Samfélagsmiðlar

Ríkisstuðningur við flugfélög getur gefið góða ávöxtun

Farin var önnur leið í fjárhagslegri aðstoð við flugrekstur á Íslandi en í Noregi og Þýskalandi, þar sem stuðningur var tengdur eignarhlut eða rétti til hlutafjárkaupa.

Norska ríkið fær nú kost á að breyta lánum sínum til Norwegian í hlutafé. Gengi hlutabréfanna hefur hækkað um fjórðung síðustu vikur.

Þegar heimsfaraldurinn hófst og botninn datt úr rekstri flugfélaga fengu mörg þeirra myndarlegan stuðning frá hinu opinbera. Fyrirkomulagið á þessum styrkjum var með ýmsum hætti og í sumum tilvikum eignaðist ríkissjóður umtalsverðan hlut í flugfélögunum.

Þýsk stjórnvöld fóru þá leið þegar Lufthansa var rétt hjálparhönd í upphafi kórónuveirufaraldursins með 9 milljarða evru innspýtingu. Ríkissjóður eignaðist um leið fimmtungshlut í þessari stærstu flugfélagasamsteypu Evrópu en hlutabréfin voru seld í fyrra og hagnaðist þýska ríkið um 760 milljónir evra á viðskiptunum.

Þotur Lufthansa í Frankfurt sem er helsta starfsstöð félagsins. -Mynd: Lufthansa

Sú upphæð jafngildir um 115 milljörðum íslenskra króna í dag en til samanburðar er markaðsvirði Icelandair 74 milljarðar króna.

Bréfin rokið upp síðustu daga

Nú er röðin komin að norskum stjórnvöldum að innleysa hagnað af stuðningi sínum við Norwegian. Um mánaðamótin hefur norska ríkið nefnilega kost á því að breyta lánum sínum til flugfélagsins í hlutafé. Lánsupphæðin nemur 1,2 milljörðum norskra króna og svo lengi sem gengi hlutabréfanna í Norwegian er hærra en 9,39 krónur á hlut þá kemur norski ríkissjóðurinn út í plús, ef láninu verður breytt í hlutabréf og þau seld.

Gengi hlutabréfa í Norwegian hefur hækkað um 24 prósent síðastliðinn mánuð og er í dag 12,68 krónur.

Fá líka hlut í SAS

Til viðbótar við fyrrnefnt lán þá fékk Norwegian einnig almenna opinbera styrki í heimsfaraldrinum og þarf gengi hlutabréfa í flugfélaginu að fara upp í 13,5 krónur á hlut ef norska ríkið ætlar að fá allan stuðning sinn við Norwegian, á árunum 2020 og 2021, tilbaka samkvæmt frétt Dagens Næringsliv.

Þotur keppinautanna Norwegian og SAS við Gardermoen í Ósló. -Mynd: Avinor

Það er hins vegar útlit fyrir að ríkisstuðningurinn til SAS muni ekki skila sér í nánustu framtíð. Norskir ráðamenn hafa þó gefið út að lánveitingum til flugfélagsins verður breytt í eignarhlut í boðuðu hlutafjárútboði flugfélagsins síðar á þessu ári.

ASÍ lagði til að ríkið fengi veð í hlutafé

Icelandair Group var það fyrirtæki hér á landi sem fékk langhæstu uppsagnarstyrkina í heimsfaraldrinum eða hátt í fjóra milljarða króna. Til viðbótar samþykkti Alþingi að veita flugfélaginu ríkisábyrgð á láni upp á um 15 milljarða króna gegn veði í vörumerki, bókunarkerfi og lendingaleyfum. Í umsögn sinni benti Ríkisendurskoðun á að afar ósennilegt væri að þessar eignir myndu standa undir kröfum sem numið gætu allt að 15 milljörðum kr.

„Annar möguleiki í stöðunni væri að ríkissjóður eignaðist hlut í félaginu ef gengið yrði á ábyrgðir eða hreinlega tæki rekstur þess yfir með það fyrir augum að finna síðar mögulega eigendur,“ sagði jafnframt í umsögn Ríkisendurskoðunar.

Þarna var bara horft til þess að íslenska ríkið eignaðist hlut í Icelandair ef allt færi á versta veg. Í umsögn ASÍ um opinberu lánalínuna til Icelandair var aftur á móti nefndur sá kostur að ríkið eignaðist hlut í Icelandair sem hefði þá verið í takt við þá leið sem Norðmenn og Þjóðverjar fóru.

Bandarísk fjárfesting í stað íslenskrar lánalínu

Icelandair nýtti aldrei þessa lánalínu þó tilvist hennar hafi komið félaginu vel, til að mynda í hlutafjárútboði haustið 2020 líkt og Ríkisendurskoðun benti á.

Stærsti hluthafinn í Icelandair í dag er bandarískur fjárfestingasjóður. Mynd: ÓJ

Ein skýringin á því að flugfélagið þurfti ekki á fjármagninu að halda er sú staðreynd að í sumarbyrjun 2021 fékk félagið inn 8 milljarða króna með útgáfu á nýju hlutafé til bandaríska lánasjóðsins Bain Capital Credit í byrjun sumars 2021. Um leið þynntist hlutur þáverandi hluthafa um 16 prósent. Þessi fjárfesting Bain Capital hefur í dag hækkað um 26 prósent.

Icelandair afsalaði sér hinni opinberu lánalínu í febrúar í fyrra og tveimur dögum síðar var nýtt bónuskerfi fyrir stjórnendur kynnt. En eins og Túristi fór yfir á sínum tíma þá hefði það verið erfitt fyrir stjórn Icelandair að leggja til þessar kjarabætur ef lánalínan hefði verið virk því það hefði mögulega stangast á við hluta af skilmálum lánveitingarinnar. Einnig hefði umræðan um kjarabæturnar mögulega ratað inn á Alþingi í framhaldinu.

Nýtt efni

Margir sem eru að basla í ferðaþjónustu fjarri höfuðborgarsvæðinu horfa öfundaraugum til Suðurlands, sem nýtur nálægðar við Keflavíkurflugvöll og Reykjavík - og státar af áfangastöðum sem ferðamenn sækjast eftir að heimsækja og hafa verið mjög vel kynntir síðustu áratugi.   Það er stöðugur straumur ferðamanna um Suðurland, meðfram „gullströndinni,“ sem hótelhaldarinn fyrir austan nefndi svo - …

Löngu áður en hið svokallaða „Bulletproof“ kaffi leit dagsins ljós settu Tíbetar smjörklípu út í morgunteið sitt til að byrja daginn á rjúkandi og næringarríkan hátt. Í köldu háfjallalofti Himalaja-fjallanna hefur þessi salti, rjómakenndi og hitaeiningaríki drykkur orðið að daglegri hefð sem er ómissandi í matarmenningu þjóðarinnar.Á máli heimamanna nefnist drykkurinn „po cha,“ sem einfaldlega …

Í nærri fimmtán hafa Icelandair og bandaríska flugfélagið Jetblue átt í samstarfi sem gerir viðskiptavinum þeirra kleift að kaupa tengiflug með hinu félaginu á einum miða og innrita farangur alla leið. Þannig getur farþegi sem ætlar héðan til Orlando í sumar keypt farið alla leið hjá Icelandair þó flogið sé með Jetblue seinni legginn, frá …

Aspasinn fyrirfinnst í þremur litbrigðum – hvítur, grænn og fjólublár. Hér er í raun um að ræða sömu plöntuna en afbrigðin hafa ólíka eiginleika og ræðst liturinn af því ásamt hlutfalli sólarljóss við ræktunina. Þetta næringarríka grænmeti er ein þeirra matjurta sem maðurinn hóf fyrst að rækta en elstu heimildir um aspasræktun eru um 2.000 …

Það voru vísbendingar um offramboð á flugi héðan til London og Frankfurt síðastliðinn vetur að mati stjórnenda Icelandair. Nú er hins vegar útlit fyrir nokkru færri brottfarir til beggja þessara borga á komandi vetri. Þannig hefur Wizz Air ekki lengur á boðstólum flug til Íslands frá London og þar með dregst framboð á flugi hingað …

Ferðaskrifstofur sem selja Íslandsferðir horfa nú í auknum mæli á eftir viðskipavinunum til Noregs þar sem verðlagið er skárra. Norskir ferðafrömuðir eru líka brattir í viðtölum þessa dagana og almennt sammála um að nýliðinn vetur hafi gengið vel og sumarið verði „dúndurgott" eins og það síðasta. Og opinberar tölur sýna að veturinn gekk vel í …

Þrotabú Wow Air hefur höfðað 11 riftunarmál vegna greiðslna til kröfuhafa flugfélagsins fyrir gjaldþrot þess í mars 2019. Fyrrum forstjóra flugfélagsins og eigenda, Skúla Mogensen, er stefnt til greiðslu skaðabóta í öllum þessum málum. Auk þess er farið fram á skaðabætur frá fyrrum stjórn fyrirtækisins í níu málum. Í stjórninni sátu Liv Bergþórsdóttir, sem var …

Þingmennirnir Jóhann Páll Jóhannsson (S) og Óli Björn Kárason (D) eru ekki bjartsýnir á að Alþingi nái að afgreiða þingsályktuntillögu Lilju Alfreðsdóttur (B), ráðherra ferðamála, um nýja ferðamálastefnu til ársins 2030. Þetta kom fram í máli þingmannanna í pallborðsumræðum á fundi Samtaka ferðaþjónustunnar í fyrradag. Ráðherrann tók líka þátt í pallborðinu og átti þar lokaorðin. …