Samfélagsmiðlar

Loftslagsbreytingar og ferðavenjur

Loftslagsbreytingar eru farnar að hafa áhrif á það hvar Vesturlandabúar kjósa að verja sumarfríum. Áður talaði fólk mest um þörfina á hita og sólskini. Nú fjölgar þeim hratt sem óttast of mikinn hita í sumarfríinu. Þetta á sérstaklega við um Evrópu þar sem hlýnunin hefur verið meiri en að meðaltali í heiminum frá 2019.

Baðströnd í Vestur-Flæmingjalandi í Belgíu

Hitamet voru slegin sumarið 2021 og aftur 2022. Eftir á að koma í ljós hvernig fer í sumar. Gamanið kárnar í sumarfríinu ef hitinn fer í 40 gráður og fyrir augu ber reyk frá skógareldum í nálægu fjalllendi. Allir sem hafa efni á því fara eitthvert annað – þangað sem svalara er og þægilegra. 

Ísland hlýtur að færast ofar á óskalistann. Stór hluti Íslendinga bíður enn eftir sumrinu. Þau fyrir austan og norðan eru harla sátt en hjörtun eru daprari fyrir sunnan og vestan. Átta stiga sumarhiti er nú ekkert fagnaðarefni fyrir flesta – jafnvel ekki þá sem eru orðnir þreyttir á þrúgandi hita.

Það var svo sem búið að vara við því að loftslagsbreytingarnar gætu falið það í sér að sumrin yrðu rakari og svalari hér í norðrinu. En verðum við ekki að vona að þessi raki og svali lægðagangur verði ekki eina hlutskipti okkar hér eftir?

Það má enn stöðva loftslagsbreytingarnar. 

Belgar á baðströnd í eigin landi – MYND: ÓJ

Um leið og talað er um breyttar ferðaáætlanir verður að hafa í huga að einmitt ferðalög skila um 5 prósentum af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda. Og það dregur ekki úr ferðalögum. Þau eru að aukast hratt. Allir sem hafa efni á því reyna að gleyma leiðindunum í heimsfaraldrinum og láta nú gamla ferðadrauma rætast.

Breytingar á ferðalögum fólks vegna hækkandi hitastigs er umfjöllunarefni dálkahöfundarins Simon Kuper hjá Financial Times og hann býst við að loftslagsbreytingarnar hafi veruleg áhrif á það hvert fólk heldur í sumarfríinu. Það gefur auðvitað augaleið.

Enn eru strendurnar vinsælar en nú stefnir í að margar þeirra sökkvi í sæ. Þetta á við um strendur á Maldíveyjum, við Karíbahaf og í Afríku, þar sem víða er búist við miklu strandrofi vegna ágangs sjávar. Rúmur helmingur Evrópubúa hefur kosið strandlíf í sumarfríinu og sá geiri ferðaþjónustunnar hefur til þessa fengið allt að 80 prósent af heildartekjum í greininni.

Þessi mynd er að breytast. 

Strandvörður í Belgíu – MYND: ÓJ

„Við eigum líklega eftir að sjá meiri áhuga á strandfríium í svalara lofti, eins og á Norður-Spáni (þangað flúði ég í hitabylgjunni í fyrrasumar), á Normandí, í Bretlandi og á Norðurlöndunum – þar til þessir staðir verða líka of heitir. Þá mun hugurinn leita til Alaska og Suðurskautslandsins sem gætu orðið draumalönd ferðalangsins,“ segir Simon Kuper en lætur vera að nefna Löngufjörur á Snæfellsnesi, Rauðasand – eða bara gjörvalla svarta suðurströnd Íslands. Hann nefnir hinsvegar þreytulegan smábæ á suðurströnd Englands sem gæti gengið í endurnýjun lífdaga vegna loftslagsbreytinga – ef menn hætta að dæla í sjóinn ósíuðu skólpi á þeim slóðum,“ segir Simon Kuper í Financial Times og er ekki bjartsýnn á framtíð Costa del Sol, „sem gæti erft krúnuna í flokki yfirgefinna orlofsstaða.“ 

Ef þessi breyting verður á straumi ferðafólks – frá suðrinu og hingað norður eftir – þá myndi hún fela í sér mikil umskipti í tekjudreifingu í ferðaþjónustu: Peningar myndu ekki streyma lengur frá ríku löndunum til hinna fátækari. Skíðafrí í Alpana heyrðu þá sögunni til. Um 40 prósent skíðaferðalaga hafa verið í Alpana en þar hefur skíðasvæðum verið lokað vegna skorts á snjó. 

skidi sviss t

Skíðafólk í svissnesku Ölpunum

Þá er líklegt að sumarið verði ekki lengur háönn ferðaþjónustunnar: Í fyrsta lagi vegna þess að hitinn verður of mikill. Í öðru lagi fjölgar barnlausu fullorðnu fólki sem þarf því ekkert endilega að ferðast á meðan skólafrí standa. Í þriðja lagi er víða yfirbókað á núverandi háönn vegna fjölgunar ferðafólks. Við þessar aðstæður má búast við að strandstaðir reyni frekar að lokka til sín fólk af norðurslóðum snemma á vorin þegar geislar sólar eru mildari. Simon Kuper minnir einmitt á að á þriðja áratug síðustu aldar hafi breska yfirstéttin hópast suður á frönsku rívíeruna til að spóka sig um hávetur. 

Breytt loftslag breytir öllu. 

Nýtt efni

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …

Útgerðir skemmtiferðaskipa virðast bjartsýnar um að fólk sæki mjög í siglingar á árinu. Ferðaþorstanum eftir innilokun Covid 19-áranna hafi ekki enn verið svalað. Þá kjósi margir, sem á annað borð hafa efni á því, verja fleiri ferðadögum á friðsælu floti um heimsins höf fremur en að olnboga sig í gegnum manngrúa borga og vinsælla ferðamannastaða. …

Það voru keyptar 390 þúsund gistinætur á íslenskum gististöðum í janúar eða 13 prósentum færri en í janúar í fyrra. Næturnar núna voru álíka margar og í janúar 2019 en það var í mars það ár sem rekstur Wow Air stöðvaðist. Gisitnóttum útlendinga á skráðum gististöðum, stór hluti heimagistingarinnar fellur þar ekki undir, fækkaði um …

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Vinna við aðgerðaáætlun í tengslum við ferðamálastefnu Íslands til ársins 2030 er langt komin. Birt hafa verið í Samráðsgátt drög að tillögu til þingsályktunar og óskað umsagna. Það kemur síðan í hlut Alþingis að vinna úr tillögum sem orðið hafa til í víðtæku samráði hagaðila í ferðaþjónustu - og ákveða síðan hvert skal stefna. Þær …

Þjóðarflugfélög Frakka og Hollendinga mynda samsteypuna Air France-KLM Group og hagnaðist fyrirtækið um 934 milljónir evra á nýliðnu ári. Sú upphæð jafngildir 140 milljörðum króna. Aldrei áður hefur þessi fransk-hollenska samsteypa skilað svona miklum hagnaði að því fram kemur í tilkynningu nú í morgun í tilefni af birtingu uppgjörsins. Þar kemur fram að stríðið á …

Karólínska háskólasjúkrahúsið í Stokkhólmi er það sjöunda besta í heimi samkvæmt árlegum lista bandaríska tímaritsins Newsweek. Þetta er fimmta árið í röð sem Karólínska er á lista yfir þau 10 bestu en Björn Zoëga hefur verið forstjóri sjúkrahússins öll þau ár. Björn sagði stöðunni upp nú í ársbyrjun og lætur af störfum í næstu viku. …

Þetta eru ískyggilegar fréttir fyrir Íslendinga og aðrar þjóðir landanna sem liggja að Norður-Atlantshafi. Það er hluti af kjarngóðu og upplýstu uppeldi allra landsmanna að heyra um mikilvægi Golfstraumsins - helst snemma í frumbernsku, og landsmenn eru minntir á mikilvægi hans reglulega út æviskeiðið. Golfstraumurinn liggur frá Karíbahafinu og hingað norður eftir og gerir það …

Lestarferð á fjölförnustu viðskiptaferðaleiðum Bretlands losar innan við helming af því CO2 sem jafn löng ferð með rafbíl gerir, samkvæmt útreikningum sem The Rail Delivery Group, hagsmunasamtök lestarfélaga þar í landi, hafa reiknað út og sagt er frá í The Guardian. Þar sem um er að ræða vistvænstu lestirnar, sem einungis ganga fyrir rafmagni, þá …