Samfélagsmiðlar

„Úti er ævintýri“

Stjórn Niceair hefur óskað eftir gjaldþrotaskiptum. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, stofnandi félagins og stjórnandi, greindi frá þessu í kvöld: „Það er orðið ljóst að ekki reyndist unnt að bjarga því sem eftir var af Niceair eftir margra vikna lífróður."

Vél Niceai í aðflugi til Akureyrar

Vél Niceair í aðflugi til heimabæjarins - Akureyrar

Niceair starfaði í 10 mánuði og hélt úti áætlunarflugi frá Akureyri til Kaupmannahafnar og Tenerife, auk þess sem farið var í stakar ferðir til annarra staða. Fyrsta ferðin var farin í byrjun júní 2022 en í vor var draumurinn úti í bili um beina flugtengingu Akureyrar við útlönd árið um kring.

Frumkvöðullinn Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, sem allir fyrir norðan kalla einfaldlega Lúlla, játar sig sigraðan á Facebook-síðu sinni í kvöld. Færslan ber yfirskriftina „Úti er ævintýri” og þar lýsir Þorvaldur Lúðvík leiðarlokum Niceair:

Flugvél Niceair

Flugvél Niceair – MYND: Niceair

„Ég reyndi til hins ítrasta að fá fjárfesta að verkefninu og bjarga því sem bjargað varð, taka skref til baka til að taka flugið í vetur eða næsta vor. Áætlaður kostnaður við þann biðleik hljóp á 90 -135 milljónum. Síðan þyrfti að endurfjármagna þegar flug myndi hefjast á nýjum forsendum. Undanfarnar vikur var lögð mikil vinna í að ræða við fjárfesta utan hluthafahópsins, en oftar en ekki endaði samtalið á að þið hljótið að redda þessu sjálf fyrir norðan. Það reyndist svo ekki ganga eftir.“

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson fyrir framan Gránufélagshúsin á Akureyri – MYND: ÓJ

Þorvaldur Lúðvík telur augljóslega að beint flug milli Akureyrar og annarra Evrópulanda sé enn raunhæfur möguleiki. En hann segir að þessi skakkaföll hafi stöðvað Niceair:

1. Ekki voru til staðar flugheimildir hjá samstarfsaðila milli Íslands og Bretlands, eins og hafði verið. boðað.

2. Samstarfsaðili lenti í vanskilum við eiganda vélarinnar og hún var gerð upptæk.

Án flugvélar verða ekki til tekjur hjá flugfélagi, bendir Þorvaldur Lúðvík réttilega á:

„Það er ekkert launungarmál að við höfðum verið að leita eftir meira fjármagni hjá fjárfestum undanfarna mánuði. Voru ýmis mið reynd, en í lokin tókst okkur þó að tryggja fjármagn til þess að fara inn í sumarið, m.a. með fulltyngi Byggðastofnunar, en það varð allt að engu þegar okkar samstarfsaðili missti vélina sem þýddi að við vorum flugvélalaus með fullt af farþegum út um allt um páskana. Engan veginn gekk að fá aðra vél á þessum tíma, né síðar. Veruleg umframeftirspurn er nú eftir flugvélum og leiguverð hefur hækkað skarpt, sem kannski skýrir þann leik sem síðar fór í gang þegar HiFly greiddi ekki af vélinni “okkar”.

Með falli Niceair hafa margir orðið fyrir áfalli. Þorvaldur Lúðvík gerir sér grein fyrir því og segir á Facebook:

„Það er mjög þungbært að hugsa til þess að almenningur verði fyrir fjártjóni og hluthafar sjái á bak miklum fjármunum, sem voru notaðir til að búa til gott félag sem veitti góða þjónustu, en entist ekki líf til að komast upp úr sandkassanum.

Það er einnig þungbært að sjá á bak vinnustað sínum og samstarfsfólki, á sama tíma og það verður endanleg niðurstaða að draumur minn og mjög margra annarra, er úti að sinni.

Ég hafði ástríðu og hjarta í þetta verkefni, en ástæður þrots má að flestu leyti rekja til sviksamlegra viðskipta erlends samstarfsaðila okkar, sem gerði okkur ókleyft að halda áfram, þótt vitanlega hafi verið gerð mistök hér heima líka.

Ég lagði líf og sál, ómældan svita og andvökunætur í að láta þetta ganga upp.

Þessum kafla er lokið hjá mér.“

Nýtt efni

Eftirspurn eftir ferðalögum til útlanda meðal Íslendinga er áfram sterk fullyrti Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, á kynningu á nýju uppgjöri flugfélagsins nú í morgun. Farþegum Icelandair frá heimamarkaðnum fækkaði hins vegar um 9 prósent á öðrum ársfjórðungi í samanburði við sama tímabil í fyrra. Þennan samdrátt útskýrði Bogi Nils með því að benda á …

Í byrjun júlí tóku gildi bráðabirgðatollar á rafbíla sem fluttir eru inn frá Kína til aðildarríkja Evrópusambandsins. Var gripið til þessa eftir að rannsókn á vegum Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins leiddi í ljós að kínverska framleiðslan nyti óeðlilega mikils ríkisstuðnings og skaði því evrópskir rafbílaframleiðendur. Aukatollurinn, sem nú leggst ofan á þann 10 prósent toll sem fyrir …

Á öðrum ársfjórðungi í fyrra hagnaðist Icelandair um 2,1 milljarð króna fyrir skatt en núna var niðurstaðan hagnaður upp á 73 milljónir króna. Í dollurum, uppgjörsmynt Icelandair, var rekstrarafkoman (Ebit) jákvæð um 3,3 milljónir dollara en 21 milljón í fyrra. Sú niðurstaða var sú besta í mörg ár eins og sjá má. Skilyrði til flugrekstrar …

Fyrir fjórum vikum síðan boðaði Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra, átak í markaðssetningu á Íslandi sem áfangastað fyrir ferðamenn. Segja má að ráðherrann hafi verið að svara kalli forsvarsfólks ferðaþjónustunnar sem hvatt hefur til opinberrar kynningar á Íslandi sem áfangastað líkt og víða tíðkast. Tveimur dögum eftir að Lilja Dögg lofaði „hundruðum millj­óna“ til …

Stjórnendur Icelandair og Play gáfu það út í sumarbyrjun að fargjöld hefðu lækkað vegna mikillar samkeppni í flugi yfir Atlantshafið. Félögin tvö þurfa nú í auknum mæli að sækja á þann markað þar sem minni eftirspurn er eftir Íslandsferðum. Gallinn er hins vegar sá að farþegar sem fljúga milli Evrópu og N-Ameríku, með millilendingu á …

Í júní í fyrra voru óvenju margir bandarískir ferðamenn á landinu miðað við flugframboð. Nú í sumar hefur flugferðunum fjölgað um 12 prósent en samt fækkaði bandarískum ferðamönnum um 19 prósent í nýliðnum júní. Það er Icelandair sem er langumsvifamest í flugi héðan til Bandaríkjanna og stóð félagið undir 7 af hverjum 10 flugferðum héðan …

Víðast hvar eru gistinætur útlendinga helsti mælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustu enda nær eingöngu eyríki að telja ferðafólk við landamæri með einföldum hætti. Hjá frændþjóðum okkar eru gistinæturnar því aðalmálið og nú fjölgar erlendu gestunum í Noregi þónokkuð frá fyrra ári en forsvarsfólk íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja hefur undanfarna mánuði bent á harðnandi samkeppni við þau …

helsinki yfir

Hagstofur víða birta nú nýjar verðlagsmælingar sem flestar sýna að verðbólga er á niðurleið. Nú í morgunsárið var komið að finnsku hagstofunni og þar sýna tölur að verðlag hefur hækkað um 1,3 prósent síðastliðna 12 mánuði. Á milli maí og júní fór verðbólgan niður um 0,2 prósent. Það voru lækkandi húsnæðisvextir og fallandi verð á …