Samfélagsmiðlar

Stjórnvöld hafi manndóm til að stöðva hvalveiðar strax

„Við vonum að þessi skýrsla gefi stjórnmálamönnum, og þeim sem með þessi mál fara, kjark til að stöðva þetta - hætta bara núna!" segir Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður SAF, í tilefni skýrslu Matvælastofnunar um hvernig staðið er að hvalveiðum hér við land.

Ferðafólk fylgist með hval dregnum á land í Hvalfirði

Ferðafólk fylgist með þegar hvalur er dreginn á land

Veiðar Hvals hf., fyrirtækis Kristjáns Loftssonar, á stórhvelum samræmast ekki markmiðum laga um velferð dýra, segir Matvælastofnun (MAST) í skýrslu sem vakið  hefur hörð viðbrögð. Undrast margir ráðaleysi ráðherra og stjórnsýslunnar gagnvart þessum veiðiskap. Horfur eru á að enn ein hvalveiðivertíðin sé framundan – hugsanlega þó sú síðasta – og að hún eigi eftir að draga að meiri athygli en þær fyrri – meiri undrun og andstyggð fólks víða um heim. Þrátt fyrir að brotin séu lög um velferð dýra skal haldið áfram ósjálfbærum veiðum í þágu þröngra eiginhagsmuna. 

MYNDIR: ÓJ

Niðurstöður MAST um veiðar Hvals hf. á síðustu vertíð eru auðvitað sláandi þó þær komi í sjálfu sér ekki á óvart:

„Af þeim 148 hvölum sem voru veiddir, voru 36 hvalir (24%) skotnir oftar en einu sinni. Þar af voru fimm hvalir skotnir þrisvar og fjórir hvalir skotnir fjórum sinnum. Einum hval með skutul í bakinu var veitt eftirför í 5 klukkustundir án árangurs.” (MAST)

MYND: ÓJ

Þarna er um að ræða aðferðir við veiðar á spendýrum með þróað vitsmuna- og tilfinningalíf, skepnur sem þjóna mikilvægu hlutverki í vistkerfinu. MAST telur að þrátt fyrir gagnrýniverðar veiðiaðferðir hafi lög ekki verið brotin og haft er eftir matvælaráðherra á RÚV að ekki sé lagagrunnur fyrir því að stöðva hvalveiðarnar strax. Margir hafa orðið til þess að gagnrýna þessi viðbrögð ráðherra og stjórnsýslu harðlega.

Bjarnheiður Hallsdóttir

Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður SAF – MYND: ÓJ

„Þetta er það sem okkur hefur grunað í áratugi,” segir Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, aðspurð um viðbrögð við niðurstöðum skýrslu MAST.

„Það er gott að fá þetta staðfest. Ferðaþjónustan hefur talað fyrir því áratugum saman að hvalveiðarnar séu í andstöðu við það sem við höfum verið að byggja upp og þá sögu sem við erum að segja um sjálfbærni og náttúruvernd – söguna um náttúruparadísina Ísland. Við vonum að þessi skýrsla gefi stjórnmálamönnum, og þeim sem með þessi mál fara, kjark til að stöðva þetta – hætta bara núna! Fólk á öllum okkar markaðssvæðum fordæmir hvalveiðarnar. Þetta vinnur gegn því sem við erum að byggja upp.”

Stundum horfa menn til beinna áhrifa af hvalveiðunum á ferðavilja og komur erlendra ferðamanna. Varla skiptir það mestu – hvort komi dálítið fleiri eða færri ferðamenn, er það?

„Þessi skýrsla setur umræðuna á nýtt plan. Menn hafa þráttað um þetta, hvort veiðarnar séu mannúðlegar – hvort verið sé að veiða hvalina á besta mögulega hátt. Nú hefur verið staðfest að svo er ekki. Þetta er bara skepnuskapur sem viðgengst hér við landið. Það er ekki flóknara. Stjórnvöld eiga að hafa manndóm í sér til að stöðva hvalveiðar strax. Það hlýtur að vera hægt að finna leið til þess ef viljinn er fyrir hendi. Það á að gera það.”

Nýtt efni

Stærsti bílaframleiðandi heims lætur ekki haggast þó hann hafi mætt nokkru andstreymi að undanförnu. Hluthafafundur Toyota endurnýjaði traust sitt á 10 manna stjórn fyrirtækisins í dag, þar á meðal á formanninum, Akio Toyoda, sem verið hefur í forystusveit fjölskyldufyrirtækisins frá aldamótum. Hann vék úr starfi forstjóra fyrir rúmu ári og varð stjórnarformaður. Nú hefur þessi …

Hér á landi hefur fjöldi erlendra vegabréfa við vopnaleitina á Keflavíkurflugvelli verið helsti mælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustunni. Á hinum Norðurlöndunum er ekki hægt að stunda svona talningu á flugvöllum enda margir sem koma landleiðina. Gistinætur útlendinga eru því aðalmælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustunni hjá frændum okkar og samtals voru þær 15,3 milljónir …

Búist er við að 38 prósenta hækkun tolla á innflutta rafbíla frá Kína hægi á sókn framleiðenda þar inn á Evrópumarkað. Hins vegar verður það aðeins tímabundið. Kínverskir framleiðendur hafa þegar náð sterkri stöðu í tæknimálum og getu til að framleiða á hagkvæman hátt - þeir ráða yfir allri aðfangakeðju framleiðslu sinnar. Að auki munu …

Fyrstu helgina í júní stefndi í verkfall flugmanna Norwegian í Noregi en samningar tókust á elleftu stundu. Flugfélagið hafði áður samið við danska og spænska flugmenn en þeir norsku kröfðust hlutfallslega meiri hækkunar og vísuðu til þess að laun þeirra stæðust ekki samanburð við starfsbræður sína í Evrópu vegna þess hve veik norska krónan er. …

„Það umfangsmikið verkefni að opna nýja álmu við flugstöð. Byggingin þarf að uppfylla fjölmargar kröfur yfirvalda , m.a. um innréttingar, eldvarnir, umhverfiskröfur og vinnuaðstæður. Það þarf líka að setja upp flókinn tækjabúnað, sem þarnast sérhæfðrar þekkingar og margra stunda þjálfun ef hann á að skila sínu hlutverki. Það gildir um nýjan öryggisbúnað flugvallarins," segir í …

Suður-kóreski bílaframleiðandinn Hyundai veðjar á fjórða stærsta bílamarkað heims, Indland. Stærstu markaðirnir eru Kína, Bandaríkin og Japan - en Indlandsmarkaður vex hratt og mikil sala er í litlum og sparneytnum gerðum bíla. Á síðasta ári keypti dótturfélag Hyundai á Indlandi verksmiðjur General Motors í Maharashtra í vestanverðu landinu með það fyrir augum að auka framleiðslu …

Icelandair sagði 82 starfsmönnum upp fyrir síðustu mánaðamót en þær uppsagnir náðu ekki til áhafna flugfélagsins. Nú er hins vegar komið að þeim hópi því fyrir helgi fengu 57 flugmenn uppsagnarbréf og eins voru 26 flugstjórar færðir í stöðu flugmanna. Við þá breytingu lækka laun viðkomandi um fimmtung samkvæmt því sem FF7 kemst næst.  Flugmönnum …