Samfélagsmiðlar

Ferðaþjónustan á að skila meiri tekjum

Kyriakos Mitsotakis hefur tekið aftur við embætti forsætisráðherra Grikklands eftir stórsigur í þingkosningunum á sunnudag. Hann lofar efnahagslegum umbótum, fleiri störfum, launahækkunum - og meiri tekjum af ferðaþjónustu. Þingmaður Krítverja, Olga Kefalogianni, tekur við embætti ferðamálaráðherra í nýju ríkisstjórninni.

Olga Kefalogianni, nýr ferðamálaráðherra Grikklands

Kyriakos Mitsotakis tók ekki mikla pólitíska áhættu með því að boða til nýrra kosninga eftir að hægri-miðjuflokki hans Nýju lýðræði tókst ekki að tryggja sér meirihluta í kosningunum sem haldnar voru 25. maí. Nógu margir Grikkir þrá festu við stjórn landsins. Því var boðað til nýrra kosninga 25. júní og láta þá reyna á úthlutunarkerfi sem verðlaunar þann flokk sem fær flest atkvæði með fleiri þingsætum en hlutfallslegur styrkur segir til um. Þannig tryggði Nýtt lýðræði sér 158 þingsæti af 300 með innan við 41 prósent atkvæða og heldur áfram starfi sínu frá síðasta kjörtímabili. Það er sjaldgæft í seinni tíð að ríkisstjórn starfi tvö kjörtímabil í röð í Grikklandi.

Ferðafólk á Ermou í Aþenu – MYND: ÓJ

Mitsotakis lofar miklum breytingum: að endurheimta lánshæfismat Grikkja, fjölga störfum, hækka laun í landinu og auka tekjur ríkisins. Sjálfur er Mitsotakis fyrrverandi bankamaður af gróinni valdaætt í landinu, sonur fyrrum forsætisráðherra, Konstantinos Mitsotakis.

Meðal nýrra ráðherra í endurnýjaðri hægristjórn Grikklands er Olga Kefalogianni, þingmaður Rethymno-kjördæmis á Krít, sem margir Íslendingar þekkja úr ferðum sínum. Hún er eins og Mitsotakis afsprengi valdastéttarinnar í landinu, dóttir fyrrum ráðherra og þingmanns. Kefalogianni hefur áður gegnt embæti ferðamálaráðherra. Það var á árunum 2012 til 2015 í stjórn Antonis Samaras.

Stúlkur hvíla sig í Plaka-hverfinu í Aþenu – MYND: ÓJ

Meðal þess sem Mitsotakis hefur heitið er að auka tekjur af ferðaþjónustu í Grikkland. Einn af hverjum fimm Grikkjum starfar við ferðaþjónustu sem skilar um 18 prósentum af þjóðarframleiðslunni. Góðar horfur eru í ferðaþjónustu landsins á þessu ári – ef tekið er mið af fjölda ferðafólks. Líkir eru á að fleiri komi til Grikklands en árið 2019 þegar um 31 millljón ferðamanna kom til landsins. Vöxturinn á síðasta ári var meiri en víðast annars staðar og hefur haldið áfram á þessu ári.

Nýtt efni

Stærsti bílaframleiðandi heims lætur ekki haggast þó hann hafi mætt nokkru andstreymi að undanförnu. Hluthafafundur Toyota endurnýjaði traust sitt á 10 manna stjórn fyrirtækisins í dag, þar á meðal á formanninum, Akio Toyoda, sem verið hefur í forystusveit fjölskyldufyrirtækisins frá aldamótum. Hann vék úr starfi forstjóra fyrir rúmu ári og varð stjórnarformaður. Nú hefur þessi …

Hér á landi hefur fjöldi erlendra vegabréfa við vopnaleitina á Keflavíkurflugvelli verið helsti mælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustunni. Á hinum Norðurlöndunum er ekki hægt að stunda svona talningu á flugvöllum enda margir sem koma landleiðina. Gistinætur útlendinga eru því aðalmælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustunni hjá frændum okkar og samtals voru þær 15,3 milljónir …

Búist er við að 38 prósenta hækkun tolla á innflutta rafbíla frá Kína hægi á sókn framleiðenda þar inn á Evrópumarkað. Hins vegar verður það aðeins tímabundið. Kínverskir framleiðendur hafa þegar náð sterkri stöðu í tæknimálum og getu til að framleiða á hagkvæman hátt - þeir ráða yfir allri aðfangakeðju framleiðslu sinnar. Að auki munu …

Fyrstu helgina í júní stefndi í verkfall flugmanna Norwegian í Noregi en samningar tókust á elleftu stundu. Flugfélagið hafði áður samið við danska og spænska flugmenn en þeir norsku kröfðust hlutfallslega meiri hækkunar og vísuðu til þess að laun þeirra stæðust ekki samanburð við starfsbræður sína í Evrópu vegna þess hve veik norska krónan er. …

„Það umfangsmikið verkefni að opna nýja álmu við flugstöð. Byggingin þarf að uppfylla fjölmargar kröfur yfirvalda , m.a. um innréttingar, eldvarnir, umhverfiskröfur og vinnuaðstæður. Það þarf líka að setja upp flókinn tækjabúnað, sem þarnast sérhæfðrar þekkingar og margra stunda þjálfun ef hann á að skila sínu hlutverki. Það gildir um nýjan öryggisbúnað flugvallarins," segir í …

Suður-kóreski bílaframleiðandinn Hyundai veðjar á fjórða stærsta bílamarkað heims, Indland. Stærstu markaðirnir eru Kína, Bandaríkin og Japan - en Indlandsmarkaður vex hratt og mikil sala er í litlum og sparneytnum gerðum bíla. Á síðasta ári keypti dótturfélag Hyundai á Indlandi verksmiðjur General Motors í Maharashtra í vestanverðu landinu með það fyrir augum að auka framleiðslu …

Icelandair sagði 82 starfsmönnum upp fyrir síðustu mánaðamót en þær uppsagnir náðu ekki til áhafna flugfélagsins. Nú er hins vegar komið að þeim hópi því fyrir helgi fengu 57 flugmenn uppsagnarbréf og eins voru 26 flugstjórar færðir í stöðu flugmanna. Við þá breytingu lækka laun viðkomandi um fimmtung samkvæmt því sem FF7 kemst næst.  Flugmönnum …