Samfélagsmiðlar

Loftslagsbreytingar og ferðavenjur

Loftslagsbreytingar eru farnar að hafa áhrif á það hvar Vesturlandabúar kjósa að verja sumarfríum. Áður talaði fólk mest um þörfina á hita og sólskini. Nú fjölgar þeim hratt sem óttast of mikinn hita í sumarfríinu. Þetta á sérstaklega við um Evrópu þar sem hlýnunin hefur verið meiri en að meðaltali í heiminum frá 2019.

Baðströnd í Vestur-Flæmingjalandi í Belgíu

Hitamet voru slegin sumarið 2021 og aftur 2022. Eftir á að koma í ljós hvernig fer í sumar. Gamanið kárnar í sumarfríinu ef hitinn fer í 40 gráður og fyrir augu ber reyk frá skógareldum í nálægu fjalllendi. Allir sem hafa efni á því fara eitthvert annað – þangað sem svalara er og þægilegra. 

Ísland hlýtur að færast ofar á óskalistann. Stór hluti Íslendinga bíður enn eftir sumrinu. Þau fyrir austan og norðan eru harla sátt en hjörtun eru daprari fyrir sunnan og vestan. Átta stiga sumarhiti er nú ekkert fagnaðarefni fyrir flesta – jafnvel ekki þá sem eru orðnir þreyttir á þrúgandi hita.

Það var svo sem búið að vara við því að loftslagsbreytingarnar gætu falið það í sér að sumrin yrðu rakari og svalari hér í norðrinu. En verðum við ekki að vona að þessi raki og svali lægðagangur verði ekki eina hlutskipti okkar hér eftir?

Það má enn stöðva loftslagsbreytingarnar. 

Belgar á baðströnd í eigin landi – MYND: ÓJ

Um leið og talað er um breyttar ferðaáætlanir verður að hafa í huga að einmitt ferðalög skila um 5 prósentum af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda. Og það dregur ekki úr ferðalögum. Þau eru að aukast hratt. Allir sem hafa efni á því reyna að gleyma leiðindunum í heimsfaraldrinum og láta nú gamla ferðadrauma rætast.

Breytingar á ferðalögum fólks vegna hækkandi hitastigs er umfjöllunarefni dálkahöfundarins Simon Kuper hjá Financial Times og hann býst við að loftslagsbreytingarnar hafi veruleg áhrif á það hvert fólk heldur í sumarfríinu. Það gefur auðvitað augaleið.

Enn eru strendurnar vinsælar en nú stefnir í að margar þeirra sökkvi í sæ. Þetta á við um strendur á Maldíveyjum, við Karíbahaf og í Afríku, þar sem víða er búist við miklu strandrofi vegna ágangs sjávar. Rúmur helmingur Evrópubúa hefur kosið strandlíf í sumarfríinu og sá geiri ferðaþjónustunnar hefur til þessa fengið allt að 80 prósent af heildartekjum í greininni.

Þessi mynd er að breytast. 

Strandvörður í Belgíu – MYND: ÓJ

„Við eigum líklega eftir að sjá meiri áhuga á strandfríium í svalara lofti, eins og á Norður-Spáni (þangað flúði ég í hitabylgjunni í fyrrasumar), á Normandí, í Bretlandi og á Norðurlöndunum – þar til þessir staðir verða líka of heitir. Þá mun hugurinn leita til Alaska og Suðurskautslandsins sem gætu orðið draumalönd ferðalangsins,“ segir Simon Kuper en lætur vera að nefna Löngufjörur á Snæfellsnesi, Rauðasand – eða bara gjörvalla svarta suðurströnd Íslands. Hann nefnir hinsvegar þreytulegan smábæ á suðurströnd Englands sem gæti gengið í endurnýjun lífdaga vegna loftslagsbreytinga – ef menn hætta að dæla í sjóinn ósíuðu skólpi á þeim slóðum,“ segir Simon Kuper í Financial Times og er ekki bjartsýnn á framtíð Costa del Sol, „sem gæti erft krúnuna í flokki yfirgefinna orlofsstaða.“ 

Ef þessi breyting verður á straumi ferðafólks – frá suðrinu og hingað norður eftir – þá myndi hún fela í sér mikil umskipti í tekjudreifingu í ferðaþjónustu: Peningar myndu ekki streyma lengur frá ríku löndunum til hinna fátækari. Skíðafrí í Alpana heyrðu þá sögunni til. Um 40 prósent skíðaferðalaga hafa verið í Alpana en þar hefur skíðasvæðum verið lokað vegna skorts á snjó. 

skidi sviss t

Skíðafólk í svissnesku Ölpunum

Þá er líklegt að sumarið verði ekki lengur háönn ferðaþjónustunnar: Í fyrsta lagi vegna þess að hitinn verður of mikill. Í öðru lagi fjölgar barnlausu fullorðnu fólki sem þarf því ekkert endilega að ferðast á meðan skólafrí standa. Í þriðja lagi er víða yfirbókað á núverandi háönn vegna fjölgunar ferðafólks. Við þessar aðstæður má búast við að strandstaðir reyni frekar að lokka til sín fólk af norðurslóðum snemma á vorin þegar geislar sólar eru mildari. Simon Kuper minnir einmitt á að á þriðja áratug síðustu aldar hafi breska yfirstéttin hópast suður á frönsku rívíeruna til að spóka sig um hávetur. 

Breytt loftslag breytir öllu. 

Nýtt efni

Það er mat Standard & Poor's að Grikkland hafi loks bundið enda á skulda- og bankakreppuna sem reið yfir landið fyrir 15 árum síðan. Hin gríska skuldakreppa gekk nærri evrusamstarfinu á sínum tíma en úr var að Grikkland fékk 50 milljarða króna lán úr stöðugleikasjóði Evrópusambandsins. Sú upphæð fór í einskonar gríska bankasýslu sem lagði …

Umtalsverður samdráttur hefur orðið í vínútflutningi Nýsjálendinga að undanförnu. Verð hefur lækkað og minna selst á mikilvægustu markaðssvæðum. Áhugi á nýsjálenskum vínum náði hámarki um mitt árið 2023 en leiðin hefur legið niður á við síðustu mánuði, eins og tölur frá uppgjörsárinu sem lauk í júní sýna glögglega. Verðmæti nýsjálenskra vína minnkaði um 12,2% frá …

Stjórnendur Play gera ekki ráð fyrir að fjölga þotunum í flotanum á næsta ári en það er engu að síður þörf á nýjum flugmönnum. Play hefur því auglýst til umsóknar lausar stöður flugmanna og rennur fresturinn til að sækja um út í byrjun desember. Ekki liggur fyrir hversu margir verða ráðnir samkvæmt upplýsingum frá flugfélaginu. …

Nýr forsætisráðherra Frakklands, Michel Barnier, er ekki sáttur við stöðu innflytjendamála í landinu og vill herða tökin. Endurspeglar hann þar stöðugt háværari umræðu í landinu um fjölda innflytjenda. Meginþunginn í stefnuræðu Barnier á þinginu fyrr í vikunni var á stöðu efnahagsmála, hvernig stöðva þyrfti skuldasöfnun, skera niður útgjöld og hækka skatta. En hann ræddi líka …

Í lok október þyngist flugumferðin milli Íslands og Bretlands enda fjölmenna Bretar hingað til lands yfir vetrarmánuðina. Breska flugfélagið Easyjet hefur verið stórtækast í flugi milli landanna tveggja á þessum árstíma en félagið hefur nú skorið niður áætlunina þónokkuð frá síðasta vetri. Til viðbótar við þennan niðurskurð á Keflavíkurflugvelli þá hefur Wizz Air fellt niður …

Toyota Motor hefur ákveðið að fresta framleiðslu rafbíla í Bandaríkjunum vegna þess að dregið hefur úr eftirspurn. Viðskiptavefur Nikkei greinir frá því að framleiðslan hefjist ekki fyrr en á fyrri hluta árs 2026. Framleiðandinn á að hafa greint birgjum nýverið frá því að það drægist að hefja smíði fyrsta rafbílsins, þriggja sætaraða sportjeppa, í verksmiðju …

Hið konunglega hollenska flugfélag, KLM, boðar aðgerðir til að ná niður kostnaði til að vega upp á móti almennum verðlagshækkunum. Í tilkynningu segir að þetta hafi í för með sér samdrátt í fjárfestingum, einfaldara skipulag, aukna kröfu um framleiðni og almennar sparnaðaraðgerðir. „Flugvélarnar okkar eru fullar en framboðið er enn þá minna en það var …

Á miklum óvissutímum fyrir botni Miðjarðarhafs vegna stríðsátaka, sem hafa mikil áhrif á flugsamgöngur, tilkynnir bandaríska flugfélagið Delta Air Lines um samstarf við Saudia Airlines, þjóðarflugfélag Sádi-Arabíu. Markmiðið er að fjölga ferðamöguleikum á milli Bandaríkjanna og Miðausturlanda. Um er að ræða samkomulag (codeshare agreement) um að deila áætlunum og útgefnum flugmiðum. Viðskiptavinir geta þá framvegis …