Samfélagsmiðlar

„Lítilleg“ lækkun sögð mikilvægt framlag til baráttunnar við verðbólgu

Verðhækkanir í matvöruverslunum hafa víða um lönd verið til umræðu síðustu misseri. Stjórnendur Haga gera þessa þróun að umtalsefni í nýrri ársskýrslu en fyrirtækið upplýsir þó ekki svart á hvítu um stöðuna.

Finnur Oddsson, forstjóri Haga og Davíð Harðarson, stjórnarformaður.

„Lægri framlegð má telja mikilvægt framlag verslana Haga til baráttunnar við verðbólgu í matvöru á Íslandi,“ skrifa þeir Finnur Oddsson, forstjóri og Davíð Harðarson, stjórnarformaður Haga, í ávarp sitt í nýrri ársskýrslu fyrirtækisins sem rekur bæði Hagkaup og Bónus.

Þessi fullyrðing vekur upp spurningar þegar ársskýrslan sjálf er skoðuð því þar segir í skýringatexta að lægri framlegð skrifist að mestu á eldsneytissölu Olís sem er í eigu Haga.

„Framlegðarhlutfall dagvöru lækkar lítillega en að mestu leyti má rekja lækkunina til eldsneytishluta samstæðunnar,“ segir í skýringu.

Afhverju talið þið um lægri framlegð og tengið hana baráttu við verðbólgu í matvöru þegar það segir í árskýrslunni að lækkunina megi lítillega rekja til dagvöru?

„Framlegð í rekstri Haga dróst á síðasta ári saman sem hlutfall af tekjum, úr 20,9% í 19,1%. Skýringin á þessari breytingu er tvíþætt og má rekja annarsvegar til eldsneytishluta samstæðu og hinsvegar til dagvöruhluta. 

Hvað eldsneytishlutann varðar, þá tengist breytingin fyrst og fremst því að heimsmarkaðsverði olíu hækkaði mikið á árinu á meðan krónutala framlegðar per lítra breytist lítið, þannig að hlutfall álagningar dregst saman fyrir vikið.

Í dagvörusölunni þá þurftum við allt síðasta ár, sérstaklega á seinni hluta þess, að fást við fordæmalausar verðhækkanir frá birgjum og framleiðendum, samfara veikingun gengis krónunnar. Þó svo að sérstök áhersla hefur verið lögð á að sporna eins og hægt er gegn verðhækkunum, m.a. með útsjónarsemi í innkaupum og hagræðingu í rekstri, þá voru hækkanir einfaldlega af þeirri stærðargráður að verð út úr búð hækkar þvert á alla vöruflokka. Lækkun framlegðarhlutfalls í dagvöruhluta Haga sýnir hinsvegar að kostnaðarverðshækkunum hefur ekki verið fleytt út í vöruverð að fullu. Í ljósi þess að hlutdeild Haga á dagvörumarkaði er umtalsverð, þá erum við með þessu að leggja lóð á vogarskálarnar í baráttu við verðbólgu í matvöru á Íslandi,“ útskýrir Finnur Oddsson, forstjóri Haga, í skriflegu svari við fyrirspurn Túrista.

Afkoman lakari á milli reikningsára

Í uppgjörum fyrirtækisins er ekki að finna framlegð eftir starfssviðum. Það er því ekki hægt að sjá svart á hvítu hvernig framlegðin hefur þróast í dagvöru annars vegar og eldsneytissölu hins vegar.

Aftur á móti má sjá hvernig reksturinn gengur í verslunum og vöruhúsum. Allt síðasta reikningsár, 1. mars 2022 til 28. febrúar 2023, var rekstrarhagnaðurinn í verslununum 4,9 milljarðar sem var lækkun um 500 milljónir frá fyrra tímabili. Stærri hluti lækkunarinnar kom fram fyrstu sex mánuði reikningsársins því á síðasta fjórðungnum, desember 2022 og janúar og febrúar sl., var rekstrarahagnaðurinn á pari við sama tímabil á undan. Veltan var þó meiri.

Keppinauturinn upplýsir

Sem fyrr segir þá upplýsa Hagar ekki sérstaklega hvernig framlegðarhlutfallið hefur þróast eftir starfsþáttum en það gerir aftur á móti Festi sem er líka stórtækt í sölu á matvöru og eldsneyti.

Spurður hvort það komi til greina að bæta úr þessu hjá Högum þá segir Finnur að félagið hafi á síðustu árum aukið töluvert á gagnsæi í rekstrinum, meðal annars með því að fjölga uppgjörsfundum og bæta við upplýsingagjöf um tekjur og afkomu þátta í starfseminni.

„Upplýsingamiðlun er í stöðugri endurskoðun með það að markmið að gefa markaðsaðilum greinargóða mynd af rekstri félagsins á hverjum tíma.“

Nýtt efni

Það er bannað að auglýsa vín á Íslandi - nema auðvitað í amerískum samfélagsmiðlum og þeim erlendu vefsíðum sem íslenskir lesendur heimsækja. Áfengisauglýsingar eru hinsvegar mikilvæg tekjulind fjölmiðla í löndum allt í kringum okkur enda býr áfengisiðnaðurinn yfir miklu fjármagni og vill viðhalda áhuga neytenda á öllum aldri á þessum viðurkennda en varasama vímugjafa. FF7 …

Með hjálp málgreiningarforrits og athugun á orðanotkun hefur Lapo Lappin komist að því að tvær af vinsælustu bókum Camillu geta varla verið skrifaðar af höfundinum sjálfum og bendir Lappin á að textinn líkist mjög textum eftir annan rithöfund, Pascal Engman. Sjálf neitar Camilla (og það gerir Pascal einnig) öllum ásökunum og telur þær vera ávöxt öfundar …

Stundum fer rás atburða í hring. Flugvélasmiðja Spirit í Wichita var sett á stofn af Stearman Aircraft árið 1927 en tveimur árum síðar eignaðist United Aircraft and Transport Corporation fyrirtækið og rak til ársins 1934. Þá tók Boeing við rekstrinum og í heimsstyrjöldinni síðari, árið 1941, varð Spirit deild innan Boeing. Þannig hélst fyrirkomulagið til …

„Ég er búinn að vera í björgunarsveit í að verða 15 ár og í öllum útköllum tók ég Beef Jerky, þurrkað nautakjöt frá Bandaríkjunum, með mér sem nesti í neyð. Ég gekk til dæmis einu sinni þvert yfir landið, frá Reykjanestá yfir á Langanes og fyrir þá ferð gerði ég mikla leit að góðu, íslensku …

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …

Gistinætur Breta á norðlenskum hótelum í janúar voru 422 talsins sem er rétt um tíund af því sem var í janúar árin 2018 og 2019 þegar breska ferðaskrifstofan Super Break bauð upp á pakkaferðir til Akureyrar frá nokkrum breskum flugvöllum. Tilkoma áætlunarflugs Easyjet frá London til Akureyrar hefur því ennþá miklu minni áhrif á gistigeirann …

Stærstu hluthafar Play skuldbindu sig til að leggja flugfélaginu til 2,6 milljarða króna í nýtt hlutafé í byrjun síðustu viku en með þeim skilyrðum að hlutafjárútboðið myndi nema samtals fjórum milljörðum króna. Nú hefur félagið tryggt sér þá 1,4 milljarða sem upp á vantaði. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að þessi hlutafjáraukning sé …

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …