Samfélagsmiðlar

Matvaran skilar Högum meiri hagnaði. Forstjórinn segir þó að aðrir ráði mestu um verðlagningu

Rekstrarhagnaður af verslunar- og vöruhúsarekstri Haga nam rúmlega 2,2 milljörðum á síðustu þremur mánuðum. Svo mikill hefur hann ekki verið á þessum tíma árs en veltan hefur líka aukist.

„Við vonumst til og höfum raunar væntingar um að það fari að draga úr þessum hækkunum á aðfangaverði," segir Finnur Oddsson, forstjóri Haga.

Með vaxandi ferðamannastraum til landsins fjölgar erlendum viðskiptavinum íslenskra matvörubúða ört þessa dagana. Þessir kúnnar hafa vafalítið flestir ef ekki allir séð verðið heima fyrir hækka undanfarin misseri en einhverjum þeirra bregður þó vafalítið við að umreikna töluna íslenska verðmiðanum yfir í evrur, dollara eða aðra gjaldmiðla. Verðlagið hér er nefnilega það næsthæsta í Evrópu. Aðeins Svisslendingar borga meira fyrir nauðsynjar samkvæmt tölum Eurostat.

Matvara hefur hækkað um 12 af hundraði hér heima síðastliðið ár og þar af nemur hækkunin síðustu þrjá mánuði: mars til maí, 2,9 prósentum. Hagar, sem reka meðal annars Bónus og Hagkaup, birtu í vikunni uppgjör fyrir þetta þriggja mánaða tímabil og nam hagnaðurinn 653 þremur milljónum króna. Það er samdráttur um nærri þriðjung frá sama tíma í fyrra.

Það eru hins vegar ekki matvöruverslanirnar sem draga afkomuna niður heldur rekstur Olís. Rekstrarhagnaðurinn (Ebidta) þar á bæ féll um tvo þriðju frá sama tíma í fyrra og nam 299 milljónum.

Rekstur verslana og vöruhúsa í eigu Haga skilaði hins vegar meiri afgangi en síðustu ár eða 2,2 milljörðum króna. Hækkunin frá sama tímabili í fyrra nemur 354 milljónum króna eða 19 prósentum.

Spurður um þessa hækkun, þá bendir Finnur Oddsson, forstjóri Haga, á að afkoman sé hlutfallslega sú sama á milli ára, um 7,5 prósent af veltu. Hækkunina í krónum talið megi því rekja til aukinnar veltu sem skrifist á verðbólgu og aukin umsvif. Þannig hafi Eldum rétt og Stórkaup bæst við rekstur Haga frá fyrsta fjórðungi í fyrra og ein ný Bónusverslun.

Veltan í Bónus hefur einnig aukist „enda sækja æ fleiri viðskiptavinir í hagvæmustu verslunarkörfu landsins sem við bjóðum upp á þar,“ fullyrðir Finnur.

Aðspurður hvort aukinn hagnaður gefi færi á að lækka verð þá bendir forstjóri Haga á birgjana:

„Það sem hefur lang mest áhrif á verðlag í matvöruverslun er þróun verðs frá framleiðendum og heildsölum. Eins og kunnugt er, þá hafa þar verið viðvarandi og mjög miklar verðhækkanir allt síðasta ár, sérstaklega frá hausti 2022. Við vonumst til og höfum raunar væntingar um að það fari að draga úr þessum hækkunum á aðfangaverði,“ segir Finnur.

Hann bendir jafnframt á að nýjar mælingar Hagstofu á vísitölu neysluverðs sýni að verðbólga í matvöru sé byrjuð að dragast saman. „Þetta er ánægjuleg þróun og vonandi vísbending um það sem koma skal.“

Nýtt efni

Um síðustu mánaðamót var greint frá því á borgarvef Amsterdam að innan marka hennar væri að finna 10 snjalldælur sem ökumenn gætu nýtt sér án endurgjalds. Það sem greinir snjalldælu frá þessum hefðbundnu, sem ökumenn geta nálgast víða til að dæla lofti í bíldekkin, er að þær tryggja að þrýstingur sé réttur. Margir ökumenn hafa …

Eins og raunin var í gær, þá fá ferðamenn ekki að fara upp á Akrópólishæðina í Aþenu um miðjan daginn vegna óvenjulega mikils hita miðað við árstíma. Engum verður hleypt upp á hæðina frá hádegi til klukkan fimm síðdegis. Sama gildir um aðra fornleifastaði í landinu, sem ferðamenn sækjast eftir að skoða. Allir sem hafa …

Í byrjun síðasta vetrar hóf Easyjet að fljúga tvisvar í viku milli London og Akureyrar. Aldrei áður höfðu áætlunarferðir verið í boði á þessari flugleið og íbúar á Norðurlandi tóku þessari nýjung fagnandi og voru í meirhluta sætanna í þotum breska flugfélagsins. Þetta mátti sjá á tölum norðlenska gististaða því breskum gestum fjölgaði ekki ýkja …

Ákvörðun Evrópusambandsins um að leggja allt að 38,1 prósents viðbótartoll á kínverska rafbíla vekur áhyggjur margra í alþjóðlega viðskiptaheiminum. Verndartollum er ætlað að hemja samkeppni að utan, reisa varnir á heimavelli, en leiða auðvitað gjarnan til þess að mótaðilinn svarar fyrir sig. Það óttast einmitt evrópskir framleiðendur, sem háðir eru viðskiptum við Kína, að gerist …

Vorið 2021, stuttu áður en Play fór í loftið í fyrsta sinn, efndi félagið til hlutafjárútboðs þar sem söfnuðust 10 milljarðar króna. Í kjölfarið voru bréfin skráð á First North Growth í Kauphöllinni en um þann markað gilda ekki eins strangar reglur og Aðalmarkað Nasdaq. Í tengslum síðustu hlutafjáraukningu, sem lauk í apríl síðastliðnum, var …

Viðskiptastríð vesturveldanna og Kína heldur áfram að þyngjast því fyrr í dag gaf Evrópusambandið út að 38,1 prósent innflutningstollar yrðu lagðir á kínverska rafbíla frá og með næsta mánuði. Sú hækkun bætist við þann 10 prósent toll sem í dag ríkir á innflutning rafbíla frá Kína til aðildarríkja ESB. Þessi viðbótartollur hefur verið yfirvofandi síðustu …

Það var í júní 2014 sem breska lággjaldaflugfélagið Flybe, sem nú er gjaldþrota, hóf áætlunarflug til Íslands frá Birmingham. Flugleiðin stóð ekki undir væntingum stjórnenda Flyby og var lögð niður eftir níu mánuði. Þá tók Icelandair við keflinu og hélt úti tíðum ferðum milli Íslands og þessarar næstfjölmennustu borgar Bretlands fram í ársbyrjun 2018. Síðan …

Í Bandaríkjunum eru lestarsamgöngur ekki eins góðar og í Evrópu og þurfa þeir sem ætla að sækja komandi landsfundi Demókrata og Repúblikana annað hvort að keyra eða fljúga á fundarstað. Af þeim sökum hefur bandaríska flugfélagið United Airlines bætt við 118 flugferðum til og frá Chicago í ágúst í tilefni af landsfundi Demókrata. Repúblikanar hittast …