Samfélagsmiðlar

Góðar horfur í Frakklandi

Ferðamálayfirvöld í Frakklandi hafa kynnt horfur í ferðaþjónustu á þessu ári. Útlitið er gott, bæði hvað varðar ferðalög Frakka innanlands og erlendar gestakomur.

Slakað á í Normandí

Fyrstu spár um franska ferðasumarið voru kynntar í dag af fulltrúum Franska ferðamálaráðsins (Atous France) og Samtaka franskra ferðaþjónustufyrirtækja (ADN). Sumarið 2022 var mjög gott í franskri ferðaþjónustu og vel hefur gengið það sem af er þessu ári. Frakkland laðar sem fyrr til sín mikinn fjölda erlendra gesti og heldur aðdráttarafli sínu gagnvart heimamönnum. Samkvæmt könnun sem kynnt var lýsa þrír af hverjum fjórum Frökkum áhuga á að komast í sumarfrí og lang flestir ætla að halda sig innanlands. Verðhækkanir að undanförnu móta afstöðu fólks og takmarka eyðslugetu. Heimahagarnir hagnast á því.

Markaðsdagur í Caen – MYND: ÓJ

Drjúgur meirihluti þeirra Frakka sem á annað borð ætlar að heiman í sumarfrí, eða 59 prósent, hefur hugsað sér að dvelja nokkuð lengi – að meðaltali 11 daga. Hótelbókanir í júní, júlí og ágúst eru þremur prósentustigum fleiri en í sömu mánuðum í fyrra. Mestu munar um aukningu í viðskiptaferðum og fjölgun gistinátta vegna stórviðburða eins og heimsmeistaramótsins í rúgbí. Þá er búist við fimm prósentustiga fjölgun gistinátta á tjaldstæðum og öðrum útisvæðum og munar þar mest um umtalsverða fjölgun útlendinga sem ætla að hafa með sér tjald eða hjólhýsi til Frakklands. Búist er við að þessir erlendu gestir verði 15 prósentum fleiri í ár en í fyrra.

Horfurnar varðandi heimsóknir erlendra ferðamanna eru álíka góðar og meðal heimamanna. Búist er við að fjöldi erlendra ferðamanna í Frakklandi verði svipaður og metárið 2022 þegar tekjur vegna komu þeirra námu um 58 milljörðum evra. Tölurnar frá fyrstu mánuðum þessa árs benda allar til að tekjur verði enn meiri og skýrist það einkum af miklu fleiri heimsóknum frá Bandaríkjunum og Bretlandi. Bandaríkjamenn njóta sterks dollars á ferðum sínum í Frakklandi og öðrum Evrópulöndum.

Kaffihús í París
Signa

Svipmyndir frá París – MYNDIR: ÓJ

Mælaborð Franska ferðamálaráðsins gefur til kynna að áfram verði mikil sókn í Frakklandsferðir, einkum frá fjarlægum markaðssvæðum. Bandaríkjamenn, Kanadamenn, Japanar og Kínverjar setja Frakkland efst á lista yfir óskastaði í Evrópureisu. Sækjast flestir eftir að vera nærri ströndum landsins, eða 57 prósent aðspurðra í könnuninni, en það er líka aukinn áhugi á ferðum til Parísar og annarra borga Frakklands. Frönsku borgirnar eru efst á blaði hjá 36 prósentum.

Eftir því sem liðið hefur á júnímánuð hefur kínverskum ferðamönnum verið að fjölga í Frakklandi. Franskt ferðaþjónustufólk getur glaðst yfir því að 38 prósent þeirra Kínverja sem á annað borð hyggja á ferðalög til útlanda næsta misserið hafa einsett sér að leggja leið sína til Frakklands.

Nýtt efni

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …

Útgerðir skemmtiferðaskipa virðast bjartsýnar um að fólk sæki mjög í siglingar á árinu. Ferðaþorstanum eftir innilokun Covid 19-áranna hafi ekki enn verið svalað. Þá kjósi margir, sem á annað borð hafa efni á því, verja fleiri ferðadögum á friðsælu floti um heimsins höf fremur en að olnboga sig í gegnum manngrúa borga og vinsælla ferðamannastaða. …

Það voru keyptar 390 þúsund gistinætur á íslenskum gististöðum í janúar eða 13 prósentum færri en í janúar í fyrra. Næturnar núna voru álíka margar og í janúar 2019 en það var í mars það ár sem rekstur Wow Air stöðvaðist. Gisitnóttum útlendinga á skráðum gististöðum, stór hluti heimagistingarinnar fellur þar ekki undir, fækkaði um …

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Vinna við aðgerðaáætlun í tengslum við ferðamálastefnu Íslands til ársins 2030 er langt komin. Birt hafa verið í Samráðsgátt drög að tillögu til þingsályktunar og óskað umsagna. Það kemur síðan í hlut Alþingis að vinna úr tillögum sem orðið hafa til í víðtæku samráði hagaðila í ferðaþjónustu - og ákveða síðan hvert skal stefna. Þær …

Þjóðarflugfélög Frakka og Hollendinga mynda samsteypuna Air France-KLM Group og hagnaðist fyrirtækið um 934 milljónir evra á nýliðnu ári. Sú upphæð jafngildir 140 milljörðum króna. Aldrei áður hefur þessi fransk-hollenska samsteypa skilað svona miklum hagnaði að því fram kemur í tilkynningu nú í morgun í tilefni af birtingu uppgjörsins. Þar kemur fram að stríðið á …

Karólínska háskólasjúkrahúsið í Stokkhólmi er það sjöunda besta í heimi samkvæmt árlegum lista bandaríska tímaritsins Newsweek. Þetta er fimmta árið í röð sem Karólínska er á lista yfir þau 10 bestu en Björn Zoëga hefur verið forstjóri sjúkrahússins öll þau ár. Björn sagði stöðunni upp nú í ársbyrjun og lætur af störfum í næstu viku. …

Þetta eru ískyggilegar fréttir fyrir Íslendinga og aðrar þjóðir landanna sem liggja að Norður-Atlantshafi. Það er hluti af kjarngóðu og upplýstu uppeldi allra landsmanna að heyra um mikilvægi Golfstraumsins - helst snemma í frumbernsku, og landsmenn eru minntir á mikilvægi hans reglulega út æviskeiðið. Golfstraumurinn liggur frá Karíbahafinu og hingað norður eftir og gerir það …

Lestarferð á fjölförnustu viðskiptaferðaleiðum Bretlands losar innan við helming af því CO2 sem jafn löng ferð með rafbíl gerir, samkvæmt útreikningum sem The Rail Delivery Group, hagsmunasamtök lestarfélaga þar í landi, hafa reiknað út og sagt er frá í The Guardian. Þar sem um er að ræða vistvænstu lestirnar, sem einungis ganga fyrir rafmagni, þá …