þangað streyma þeir beint frá Keflavíkurflugvelli eða frá gististað í Reykjavík allt austur í Reynisfjöru eða að Jökulsárlóni, fram og til baka á einum degi, eða aka Gullna hringinn. Allt eru þetta staðir sem eru vel og rækilega markaðssettir. Staðan á Austurlandi er allt önnur – í þeim landshluta sem fjærstur er alþjóðaflugvellinum.

MYND: Arctica Finance

Á meðan 70-80 prósent erlendra ferðamanna fara um Suðurland fær Austurland aðeins 20-30 prósent þeirra. Árstíðasveiflan er lítil á Suðurlandi, umferðin nokkuð jöfn árið um kring, en til Austurlands kemur þorri ferðamanna á tímabilinu frá apríl og fram í október. Lægsta hlutfall heimsókna á Suðurlandi er um 70 prósent en 8 prósent á Austurlandi. Þarna er himinn og haf á milli, eins og fram kom í máli Hildar Sveinbjörnsdóttur.

Stuðlagil – MYND: Austurbrú

Borgarfjörður eystri. Fremst Hafnarhólmi – MYND: Austurbrú

Það er enginn skortur á seglum á Suðurlandi til að draga að ferðafólk, sem getur séð þá flesta á einum eða tveimur dögum. Austurland á líka sína segla. Hildur nefndi Stuðlagil, Hafnarhólma og Hengifoss. „Austurland á dýrmætar perlur en það þarf að markaðssetja þær enn frekar til þess að draga fleiri ferðamenn að – sérstaklega yfir vetrarmánuðina. Gott væri ef markaðssetningin væri samspil hins opinbera, sveitarfélaga og hagaðila á svæðinu,” sagði Hildur. Starfsfólk Austurbrúar í salnum lyftu hugsanlega brúnum. Austurbrú er einmitt vettvangur þessa markaðsstarfs. 

MYND: Arctica Finance

Það er varla hægt að bera saman 1.000 heimsóknir ferðamanna í Stuðlagil í ágúst við aðeins 10 manns á dag í desember og fram í janúar – og kalla það sveiflu. Það er eiginlega nær að segja að nánast enginn fari í Stuðlagil á veturna. Þar er bergið í klakaböndum og óvíst hvort aðdráttaraflið sé það sama og á sumardegi. Þetta er líka auðvitað spurning um aðgengi og öryggi, eins og Hildur nefndi. „Mögulega eru ákveðnir áfangastaðir óraunhæfir yfir vetrarmánuðina. Eru þá aðrir sem henta betur og hægt er að markaðssetja? Er hægt að markaðssetja óvissuna sem vetrarmánuðurnir skapa? Er hægt að gera þessa óvissu aðlaðandi?”

Stórt er spurt. 

Á Fjarðarheiði – MYND: ÓJ

MYND: Arctica Finance

Fram kom í erindinu að umferð á Austurlandi er fjórum sinnum meiri í ágúst en í janúar. Hildur segir óraunhæft að búast við að umferðin verði álíka í þessum tveimur mánuðum, tækifærin felist í að fjölga skipulögðum ferðum frekar en að draga að fólk í bílaleigubílum við vetraraðstæður. Hún telur að ferðaþjónustufólk fyrir austan gæti sameinast um að skapa aðstæður fyrir skipulagðar óvissu- og ævintýraferðir á veturna. Til að byrja með mætti setja af stað tilraunaverkefni af þessu tagi i samstarfi við rútufyrirtæki. „Ef óvissan er markaðssett með aðstoð opinberra aðila og ferðamönnum fjölgar yfir vetrarmánuðina þá ættu fjárfestar að sjá aukin tækifæri til fjárfestinga á svæðinu.“ 

Ein ævintýraleiðin liggur um Öxi – MYND: ÓJ

MYND: Arctica Finance

Það hafa helst verið Byggðastofnun og sparisjóðir heimamanna, frekar en stóru bankarnir, sem lánað hafa fé til uppbyggingar í ferðaþjónustu á landsbyggðinni, sagði Hildur, og benti á hið augljósa að það þarf að laða að fleiri fjárfesta að verkefnum. „Með markaðssetningu á náttúruperlum Austurlands, samstarfi hagsmunaaðila og uppbyggingu á óvissuferðum yfir vetrarmánuðina – og samstarfi við fjárfesta á svæðinu – ætti ferðamönnum að fjölga yfir vetrarmánuðina. Um leið og axlarmánuðirnir eru farnir að skila frekari tekjum þá verður fjárfestingin arðbærari fyrir nýja fjárfesta, og aðgengi að fjármagni í uppbyggingu yrði aðgengilegra.“ 

Hreindýr í ætisleit – MYND: ÓJ

Nýtt efni

Vorið 2021, stuttu áður en Play fór í loftið í fyrsta sinn, efndi félagið til hlutafjárútboðs þar sem söfnuðust 10 milljarðar króna. Í kjölfarið voru bréfin skráð á First North Growth í Kauphöllinni en um þann markað gilda ekki eins strangar reglur og Aðalmarkað Nasdaq. Í tengslum síðustu hlutafjáraukningu, sem lauk í apríl síðastliðnum, var …

Viðkiptastríð vesturveldanna og Kína heldur áfram að þyngjast því fyrr í dag gaf Evrópusambandið út að 38,1 prósent innflutningstollar yrðu lagðir á kínverska rafbíla frá og með næsta mánuði. Sú hækkun bætist við þann 10 prósent toll sem í dag ríkir á innflutning rafbíla frá Kína til aðildarríkja ESB. Þessi viðbótartollur hefur verið yfirvofandi síðustu …

Það var í júní 2014 sem breska lággjaldaflugfélagið Flybe, sem nú er gjaldþrota, hóf áætlunarflug til Íslands frá Birmingham. Flugleiðin stóð ekki undir væntingum stjórnenda Flyby og var lögð niður eftir níu mánuði. Þá tók Icelandair við keflinu og hélt úti tíðum ferðum milli Íslands og þessarar næstfjölmennustu borgar Bretlands fram í ársbyrjun 2018. Síðan …

Í Bandaríkjunum eru lestarsamgöngur ekki eins góðar og í Evrópu og þurfa þeir sem ætla að sækja komandi landsfundi Demókrata og Repúblikana annað hvort að keyra eða fljúga á fundarstað. Af þeim sökum hefur bandaríska flugfélagið United Airlines bætt við 118 flugferðum til og frá Chicago í ágúst í tilefni af landsfundi Demókrata. Repúblikanar hittast …

Gistináttagjald upp á 400 krónur (2,7 evrur) verður lagt á í Færeyjum frá og með október á næsta ári. Um leið verða allir þeir sem koma til eyjanna með skemmtiferðaskipum að greiða 1.300 króna gjald (9 evrur). Allar tekjur af þessari nýju gjaldtöku renna í sérstakan náttúruverndarsjóð að því segir í tilkynningu. Sá sjóður verður …

Talning á brottfararfarþegum á Keflavíkurflugvelli gefur vísbendingu um að erlendum ferðamönnum hér á landi hafi fækkað um tvö prósent í nýliðnum maí í samanburði við sama tíma í fyrra. Þróunin var hins vegar mjög ólík á milli þjóðerna. Þannig jókst straumurinn hingað frá Kanada umtalsvert á milli ára á meðan ferðamönnum frá Ísrael og Rússlandi …

Það seldust 1.259 nýir Tesla bílar á Íslandi árið 2022 og í fyrra voru þeir nærri þrefalt fleiri eða 3.471. Veltan jókst ekki í takt við söluna því tekjur bandaríska rafbílaframleiðands af hverjum nýjum bíl hér á landi drógust saman um 17 prósent samkvæmt útrekningum FF7 sem byggja á ársreikningi Tesla Motors Iceland ehf. Þetta …

Það voru 155 þúsund útlendingar sem innrituðu sig í flug frá Keflavíkurflugvelli í maí en þessi talning er notuð til að meta ferðamannastrauminn hingað til lands. Í maí í fyrra voru erlendu brottfararfarþegarnir 158 þúsund og 165 þúsund í maí 2018 þegar þeir voru flestir. Það vantaði því sex prósent fleiri farþega til að jafna …