Samfélagsmiðlar

Fleiri en tveir áhugasamir um stóran hlut

Anko Van der Werff, forstjóri SAS.

Það styttist í hlutafjárútboð SAS en þar er ætlunin að fá fjárfesta til að leggja rúmlega 120 milljarða íslenskra króna í þetta stærsta flugfélag Norðurlanda. Um leið verða núverandi hlutabréf nærri verðlaus og þar með verður bundinn endi á veru sænska ríkisins í hópi stærstu hluthafa.

Ríkisstjórn Svíþjóðar ætlar nefnilega ekki að taka þátt í hlutafjárútboðinu en það ætla aftur á móti ráðmenn í Danmörku að gera. Þeir hafa lýst yfir áhuga á að eignast allt að 30 prósent hlut.

Bandaríski sjóðurinn Apollo Global Management hefur líka verið nefndur sem mögulegur fjárfestir á stórum hlut í flugfélaginu. Sjóðurinn lánaði SAS tugi milljarða króna til að koma félaginu í gegnum svokallað Chapter-11 ferli fyrir bandarískum dómstólum. Fyrir lánveitinguna fékk Apollo meðal annars forkaupsrétt á nýju hlutafé í SAS.

Danska ríkið og bandaríski sjóðurinn eru þó ekki einu áhugasömu fjárfestarnir að sögn Anko van der Werff, forstjóra SAS. Í viðtalið við Dagens Næringsliv í dag staðfestir hann að það séu fleiri en tveir fjárfestar sem hafi skrifað undir viljayfirlýsingu um þátttöku í útboðinu með myndarlegum hætti.

Það stendur nefnilega ekki til að leita til almenna fjárfesta í þessu útboði til að byrja með heldur fyrst og fremst fá að borðinu aðila sem geta sett milljarða í flugfélagið.

Hinn hollenski forstjóri SAS vill þó ekki gefa upp um hverjir þetta eru sem nú velta fyrir sér fjárfestingu í flugfélaginu en þann 26. júní næstkomandi rennur út frestur til að skila inn tilboði. Þann 14. ágúst verða tilboðin bindandi og í síðasta lagi tveimur vikum síðar liggja niðurstöður fyrir.

Þá kemur í ljós hvernig hluthafahópur SAS lítur út en fyrir liggur að ef danska ríkið verður stórtækt í útboðinu þá mun sú fjárfesting þurfa grænt ljós frá evrópskum samkeppnisyfirvöldum. Nýverið komst undirréttur Evrópudómstólsins að ríkisstyrkurinn sem SAS fékk í heimsfaraldrinum hefði verið óréttmætur.

Flugfélagið er þó í engri stöðu til að endurgreiða styrkinn enda gríðarlega illa statt jafnvel þó forstjórinn segir horfurnar góðar næstu misseri. SAS líkt og önnur flugfélög finna nefnilega fyrir mikilli eftirspurn og hátt flugmiðaverð virðist lítið draga úr neytendum. Tekjuhliðin í flugrekstri hefur nefnilega sjaldan eða aldrei litið eins vel út.

Nýtt efni

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …

Útgerðir skemmtiferðaskipa virðast bjartsýnar um að fólk sæki mjög í siglingar á árinu. Ferðaþorstanum eftir innilokun Covid 19-áranna hafi ekki enn verið svalað. Þá kjósi margir, sem á annað borð hafa efni á því, verja fleiri ferðadögum á friðsælu floti um heimsins höf fremur en að olnboga sig í gegnum manngrúa borga og vinsælla ferðamannastaða. …

Það voru keyptar 390 þúsund gistinætur á íslenskum gististöðum í janúar eða 13 prósentum færri en í janúar í fyrra. Næturnar núna voru álíka margar og í janúar 2019 en það var í mars það ár sem rekstur Wow Air stöðvaðist. Gisitnóttum útlendinga á skráðum gististöðum, stór hluti heimagistingarinnar fellur þar ekki undir, fækkaði um …

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Vinna við aðgerðaáætlun í tengslum við ferðamálastefnu Íslands til ársins 2030 er langt komin. Birt hafa verið í Samráðsgátt drög að tillögu til þingsályktunar og óskað umsagna. Það kemur síðan í hlut Alþingis að vinna úr tillögum sem orðið hafa til í víðtæku samráði hagaðila í ferðaþjónustu - og ákveða síðan hvert skal stefna. Þær …

Þjóðarflugfélög Frakka og Hollendinga mynda samsteypuna Air France-KLM Group og hagnaðist fyrirtækið um 934 milljónir evra á nýliðnu ári. Sú upphæð jafngildir 140 milljörðum króna. Aldrei áður hefur þessi fransk-hollenska samsteypa skilað svona miklum hagnaði að því fram kemur í tilkynningu nú í morgun í tilefni af birtingu uppgjörsins. Þar kemur fram að stríðið á …

Karólínska háskólasjúkrahúsið í Stokkhólmi er það sjöunda besta í heimi samkvæmt árlegum lista bandaríska tímaritsins Newsweek. Þetta er fimmta árið í röð sem Karólínska er á lista yfir þau 10 bestu en Björn Zoëga hefur verið forstjóri sjúkrahússins öll þau ár. Björn sagði stöðunni upp nú í ársbyrjun og lætur af störfum í næstu viku. …

Þetta eru ískyggilegar fréttir fyrir Íslendinga og aðrar þjóðir landanna sem liggja að Norður-Atlantshafi. Það er hluti af kjarngóðu og upplýstu uppeldi allra landsmanna að heyra um mikilvægi Golfstraumsins - helst snemma í frumbernsku, og landsmenn eru minntir á mikilvægi hans reglulega út æviskeiðið. Golfstraumurinn liggur frá Karíbahafinu og hingað norður eftir og gerir það …

Lestarferð á fjölförnustu viðskiptaferðaleiðum Bretlands losar innan við helming af því CO2 sem jafn löng ferð með rafbíl gerir, samkvæmt útreikningum sem The Rail Delivery Group, hagsmunasamtök lestarfélaga þar í landi, hafa reiknað út og sagt er frá í The Guardian. Þar sem um er að ræða vistvænstu lestirnar, sem einungis ganga fyrir rafmagni, þá …