Samfélagsmiðlar

Stjórnvöld hafi manndóm til að stöðva hvalveiðar strax

„Við vonum að þessi skýrsla gefi stjórnmálamönnum, og þeim sem með þessi mál fara, kjark til að stöðva þetta - hætta bara núna!" segir Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður SAF, í tilefni skýrslu Matvælastofnunar um hvernig staðið er að hvalveiðum hér við land.

Ferðafólk fylgist með hval dregnum á land í Hvalfirði

Ferðafólk fylgist með þegar hvalur er dreginn á land

Veiðar Hvals hf., fyrirtækis Kristjáns Loftssonar, á stórhvelum samræmast ekki markmiðum laga um velferð dýra, segir Matvælastofnun (MAST) í skýrslu sem vakið  hefur hörð viðbrögð. Undrast margir ráðaleysi ráðherra og stjórnsýslunnar gagnvart þessum veiðiskap. Horfur eru á að enn ein hvalveiðivertíðin sé framundan – hugsanlega þó sú síðasta – og að hún eigi eftir að draga að meiri athygli en þær fyrri – meiri undrun og andstyggð fólks víða um heim. Þrátt fyrir að brotin séu lög um velferð dýra skal haldið áfram ósjálfbærum veiðum í þágu þröngra eiginhagsmuna. 

MYNDIR: ÓJ

Niðurstöður MAST um veiðar Hvals hf. á síðustu vertíð eru auðvitað sláandi þó þær komi í sjálfu sér ekki á óvart:

„Af þeim 148 hvölum sem voru veiddir, voru 36 hvalir (24%) skotnir oftar en einu sinni. Þar af voru fimm hvalir skotnir þrisvar og fjórir hvalir skotnir fjórum sinnum. Einum hval með skutul í bakinu var veitt eftirför í 5 klukkustundir án árangurs.” (MAST)

MYND: ÓJ

Þarna er um að ræða aðferðir við veiðar á spendýrum með þróað vitsmuna- og tilfinningalíf, skepnur sem þjóna mikilvægu hlutverki í vistkerfinu. MAST telur að þrátt fyrir gagnrýniverðar veiðiaðferðir hafi lög ekki verið brotin og haft er eftir matvælaráðherra á RÚV að ekki sé lagagrunnur fyrir því að stöðva hvalveiðarnar strax. Margir hafa orðið til þess að gagnrýna þessi viðbrögð ráðherra og stjórnsýslu harðlega.

Bjarnheiður Hallsdóttir

Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður SAF – MYND: ÓJ

„Þetta er það sem okkur hefur grunað í áratugi,” segir Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, aðspurð um viðbrögð við niðurstöðum skýrslu MAST.

„Það er gott að fá þetta staðfest. Ferðaþjónustan hefur talað fyrir því áratugum saman að hvalveiðarnar séu í andstöðu við það sem við höfum verið að byggja upp og þá sögu sem við erum að segja um sjálfbærni og náttúruvernd – söguna um náttúruparadísina Ísland. Við vonum að þessi skýrsla gefi stjórnmálamönnum, og þeim sem með þessi mál fara, kjark til að stöðva þetta – hætta bara núna! Fólk á öllum okkar markaðssvæðum fordæmir hvalveiðarnar. Þetta vinnur gegn því sem við erum að byggja upp.”

Stundum horfa menn til beinna áhrifa af hvalveiðunum á ferðavilja og komur erlendra ferðamanna. Varla skiptir það mestu – hvort komi dálítið fleiri eða færri ferðamenn, er það?

„Þessi skýrsla setur umræðuna á nýtt plan. Menn hafa þráttað um þetta, hvort veiðarnar séu mannúðlegar – hvort verið sé að veiða hvalina á besta mögulega hátt. Nú hefur verið staðfest að svo er ekki. Þetta er bara skepnuskapur sem viðgengst hér við landið. Það er ekki flóknara. Stjórnvöld eiga að hafa manndóm í sér til að stöðva hvalveiðar strax. Það hlýtur að vera hægt að finna leið til þess ef viljinn er fyrir hendi. Það á að gera það.”

Nýtt efni

Um síðustu mánaðamót var greint frá því á borgarvef Amsterdam að innan marka hennar væri að finna 10 snjalldælur sem ökumenn gætu nýtt sér án endurgjalds. Það sem greinir snjalldælu frá þessum hefðbundnu, sem ökumenn geta nálgast víða til að dæla lofti í bíldekkin, er að þær tryggja að þrýstingur sé réttur. Margir ökumenn hafa …

Eins og raunin var í gær, þá fá ferðamenn ekki að fara upp á Akrópólishæðina í Aþenu um miðjan daginn vegna óvenjulega mikils hita miðað við árstíma. Engum verður hleypt upp á hæðina frá hádegi til klukkan fimm síðdegis. Sama gildir um aðra fornleifastaði í landinu, sem ferðamenn sækjast eftir að skoða. Allir sem hafa …

Í byrjun síðasta vetrar hóf Easyjet að fljúga tvisvar í viku milli London og Akureyrar. Aldrei áður höfðu áætlunarferðir verið í boði á þessari flugleið og íbúar á Norðurlandi tóku þessari nýjung fagnandi og voru í meirhluta sætanna í þotum breska flugfélagsins. Þetta mátti sjá á tölum norðlenska gististaða því breskum gestum fjölgaði ekki ýkja …

Ákvörðun Evrópusambandsins um að leggja allt að 38,1 prósents viðbótartoll á kínverska rafbíla vekur áhyggjur margra í alþjóðlega viðskiptaheiminum. Verndartollum er ætlað að hemja samkeppni að utan, reisa varnir á heimavelli, en leiða auðvitað gjarnan til þess að mótaðilinn svarar fyrir sig. Það óttast einmitt evrópskir framleiðendur, sem háðir eru viðskiptum við Kína, að gerist …

Vorið 2021, stuttu áður en Play fór í loftið í fyrsta sinn, efndi félagið til hlutafjárútboðs þar sem söfnuðust 10 milljarðar króna. Í kjölfarið voru bréfin skráð á First North Growth í Kauphöllinni en um þann markað gilda ekki eins strangar reglur og Aðalmarkað Nasdaq. Í tengslum síðustu hlutafjáraukningu, sem lauk í apríl síðastliðnum, var …

Viðskiptastríð vesturveldanna og Kína heldur áfram að þyngjast því fyrr í dag gaf Evrópusambandið út að 38,1 prósent innflutningstollar yrðu lagðir á kínverska rafbíla frá og með næsta mánuði. Sú hækkun bætist við þann 10 prósent toll sem í dag ríkir á innflutning rafbíla frá Kína til aðildarríkja ESB. Þessi viðbótartollur hefur verið yfirvofandi síðustu …

Það var í júní 2014 sem breska lággjaldaflugfélagið Flybe, sem nú er gjaldþrota, hóf áætlunarflug til Íslands frá Birmingham. Flugleiðin stóð ekki undir væntingum stjórnenda Flyby og var lögð niður eftir níu mánuði. Þá tók Icelandair við keflinu og hélt úti tíðum ferðum milli Íslands og þessarar næstfjölmennustu borgar Bretlands fram í ársbyrjun 2018. Síðan …

Í Bandaríkjunum eru lestarsamgöngur ekki eins góðar og í Evrópu og þurfa þeir sem ætla að sækja komandi landsfundi Demókrata og Repúblikana annað hvort að keyra eða fljúga á fundarstað. Af þeim sökum hefur bandaríska flugfélagið United Airlines bætt við 118 flugferðum til og frá Chicago í ágúst í tilefni af landsfundi Demókrata. Repúblikanar hittast …