Samfélagsmiðlar

Fjármálafyrirtæki og fjölmiðlar segja upp fólki

Það verða færri sem verða á mæta til vinnu við Wall Street í haust.

Bandarískir bankastjórar hafa að undanförnu þurft að grípa til sparnaðaraðgerða þar sem gangurinn í efnhagslífinu er mun hægari en áður. Færri eru að kaupa og selja fyrirtæki. „Atvinnumarkaðurinn hefur líklega ekki verið svona erfiður síðan í fjármálakreppunni árið 2008,“ hefur Financial Times eftir framkvæmdastjóra ráðningafyrirtækis í fjármálageiranum.

Niðurskurðurinn hjá stærstu fyrirtækjunum á Wall Street telur brátt 11 þúsund manns samkvæmt frétt Financial Times.

Citigroup er stórtækast í þeim hópi því þar munu 5 þúsund starfsmenn fá uppsagnarbréf fyrir mánaðamótin, flestir á fjárfestingbankasviðinu. Goldman Sachs og Morgan Stanley hafa einnig gripið til eða boðað hópuppsagnir.

Það eru ennþá fleiri sem misst hafa vinnuna í fjölmiðlageiranum vestanhafs í ár eða um 17 þúsund manns samkvæmt frétt Axios. Þetta er stærri hópur en fékk uppsagnarbréf í byrjun heimsfaraldursins. Tekjur fjölmiðla af áskriftum og auglýsingum eru að dragast saman og hækkandi vextir eru þung byrði fyrir skuldsettustu fyrirtækin.

Auglýsendur leita sífellt oftar til tæknifyrirtækja en hefðbundinna fjölmiðla. Ný samantekt M Group, eins stærsta birtingafyrirtækis í heimi, sýnir að 25 fyrirtæki sitja á um 75 prósent af auglýsingamarkaðnum og af þessum 25 fyrirtækjum eru 17 tæknifyrirtæki. Fremst í þeim flokki eru Google og Meta, móðurfélag Facebook og Instagram.

Nýtt efni

Vaxandi óánægju gætir meðal leigusala og húsnæðismiðlara í Bandaríkjunum með það ægivald sem Airbnb hefur á skammtímaleigumarkaðnum. Margir eru sagðir leita leiða til að afla leigutekna utan eða meðfram kerfi bandaríska risans, sem gerir stöðugt meiri kröfur til þeirra sem leigja út vegna þrýstings frá samfélögum sem stynja undan umfangi og markaðsáhrifum skammtímaleigu til ferðafólks.  …

Flugsamstæðan Air France KLM hefur greint frá því að rekstrarhagnaður á síðasta ársfjórðungi hafi minnkað um 30% og er það verri afkoma en flugmálasérfræðingar bjuggust við. Helstu skýringar eru sagðar aukinn starfskostnaður og hærra olíuverð en búist var við. Þetta er veruleiki sem önnur flugfélög hafa almennt verið að kljást við. Á öðrum ársfjórðungi nam …

Þegar stjórnendur Play kynntu í apríl sl. uppgjör fyrirtækisins fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins þá brugðu þeir út af vananum og birtu engan árshlutareikning. Þar með fengu fjárfestar og greinendur ekki aðgang að uppfærðum efnahagsreikningi fyrir flugfélagið þar sem meðal annars eigna- og skuldastaða kemur fram. Um leið fengust ekki upplýsingar um hvert eiginfjárhlutfall félagsins …

Suður-kóreski rafhlöðuframleiðandinn LG Energy Solution (LGES) á í viðræðum við þrjá ónefnda kínverska birgja um að framleiða ódýrar bílarafhlöður fyrir Evrópumarkað og bregðast þannig við hærri verndartollum Evrópusambandsins á rafbíla frá Kína.  Þetta hefur Reuters-fréttastofan eftir háttsettum heimildarmanni innan LGES, sem er í hópi stærstu rafhlöðuframleiðenda heims ásamt CATL í Kína, Panasonic í Japan og …

Þó margir njóti guðaveiga í sumarfríinu þá er hásumarið rólegur tími í heimi vínviðskipta. Það er löngu búið að ganga frá sölu á framleiðslu liðins árs en beðið tíðinda af næstu vínuppskeru. Þegar horft er á heildina þá hefur dregið úr vínsölu vegna efnahagsþrenginga og breyttra neysluhátta. En loftslagsbreytingar valda vínbændum víða erfiðleikum og hafa …

Það kemur skýrt fram í afkomutölum rafbílaframleiðandans Tesla að hægt hefur á orkuskiptum í bílasamgöngum. Á fyrri helmingi ársins hefur Tesla selt um 831 þúsund rafbíla en Elon Musk hafði spáð því að á árinu öllu myndu seljast um 1,8 milljónir bíla. Það vantar því enn mikið upp á að sú spá rætist. Sala Tesla …

Áður en Play fór í loftið sumarið 2021 var efnt til hlutafjárútboðs þar sem söfnuðust 10 milljarðar króna. Umsjón með útboðinu höfðu Arctica Finance og Arion banki en þessi tvö fjármálafyrirtæki komu einnig að fjármögnun Wow Air á sínum tíma. Í útboði meðal almennings reyndist umframeftirspurnin áttföld. Í kynningarefni sem fylgdi hlutafjárútboðinu var aðeins ein …

„Okkur er ánægja að tilkynna um fjölgun A350-900-véla í utanlandsflugi og A321neo í innanlandsflugi,“ segir Yukio Nakagawa, innkaupastjóri Japan Airlines, í tilkynningu félagsins um samninga við Airbus um kaup á nýjum þotum. „Með því að flýta því að taka í notkun nýjustu og sparneytnustu flugvélarnar viljum við veita viðskiptavinum okkar besta hugsanlegu þjónustu um leið …